Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1988, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988. 7 Viðskipti Erum við að sogast inn í Efhahagsbandalagið? Sala á veiðileyfum hrindir helstu hindruninni úr vegi - stefnum að viðræðum en ekki um aðild, segir Jón Sigurðsson Þorvaldur Gylfason telur það koma sterklega til greina að leyfa útiendingum til jafns viö íslendinga að kaupa veiðileyfi á islenskum veiðileyfamarkaði. Útflutningur eftir löndum 1987 Tíu helstu viðskiptalöndin 1988 Hlutfallslegt vægi B thi helstu viðskipta- Ve*tui landa íslendinga portú< Japan . Spánn / / Frakkla ^ Bral .andarlkin 12.5% -Þýskaland / r/ / Iand19,7% jy ■ rVJ~J ' 1 5%l 10% I 15% 20%ÍfÖv| A þessum myndum mð sjá hversu stór hluti af útflutningi okkar fer nú til rikja Evrópubandalagsins. Eins og sjá má af íslandskortinu er hlutur þess um 57 prósent af útflutningi okkar á meðan ekki fara nema um 18 prósent til Ameriku og 4 prósent til Rússlands og Austur-Evrópu. Á litla súluritinu má síðan sjá hversu Bandaríkjamarkaöur hefur minnk- að á undanförnum árum samanborið vlð markað Evrópubandalagsins. Neðst má síðan sjá aö við flytjum nú mest út til Bretlands en ekki Banda- ríkjanna eins og verið hefur i áratugi. Rússland (SSSR) var i fyrra i áttunda sæti yfir helstu útflutningslönd okkar en var á árum ðöur yfirleitt „Ef við ætlum að halda okkur utan Evrópubandalagsins þurfum við að tíreyta okkar utanríkisviöskiptum. .Ef við breytum þeim ekki eigum við engan kost annan en að ganga í bandalagið eftir tvö ár eöa svo. Ef við hins vegar breytum okkar viðskiptum getur verið að það hafi ekki svo mikla efnahagslega þýð- ingu fyrir okkur að sækja um inn- göngu í Evrópubandalagið," segir Vilhjálmur Egilsson, 'fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs. Það sem liggur að baki orða Vil- hjálms er að á tiltölulega skömm- um tíma hefur útflutningur íslend- inga til ríkja Evrópubandalagsins aukist stórlega. Um miðjan síðasta áratug fóru um 30 prósent af út- flutningi okkar til þessara ríkja. Árið 1985 var hlutdeild Evrópu- bandalagsins orðin tæplega 40 pró- sent. í fyrra fóru hins vegar um 57 prósent af útflutningi okkar til Evrópubandalagsins. Eins og kunnugt er stefnir Evr- ópubandalagið að því að gera aðild- arríki sín að einum markaði árið 1992. Þá verða allir tollar felldir niður milli ríkjanna og þau munu koma fram sem eitt í viðskiptum við önnur ríki. Þá verða og allar fjármagnstilfærslur fijálsar milli ríkjanna. Þau verða einn vinnu- markaður og innan þeirra verður flest annað samræmt, svo sem skattar og staðlar sem hugsanlega gæti staðið í vegi fyrir frjálsum við- skiptum milli landanna. Ekki byrjaðir á heimavinnunni „Þessari spurningu er ekki hægt aö svara meö einfóldu jái eða neii á þessu stigi," sagði Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, um hvort íslendingar ættu að leita eftir inngöngu í Evrópubandalagið. „Astæðan er að sú undirbúnings- vinna, sem við íslendingar þurfum að inna af hendi, er í raun og veru ekki hafin. Það sem við þurfum að gera er að afla allra þeirra upplýs- inga og gagna sem við komumst yfir um hvað það þýðir fyrir okkur að ganga í Evrópubandalagið og ekki síður hvað það þýðir fyrir okkur að vera utan bandalagsins. Kosti þess og galla þurfum við að meta mjög vandlega. Það er mjög brýnt að sú vinna hefjist strax,“ sagði Þorvaldur. Vilhjálmur