Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 27! AGÚST 1988. Ég var búinn að Iofa mér að breyta til íyrir fimmtugt segir Ómar Ragnarsson sem flytur sig á Stöð 2 í vikunni Ómar Ragnarsson er með vinnu- sömustu mönnum. Það er tæplega að hann hafi tíma til að skipta um starf eins og hann var búinn að lofa sér fyrir fimmtugsafmælið. Hann gengur þó inn á Stöð 2 á fimmtudag- inn eftir að hafa lokið síðasta starfs- deginum hjá ríkissjónvarpinu kvöld- ið áður. Það er ekkert frí. Það kom mörgum á óvart þegar það spurðist fyrr í sumar að Ómar ætlaði að hafa vistaskipti eftir tæplega tveggja áratuga starf hjá Sjónvarp- inu. Hann hefur verið þar helsta skrautfjöðrin árum saman. Hann hefur skapað sér sinn sérstaka stíl í fréttum og þættir hans hafa jafnan verið með vinsælasta sjónvarpsefni. Yfirleitt hefur hann verið í fyrsta sætinu. Margar góðar minningar Þar er skemmst að minnast vin- sælda spurningaþáttarins Hvað heldurðu? á síðasta vetri. „Jú, það er mikill söknuður sem fylgir því að yfirgefa þennan vinnustað sem ég hef verið á í 19 ár,“ segir Ómar þegar hann er spurður um tilfinningar sín- ar á þessum tímamótum. „Það eru margar góðar minningar en það var kominn tími til að breyta til.“ Ómar réðst til Sjónvarpsins fyrir tilviljun, fyrst til að leysa Sigurð Sig- urðsson íþróttafréttamann af í veik- indaforfollum. „Það stóð þannig á þegar Sigurður veiktist að alhr íþróttafréttaritarar með einhverja reynslu voru uppteknir þannig að enginn gat hlaupið í starfið fyrir- varalaustsegir Ómar þegar hann rifiar upphafið upp. „Emil Björns- son, fréttastjóri Sjónvarpsins, mundi eftir því að ég hafði allra mest hermt eftir Sigurði og rök hans voru þau að úr því að Ómar gæti spunnið upp úr sér heilu lýsingarnar á íþrótta- mótum sem aldrei færu fram þá ætti honum ekki að verða skotaskuld úr því að lýsa raunverulegum íþrótta- mótum.“ Emil skammaður fyrir tiltækið „Þannig dróst ég inn í þetta við misjafnar undirtektir. Út af ráðning- unni spunnust blaöaskrif þar sem Emil var gagnrýndur fyrir tiltækið. Ég hafði ekkert komið nærri fjöl- miðlum þegar þetta var og hefði aldr- ei hlustað á Emil ef það hefði ekki staðið sérstaklega á hjá mér. Þetta var að vori til og heldur ró- legt hjá mér. Engin sérstök verkefni fram undan. Ég vann þá hjá leik- húsunum, bæði hjá Þjóðleikhúsinu og Iðnó, en leikárinu var lokið. Ég ætlaði um sumarið að fara í flug- kennslu sem ég gerði nú reyndar. En ég sló til þegar Emil hringdi. í þetta sinn var ég í sex vikur eða þangað til Sigurður kom aftur. Þá hætti ég og reiknaði ekki með að komaaftur. Ég var þó ekki alveg laus því um haustið hringdi Emil aftur og nú vantaði dagskrárritara og af ein- hverjum ástæðum sló ég aftur til þótt þetta væri gjörólíkt starf. Emil hafði einstakt lag á að fá menn á sitt band. Ég hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að taka þetta að mér. Ég var dagskrárritari í eitt ár og þá losnaði staða íþróttafréttamanns. Ég sótti um enda var ég kominn með bakteríuna og líkaði vel vinnustað- urinn. Með þessu hófst sjónvarps- mennskan hjá mér.