Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. Fréttir Guðmundur Hermannsson yfírlögregluþjónn um ólæti við skólana: „Unglingarnir ætluðu í hasar sín á milli“ - þessi síðasta helgi segir mjög ljóta sögu „Þessi síöasta helgi segir mjög ljóta sögu: íkveikja í Fossvogsskóla og svo þessi læti við Ölduselsskóla. Ég held þó að ástandið sé ekki svo frábrugðið því sem það hefur verið. Það hafa komið upp tilfelli með rúðubrot og önnur skemmdarverk við skólana undanfarna vetur." sagði Guðmundur Hermannsson yfirlögregluþjónn í samtali við DV. Á föstudagskvöld kom til mikilla óláta við Ölduselsskóla. Þar söfn- uðust saman nemendur úr Öldus- elsskóla og Seljaskóla. Vitað var að nemendur úr Seljaskóla fóru í þeim tilgangi að lenda í einhvers konar átökum við nemendur Öldusels- skóla sem voru að koma af skóla- dansleik. Lögregla var kvödd til en þurfti að yfirgefa vettvang þar til fleiri lögregluþjónar komu til að- stoðar þar sem nemendur beggja skólanna sameinuðust gegn lög- reglunni. Aðvörun fyrr um kvöldið Guðmundur Hermannsson segir að lögreglan hafi farið af vettvangi fyrst og fremst til að forðast að lög- reglan lenti í átökum við ungling- ana. Upphaf lögregluskýrslu vegna þessa máls hljóðar svo: „Laust fyrir klukkan ellefu á föstudagskvöld var kallað eftir að- stoð á skólalóð Ölduselsskóla. Það var kennari sem óskaði aðstoðar lögreglu. Kennarinn tilkynnti að ólæti væru á skólalóðinni og verið væri að brjóta rúður. Lögreglubíll var sendur að skólanum vegna ól- áta í unglingum. Fyrr um kvöldið hafði borist viðvörun til lögregl- unnar frá kennara í Seljaskóla um að unglingar þaðan heföu í huga að gera aðsúg að nemendum Öldus- elsskóla - en þar var þá haldinn skóladansleikur. Þegar lögregla kom á staðinn voru tvö til þrjú hundruð unglingar við skólann og var mikill æsingur í þeim. Þegar lögreglubíllinn stans- aði þyrptist mikill hópur unglinga að honum. Fóru nokkrir þeirra upp á vélarlok og þak bifreiðarinnar og virtust ætla að reyna að losa þann búnað sem þar er. Ökumaður bif- reiðarinnar ákvað að reyna að forða bifreiðinni frá skemmdum og ók á brott...“ Síðar kom lögreglan og þá fjöl- mennari og tók hluta af unglingun- um með sér. Unglingarnir ætluóu í hasar „Það sem gerðist var það að ungl- ingarnir ætluðu í hasar sín á milli. Þegar löggan kom hættu þeir við allt og hófu að gera at í löggunni. Það hefur borið á því nokkra vetur að krakkar úr einum skóla hafa verið að gera at í krökkum í öðrum skólum. Hitt er annað aö töluvert er um að rúður séu brotnar í skól- um og ekki vitað hverjir eru þar að verki. Ég veit ekki hvort þetta er meira en áður - en það hefur verið eitthvað um þetta af og til áður. Þetta er þó frekar að breytast yfir í aðsúg og þá hljótast stundum af meiðsl. Skemmdarverkin voru algengari áður fyrr. Þau fylgja þessu reyndar enn. Þó að kennarar séu á vakt er ekki hægt að ætlast til þess aö þeir ráði viö neitt ef verður múgæsing. Það verður einhvern veginn að ráða fram úr þessu - en ég veit ekki hvernig,“ sagði Guðmundur Her- mannsson yfirlögregluþjónn. -sme / Margrét Þóra Baldursdóttir flórburamóðir: Fæ fjórburana heim eftir um hálfan mánuð „Það er ekki svo léttað lýsa tilfinn- ingunni þegar ég hélt á þeim öllum fjórum í fyrsta skipti. Maður varð að hafa allan hugann við það að halda á þeim,“ sagði Margrét Þóra Baldursdóttir, hamingjusöm fjór- buramóðir, við DV eftir að hún hafði haldið á fjórburunum sinum öllum saman í fyrsta skipti. Margrét Þóra er nú heima hjá sér í Mosfellssveitinni en með annan fót- inn niðri á Landspítala. „Ég fer á fæðingardeildina tvisvar á dag til að gefa þeim. Ég hef ekki nóg fyrir þær allar en legg eina á bijóst á dag. Þær þrífast mjög vel stúlkumar og ég reikna með að við sameinumst heima eftir um hálfan mánuð.“ - Hefurðu áttað þig á þessu öllu saman, nú þegar þær eru orðnar þriggja vikna gamlar? „Nei, það hef ég eiginlega ekki. Ég átta mig fyrst almennilega á því hvað hefur gerst þegar ég fæ þær allar heim og ég mun sjálf sjá um að ann- ast þær. En þetta leggst alveg afskap- lega vel í mig.