Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988. 5 Endurbætur í Leifsstöö: Komið í veg fyrír kulda og trekk Nú er veriö aö huga að ýmsum endurbótum á Flugstöð Leifs Eiríks- sonar til aö koma í veg fyrir að starfs- mennimir skjálfi af kulda yfir vetr- artímann eins og gerðist í fyrra. Þá urðu starfsmenn í innritunar- og komusal að ganga þéttdúðaðir til vinnu sinnar til að halda á sér hita. Að sögn Péturs Guðmundssonar flugvallarstjóra er búið að gera margvíslegar r'áðstafanir til að bæta þetta ástand. Búið er að stilla loft- ræstikerfið, sem var í ólagi, og unnið er að því að setja lokur í gang sem tengir sahna tvo. „Fróðir menn telja að þetta sé til mikilla bóta,“ sagði Pétur. Þá er við upphaf vetraráætlunar fyrirhugað að loka hér eftir tveim anddyrum á byggingunni sunnan- verðri. Þetta á einnig að minnka trekkinn. Loks er í bígerð að setja upp hverfihurðir, annaðhvort í and- dyri, eða beggja vegna miðju. „Við erum með fjárveitingu í þetta, 14 milljónir, að því er mig minnir,“ sagði Pétur. „Þá er fyrirhugað að hitaveitan leggi nýja heimæð hingað. Sú sem fyrir er var lögð til bráöa- birgða af byggingarnefnd. En það er ekki í okkar valdi hvenær sú nýja verðurlögð.“ -JSS Kvennalistakonur: Skiljum ekki af- stöðu Guðrúnar Kvennahstakonur segjast ekki skilja þá afstöðu Guðrúnar Helga- dóttur, forseta saraeinaös þings, að þaö sé óeðlilegt aö þær skipti vara- þingkonum inn á þing. Þetta kom fram á blaöamanna- fundi Kvennalistans sem haldinn var í gær vegna landsfundarins á Lýsuhóli. Þar voru samþykktar nokkrar ályktanir og meðal annars ein sem áréttar þá hugmyndafræði Kvennalistans að stefht skuli að þvi að hver þingkona fari a.m.k. hálfan mánuð árlega út af þingi. Reyndar kemur fram í skýrslu, sem forsetar þings hafa látið taka saman, að fjar- vistir þingkvenna Kvennalistans eru minni en gerist hjá öðrum flokkum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að henni þætti sérkennilegt ef for- seti ætlaði að stöðva þetta þvi hér væri um að ræða atriði sem væri hluti af hugmyndafræði Kvenna- hstans. -SMJ Kvennalistinn rekinn með lánum í ræðu Kristínar Ástgeirsdóttur á landsfundi Kvennahstans víkur hún að fjármálum flokksins sem hún nefnir sem dæmi um holrúm í flokknum. Segir hún að Kvennalist- inn sé nú rekinn með lánum og fari þær kvennahstakonur að eins og ýmsir aðrir í þjóðfélaginu sem eyði um efni fram. Þegar kvennahstakonur voru spurðar um þetta atriði á blaöa- mannafundi í gær kom fram að þær voru ekki sammála Kristínu um þetta og töldu að enn væri hagsýna húsmóðirin við stjórnvöhnn. Sagði t.d. Ingibjörg Sólrún að henni þætti flokkurinn rekinn af mikih sparsemi en þær játuðu að þær hefðu þurft að taka lán vegna síðustu kosninga sem þær væru enn aö borga af. Sögðu þær að það gengi vel og væru þær vin- sælarinnanbankakerfisins. -SMJ Norðurland: Rjúpan virðist vera í felum Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyii; „Rjúpan virðist vera í felum um þessar mundir og menn hafa ekki fengið mikið að undanfomu," segir Sverrir Tryggvason, kunn rjúpna- skytta í Mývatnssveit, en ijúpna- veiðimenn á Norðurlandi hafa marg- ir ekki haft árangur sem erfiði að undanfornu. Sverrir sagði að í upphafi veiði- tímans, þegar jörð var auð, hefði veiðin veriö mjög góð og menn vom að fá um 60 fugla yfir daginn. Aðal- veiðisvæðið var sunnanvert í Búr- fehshrauni og margir voru um hit- una. „Þegar gerði hér föl þá dreifði ijúp- an sér