Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. OKT0BER 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Sparifjáreigendur Eitt þaö fyrsta sem heyröist frá nýju ríkisstjórninni voru yfirlýsingar Ólafs Ragnars Grímssonar um vaxta- töku af sparifé. Nú átti heldur betur að taka til hend- inni og Ólafur var digurbarkalegur eins og venjulega. Nú var komin vinstri stjórn og hún ætlaði sko að ná í skottið á gróðastéttinni, afætunum sem höfðu þrifist í hinni alræmdu frjálshyggju. Ekki voru þessar vaxtatök- ur skilgreindar nánar í þessum almennu og yfirlætis- fullu yfirlýsingum íjármálaráðherrans sem sjálfsagt hefur ætlað að ganga í augun á kjósendum sínum, slá sig til riddara í augum almennings. En ekki fór á milli mála að Ólafur ætlaði að láta greipar sópa um allt sparifé. En hann áttaði sig ekki á einu. Hann áttaði sig ekki á því að sparifjáreigendur eru ekki fámennur, útvalinn hópur efnamanna. Almenningur í landinu á um sextíu prósent alls spariQár og samtals er það fé um hundrað milljarðar. Það er ekki lítil upphæð og það gefur auga leið að sparifjáreigendur skipta tugþúsundum. Fólk úr öllum stéttum, háir sem lágir, ungir og gamlir. Og það var þetta fólk sem tók kveðjurnar frá fjármálaráðherr- anum til sín. Til efs er að stjórnmálamaður hafi með einni yfirlýsingu komið við kaunin á jafnmörgum. Enda voru viðbrögðin eftir því. Úr öllum áttum kom fólk og greip um budduna sína. Flest er þetta fólk búið að safna og spara af sjálfsaflafé sínu með ráðdeild og fyrir- hyggju. Þetta var varasjóðurinn, eignin sem eftir stóð þegar verðbólga, skattheimtumenn og eyðsluriddarar ríkishítarinnar voru búnir að taka sitt. Með fijálsum og jákvæðum vöxtum hafa stjórnvöld og lánastofnanir hvatt fólk til að leggja þetta fé inn til ávöxtunar og sá sparnaður hefur farið vaxandi. Ef eitthvað getur vakið upp réttláta reiði þá er það sú fyrirætlan að leggja þetta sparifé í einelti og skattleggja vexti þess. Enda hafa mótmælin eflaust borist alla leið inn í stjórnarráðið. Þótt Ólafur Ragnar Grímsson vilji vaða áfram í villu og svíma þeirrar öreigakenningar sem gert hefur Alþýðubandalagið að htlum flokki, þá er hann ekki einn í heiminum. Hann var kveðinn í kút- inn. Fyrst af fjöldanum, þeim þúsundum manna sem eiga spariféð. Síðan af samráðherrum sínum sem sáu skyndilega fjara undan vinsældum sínum og póhtískri stöðu ríkisstjórnarinnar ef alvara yrði gerð úr vaxtatöku af sparifénu. Og Ólafur dró í land. Það sást á stofnfundi spariQáreigenda síðasthðinn sunnudag að þar var ekki samkoma gæðinga og ríkis- bubba. Þar var almenningur á ferð og sú samstaða, sem fengist hefur með því fundarhaldi, er sönnun fyrir því að stjómmálamenn komast ekki upp með hvaða vit- leysu sem er. Þeir geta argaþvargast út af ráðherrastól- um og valdabrölti en þegar kemur að eignum og fjár- munum fólks em víghnurnar dregnar. Hingað og ekki lengra. Því miður er ekki við því að búast að formaður Al- þýðubandalagsins læri af reynslunni. Menn, sem hafa gengið um með khsjur og stóryrði og stýra flokkum sem. hafa ranghugmyndir um samfélagið í kringum sig, eru ekki hklegir til að þekkja takmörk sfn. Ólafur Ragnar og kompaní mun halda áfram að storka fjöldanum i óðs manns æði. Samtök sparifjáreigenda hafa sýnt fram á að það er hægt að setja þeim stólinn fyrir dymar. Al- menningur þarf að vera á verði gagnvart dellukenning- um Alþýðubandalagsins. Öðmvísi verður almannahag- ur ekki tryggður. Ehert B. Schram Molar af tiygg- ingamálum Margt er það í mjög svo viðamik- illi og flókinni tryggingalöggjöf okkar sem vissulega væri ástæða til að orða betur og skýrar til að taka af öll tvímæli. Ærið mörg þýðingarmikil atriði eru komin þangað inn sem einstak- ar breytingar, þar sem of oft skort- ir þá