Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Síða 30
Lífsstm MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. íslendingar fyrstir til að sameina starfsheiti innan grafíska iðnaðarins: í framtíðinni ntskrifast prentsmiðir Óli Vestmann Einarsson var verk- efnisstjóri með sameiningu starfs- heita innan grafíska iðnaðarins. í haust var gerð breyting á starfs- heitum í grafíska iðnaðinum. Breyt- ing sem hafði verið unnið að í nefnd- um í eitt ár. Starfsheiti sem áður voru átta voru sameinuð í þrjú, prentsmíð, prentun og bókband. Þetta hefur í íbr með sér breytingu á kennslu hjá þeirri deild í Iðnskól- anum sem útskrifar bókagerðar- menn. í stað sérhæfðrar kennslu fá þeir nemendur sem byrjuðu í haust mun víðtækari menntun og í þeirra hópi verða fyrstu prentsmiðirnir sem munu útskrifast. Prentsmíði er ekki aðeins nýtt Tíðarandi starfsheiti heldur er hér um að ræða nýyrði í íslensku máli. í ramma prentsmíðinnar eru starfssvið sem áður voru sérfóg, setning og umbrot, oífsetljósmyndun, filmuskeyting og plötugerð og prentmyndagerð. «*£r þetta að því er best er vitað í fýrsta skipti í veröldinni sem þessi starfssvið hafa verið sameinuð. Flókin uppbygging stéttarfélaga innan grafísks iðnaðar í flestum þró- uðum löndum hefur gert það að verkum að slík sameining er nánast óhugsandi í nánustu framtíð. Fyrir- mynd var því ekki að fá annars stað- ar frá heldur varð að vinna að sam- einingunni frá grunni. Þróunin kallaði á breytingar Þróunin hefur verið í átt til sundur- greiningar innan iðngreina í graf- ísku greinunum. Tækniþróunin hef- ur verið það ör að einstaka störf inn- an prentunar hafa nær horfið og önnur orðið til. Það var því orðin brýn þörf á sameiningu og í raun voru það tilmæli Alþjóðasambands prentara að reynt yrði að sameina starfsheiti. Þegar Félag íslenska prentiðnaðar- ins og Félag íslenskra bókagerðar- manna voru orðin ásátt um að fækka starfsheitum var skipuð nefnd til að vinna að framkvæmd málsins. Lá næst fyrir að ráða starfsmann til verksins og var Óli Vestmann Ein- arsson fenginn til að vera verkefnis- stjóri yfir þeirri miklu vinnu sem nauðsynleg var og eru allir sem DV hafði samband við sammála um að betri mann til verksins hefði ekki verið hægt að fá. Óli Vestmann er sá sem kennt hef- . jjr lengst við prentdeild Iðnskólans og þekkir því innviði iðnaðarins mjög vel. Starf hans lá aðallega í að halda málinu gangandi, fá starfs- menn sem nefndin réð til að vinna að málinu og leggja því lið. Er hann búinn að starfa að verkefni þessu í rúmt ár og samkvæmt hans sögn hefur fyrirstaða verið nánast engin, allir verið tilbúnir að veita verkefn- inu lið. Iönfræðsluráð kom einnig fljótlega inn í myndina og hefur Óskar Guð- mundsson mest haft afskipti af mál- inu þar. fyrstu heföi mátt ætla að erfitt hefði verið að sameina hinar ýmsu starfsstéttir innan grafíska iðnaðar- ins en að sögn Óskars Guðmunds- sonar gekk allt eins og í sögu og kom honum það mikið á óvart hversu samstaðan var mikil. Iðnfræðsluráð hefur áður haft af- skipti af sameiningu starfstétta. Er ^tvarpsvirkjar og símvirkjar sam- einuöust gekk þaö mun verr og tók Fyrsta árs nemendur í prentsmíð fá hér undirstöðukennslu í grafískri stafagerð hjá Torfa Jónssyni 11 1 — —HfB—] 1 i wkm * 1* 1 Fylgst með af áhuga þegar Kolbeinn Grímsson sýnir nemendum í prent- smiði filmuskeytingu. lengri tíma. Stífni milli félaga var mikil og eiginhagsmunakröfur á báða bóga. Engin slík vandamálk voru til stað- ar við sameiningu í grafisku grein- unum. Allir sem hlut áttu að máli voru sammála um nauðsyn samein- ingar iðnfaganna og eina vandamálið sem kom upp var nýtt og gilt starfs- heiti. Endaði það með að íslensk málnefnd var beðin um að finna