Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. 5 Þing Alþýðusambands íslands: Þetla er eins og að sitja á jarðsprengju ■ - allt í óvissu hjá uppstillingamefhd og flokkamir kölluðu til fimda 1 gærkveldi „Ég hef aldrei kynnst öðru eins og þessu. Það er eins og maður sitji á jarðsprengju," sagði sá gamal- reyndi pólitíkus og verkalýðsfor- ingi Guðmundur J. Guðmundsson viö tíðindamann DV í gærkveldi um stöðuna á þingi Alþýðusam- bands íslands. Þá var enn allt í óvissu um hveijir yrðu í framboði við kosningar til æðstu embætta Alþýðusambandsins sem hefjast eiga undir hádegi í dag. Ásmundur gaf sig upp Um miðjan dag í gær gekk Bene- dikt Davíðsson, talsmaður kjör- nefndar, í pontu og tilkynnti að nefndin myndi gera tillögu um Ás- mund Stefánsson sem næsta for- seta Alþýðusambandsins. Það var það fyrsta sem fékkst staðfest um að Ásmundur gæfi kost á sér. Þá haföi reiði þingfulltrúa yfir þögn Ásmundar um þetta efni magnast svo að menn sáu sér ekki annað fært en að tilkynna þetta. Menn höfðu þá líka uppgötvað að „gráa svæðið", sem svo er kallað, en það eru fulltrúar sem ekki taka við skilaboðum frá stjórnmálaflokkun- um, hafði stækkaö svo að það hefur aldrei verið útbreiddara á þingi ASÍ. Sumir telja að óbundnir full- trúar séu í meirihluta á þinginu. Margir halda því fram að það sama sé að gerast á þingi ASÍ og gerðist á þingi BSRB á dögunum þegar pólitisku böndin brustu. Þetta fólk sagðist ekki una því að forsetinn gæfi ekki ákveðið svar um hvort hann gæfi kost á sér áfram. Þess vegna var farið að hta eftir kandíd- ötum. Þegar það fréttist þótti mönnum ekki lengur til setunnar boðið og framboð Ásmundar var tilkynnt með þessum hætti. Nokkru eftir að Benedikt sté í pontu var það farið að leka út að samkomulag væri í uppstillingar- nefnd um að með Ásmundi sem forseta legði nefndin til Rögnu Bergmann, formann Framsóknar í Reykjavík, og Þórð Ólafsson frá Þorlákshöfn sem varaforseta sam- bandsins. Ragna er krati en Þórður framsóknarmaður. Þetta þóttu ekki öllum góð tíðindi þar eð mikil stemning er á þingi fyrir því að Þóra Hjaltadóttir og Vilborg Þor- steinsdóttir frá Vestmannaeyjum verði varaforsetar. Kvennasamstaða Þegar mest gekk á tilkynnti Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir þeim Bene- dikt og Magnúsi að hún myndi fara í ræðustól og skora á konur að standa saman og þingfulltrúa alla að kjósa þær Vilborgu og Þóru. Þetta hafði hún líka gert á hádegis- verðarfundi sem launanefnd kvenna á vinnumarkaði hélt kon- um á ASÍ-þinginu í hádeginu í gær. Þar fékk tillaga Aöalheiðar og góð- ar undirtektir. Svo fór líka að Þórður Ólafsson mun ekki tilkippilegur að gefa kost á sér eða var það ekki í gærkveldi. Ragna Bergmann hafði þá ekki tek- ið ákvörðun um hvort hún færi fram. Með þessari hugmynd að uppstillingu forsetanna var upp- stillingarnefndin að leysa pólitíska vandamálið, það er að stjórnar- flokkarnir héldu sínu. Þegar séð var hvaða viðtökur þessi hugmynd fengi var talað um að þetta væri ekki tillaga heldur hugmynd. Ákveðið var að uppstill- ingarnefndin kæmi saman í gær- kveldi og var raunar búist við næt- urfundi hjá henni. Þá héldu sumir því fram að hætta gæti verið á að uppstillingarnefndin spryngi. Þar væri ekki full samstaða við upp- stillinguna. Skilyrði Ásmundar Það skilyrði Ásmundar Stefáns- sonar