“ Fékk upphringingu og tilboð Ómar vill ekki ræða í smáatriðum af hveiju hann yfirgefur nú Sjón- varpið. Yfirleitt hafa óánægja og inn- anhússdeilur orðið til þess að sjón- varpsmenn hafa vistaskipti. Ómar neitar öllu síku. „Þetta gerðist alveg eins og þegar Emil réð mig til Sjón- varpsins," segir Ómar. „Eg fékk upp- hringingu og tilboð og ákvað að slá til. Auðvitað er þetta ekki með öllu sársaukalaust. Það er alltaf erfitt aö yflrgefa gamlan vinnustað en ég var hvort eð er búinn að lofa mér því fyrir löngu að breyta til áður en ég yrðifimmtugur. Þetta er eiginlega of lítil breyting og hálfgerð svik að flytja mig aðeins yfir á aðra stöð. Það hefur verið mik- ið um að fólk hafl hætt og jafnvel komið aftur. Menn líta það óþarflega alvarlegum augum að fjölmiðlamenn skipti um starf. Mér sýnist samt þró- unin sem betur fer vera í þá átt að það teljist ekki viðkvæm mál þótt menn skipti um peysu.“ Og svo eru það launin sem Stöð 2 bauð Ómari. Ein kjaftasagan segir að honum hafi verið boðnar 500 þús- und krónur á mánuði. Ómar hlær hressilega þegar hann heyrir þessa sögu og tekur öll þau bakföll sem litli Súsúkíinn leyfir. Þegar hann hefur jafnað sig setur hann upp andlit gam- alreynds stjórnmálamanns og segir: „Ég játa þessu hvorki né neita." Hann prófar einnig aðra og afdrátt- arlausari útgáfu af svörum stjórn- málamanna. „Égsvaraþessukjaft- æði ekki.“ Og svo hlær hann enn meira. Launin eru trúnaðarmál „Það er trúnaðarmál milli mín og Stöðvar 2 hver launin mín eru. Ég gerði nokkuð sveigjanlegan samn- ing. Það er allt sem ég get sagt en um launin segi ég ekkert. Það gefur þó augaleið að ég fæ hærri laun en ég hafði fyrir en ég fer ekkert nánar útílaunamálin. Ástæðurnar fyrir því að ég fer eru mjög margar. Ég hygg að flestir í minni aðstöðu hefðu slegið til. Ég ætla ekki að tiltaka það nánar. Hins vegar hefði ég ekki farið ef Stöð 2 hefði ekki spjarað sig svona vel. Ég er eiginlega að fara inn á stöð sem er í svipuðum sporum og Sjón- varpið var árið 1969. Þá var útþensla úti á landi. Þeir voru smám saman að færa sig út á landsbyggðina. Stöð 2 er í svipuðum sporum. Þeir hyggja á landvinninga og ég hef ekkert á móti því að leggja mitt af mörkum með þeim. Rökstuðningurinn er í meginatrið- um sá að mér finnst það ekki góð til- hugsun að hér verði tvær sjónvarps- stöðvar þar sem önnur sinnir aðeins suðvesturhorninu en hin lands- byggðinni allri. Við höfum þegar séð viðleitni hjá Stöð 2 til að vera með fréttir utan af landi en þeir vilja gera ennbetur. Það má kannski segja að ég sé að sækja í sama fjörið og var í upphafi hjá Sjónvarpinu. Þetta er kannski svona grár fiðringur á sjónvarps- sviðinu. Svo er öllum mönnum hollt að breyta til og vera ekki alla ævi á sama staðnum. Ég verð trúlega á svipuðu róli og á fyrri staðnum þótt það sé allt ómótað enn. Ég hef ekkert komið á Stöð 2 enn og verö væntanlega fyrstu dag- ana og vikurnar að kynna mér vinnustaöinn." Aldrei aftur í spurningaþátt í fyrravetur buðu báðar sjónvarps- stöðvarnar upp á spurningaþætti. í þeirri samkeþpni hafði ríkissjón- varpið betur og þséttirnir urðu með því vinsælasta sem sýnt hefur verið í sjónvarpi. Stöð 2 hefur þó ekki feng- ið formúlu að vel heppnuðum spurn- ingaþætti með Ómari. Hann ætlar aldrei aftur að stjórna spurninga- þætti. „Aldrei aftur," segir Ómar ákveð- inn. „Ég hét mér því reyndar áður en ég byrjaði í fyrra að þetta skyldi ég aldrei gera aftur og stend við það. En þetta var mjög gaman og