gott og gilt orð og þeirra tillaga var Prent- smið sem allir aðilar að sameining- unni sættu sig við. Alltfrá hönnun til plötugeröar Prentsmíði er sú vinna sém fer fram við gerð bóka og blaða, allt frá hönn- un þar til prentun hefst og í prentun- inni átti sér einnig staö einföldun, hæðarprentarar og offsetprentarar voru sameinaðir í eitt fag, prentara. Þriðja fagið innan grafísks iðnaðar er bókband og helst það óbreytt. í verki varð mesta breytingin í Iðn- skólanum. Þar þurfti að breyta allri kennslutilhögun. Sú breyting er á tilraunastigi þennan vetur og eru það eingöngu fyrsta árs nemendur sem fá kennslu samkvæmt nýrri náms- skrá. Aðrir lengra komnir halda sínu námi áfram og verða engar breyting- ar á fyrirfram gerðri námsáætlun þeirra. í prentsmiðjum er ekki gert ráð fyrir að nein stórbreyting verði við það að réttindi manna aukist. í stór-' um prentsmiðjum vinnur sérhæft starfsfólk og í minni prentsmiðjum hefur starfssvið hvers einstaklings ætíð verið víðtækara þótt réttindin hafi ekki verið fyrir hendi, enda er sá fagmaður sem hefur undirstöðu í einu fagi fljótur að tileinka sér ann- að. Má nefna að ekki er talið nema nokkurra klukkustunda nám liggi hjá hæðarprentára vilji hann prenta á offsetvél. móti getur enginn orðið meistari í Námskeið munu verða haldin í prentsmíði nema hafa að baki nám í framtíðinni fyrir faglært fólk sem öllum greinum hennar. vill auka þekkingu sína. Aftur á -HK Af hveiju prentsmiðm? Þegar á að finna eitt starfsheiti fyrir jafnmargar starfsgreinar og voru sameinaðar innan grafíska iðn- aðarins eru sjálfsagt ekki alhr sam- mála. Enda fór það svo að starfsheiti var það eina sem ekki náðist samein- ing um. Nokkrar tillögur höfðu kom- ið fram en engin sem allir voru án- ægðir með. Það þótti því ráðlegt að leggja mál- ið fyrir íslenska málnefnd og var beðið um starfsheiti sem gæti staðið fyrir ofísetljósmyndun, offsetskeyt- ingu, setningu, prentljósmyndun og prentmyndasmíði. Málnefndin sneri sér til orðanefnd- ar bókagerðarmanna og fékk þar þær tillögur sem helst þóttu til greina koma. Orð eins og prenthönnun, prentformagerð og prentformun. Ekki varð samstaða um neitt þeirra. íslenska málnefndin lagði því til við Iðnfræðsluráð orðið prentsmíði um starfið og prentsmiður um iðnað- armannirin. Málnefndin taldi að þau orö mynduðu eðlileg tengsl við orðið prentsmiðja sem fyrir er. Taldi málnefndin prentsmíð og prentsmið eiga sér margar hliðstæö- ur sem kunnugar eru: ritsmíð, tón- smíð, gullsmiður, húsgagnasmiður, jámsmiður, trésmiður o.s.frv. Allir sem áttu hlut að máh töldu að rökfærsla íslenskrar málnefndar væri góð og gild og varð einhugur umaðnotaorðið. -HK Hvert er starf prentsmiða? Starfssvið prentsmiða er víðtækt og tekur yfir íjölþætta vinnu sem felst í að koma verkefni frá sér fyrir prentun. í námsskrá fyrir prentsmiði er að finna kafla um starfslýsingu. Segir þar að prentsmiðjur vinni alla undirbúningsvinnu við gerð prent- gripa, aht frá verkmóttöku tíl og meö prentplötugerð. Undir starfssvið prentsmiðs fellur því hönnun prentgripa, innskrift texta, prentmyndagerð, umbrot, skeyting texta og mynda auk prent- plötutöku. Prentsmiður þekkir ahar helstu vélar og áhöld sem framangreind störf útheimta og kann að beita þeim. Þar með er tahn forvinna fyrir há- prent, offsetprent, shkiprent, djúp- prent, flexo o.s.frv. Meðal viðfangsefna prentsmiðs eru vinnsla bóka, tímarita, dagblaða, umbúða, veggspjalda, ýmiss konar önnur smærri prentverkefni, svo sem bréfsefni, eyðublöð, bæklingar o.fl. Starf prentsmiðs er liður í starfs- keðju og þarf hann því að þekkja ferl- ið í heild sinni, þ.e. hvemig hvert vinnslustigtekurviðaföðru. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.