heildarsamhengi. Þó mun blessunarlega hafa tekist svo til að ekki er um hrein árekstr- aratriði aö ræða, en mætti kalla að núningsfletir ákveðinnar misvís- unar væru fullmargir. Löggjafmn hefur ærið oft vahð sér við laga- setningu, einkum þar sem vafaat- riði hafa komið upp, þá tiltölulega ódýru lausn að vísa til þess að nán- ari ákvæði skuli sett í reglugerð og hvað varðar tryggingalöggjöfma þá er of oft að því ráði hrapað að ákveða að tryggingaráð setji nánari reglur, jafnvel sjái til fulls um þær reglur sem farið skal eftir. Nú hef- ur undirritaður verið sextugasti partur af þessum sama löggjafa í meira en hálfan annan áratug, en hann hefur líka oft bent á þessa vankar.ta, þessa veikleika og m.a. lagt það til sérstaklega að reglu- gerðir ráðherranna (les: ráðuneyt- ismanna) skyldu a.m.k. fá staðfest- ingu viðkomandi þingnefnda, þ.e. þeirra sem íjölluðu um lagasetn- inguna sérstaklega. Valdaafsal ekki afsakanlegt Undirritaður er heldur alls ekki að segja að reglugerðir séu af hinu illa eða illa gerðar yfirleitt, langt í frá, en valdaafsal Alþingis gagn- vart ýmsum þýðingarmiklum þátt- um af þessu tagi er hins vegar ekki afsakanlegt. Reglur tryggingaráðs (en þar á undirritaður reyndar varamanns- stól) eru heldur ekki slæmar í eðli sínu og oftast held ég að réttlætis sé fyrst og fremst gætt þótt spyrja megi, eins og eitt sinn var spurt um sannleikann - hvað er réttlæti? Undirrituðum þykir það t.d. ekki nógu góð réttlætislatína varðandi ferðir landsbyggðarfólks á fund sérfræðinga suöur aö þrjár skuli þær vera - innan þröngra tíma- marka - áður en greiðsla fæst - og alls ekki megi greiða feröirnar ef viökomandi hefur veriö svo ólán- samur að verða veikur af öðru eða öörum sjúkdómum en t.d. fyrsta og síðasta ferðin voru famar út af. Þá fer allt í flækju. Fólk fer svo sannarlega ekki hingað suöur á læknisfund í einhveijum leikara- skap og af eintómu bríaríi en ein- mitt þessi vitlausa regla skapar misnotkunarhættu. Velviljaður sérfræðingur, sem hefur horft upp á sjúkling sinn með tvær dýrar ferðir, dvalarkostnað og vinnutap, að ógleymdum sjálfum sjúkdómn- um, hlýtur næstum því aö segja sjúklingnum aö koma nú í eina „tékkun", svona bara til að fá ferð- irnar greiddar. Þetta datt hins vegar hinum mis- notkunarhræddu tryggingaráðs- mönnum ekki í hug þegar þeir voru aö troða í öll göt ofnotkunar á sín- um tíma. Ég nefni þetta dæmi en algilt er þaö ekki, síður en svo. Talandi um misnotkun er sú hætta fyrir hendi alltaf og ævin- lega. En ótti við þau örfáu prósent má aldrei verða til þess aö heildin - þaö fólk sem þarf - gjaldi þess. Undantekningamar En tryggingalöggjöfm er víðfeðm og hún snertir ntjög hina mannlegu hlið, mannleg samskipti koma að sjálfsögðu geysisterkt inn í mynd- ina og þar fullyröi ég að yfirgnæf- andi fjöldi þess fólks sem þar að starfar er því verki vel vaxiö - að útskýra - að gera fólki grein fyrir möguleikum og rétti - að beina því á sem réttasta braut. KjáUaiinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ Undantekningarnar eru hins vegar enn meira áberandi þarna en annars staðar því vandamálin eru svo viðkvæm. Ég lít.oft í les- endabréf blaðanna og sé raunar stundum ádeilur á það fólk er þarna vinnur, hrós sömuleiöis, enda eru nú lesendabréf fremur til útrásar illum vessum, eins og kerl- ingin sagði. Miðað við umfang og fjölda viðskiptavina og miðað við eigin reynslu - daglega nú - oftlega „En tryggingalöggjöfin er vfðfeðm og hún snertir mjög hina mann- legu hlið,“ segir i greininni. áður þá kemur býsna jákvæð mynd upp í hugann þótt betur megi alltaf gera. En boöleiöir og upplýsinga- miðlun má þó bæta að mun þótt margt hafi áunnist. Sá er þessar línur skrifar á að vera að endurskoða tryggingalög- gjöflna en raunar veit hann ekki hvort svo er í alvöru því nú nálg- ast hálft ár - heilt misseri frá síð- asta fundi nefndarinnar. Ekki vantar þó verkefnin - fyrst og síð- ast ýmsar brýnar úrbætur sem skila miklu til margra en þurfa þó ekki aö kosta svo óskaplega mikið. Ég nefni af mýgrút mergðarinnar af handahófi tvennt. