Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. 35 DV Ólafur Skúlason Ólafur Skúlason vígslubiskup hefur gefið kost á sér til biskupskjörs. Ól- afur er fæddur 29. desember 1929 í Birtingaholti í Hrunamannahreppi og lauk guðfræðiprófi frá HÍ1955. Hann var í guöfræðinámi í háskól- anum í St. Peter i Minnesota 1955 og í skóla alkirkjuráðsins í Bossey í Sviss 1960. Ólafur var prestur ís- lenska safnaðarins í Montain í Norður-Dakota 1955-1959 og í Kefla- vík 1959-1960. Ólafur varð fyrsti æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar 1960-1964 og hefur verið prestur í Bústaðaprestakalli í Rvík frá 1964. Hann var í stjórn Hins íslenska kirkjufélags í Ameríku 1956-1959 og Prestafélags íslands 1970-1979, formaður 1974-1979. Ólafur var formaður æskulýðsnefndar þjóð- kirkjunnar 1964-1967 og í barna- vemdarráði íslands 1975-1978. Hann hefur verið dómprófastur frá 1976 og vígslubiskup frá 1983. Ólafur kvæntist 18. júní 1955 Ebbu Guö- rúnu Brynhildi Sigurðardóttur, f. 5. desember 1935. Foreldrar hennar eru Sigurður Þ. Tómasson, forstjóri í Rvík, og kona hans, Maggý Fló- ventsdóttir. Börn Ólafs og Ebbu era Guðrún Ebba, f. 1. febrúar 1956, kennari í Rvík, gift Stefáni Halli Ellertssyni skipstjóra, Sigríður, f. 9. ágúst 1958, gift Höskuldi Hrafni Ól- afssyni, viðskiptafræðingi í Rvík, og Skúli Sigurður, f. 20. ágúst 1968, nemi. Systkini Ólafs eru Helgi, fæddur 4. september 1933, kvæntur Helgu Bachmann leikkonu, Móeið- ur, f. 10. febrúar 1938, ökukennari, gift Birni Björnssyni, lögregluþjóni í Keflavík, og Ragnheiður, f. 12. mars 1943, píanókennari, gift Sæv- ari Helgasyni, málara í Keflavík. Systir Olafs, samfeðra, er Kristrún, f. 9. febrúar 1927, gift Þóri Geir- mundssyni, verkamanni í Rvík. Foreldrar Ólafs eru Skúli Odd- leifsson, umsjónarmaður í Keflavík, ogkonahans, SigríðurÁgústsdóttir. Faðir Skúla var Oddleifur, b. í Lang- holtskoti í Hrunamannahreppi, Jónsson, b. á Hellishólum, Jónsson- ar, b. og dbrm. á Kópsvatni, Einars- sonar, b. á Berghyl, Jónssonar, b. í Skipholti, Jónssonar, bróður Fjalla- Eyvindar. Móðir Skúla var Helga, systir Önnu, ömmu Jóns Skúlason- ar, póst- og símamálastjóra. Anna •var dóttir Skúla, alþingismanns á Berghyl, bróöur Jósefs, langafa Ól- afs Isleifssonar, fyrrv. efnahagsráð- gjafa ríkisstjórnarinnar. Skúli var bróðir Þorvarðar, afa Sigurgeirs Jónssonar ráðuneytisstjóra. Annar bróðir Skúla var Hannes, langafi Ástu, móður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Hannes var einnig langafi Ástu, móður Hólmfríðar Karlsdóttur. Þriöji bróðir Skúla var Jón, langafi Önnu, móður Hjartar Torfasonar hrl. Systir Skúla var' Margrét, langamma Björgvins Vil- mundarsonar bankastjóra og Gunn- ars Amar listmálara og Þórðar Steinars hrl. Gunnarssona. Önnur systir Skúla var Helga, amma Ólafs Halldórssonar handritafræðings. Sigríður var dóttir Ágústs, al- þingismanns í Birtingaholti í Fólk í fréttum Ólafur Skúlason. Hrunamannahreppi, bróður Guð- mundar, fóður Ásmundar biskups. Ágúst var sonur Helga, b. í Birtinga- holti, Magnússonar, alþingismanns í Syðra-Langholti, Andréssonar. Móðir Helga var Katrín Eiríks- dóttir, b. ogdbrm. á