Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. 17 Lesendur Samanburður á kreppum hjá Stöð 2: Einkennileg úttekt Jóhann hringdi: í fréttum á Stöö 2 nýlega sá ég fréttamann vera að bera saman kreppueinkenni árin 1967/1968 við þau einkenni sem nú blasa við hér og taldi hann að þau einkenni sem nú blöstu við væru ekki lýsandi dæmi fyrir kreppu, ef borið er sam- an við þær aðstæður sem voru á þeim árum. -Síðan tók hann dæmi. í fyrsta lagi sagði hann að nú værum við um 45 þúsundum fleiri en á árunum 1967/1968. - Ekki skal það rengt, en hefur lítið með það að gera hvort kreppueinkenni megi merkja eða ekki. í ööru lagi benti fréttamaðurinn á að nú ættum við mun fleiri bíla en þá var og tók, að mig minnir, dæmi um það. - í þriðja lagi benti hann á, að mun fleiri færu í sighng- ar en þá tíðkaðist og væri það varla sérstök kreppueinkenni. - í fjórða lagi tók fréttamaðurinn dæmi um húsnæðiseign manna sem væri mun meiri nú en þá var. Ég vil lýsa þeirri skoðun minni að allt þetta sem fréttamaðurinn tók fram og týndi til, fleiri bílar, stærra húsnæði, og fleiri og tíðari sighngar fólks séu einmitt einkenni kreppunnar sem nú heldur innreið sína hér, eða réttara sagt orsök hennar. Það er nefnilega ekki eðhlegt að svo fámenn þjóð sem íslendingar búi í því stóra húsnæði sem hér tíðkast, eigi allan þennan bílafjölda og fari í ahar siglingarnar sem fólk fer í. - Fréttamaðurinn hefur rétt fyrir sér að því leyti að þessi ein- kenni eru ekki kreppueinkenni í sjálfu sér og fljótt á htið en eru augljóslega kreppuvaldur þegar grannt er skoðað. - Sá óhóflegi lúx- us sem hér er til staðar og hin óhóf- lega eyðsla hefur skapað kreppu- ástand sem er komið th að vera, ef ekki verður undið ofan af þensl- unni með hörðum efnahagslegum aðgerðum. „Takmarkið ætti að vera að losa okkur við krónuna sem gjaldmiðil," segir hér m.a. Krónuna burt Óskilamun- ir sund- laugagesta Gunnar hringdi: Þar sem ég er daglegur gestur á einum sundstað borgarinnar tekur maður eftir ýmsu á þessum stöðum, sem eru að öðru jöfnu vel reknir og vinsæhr með afbrigðum. Starfsfólk sundlauganna í Laug- ardal t.d. er afskaplega undrandi á því hve menn eru hirðulausir um eigur sínar. Og fólk vitjar jafnvel ekki dýrmætustu hluta sem það skil- ur eftir. Þama er t.d. lengi búin að vera taska með íþróttagalla, skóm og fót- bolta merktum ÍBV. Taskan er rauð að ht og íþróttagallinn er nýlegur. Nú'er ég ekki persónulega aö auglýsa þetta fyrir simdlaugaverði, en þetta er bara dæmi um það sem maður heyrir um og leggur á minnið. Þess vegna datt mér í hug að hringja til lesendasíðu DV og vekja máls á þessu. áskilursér rétttil að stytta bréf og símtöl sembirt- ast á lesendasíð- um blaðsins B.T. skrifar: Það hefur talsvert verið rætt og ritað um gjaldmiðil okkar, krónuna, bæði nú og áður og allt snýst þetta vandræðaástand, sem nú er sagt vera að skeha yfir, um gjaldmiðil okkar, krónuna, í einu eða öðru formi. Og þvi má sannarlega spyrja: Er erlend- ur gjaldmiðih eitthvað órökréttari hér á landi en erlendar mælieiningar sem við tökum góðar og gildar? Ég held að ahir geti verið sammála um að ekki borgi sig