mjög mikið og hvarf raunar alveg á mörgum stöðum. Hún fer bara upp í fjöllin og heldur sig þar þangað til snjóinn tekur upp, eða þá að það snjóar meira, en þá kemur hún niður í kjarrið. Hún er dularfull- ur fugl og getur verið erfitt við hana að eiga,“ sagði Sverrir. Þetta ástand virðist vera víðast á Norðausturlandi. Veiðitímabihð byrjaði mjög vel, en þegar snjór kom þá hrapaði veiðin. Snjór er hvergi mikih og menn em að vona að hann taki aftur upp svo ijúpan komi á ný í skotfæri eða þá að það snjói eitt- hvað að ráði, en þá aukast hkurnar einnig á veiði. Furðulegur bruni á Höf n Júlía Imsland, DV, Höfru Slökkviliö Horaafjaröar var kall- að út sl. föstudagskvöld vegna elds í bQskúr við Sunnubraut. Eldur hafði brotist út þegar húseigandi hugðist velta bíl upp aö vegg í skúraum. Verkið framkvæmdi hann þannig að eftir að hafa borað gat gegnum vegginn og dregið spotta í gegn festi hann annan end- ann í bílinn en hinn í jeppa úti og togaði svo í með jeppanum. Við þetta lagðist billinn upp að veggnum en ekki tókst betur til en svo að bensínið rann af honum og annað tveggja skeði, rafmagnsofii, sem húseigandi hafði til upphitun- ar í skúmum, eða Ijósahundur, sem brotnaði, kveikti í bensíninu. Slökkvistarf gekk vel og litlar skemmdir urðu á skúmum og í honum. Fréttir Fnuruiraksturinn á fjávlögum 1987 Á þessu súluriti má sjá hversu langt ýmis embætti og yfirstjórnir ráðuneytanna fóru fram úr fjárlögum á árinu 1987. Ríkisreikningur 1987: Forsetinn fór mest fram úr fjárlögum Samkvæmt nýútkomnum ríkis- reikningi fyrir árið 1987 var ríkis- sjóður rekinn með um 1,2 milljarða haha þaö ár. Tekjur ríkissjóðs voru um 52,3 mihjarðar eða um 21,6 pró- sent meiri en gert var ráð fyrir í fjár- lögum. Útgjöldin fóru einnig úr böndunum; urðu 53,5 milljarðar eða um 16,8 prósent umfram fjárlög. Af einstökum útgjaldahöum fóru iðnaðar- og orkumál mest fram úr fjárlögum eða 73,2 prósent. Þar á eft- ir kemur almenn stjómun, sem fór 63,2 prósent fram úr fjárlögum, nið- urgreiðslur, sem fóru 52 prósent ■ fram úr, og utanríkisþjónustan sem tók til sín um 30,5 prósent meira en Alþingi hafði ætlað til hennar. • Þegar einstök embætti og yfir- stjórnir ráðuneytanna eru skoðuð kemur í ljós að forseti íslands fór áberandi lengst fram úr fjárlögum eða 187 prósent. Yfirstjórn utanríkis- ráðuneytisins fór um 109,6 prósent fram úr fjárlögum og yfirstjórn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins tók th sín um 73,4 prósent meira en fjárlög kváðu á um. Sjálf rUtisstjórn- in fór einnig fram úr fjárlögum og tók til sín 44,5 prósent meira fé en th hennar var skammtað. Síðan fýlgja yfirstjómir annarra ráðuneyta og helstu embætti á eftir. Það vekur athygh að aðeins yfir- stjórnir tveggja ráðuneyta halda sér innan meðaltals framúraksturs fjár- laga. Viðskiptaráðuneytið fór aðeins 11,1 prósent fram úr fjárlögum og sjávarútvegsráðuneytið um 15,4 pró- sent. Fjárlaga- og hagsýslustofnun, sem fylgir eftir framkvæmd fjárlaga, fór um 11,7 prósent fram úr fjárlög- um. -gse SVISSNESKU GÆÐAÞVOTTAVÉLINA OKKAR KÖLLUM VIÐ OWUSL BARU - STÁLBELGUR - ÖFLUG OG STILLANLEG VINDING - 16 ÞVOTTAKERFI - SÉR HITASTILLING - EINFÖLD í NOTKUN - TÖLVUPRÓFUÐ FYRIR AFHENDINGU (Computer approved) - STERK - SVISSNESK - ÓDÝR VEGNA HAGST/ÍÐRAINNKAUPA ER VERÐIÐ AÐEINS 38.211. SAMA VERÐ UM stgr. ALLTIAND (Sendum án aukakostnaðar) KRINGLUNNIS. 685440

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.