Reykjum, Vig- fússonar, ættföður Reykjaættarinn- ar, langafa Sigurgeirs Sigurðssonar biskups, fööur Péturs biskups. Afmæli Dagbjartur Kristinn og Guttormur Ármann Gunnarssynir Tvíburabræðumir Dagbjartur Kristinn og Guttormur Ármann Gunnarssynir frá Marteinstungu í Holtum í Rangárvallasýslu verða sjötíu og fimm ára á morgun. Guttormur Þeir bræður eru fæddir í Mar- teinstungu og ólust þar upp við öll almenn sveitastörf og unnu á búi foreldra sinna í Marteinstungu þar til Guttormur tók við búinu árið 1950 en þá kvæntist hann Elke I.M. Gunnarsson. Foreldrar hennar voru Adolf Kosar hárskeri og Gréta, fædd Kokon, í Neustadt í Holstein í Vestur-Þýskalandi. Börn Guttorms og Elke eru Hanna Regína, f. 1951, hússtjómar- kennari í Reykjavík, gift Sigurði Ólafssyni bifreiðarstjóra; Guðný Kristín, f. 1952, sjúkraliði í Reykja- vík, gift Kristni Lund skrifstofu- stjóra; Helga María, f. 1954, sjúkra- liði í Kaupmannahöfn; Gréta Frið- rika, f. 1955, íþróttakennari í Kópa- vogi, gift Trausta Valdimarssyni húsasmíðameistara; Gunnar, f. 1960, vélvirki og búfræðingur, sem nú hefur tekið við búi foreldra sinna í Marteinstungu, og Áslaug Berta, f. 1966, kennaraháskóla- nemi, en sambýlismaður hennar er Egill Sigurgeirsson útgerðar- maður. Barnabörn Elke og Gutt- orms era orðin fimm að tölu. Dagbjartur Dagbjartur vann lengi aö bú- skapnum með bróður sínum, jafn- framt því sem hann var í nokkur ár umboðsmaður skattstjórans í Suðurlandsumdæmi í Holtahreppi. Dagbjartur Kristinn og Guttormur Armann Gunnarssynir. Um sextugt varð hann að hætta störfum af heilsufarsástæðum og flutti þá að Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Dagbjartur dvelur nú á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Systkini þeirra bræðra eru þau Ólöf Gunnarsdóttir, húsfrú í Reykjavík, og Kristján J. Gunnars- son, fyrrv. borgarfulltrúi og fræðslustjóri í Reykjavík. Foreldrar þeirra voru Gunnar Einarsson, b. í Marteinstungu, og kona hans, Guðrún Kristjánsdóttir. Gunnar var sonur Einars, b. í Götu í Holtum, síðar b. í Köldukinn í Holtum, Þorsteinssonar, b. í Köldukinn, og konu hans, Sólrúnar Nikulásdóttur. Þorsteinn var son- ur Runólfs Jónssonar, prests á Stórólfshvoh, og konu hans, Guð- rúnar Þorsteinsdóttur, prests á Krossi í Landeyjum, Stefánssonar. Móðir Gunnars var Guðrún Ás- björnsdóttir í Tungu í Flóa, Þor- steinssonar, föður Guðmundar, bæjarfulltrúa í Reykjavík. Guðrún, móðir Guttorms og Dag- bjarts, var dóttir Kristjáns Jóns- sonar, b. í Marteinstungu, og konu hans, Ólafar Sigurðardóttur. Faðir Kristjáns var Jón, b. og hreppstjóri í Litlu-Tungu í Holtum, Runólfs- son, prestur á Stórólfshvoli. Móðir Kristjáns var Kristín Jak- obsdóttir, Bjarnasonar, b. í Litlu- Tungu. Móðir Guðrúnar var Ólöf Sigurðardóttir, ísleifssonar, b. á Barkarstöðum, og konu hans, Ingi- bjargar Sæmundsdóttur, b. í Ey- vindarholti undir Vestur-Eyjaíjöll- um, Ögmundssonar, prests á Krossi í Austur-Landeyjum. Bróðir Ingibjargar var Tómas, Fjölnismaöur og prestur að Breiða- bólstað í Fljótshlíð. Þeir bræður verða ekki heima á afmælisdaginn. Bjarni Bentsson Bjami Bentsson, fyrrv. yfirverk- stjóri trésmíða