fyrir okkur að halda hér uppi sjálfstæðum gjald- miðli, vegna hins htla hagkerfis sem við höfum hér og er svo næmt fyrir utanaðkomandi áhrifum. Eða eru ekki alhr að sækjast eftir erlendum gjaldeyri? Það er ekkert þjóðarstolt að geta státað af eigin gjaldmiðli ef hann er svo vesæh og valtur að ahir, innlend- ir sem erlendir aðhar, forðast hann og reyna að komast hjá að taka við honum. íslenska krónan er hreint ekkert th að vera stoltur af. „Kot- ungskróna, sem hríðfellur í verði“, segir Hannes Hólmsteinn Gissurar- son og munu áreiðanlega margir taka undir með honum. Það er svo annað mál hversu lengi ennþá við streitumst tU að halda í þennan ónýta gjaldmiðil áður en við bindum hann við einhvern annan traustari eins og okkur hefur verið bent á að gera. - Ég legg til að ráða- menn þjóðarinnar reyni nú að koma sér saman um lausn á gjaldmiðils- vandamáli hennar um leið og þeir leggja tíl atlögu við efnahagsvand- ann eina ferðina enn. Takmarkið ætti að vera það að losa okkur að fullu við krónuna því þar með leys- ast mörg önnur efnahagsmál í leið- inni. Akureyri Blaðburðarfólk óskast í Innbæinn. Uppl. á afgreiðslu DV í síma 96-25013. KÓPAVOGSBÚAR Stofnfundur Félags eldri borgara I Kópavogi, 60 ára og eldri, verður haldinn laugardaginn 26. nóv. nk. kl. 14 I Félagsheimili Kópavogs á 2. hæð. - Fundar- boðendur leggja fram tillögu að stofnun hagsmuna- félags aldraðra I Kópavogi-og drög að samþykktum fyrir félagið. Kópavogsbúar, 60 ára og eldri, fjölmennið á fundinn. Undirbúningsnefndin. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir októbermánuð 1988 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dgg eftir eindaga uns þau eru orðin 20% en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. desem- ber. Fjármálaráðuneytið BLAÐ BURÐA RFÓLK j. i á öMvtrw adcl'tA ób/uxóC REYKJAVIK Safamýri Háaleitisbraut 11-52 Tjarnargötu Suðurgötu Bólstaðarhlíð 40-út Kleppsveg 2-60 Suðurlandsbraut 4-16 Síðumúla AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 SIMI 27022 £ Ekki er ráð nema í tíma sé tekið seg- ir máltækið og því er mál að huga aðeinsaðjólabakstrinum. í Lífsstílá morgun verða birtar nokkrar upp- skriftir að girnilegum smákökum og gefin nokkur heilræði. Jólabókaflóðinu fylgja oftast nokkrar matreiðslubækur. í ár er efni þeirra mjög fjölbreytt og má nefna ostarétti, örbylgjuofnarétti, græn- metisfæði og smárétti. Lffsstíllinn skoðaði þessar bækur og munum við kynna þær hverja fyrirsig. Hafa sýrubindandi lyf áður óþekktar hliðar- verkanir? í grein sem birtist í sænska blað- inu Dagens Nyheter er það stutt rökum að slík lyf geti valdið beinþynningu sé þeirra neytt í meira mæli en ráðlagt er. Lyf þessi þekkja flestir undir heitunum brjóstsviðatöflureða magamjólk. Um það bil tíu slík lyf eru flutttil íslands og flest seld án lyfseðils beint úr apótekum. Hvorki innflytjandi lyfjanna né Lyfjaeftir- litið könnuðust við að notkun þeirra ylli hliðarverkunum. Sænskir læknartelja hins vegar löngu tímabært að upplýsa almenn- ing um þessar hliðarverkanir. Nánar á neyt- endasíðu á fimmtudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.