fyrir því að hann gefi kost á sér áfram stendur enn en það er að Þóra Hjaltadóttir verði ekki varaforseti. Ef Þóra ljær máls á því að fara fram er talið víst að hún nái kjöri. Sumir segja að Ásmund- ur muni hætta við framboð ef Þóra býður sig fram en aðrir segja að hann muni láta kjósa en segja af sér nái hún kjöri en forseti er kjör- inn fyrstur. Þess vegna eru menn með ýmsa aðra forsetakandídata í huga. Tveir menn eru þar oftast nefndir: Örn Friðriksson, formað- ur Málm- og skipasmiðasambands- ins, og Grétar Þorsteinsson, form-. aður Trésmiðafélags Reykjavíkur. Menn voru í gærkveldi hræddir um að svo færi aö Ásmundur hætti við enda hafði Þóra þá ekki gefiö af- dráttarlaust svar um að hún færi ekki fram. Þóra er undir mikilli pressu að gefa kost á sér til varaforseta. Allar konur á landsfundi Framsóknar- flokksins skrifuðu undir áskorun til hennar um að gefa kost á sér. Hún fékk metkosningu í miðstjórn flokksins og hún er undir mikilli pressu frá forystu Framsóknar- flokksins um að gefa kost á sér. Síðan hafa konur á ASÍ-þinginu lagt hart að henni að fara fram og náði sú pressa hámarki með ræðu Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur. Þeg- ar DVspurði Þóru seint í gær hvort hún hefði tekið ákvörðun sagði hún það ekki vera, það yrði ekki fyrr en snemma í dag sem afstaða henn- ar lægi endanlega fyrir. Mörgum þingfulltrúum er mjög illa við skilyrði Ásmundar og segja það óþolandi með öllu að menn setji svona skilyrði. Hann eigi eng- an rétt á að ráða því einn á 500 fulltrúa þingi 60 þúsund manna verkalýðshrevfingar hverjir verði varaforsetar með honum eða mið- stjórnarmenn. Þá verður boðið fram í öll embætti Sú var vissa þeirra sem DV ræddi við í gær að ef Ásmundur, Þórður og Ragna yrðu í framboði til for- setaembættanna yrði boðið fram á móti þeim með tillögum utan úr sal. Og ekki bara það heldur yrði þá ótalinn fjöldi fólks boðinn fram við miðstjórnarkjörið sem fram fer eftir hádegið í dag. „Það verður þá boðið fram í öll embættin," sagöi verkalýðsforingi í samtali við DV. Þetta vita foringjar stjórnmála- flokkanna sem sitja á Alþýðusam- bandsþinginu. Þess vegna var boð- að til funda hjá Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum í gærkveldi um stöðu mála. Þá ætluöu foringjar Sjálfstæðisflokksins að hittast. Ta- lið var víst að framsóknarmenn myndu líka hittast en það fékkst ekki staðfest. Menn eins og Karl Steinar. Björn Grétar Sveinsson, Björn Þórhallsson, Magnús Geirs- son, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Hrafnkell A. Jónsson, svo nokkrir þungavigtarmenn séu nefndir. sögðu allir í samtali við DV í gær að staðan væri svo óljós að ekki væri npkkur leið að spá um hvað gerðist. Þeir sögðust allt eins eiga von á mörgum tillögum um menn í allar stöður sem kosið verð- ur um á þinginu. Enginn þeirra sagðist muna eins mikla óvissu á ASÍ-þingi og nú. Staðan væri svo viðkvæm að þingið væri eins og púðurtunna. Margir þeirra bera ugg í brjósti um að þessi átök og sú upplausn, sem ríkt hefur á þing- inu, geti orðið Alþýðusambandinu dýrkeypt, jafnvel að það muni enda sem valdalaus stofnun líkt og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur verið síðan félögin inn- an þess fengu samningsréttinn. -S.dór um greiðslutímabil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.