Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988. Útlönd Verðfall í Wall Street A meðan verðbréf féllu sem hann er að koma í Wall Street naut Bush lífsins við strendur Flórída. Hann þykir nú ekki sjómannslegur þar sér um borð i bátinn. Reuter Steinunn Böóvarsdóttir, DV, Washington: Verðbréf héldu áfram að lækka : >*£#*•* : r •' taetta9Ía'Sdut9'a'dS 0-iq.sfin„|(, rsk5-u“ Frumrlt Gftlðtlutkjai EINDAGI . SKILA . A STAÐGREIÐSLUFE Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau em greidd fyrirfram eðaeftirá. Með skilunum skal fylgja greinargerð á sérstökum eyðublöðum „skilagreinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálfstæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið send eyðublöð fyrir skilagrein. Þeir sem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sértil skattstjóra, gjaldheimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI mjög í veröi á bandarískum fjármála- mörkuöum í síðustu viku í kjölfar sigurs George Bush varaforseta í for- setakosningunum vestra síöastliöinn þriðjudag. Dow Jones visitalan lækk- aði um alls 47,66 stig á fostudag og var skráð á 2,067,03 þegar kauphöll- inni í Wall Street var lokað. Ails lækkaði vísitalan um 78,47 stig í síð- ustu viku vegna ótta við að lækkun dollars á erlendum mörkuðum héldi áfram. Dollarinn lækkaði mjög í verði eftir að kosningunum lauk. Lækkun verðbréfavísitölunnar er talin koma til vegna ótta kaupsýslu- manna um að hinn nýkjörni forseti og löggjafarþingið eigi fyrir höndum langar og strangar viðræður um hvemig megi lækka viðskiptahall- ann sem og hinn gífurlega fjárlaga- halla ríkissjóðs. Alríkisendurskoðun Bandaríkjanna spáir því að fjárlaga- halhnn verði yfir 130 milljarðar doll- ara árið 1989, mun lægri en lög sem ætlað er að knýja fram hallalaus fjár- lög kveða á um. Hinn nýkjörni forseti og ráðgjafar hans brugðust skjótt við fréttum um lækkun verðbréfavísitölunnar. Sam- kvæmt heimildum innan starfsliðs varaforsetans mun Nicholas Brady fjármálaráðherra gegna embætti sínu áfram eftir ríkisstjórnarskiptin í janúar á riæsta ári. Tahð er að Brady muni verða hjálplegur við að fullvissa kaupsýslumenn um að Bush muni leggja kapp á að viðhalda hagvexti og koma í veg fýrir mikla lækkun doharans. Craig Fuller, starfsmannastjóri varaforsetans, sagði og í sjónvarps- viðtali í gær að Bush hefði engin áform um að stuðla að frekari lækk- un dollars til að minnka viðskipta- halla Bandarikjanna. Martin Feld- stein, hagfræðingur og ráðgjafi vara- forsetans, sagði í síðustu viku að næsta ríkisstjórn ætti að leyfa gengi dollars að lækka um 20 prósent gagn- vart erlendum gjaldmiðlum. Það myndi leiða til verðlækkunar út- ílutningsvara og þar með minnka viðskiptahallann. En lækkun dollars myndi einnig þýða verðhækkun inn- flutningsvara og auka við verðbólg- una, nokkuð sem kaupsýslumenn eru ekki á eitt sáttir um. Fuller kvað Bush reiöubúinn tU viðræðna við löggjafarþingið um leiðir tU lækkunar fjárlagahallans fljótlega eftir að hann tekur við for- setaembættinu. Fuller sagði einnig að varaforsetinn myndi halda kosn- ingaloforð sitt þess efnis að engar skattahækkanir væru á döfinni. Margir þingmenn hafa þó látið í það skína síðustu daga að viðræöur um fjárlagahallann yrðu erfiðar ef engar nýjar leiðir til tekjuaukningar ríkis- sjóðs, svo sem skattar, yröu innifald- ar í tilboði hins nýja forseta. En þing- menn hafa sagt að þeir muni ekki fara fram á skattahækkun nema með fullum stuðningi forsetaembættis- ins. Fuller kvað efnahagstillögur Bush gera ráð fyrir „sveigjanlegri fryst- ingu“ útgjalda sem myndi halda út- gjaldaaukningu við verðbólgumark- iö. Hann kvað varaforsetann tilbúinn til viðræðna um þetta við þingmenn en vhdi ekki segja hvar Bush myndi leggja tU að niðurskurð bæri niöur. Fréttaskýrendur búast þó við aö út- gjöld til ýmissa félags- og innanríkis- mála verði fyrir barðinu á niður- skurði. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti mun leggja fram fjárlagatillögur sín- ar fyrir árið 1990 í byrjun janúar á næsta ári, nokkrum dögum áður en hann lætur af embætti. TaUð er að tillögur forsetans muni fela í sér að minnsta kosti nokkrar af efnahags- tillögum Bush.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.