Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Page 10
10
MANUDAGUR 14. NÖVBMBER SM
Útlönd
Baker raunsæismaður
fram í fingurgóma
Stemunn Bödvarsdóttir, DV, Washington:
James Baker, næsta utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, hefur
verið lýst sem ákveðnum og sjálf-
stæöum stjórnmálamanni af stuðn-
ingsmönnum sínum en sem manni
án ákveðinnar hugmyndafræði af
gagnrýnendum. En bæði stuðn-
ingsmenn hans sem og gagnrýn-
endur eru sammála um að hann
sé umfram allt raunsæismaður
fram í fingurgóma.
Útnefning Bakers kom fáum á
óvart. Tæplega sólarhring eftir að
ljóst var að repúblikanar höfðu
þriðja skiptið í röð borið sigurorð
af demókrötum í forsetakosningum
tilkynnti hinn nýkjörni forseti,
George Bush, að eitt valdamesta
embætti nýrrar ríkisstjórnar félli í
hlut kosningastjóra hans og náins
vinar, James A. Baker.
Starfsmannastjóri Reagans
Baker var orðaður við utanríkis-
ráðherraembættið í hugsanlegri
stjórn Bush fljótlega eftir að hann
tók við yfirstjórn kosningabaráttu
varaforsetans. Hann hefur að baki
áralanga reynslu af stjórnmálum
og var starfsmannastjóri Hvíta
hússins fyrra kjörtímabil Reagans
og siðar fjármálaráðherra. Hann
lét af störfum um miðjan ágúst
þegar ljóst var að Bush yrði for-
setaefni repúblikana í forsetakosn-
ingunum, sem fram fóru þann 8.
nóvember síðastliðinn, og tók að
sér kosningabaráttuna.
Baker er 58 ára gamall. Hann er
af vel stæðu fólki kominn og ólst
upp í Texas, heimafylki Bush.
Hann stundaði nám við Princeton
háskóla og brautskráðist síðar úr
lagadeild Texasháskóla. Hann
gegndi herþjónustu í landgönguhði
bandaríska flotans um tveggja ára
skeið en starfaði sem lögfræðingur
í Texas að loknu laganámi. Baker
er tvíkvæntur, fyrri kona hans lést
úr krabbameini árið 1970 og hann
kvæntist síðari eiginkonu sinni,
Susan, þremur árum síðar.
Þrjátíu ára vinátta
Vinskapur þeirra Bush og Bakers
hófst í Texas fyrir nær þrjátíu
árum en stjarna Bakers fór fyrst
að rísa í stjórnmálum árið 1970
þegar hann sá um kosningabaráttu
Bush til öldungadeildar Banda-
ríkjaþings. Bush tapaði í kosning-
unum en frami Bakers var tryggð-
ur.
Að undirlagi Bush tók Baker við
staríi aðstoðarviðskiptaráðherra
árið 1975 í stjórnartíð þáverandi
forseta, Geralds Ford. Hann sá um
kosningabaráttu Fords til endur-
kjörs árið 1976, kosningum sem
Ford tapaði fyrir Jimmy Carter,
frambjóðanda demókrata.
Þegar Bush sóttist eftir útnefn-
ingu forsetaefnis repúbhkana í
Afstaða James Bakers, nýútnefnds utanríkisráðherra Bandarikjanna, til samskipta stórveldanna og afvopnun-
armála er ekki þekkt. Líklegt er þó talið að ekki verði um róttæka stefnubreytingu að ræða af hans hálfu og
að hann verði áhrifamikill utanríkisráðherra. Simamynd Reuter
George Bush ásamt konu sinni Barböru. Baker sagði af sér embætti
fjármálaráðherra til að sjá um kosningabaráttu Bush en þeir hafa verið
vinir í þrjá áratugi. Simamynd Reuter
kosningunum árið 1980 sá Baker
enn á ný um kosningabaráttu hans.
Bush tapaði útnefningunni til Re-
agans en kunnugir segja að Baker
hafi talið Bush á að draga framboð
sitt til baka í tæka tíð th að ná út-
nefningu varaforsetaefnis.
Að loknum sigri Reagans og Bush
árið 1980 tók Baker við starfi starfs-
mannastjóra Hvíta hússins og síðar
íjármálaráðherra. Hann sagði af
sér embættinu þann 17. ágúst síð-
astliðinn til að sjá um kosningabar-
áttu Bush.
Talinn miðjumaður
Baker er vel hðinn meðal stjórn-
málamanna beggja flokka. Þeir
sem þekkja th vinnubragða hans
segja hann ákveðinn og röggsam-
an. Hann er þekktur fyrir að taka
ákvarðanir grundvahaðar á stað-
reyndum frekar en hugmynda-
fræði og er talinn miðjumaður inn-
an síns flokks. Gagnrýnendur hans
segja hann of vhjugan til að fara
málamiðlunarleiðina í samninga-
umleitunum, gefa eftir að hluta til
að ná fram meginmarkmiði sínu.
íhaldssamir repúblikanar, sem
eru ekki alveg sáttir við ýmis
stefnumál Bush, voru allt annaö
en ánægðir með útnefningu Bak-
ers. Þeir hafa gagnrýnt hann fyrir
dræman stuðning við hugmynda-
fræði Reaganstjórnarinnar sem og
fyrir andstöðu hans við útnefningu
Reagans sem forsetaefnis repúblik-
ana árið 1980.
Takmörkuð reynsla
Baker hefur takmarkaða reynslu
af utanríkismálum. Bæði sem
starfsmannastjóri og fjármálaráð-
herra átti hann greiðan aðgang að
fundum öryggisráðsins sem fjöll-
uðu um utanríkisstefnu núverandi
ríkisstjórnar. Hann hefur ferðast í
opinberum erindagjörðum til
sautján þjóðlanda og verið í for-
svari fyrir samninganefnd Banda-
ríkjanna í viðskiptaumræðum við
erlend ríki. En afstaöa hans til
margra mála er ekki þekkt og má
þar nefna samskipti stórveldanna,
afvopnunarviðræður og ástandið
fyrir botni Persaflóa.
En fréttaskýrendur búast viö að
Baker verði áhrifamikih utanríkis-
ráðherra þó að ekki sé líklegt að
um róttæka stefnubreytingu verði
að ræða.
NÝR BÍLLRtA
KR.167.80Q
(Staögreiösluverö)
Viö rýmum til fyrir '89 árgeröinni og seljum
sem til er af Skoda 105 L og 120 L '88 á
sérstöku útsöluverði.
Cóö greiöslukjör: 25% útborgun og
afgangurinn á 12 mánuðum.
JÖFUR -ÞECAR ÞÚ KAUPIR BÍL