Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988,
23
íþróttir
Tæpt hjá
flfðvík
- Grindavik glopraði sigrinum
Ægir Már Kárason, DV, Suóumesjum;
„Það hefur sýnt sig í gegnum
áhn að Njarövíkingar gefast aldrei
upp fyrr en flautað er til leiksloka
og það sást á þessum leik okkar.
Þetta var frekar slakt af okkar
hálfu en gifurleg barátta í lokin
færði okkur sigur,“ sagði Hreiðar
Hreiöarsson, fyrirliði Njarðvík-
inga, sem tryggði liði sínu narnnan
sigur á Grinda\dk, 68-67, í æsi-
spennandi leik í Fiugleiðadeildinni
sem fram fór í Njarðvík í gær-
kvöldi.
Staðan í hálfleik var 39-37 fyrir
Njarðvík en þegar tvær mínútur
voru eftir leiddu Grindvíkingar,
59-67, og allt stefndi i óvæntan sig-
ur þeirra. Á siðustu sekúndunum
náöi Hreiðar boltanum af þeim,
skoraði, og fékk að auki vítaskot
sem hann gerði úr sigurstigið!
„Mínir menn fognuðu tveimur
mínútum of snemma. Þaö var mjög
sárt að tapa þar sem við vorum
með unninn leik en ég er mjög án-
ægður með leik minna manna hér
í kvöld,“ sagði Doug Harvey, þjálf-
ari Grinda\Tkinga, við DV.
Bestir i liði Njarðvíkinga voru
Helgi Rafnsson og Friðrik Ragnars-
son en yfírburðamaður hjá Grind-
víkingum var Jón Páll Haraldsson.
Stig Njarðvíkur: Teitur Örlygs-
son 18, Friðrik Ragnarsson 16,
Helgi Rafnsson 12, Hreiðar Hreið-
arsson 9, Kristinn Einarsson 6, ísak
Tómasson 5, Georg Birgisson 2.
Stig Grindavíkur: Jón Páll Har-
aldsson 20, Hjálmar Hallgrímsson
14, Steinþór Helgason 9, Sveinbjörn
Sigurðsson 8, Rúnar Árnason 6,
Guðmundur Bragason 4, Eyjólfur
Guðlaugsson 2, Ólafur Jóhannsson
2, Ástþór Ingason 2.
Dómarar voru Helgi Bragason og
Leifur Garðarsson og stóðu sig
þokkalega.
Margir duttu úr keppninni vegna óhappa. DV-mynd Eirikur
Amar og Valtýr unnu Sprett-raílið:
Ökugleði
við völd
Þrettán frískir vélfákar sprettu úr
spori á laugardag í nokkurs konar
æfingaralli. Keppni þessi var hugsuð
fyrir nýliða þ ví Á og B réttindamönn-
um var meinuð þátttaka, auk ann-
arra sem sigrað hafa í ár. Seinni regl-
an virtist aðeins sett til að útiloka
einn mann frá keppni, hinn stórefni-
lega Rúnar Jónsson sem ók með því-
líkum tilþrifum í síðasta spretti að
neðrikjálkar áhorfenda hanga enn
niður á bringu.
í þetta sinn voru eknar stuttar sér-
leiðir á Stór-Hafnarfj aröarsvæði, alls
átta, og á úrslitum sést að sigurveg-
arinn var tóf mínútur og átján sek.
að aka þær. Keppnin hófst á Esjuleið
sem tók mikinn toll af keppendum.
Þótti tíðindum sæta ef einhver slapp
í gegn áfallalaust og bar ökugleðin
þar margan góðan dreng ofurliði. Sjö
áhafnir af þrettán máttu sætta sig
við að falla úr keppni, einn eftir
veltu, tveir út af og fjórir vegna bil-
ana.
Keppni af þessu tagi er algeng er-
lendis og til þátttöku í stærri mótum
þarf að skila tilsettum árangri í æf-
ingasprettum. Úrslit:
1. Arnar/Valtýr.......Talbot 12:18
2. Guðmundur/Borgar....Toyota 13:16
3. Bjöm/Ágúst...............Opel 13:23
4. Viðar/Gunnlaugur.Toyota 13:47
5. Páll/Fjóla.............Subaru 14:02
6. Konráð/Ásgrímur..Datsun 15:38
Allur ágóði af keppninni rennur til
Samtaka áhugafólks um bætta um-
ferðarmenningu.
ás/bg
ÍR-ingar betri
- unnu Tindastól, 81-88
Þórhallur Ásnumdsson, DV, Sauðárkrókun
ÍR-ingar unnu Tindastól, 81-88, á Íslandsmótinu í körfuknattleik
í gærkvöldi. Leikur liðanna var jafn framan af en um miðbik hálf-
leiksins náðu Breiðhyltingar afgerandi forystu sem þeir héldu síð-
an i leikhléi, 38-49. Heimamenn mættu ákveðnir til leiks í seinni
hálfleik en liði þeirra gekk þó mjög illa að láta boltann ganga
manna á milli og kerfin gengu illa upp samhliöa þvi sem hittnin
var slök. Þetta var raunar höfuðverkur Sauðkrækinga í öllum
leiknum. ÍR-ingar voru hins vegar hittnir og yfirvegaðir í sínum
leik á sama tíma og Sauðkrækingar létu slaka dömara fara í skap-
ið á sér. Sérstaklega átti það við um Val Ingimundarson en hann
var þó bestur í liði Tindastóls. í liði ÍR-inga bar hins vegar mest
á Bimi Steffensen og Sturlu Örlygssyni og þeir Jón Örn og Karl
Guðlaugsson voru einnig sprækir en liðið var þó jafnt og heild-
steypt
Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 31, Eyjólfur Sverrisson 23,
Haraldur Leifsson ll, Sverrir Sverrisson 7, Guðrandur Stefánsson
5, Kári Marísson 4.
Stig ÍR: Björn Steffensen 18, Karl Guðlaugsson 17, Sturla Örlygs-
son 16, Jón Örn Guðmundsson 14, Jóhannes Sveinsson ll, Ragnar
Torfason 8, Bragi Reynisson 4.
mWM
Sjárflokandi
P^RUSUPOKAR
Nýtegund, hreinlegri, sterkari, meðfærilegri. Nú
er óþarfi að leita að bandi eða límbandi til að
loka. Bandið er þrætt í pokatoppinn og ALFA-
PAC pokinn tekur því 10-15% meira magn en
venjulegir ruslapokar.
Ómissandi á heimilinu,
vinnustaðnum, í bílnum og
að sjálfsögðu við
jólatiltektina.
Fást í næstu búð, bensín-
stöð, byggingavöruverslun
og í kaupfélaginu.
'Á 100 í
;! ) l|tRf c J
P°UBE|I r .
^•COUl
SSAc
LLE
5
HEILDVERSLUN
SÍMAR 621607-671441
l