Alþýðublaðið - 06.07.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.07.1921, Blaðsíða 2
s Algreiðsla felaðstns er í Alþýðuhúaina við IngóIfsstrKti og Hverfisgötu, fðími 988. Augiýsinguoi sé skilað þ&sgað eða i Gutenberg í siðasU iagi kl. 10 árúegis, þsusn dag, sem þær ttga að koma i hlaðið. Áskriftarg)aíd ein hr. á mánuði. Augiýsingavarð kr. 1,50 cm, dndálkuð. Útsöiumenn beðnir að gera skii til afgreiðslunnar, að mintU kosti ársQórðungslega. óframkvæmanleg vegna þess, að sainningagerð við Spán hefir verið dregin alveg fram á síðustu stundu. Sildarútgerðin nær alveg stöðvuð vegna söluörðugleika, Þanníg er ástíndið. Hefði nokkur dugur ver- ið í konungdóminum, hefðu fyrstu orð konungs átt að vera : „Alvar- leg mál fyrst, skemtun og tildur á eftir.* En í stað þess er kon ungur ekki fyr korninn á land en „humbukið* byrjar. — Fallbyssu- drunur, heiðursbogar, tildurklæði, veizta eftir veizlu. Gengdarlaus íjáraustur og óhóf í mat og drykk, útbúnaði og klæðaburði. Það er eins og konungur eigi ekki annað eða meira að gera en klæðast og éta dýrindis krásir, iáta bukka og skríða fyrir sér og mæla hégóm- 3eg tízkuorð, sem ekkert snerta alvöru eða nauðsyn. Sjái ekki hver greindur maður að slíkt er gagnslaust og ósamboðið virðingu góðra manna, á slíkum alvörutfm- um og nú eru, þá eru menn blind- ari en góðu hófi gegnir. Og hver borgarr Dauðþreyttir og svangir alþýðumenn, lúnir óg gigtveikir bændur og vinnumenn. Það er verið að njóta svitadropanna þeirra, íátæktar þeirra og bágra kringumstæða. Því það fé sem landið eys í þetta, er orðið til fyrir þeirra erfiði, vinnu og dugn- að. — Það eru svitadropar verka- manna, sem Jón Magnússon er að fiotta sig með í þessari heimsku- íegu konungsmóttöku. í stað þess að nota féð til að bæta með húsa- kynni erfiðismanna eða til að veita börnum þeirra næga og holla óbreytta fæðu, eða ti! styrkt- ALÞYÐOBLAÐIÐ ar sjúkum og heilsulitlum, skal því heldur varið til ókeypis ferða- lags til Þingvalla, Geysis og Gull- foss handa Jóni Magnússyni, þing fiokki hans og stjórnardindlum, til áts og óhófs. — Það er ekki verið að bjóða verkamönnum og bændum. Neil Þeir eiga bara að hrópa húrra fyrir kongi og Jóni Magnússyni og öllu „humbukinu* þegar þeim er skipað. Alvöru- málin mega bfða. Atvinnuleysið má koma. Fátæktin og skorturinn hjá verkamanninum má magnast. Stjórnin hefir ekki tfma til að hugsa um það. Fleðulætin, skrið- dýrshátturinn, fjárausturinn, kon ungsdekrið skal ganga fyrir öllu. En hvað ætla verkamennirnir lengi að láta svipu hégómagirnd- arinnar ríða um bak sér? Hvað lengi ætla þeir að láta hafa sig til að hrópa fagnaðaróp fyrir tildr- inu og fögru titlunum og fá iítils virðingu að launum. Hve djúpt á að beygja þá svo stolt þeirra og virðing segi: Nú er nóg komið, herrar mínir. Nú skulum við skifta um hlutverk, dálítinn tíma. Nú skulum við láta aka okkur í bifreiðum til Þingvalla, ríða svo til Geysis og Gullfoss, eta dýr- indis mat og skemta oss á lands- ins kostnað. En þið skuluð vinna baki brotnu erfiðisverkin okkar á meðan. Þið skuluð búa í röku og óhollu kjallaraíbúðunum okkar, en vér í björtu og þægilegu íbúðun- um ykkar. Börnin ykkar skulu fá rýra og óholia fæðu, en okkar nóga og holla. Konur ykkar skulu færa sig í vinnugarma okkar kvenna og vinna hin erfiðu hús- verk þeirra hjálparlaust frá morgni til kvöids sleitulaust, en okkar konur skulu klæðast góðum klæðn- aði yðar kvenna og hafa góða og rósama daga. Skiftingin væri þörf, þvf skeð gæti að einhver þeirra góðu herra kynni eftir það betur skyn á þvf, hver ætti fremur skilið „hátignar- nafnið*, verkamaðurinn eða kon- ungurinn. Örn eineygði. Aths. Þó margt sé réttilega at- hugað hjá höf., viljum vér taka það fram i sambandi við niðurlag greinarinnar, að það er misskiln- ingur, ef höf. heldur að hefndar- þólitík sé rétta léiðin til að alþýð- an nái takmark sfnu. Ritstj. tít ðr jjárkreppunni! Dönsk blöð voru að ræða um það, að konungur mundi koma færandi hendi til íslands. Það er ifka orð að sönnu: Fálkáorðan er stofnuðl Jón Magnússon hefir leyst hnútinn Þið þutfið engu að kvfða framar, íslendingar, fjárkreppan er um garð gengin. Eða haldið þið ekki? Ekki þarf 'annað en senda út nokkra „riddara af ránfuglin- um*. Þeim verður ekki skotaskuld úr því, að afla fjáfins, sem Jóa ekki fékk meðan bann vantaði titilinn Nú er hann orðinn stór- krossriddari. En sá munurl Stór- krossriddari af Fálkaorðunni. —. Hljómar það ekki dásamlega. Og Bjarni frá Vogi, sem áður var riddari af Dannebrog, er nú orðinn tvöfaldur í roðinu, orðina stórriddari af Fálkaotðunni f ofaná- lag. Ekki hailast þar á. Og Jón Magnússon, sá hallast nú ekki. Eða finst ykkur? Hann getur hér eftir borið höfuðið hátfe og barið sér á brjóst, þvf hann hefir með ráðsnild sinni og kæasku komið landinu úr þeim voða, sem það var í — komið því út úr fjárkreppunni! BarnaguIIin eru líka nauðsynleg,. Þó reyndar sé bannaður á þeitn innflutningur. En það er þá ekki annað en hafa þau f farangri sín- um. — Og — því læt eg svona — stjórnin getur veitt undacþágu, þegar eins mikil nauðsyn krefur og hér var um að ræða. Gling, gling, gló! Stjórnin bjó yfir einhverju. Það vissu allir. En að hún væri svona smellin. Það datt víst fáum f hug. En enginn veit sfna æfina fyr ee öll er, og ekki heldur þeir „kross- festu* — þó þeir viti sitt af hvetju: Mikil gleði hlýtur þessi síðasta ráðstöfun stjórnarinnar að vera ölium landsmönnum. Sundurgerð- armennirnir dansa f kringum nefndina nýskipuðu, veita vöng- um, taka ofan, hneygja sig og — skrfða. Það verður gaman. Gott efni f kvikmynd. Og loks hlýtur þetta að auka. álit landsins út á viðl Það er bú- ið að eignast það sem á vantaði, til að gera það sjálfstætt. Nú á það sína eigin orðu. Haldið þið ékki, að fjárkreppunni sé nú loks- ins lokið, og atvinnuleysinu og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.