Egilsson tók í sama streng og sagði að við hefðum ekki unnið neina heimavinnu varðandi þær breytingar sem eru yfirvof- andi. Megum ekki verða geirfuglasker „Það er að störfum nefnd á veg- um þingsins sem hefur þaö verk- efni að fylgjast sérstaklega meö þessari þróun. Það er samstarfs- nefnd ráðuneyta sem vinnur að málinu. Það má vel vera rétt og æskilegt að það verði líka gerð al- menn athugun á því hvernig best sé aö koma fyrir okkar samskipt- um við Evrópubandalagið og ein- stök ríki þess,“ sagði Jón Sigurðs- son, viðskipta- og iðnaðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra. „En ég tel að málið liggi ljóst fyr- ir sem ein af stórum staðreyndum í tilverunni að þama er ríkjablökk sem kaupir meira en helminginn af því sem við höfum að selja og hvaðan viö kaupum meira en helminginn af því sem við viljum kaupa. Við verðum því að búa okk- ur undir það þegar þetta bandalag Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson hefur fellt niður alla skilveggi inn- an útveggja sinna árið 1992 og tryggja áð við útilokumst ekki. Við megum ekki verða geirfuglasker hér norður í hafi heldur þjóð sem kann fótum sínum forráð í þessum samskiptum. Viö megum heldur ekki gleyma mörkuðunum í Vest- urheimi og Asíulöndum. Þeir síðar- nefndu hafa verið vaxandi á und- anfomum árum. Bandaríkjamark- aður er auðvitað enn burðarás í okkar utanríkjaviðskiptum," sagði Jón. Sala á veiöileyfum opnar leið inn Það sem einkum hefur verið talið standa í vegi fyrir hugsanlegri inn- göngu okkar í bandalagið era fiski- miðin. Um leið og okkur yrði veitt- ur aðgangur aö mörkuðum í Evr- ópu yrðum við að veita ríkjum bandalagsins aðgang að fiskimið- um okkar. „Það er til mjög einfóld lausn á sjávarútvegsvandanum sem sumir hafa áhyggjur af í sambandi við inngöngu í Evrópubandalagið,“ sagði Þorvaldur Gylfason. „Auðvitað kemur það ekki til greina að veita útlendingum ókeypis aðgang að íslenskum fiski- miðum. Það sjá allir. Hins vegar kæmi það sterklega til greina aö leyfa útlendingum til jafns við ís- lendinga að kaupa veiðileyfi á ís- lenskum veiðileyfamarkaði ef sú skipulagsbreyting yrði gerð á stjórn fiskveiða. Það er að segja að veiðileyfin yrðu ekki afhent út- gerðarmönnum ókeypis heldur seld, enda er fiskurinn í sjónum sameign landsmanna samkvæmt lögum. Nánast allir hagfræðingar eru sammála um að þessi skipu- lagsbreyting á fiskveiðunum sé tímabær vegna þess aö hún myndi spara óhemjumikið með því að auka hagkvæmni í sjávarútvegi. En hún mun um leiö hrinda úr vegi helstu hindrun sem við sjáum fyrir því að ganga í Evrópubanda- lagið. „Frakkar hafa að sjálfsögðu ekki rétt til þess að moka upp kolum úr þýskum kolanámum. Hins veg- ar hafa Frakkár jafnan rétt á því og önnur bandalagsríki aö kaupa þýskar kolanámur. Þýsk kol eru nákvæmlega eins og íslenskur fisk- ur; náttúruauðlind sem gengur í öðru til þriöja sæti. kaupum og sölum,“ sagði Þorvald- ur. - Er ekki hætt við að erlend fyrir- tæki yröu íslenskum fyrirtækjum sterkari og gætu keypt upp megnið af þessum veiðileyfum? „Ég efast um að nokkurt erlent fyrirtæki væri samkeppnisfært við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Framleiðni í íslenskum sjávarút- vegi er miklu meiri en gerist 1 út- löndum. Ég held að það væri mjög lítil hætta á að erlend sjávarútvegs- fyrirtæki væru samkeppnisfær við íslensk um kaup á veiðleyfum," sagði