“ Margrét Þóra og maður hennar, Guðjón Sveinn Valgeirsson, hafa ákveðiö nöfn á þær allar og verður skírt í Lágafellskirkju 11. desember. -hlh Fjórburasysturnar una sér vel í fangi móður sinnar, Margrétar Þóru Baldurs- dóttur. „Þær þrífast allar mjög vel stúlkurnar og ég á von á þvi að við getum sameinast heima í Mosfellssveitinni eftir um hálfan mánuð. Það leggst mjög vel í mig að þær komi heim, en þá átta ég mig fyrst almenni- lega á þessu," sagði Margrét. Foreldrarnir hafa fundið nöfn á stúlkurnar sem verða skírðar 11. desember í Lágafellskirkju. DV-mynd GVA Bókun hjá landskjörstjóm: Þingforsetar meti forföll þingmanna Á síöasta fundi landskjörstjórnar var samþykkt bókun þar sem stjómin tekur fram að hún leggi ekki mat á forföll þeirra varaþing- manna sem áður hafi íengið kjör- bréf. Þessa bókun er ekki hægt að skilja öðruvísi en að nú verði ekki gefin út kjörbréf til varaþingmanna nema í ákveöinn tíma. Landskjörstjóm hefur hingað til eingöngu afgreitt kjörbréf með lög- formlegum hætti og það hefur einnig verið hlutverk kjörbréfa- nefndar á Alþingi. Með þessu er verið aö árétta að mat á því hverjir sýni fram á eðlileg forföll verði ein- göngu hjá forsetum þingsins og kemur þetta í kjölfar umræðna. Guðrún Helgadóttir, forseti sam- einaðs þings, sagöist leggja þennan skilning í bókunina og reyndar tók hún fram að þetta væra engin ný tíöindi. Bókun sem þessi hefur ekki áöur verið gerð hjá landskjörstjórn og sagði Benedikt Blöndal, hæstarétt- ardómari og oddviti landskjör- stjórnar, að með þessu væri verið að ítreka það að það væri ekki í þeirra verkahring að meta það hvort varamaöur væri með lögleg forföll eða ekki. Benedikt sagði að bókunin væri tilkomin nú vegna þess að forsetar þings heföu verið að tala um það að varamenn væra of margir á þingi. Þess má geta að bókunin var gerð á fundi sem tók afstöðu til kjör- bréfa þeirra Ólafar Hildar Jóns- dóttur, sem tók sæti Skúla Alex- anderssonar, og Unnar Kristjánss- dóttur sem er varaþingmaður Ragnars Arnalds. Hvorug þeirra er fyrsti varamaður. í báðum tilvik- um er um Alþýðubandalagsmenn að ræða. -SMJ Félagsvísmdastofnun: Framsókn sækir á - í könnun 9.-14. nóvember í könnun sem Félagsvísindastofn- un Háskólans gerði fyrir Morgun- blaðið 9. til 14. nóvember kemur fram að Framsóknarflokkurinn er nú næststærstur stjórnmálaflokka með 23,3% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með 29,6% fylgi. Kvenna- listinn er með 21,3%, Alþýðubanda- lag 10,6%, Alþýðuflokkur 10,5% og Borgaraflokkur 3%. Frá því að Félagsvísindastofnun gerði sína síðustu könnun hefur Framsóknarflokkurinn aukið fylgi sitt verulega en þá var hann með 19,1%. Alþýðubandalagið hefur einn- ig bætt nokkuð viö sig en Kvennalist- inn tapar mestu, var með 28,4%. -SMJ Grindavik: Brutust inn og spenntu upp peningaskáp Innbrot var framið í Kaupfélag Suðumesja við Víkurbraut í Grinda- vík aðfaranótt þriðjudags. Þjófarnir komust inn í verslunarhúsnæðið með því aö spenna upp hurð á suöur- hlið hússins. Þeir höföu eingöngu áhuga á peningum og létu önnur verðmæti ósnert. Þjófunum tókst með haka að spenna upp bak á peningaskáp á skrifstofu kaupfélagsins. í skápnum voru talsverð verðmæti. Þjófarnir höföu á brott með sér níutíu og fimm þúsund krónur í peningum. í skápn- um voru einnig ávísanir og kredit- kortanótur að verðmæti samtals um 200 þúsund krónur. Þjófarnir hirtu ekki um ávísanirnar og kreditkorta- nóturnar. Lögreglan í Grindavík vill biðja alla þá sem urðu varir mannaferða við Kaupfélag Suðumesja aðfaranótt þriðjudagsins að láta vita. -sme Bllndhæð framundan. Við vitum ekki hvað leynist handan við hana. Ökum eins langt tu hægn og kostur er og drögum úr hraða. Tökum aldrei áhættul |»umfebmr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.