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar, sem eiga bifreiö, fá bensínpeninga svokallaða, þ.e. að vísu innan ákveðinna tekju- marka - að sjálfsögðu. Þetta er all- góöur stuðningur við þá sem þurfa á bifreið að halda til hinna ýmsu nota, náms, starfa, félagslegrar þátttöku í þjóðlífmu o.s.frv. En svo kemur aö þeim sem ekki eiga bifreið en þurfa þó - hafa á því fulla þörf - að komast til og frá, taka eðlilegan þátt í ýmsu, er áhugi þeirra beinist að, brýnar og brað- nauðsynlegar ferðir á læknisfund eða í lyfjabúð falla þar inn í og eru oft þungbærastar svo og ýmislegt annað sjúkdómi eða öldrun tengt. Þetta fólk fer gjarnan með drjúgar upphæðir sem dragast frá þeirra allt of litlu og lágu tekjum. Þetta fólk, segi ég, á að fá ígildi bensínpeninga, sams konar aðstoö og ekki lakari en bifreiðaeigendúr. Og þetta á ekki aö vera illfram- kvæmanlegt. Tekjutrygging og réttindi Annað sem allt of oft kemur hér upp á borð er spumingin um hversu mikiö viðkomandi megi vinna svo ekki verði skerðing á tekjutryggingu og vel að merkja að niður falli réttindi tengd tekju- tryggingu. Sama á viö aö nokkru um breytingu á örorkumati úr 75% í 65% - af tekjuástæðum. Og ókunnugir spyija eflaust: Hvers vegna vill nú fólkið ekki al- veg skilyrðislaust vinna? Og von er aö spurt sé. Auðvitað vill fólk það yfirgnæfandi en starfsgetan er oft mjög skert og sveiflumar mikl- ar í heilsufari svo vinna í dag getur þýtt sjúkrahúsvist eða óvinnu- færni meö öllu á morgun. Það er því margs að gæta fyrir öryrkjann sem er af veikum mætti að vinna svo sem hann getur og stundum gott betur. Og eitt atriðið snertir réttindin sem fylgja og þyrftu að vera í öðm formi og með öðrum skilyröum en nú er. Sjónvarp, sími, læknishjálp, lyf, sem allt spilar þarna inn í. Þessu þarf að koma í þaö horf að fólk þurfi ekki að velta fyrir sér spumingunni um vinnu eða ekki vinnu vegna þessa. Sá eða sú sem er 75% öryrki læknisfræðilega breytir ekki um örorkustig þótt hann eða hún hafi 1000 krónum meira í tekjur á mán- uði, en svo er í dag, eða getur verið. Og sjónvarp og sími em sjálfsögð þrátt fyrir að tekjur fari upp um 100 krónur á mánuöi, svo annað dæmi sé tekið. Heildartekjudæmi hins fatlaða bréytist ekki nein býsn við smáveg- is meiri tekjur - máski skamman tíma þegar upprif er. Nóg um það enda oft áður verið að vikið. Ekki er þó hægt að stilla sig um í lokin að benda á eitt alvarlegt vansaat- riði - vansæmdar væri rétt að segja, sem allt of lengi hefur veriö við lýði. Það eru svokallaöir vasapeningar öryrkja sem vistast á hjúkrunar- heimilum og sjúkrastofnunum. Þar er hópur á ferð sem greini- lega er ekki þrýstihópur, ekki hóp- ur hávaðans, heldur hljóður og þögull sem unir hlutskipti sínu þrátt fyrir allt - hlutskipti sem eng- inn vildi una við. Fötlunin er eitt - ýmiss konar þjónusta annað - og víst er margt mjög vel gert af stofnununum. En til annarra þarfa en fæðis, húsnæöis og brýnustu þjónustu ætlar samfélagið þeim' rúmlega 5000 krónur á mánuöi - heilar 60 þúsundir á ári eða u.þ.b. Vansæmd - virðingarleysi fyrir sjálfstæðri persónu - vanræksla af versta tagi. Mig skortir orð. Þessu eigum við að breyta - þetta verðum við að bæta. Helgi Seljan. „Sá eöa sú, sem er 75% öryrki læknis- fræðilega, breytir ekki um örorkustig, þótt hann eða hún hafi 1000 krónum meira í tekjur á mánuði, en svo er í dag, eða getur verið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.