heppn- aðist framar vonum. Satt að segja held ég, þegar ég lít til baka hjá Sjón- varpinu, að vinnan með samstarfs- fólkinu og áhorfendum í þessari keppni sé einhver ánægjulegasta minningin. Samstarfið við Baldur Hermanns- son, Heiði Ósk, Tage Ammendrup, Gunnar Baldursson, Ásthildi Kjart- ansdóttur og allt þetta lið var alveg stórkostlegt. Þaö hefur mjög mikið að segja upp á hvort dagskrá öðlast líf að samstarflð sé gott. Ég er eigin- lega farinn að tala eins og Hemmi Gunn en ég get bara ekki annað. Hugmyndin sjálf var reyndar þess eðlis að það þurfti mjög lélega frammistöðu til að klúðra málinu. Grunnhugmyndin var í lagi og erfitt að klúðra henni algerlega." Loforðið efnt að hálfu „En menn eiga svo sem aldrei að segja aldrei. Sumir hefðu haldið að ég ætti aldrei eftir að fara af Sjón- varpinu en nú er ég farinn. Það er eins og segir í einhverju Shakespeareleikriti að enginn má sköpum renna og best er það.“ Ómar segir að hann hafi ekki stað- ið fullkomlega við loforð sitt að skipta um starf fyrir fimmtugt. Hann leiddiþóhugannaðþvíumtímaað ■ snúa algerlega baki við Sjónvarpinu. „Ég er bara búinn að efna loforðið að hálfu að breyta til fyrir fimm- tugt,“ segir Ómar. „Ég hef þó ekki stórar áhyggjur af þessu en það eru mörg verkefni sem gaman væri að fást við, t.d. í sambandi við leikritun. Ég heíöi líka gaman af að halda einhvern tíma ljósmyndasýningu. Ég hef tekið mikið af myndum úti á landi. Þetta liggur í haugum hjá mér, óflokkað og sumt af þvi óskoðað. Sem betur fer hefur lífið upp á margt skemmtilegt að bjóða." Skynsemin ræður Ein af þessum skemmtunum er rallí. Þótt Ómar sé hættur að keppa þá er áhuginn ómældur. Raunar er það líkast rallakstri að fara með Ómari um bæinn. Hann ekur um á Súsúkí smábíl sem muna má sinn fifil fegri enda kostaði hann aðeins 60 þúsund krónur. „Þetta er alveg nógu gott undir afturendann á mér hér innanbæjar. Ég læt skynsemina ráða í bílakaupum," segir Ómar. Þetta er einkabíll í orðsins fyllstu merkingu. Farangurinn nær upp í topp og þar sem pláss er afgangs rað- ar hann bílablöðum. Ómar býður í bíltúr út á flugvöll þar sem hann þarf að leggja sérleið í rallíi. Á leiðinni tekur vatnsgufa skyndilega að byrgja útsýn. „Nú, það er eitthvað að. Bara farið að sjóða á tikinni," segir Ómar. „Jæja, við lát- um hana malla alla leið.“ Á leiðar- enda er fariö að kanna málið og þá stendur vatnsbunan upp úr húddinu og út á plan og það kemur í hlut slökkviliðsins á Reykjavíkurflugvelli að leggja til vatnssopa á bílinn. Hvíld að hafa mörg járn í eldinum Ómar er einn þeirra manna sem alltaf eru að. Hann skilur aldrei far- símann við sig og í bílnum er alltaf búnaður til nokkurra daga útilegu. Það er vissara ef skjótast þarf út á land fyrirvaralaust. Þegar hlé verður á sjónvarpsvinnunni er ekki úr végi að leggja eins og eina sérleið í rallíi og ræsa keppendur. Ófá kvöldin treð- ur Ómar svo upp á skemmtunum. „Ég verð aldrei leiöur á þessu ati,“ segir Ómar. „Ég tek mér að vísu frí stund og stund þótt þau séu öðruvísi en hjá öðru fólki. Það er viss hvíld 1 því að hafa mörg járn í eldinum. Þetta kostar vissulega skipulagningu og forgangsröð á verkefnunum. Fréttirnar eru þar í fyrsta sætinu," sagði Ómar Ragnarsson. -GK 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.