Alþýðublaðið - 06.07.1921, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 06.07.1921, Qupperneq 1
Alþýðublaðið Q-eflð tit al AlþýöuflokkHum. 1921 Tnnðurðuflahætta. Dufl á reki i Isafjarðardjúpi. ísafirði 5. júlí. Vélbátur úr Hnífsdal fann í tnorgun tundurdufi á reki í ísa- fjarðardjúpi undan Bolungarvík. Dró hann það inn á Hnífsdal og hefir sýslumaður skipað um það vörð, og bíður það frekari ráð- stafana Stjórnarráðsins. Þetta mun ekki fyrsta tundur- duflið, sem vart hefir orðið við fyrir Vesturlandi í sumar. Frá 'Dýrafirði var skrifað nýlega, að bátur þaðan hefði rétt að segja verið kominn á tundurdufl í Pat- reksfjarðarflóa. Og var í sama bréfi sagt, að fleiri dufl hefðu sést þar vestra f vor. Lfka þykj- ast raenn vestra vísir um, að „Dýri* hafi farist á tundurdufli, því hann hafði sést á siglingu, eftir storminn, sem haldið var að hefði riðið honum að fullu. Ekki er gott að segja hvaðan dufl þessi eru komin, en þó er -eigi ósennilegt að þau séu frá ströndum Atnerfku. Hér er hætta á ferðum, ekki 'síst þegar nótt tekur að dimma, og gerir stjórnarráðið væntanlega ráðstafanir til að þetta verði rann- sakað betur, hið allra bráðasta. €rlenð símskeyti. Khöfn, 5. júlí. Bretar og Bandaríkjamenn. Politiken segir, að mikilsmetnir enskumælandi stjórnmálamenn séu meðmæltir vináttu og samningum milli Ameriku og Englands, grund- völluðum á afvopnun, sem álitinn sé bezti grundvöllur undir heims- friðinn. Ensk blöð ganga lengra, vilja ensk japansk-ameriskan samning. Miðvikuudaginn 6. júlí. Stjðrnarskifti í Ítalín. Símað er frá Róm, að Bonomi sé orðinn forsætisráðherra, en Torretto utanríkisráðherra. Litln-Asín stríðið. Allar hergagnabirgðir Grikkja í Smyrna hafa verið sprengdar í loft upp; og er nú búist við að framsókn Kemalista stöðvist. Foryextir danska þjóðbankans orðnir 6%. geiur að svo vxri. Jón Þorláksson bæjarfulltrúi m. m. hélt ræðu fyrir minni konungs- fjölskyldunnar í Iðnóveizlunni. Ræðan er birt á dönsku í „Kurér* og hefir Jón þá sennilega flutt hana á því máli. Ýmislegt ein- kennilegt er sagt í ræðu þessari, en þó mun þeim, sem þekt hafa Jón að þessu, þykja merkilegust þessi orð hans, sem sýna það, að hann kemur fram sem iðrandi syndari fyrir hönd fiokksbræðra sinna: „ . . í fyrsta skifti hiotnast oss sú mikla gleði, að taka á móti drottningu vorri, og eg held að borgararnir muni vera mér sam- mála þegar eg segi, að vér mun- um láta þetta gleðilega atvik vera oss hvöt, á næstu tímum til að Ieggja sem allra mesta stund á umönun vora fyrir börnum, gam- almecnum og sjúklingum, og á endurbætur húsnæðis handa efna- minna fólkinu — alt þetta er því miður skamt á veg komið hjá oss — og vér biðjum því yðar hátignir að skoða tilraunir vorar á þessu sviði á komandi tfma sem hluta af þakklæti voru fyrir gleði þá, sem yðar hátignir hafa veitt oss með þessari heimsókn,* Á þessa leið hljóðar kaflinn í Iauslegri þýðingu. Mikið að mjólk- in skyldi ekki ncfnd í sambandi 152. tölubl. við börnin og gamalmennin. En það voru ekki kjósendur sem þarna var rætt við. Og ekki meira um það. Þessi orð forseta bæjarstjórnar eru þess verð, að almenningur festi þau sér í minni og fylgist með í gerðum hans og annara flokksbræðra hans. Með öðrum orðum, sjái hve djúpar rætur „þakklætið* á sér í hugum þeirra. Það er ekki nóg að panta sement í stórum stfl. Það þarf líka að selja það sanngjörnu og viðunandi verði. En það þarf víst, því er nú ver, ekki að taka þessi orð Jóns alvarlega, það er engin hætta á að hann eða félagar hans bæti þessa bresti, sem hann minnist á, meðan þeir fá að ráða. Þeir hafa hingað til ekki starfað í þessa átt og líkurnar eru litlar á þvf, að þeir bæti sig. En konungshjónin fylgjast með, og almenningur gerir það — svona í laumi. Og kannske Jón bæti nú ráð sitt. Hafi nokkur greindur maður hér í Reykjavfk áður verið þeirrar trú- ar að konungdómurinn væri gagn- legur pg þjóðiani nauðsynlegur, þá hlýtur konungsheimsóknin núna að hafa sannfært hann um hið gagnstæða. I íslenzka þjóðin á nú við hin erfiðustu kjör að búa og kring- umstæður hennar eru hinar verstu. Hvert vandamálið öðru mikilsverð- ara bíður bráðra úrlausna. Pen- ingamálin eru komin f öngþveiti. Atvinnumálin eru í stórhættu. Bú- ist við að þá og þegar verði öll- um togurum lagt upp og fjöl- skyldumenn gangi hér atvinnu- lausir um hábjargræðistimann. Fisk- salac, aðal tekjulind landsmanna,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.