Þorvaldur. Eigum ekki aö stefna að aðild - En telur Jón Sigurðsson að við ættum aö ganga í bandalagið? „Ég tel það vera eitt mikilvægasta verkefni á sviöi atvinnu- og utan- ríkismála aö búa íslenskt atvinnu- líf undir þær breytingar sem eru fram undan á viöskiptaháttum og efnahagsstjóm í Evrópubandalag- inu á næstu árum. Við verðum að vinna skipulega að því að laga ís- lenskt efnhagslíf að þessum að- stæðum og verðum að tryggja okk- ar viöskiptastöðu en án aðildar að bandalaginusagði Jón. - Hvers vegna ekki? „Ég tel að á þessu stigi máls komi aðild þar ekki til álykta, einfaldlega vegna þess að við getum ekki falhst á að frjáls aðgangur að mörkuðum jafngildi frjálsum aðgangi að auö- Undum sem fuU aðUd hefði í för með sér.“ - ErekkilausninaðseljaveiðUeyf- in eins og Þorvaldur Gylfason, Ragnar Áraason og fleiri hafa bent á? „Það er mál sem er alls ekki á þvi stigi að hægt sé að tengja það við hugsanlegar viðræður okkar við Evrópubandalagið um tengsl okkar við þaö mikla bandalag,“ sagði Jón. Bandaríkjamarkaður ekki íengur stærstur Eins og kom fram hér að ofan telur Vilhjálmur EgUsson aö við verðum að breyta áherslum í utan- ríkisviðskiptum-fljótt ef við ætlum ekki að sogast inn í bandalagiö nauðugir vUjugir. Hann bendir á sem annan kost, eins og Jón Sig- urðsson, að rækta betur Banda- ríkjamarkað og markaði í Asíu. í fyrra gerðist það í fyrsta skipti í marga áratugi að við Uuttrnn ekki út meira til Bandaríkjanna en nokkurs annars lands. Bretland haföi tekið sæti þess. Við höfum hins vegar Uutt hægt og bítandi meira tU Asíu, og þá einkum Jap- an, á hverju ári. Sú aukning er hins vegar ekki nema Utilræði miðað við hversu griðarlega viðskipti við Evrópubandalagið hafa vaxið. „Ég held að þetta þuríi ekki að vera nein varanleg sveiUa," sagði Þorvaldur Gylfason um þessa miklu aukningu á viðskiptum við Evrópubandalagið. Hann benti á að höfuðástæðan fyrir þessari sveiUu væru breytingar á gjaldeyr- ismarkaöi. Ef sú þróun, sem leiddi tU þessara breytinga, sneri við gætu íslendingar snúið aftur frá Evrópumarkaði. Ekki víst aö við fáum inni En fylgir því einhver hætta að ganga ekki inn í Evrópubandalag- ið? „Meginhættan er að þá stöndum við einir. Það mun þá hafa vissar aUeiðingar í okkar utanrikis- og vamarpóUtík. Það er þá hætt við þvi að okkur verði þvælt inn í ein- hveija stöðu sem við sjáum ekki fyrir,“ sagði Vilhjálmur EgUsson. „Margir hafa áhyggjur af því að smáþjóð eins og við myndum glata einkennum okkar ef við gengjum inn í bandalagið. Sjálfur hef ég ekki miklar áhyggjur af því. Bæði vegna þess að ég tel að útlendingum þyki Island ekki árennUegt til ábúðar vegna þess hvemig náttúruskUyrði og veðurfar er hér og einnig vegna þess að ef einhveijir úUendingar slæddust hingað inn þá yrði það til bóta,“ sagði Þorvaldur Gylfason. Þorvaldur sagðist einnig telja aö kostirnir við inngöngu í bandalagið yrðu án efa fleiri en gaUarnir. Með inngöngunni gætum við lyft lífs- kjörum okkar verulega. „En það er hugsanlegt að þó svo íslendingar myndu sækja um inn- göngu að þeir fengju ekki vegna þeirrar óreiðu sem hér hefur ríkt í efnahagsmálum um langt skeiö. Menn ættu að vara sig á því að vera of sjálfumglaðir í öUu tali um hugsanlega inngöngu í bandalagið. Það getur verið að þó svo við vijjum inn aö þá vilji þeir ekki okkur," sagði Þorvaldur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.