hjá Flugmálastjórn, til heimilis að Digranesvegi 80, Kópavogi, er sjötíu og fimm ára í dag. Bjarni fæddist á Bíldudal í Amar- firði og ólst upp í Haukadal í Dýra- firði. Hann flutti til Reykjavíkur 1927, hóf nám í húsgagnasmíði 1929 og gekk j afnframt ílðnskólanní Reykjavík. Bjarni lauk námi þaðan, tók sveinsspróf 1933 og fékk meist- araréttindi 1938. Hann vann við smíðar þar til árið 1946 að hann hóf störf sem verk- stjóri við nýsmíðar og viðgerðir á eignum og mannvirkjum Flugmála- stjómar ríkisins. Bjarni var síðar skipaður yfirverkstjóri af sam- göngumálaráðuneytinu og vann við það uns hann lét af störfum vegna aldurs 1983. Bjarni sat í stjórn og var formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkis- ins. Hann var einn af stofnendum og forystumaður í Kiwanisklúbbi Kópavogs og er nú heiðursfélagi þar. Þá hefur hann starfað í Odd- fellowreglunni í fjörutíu og íjögur ár. Kona Bjarna er Unnur Jakobs- dóttir húsmóðir, f. 18.7.1921, dóttir Þórdísar Guðjónsdóttur og Jakobs Kristmundssonar frá ísafirði. Bjami ogUnnur eiga þrjú börn. Þau era: Bent Bjarnason, útibús- stjóri Sparisjóðs vélstjóra, kvæntur Helgu Helgadóttur; Anna Þórdís Bjarnadóttir, flugfreyja og háskóla- nemi. gift Stefáni R. Jónssyni, og Jakob Bjarnason verslunarmaður. Börn Bents og Helgu eru: Bjarni Bentsson véltæknifræðingur, kvæntur Klöra Olsen; Helgi Bents- son húsasmíðanemi; Linda Björk Bentsdóttir lögfræðinemi og Sólveig Unnur Bentsdóttir nemandi. Börn Önnu Þórdísar og Stefáns eru: Ómar Stefánsson búfræðingur, Hanna Sigríður Stefánsdóttir verk- smiðjustúlka og Jón Þorgrímur Stefánsson nemandi. Bjarni átti sex systkini en fiögur þeirra eru látin. Systkini hans: Lín- ey Bentsdóttir húsmóðir, f. 5.12. 1909, og Valborg Bentsdótir, fyrrv. skrifstofustjóri, f. 24.12.1911. Látin eru af systkinum hans Friðrik, Lín- ey, Emfiía og Petronella. Foreldrar Bjama voru Bent Bjarnason frá Reykhólum, b., versl- unar- og skrifstofumaður, f. 17.2. 1876, d. 13.2.1951, og Karólína Frið- riksdóttir Söebeck, húsmóðir frá Reykjarfirði í Strandasýslu, f. 18.6. 1844, d. 18.3.1935. Bjarni verður að heiman á af- mælisdaginn. Tll hamingju með daginn .. ... Grænumvri 8. Akurevri. 80 ára Elín Jónsdóttir, Keldnaholti við Vesturlandsbraut, Ingimundur Jónsson, Reykjavik. Brekku, Presthólahreppi. Sigríður Guðmundsdóttir, Fellsmúla 11, Reykjavík. Gunnar Sigurmundsson, Stórholti 20, Reykjavík. 60 ára Laufey Pálraadóttir, Brekkugötu 33, Akureyri. Kristinn Hermannsson, 75 ára Skólagerði 52, Kópavogi. Aldís Albertsdóttir, Krókatúni 8, Akranesi. Sigvaldi Dagsson, Álftamýri 4, Reykjavík. Sigurbjörg Þorleifsdóttir, 50 ára Túngötu 9, Siglufiröi. Ingveldur Kristjánsdóttir, Aöalgötu 14, Stykkishólmi. Sigríður Guðmundsdóttir, Klifagötu 8, Presthólahreppi. Ægir Einarsson, Hvannalundi 3, Garðabæ. Erla María Andrésdóttir, Tjarnargötu 40, Keflavík. Kristjón Þ. ísaksson, Beykihlíð 21, Reykjavik. 40 ára Bára Halldórsdóttir, Gnoðarvogi 56, Reykjavík. Sæmundur Rögnvaldsson, Frostaskjóli 57, Reykjavík. Jakobína Óskarsdóttir, Grashaga 16, Selfossi. 70 ára Soffia Guðmundsdóttir, Eyrarvegi 27, Akureyri. Esther Lárusdóttir, Ragna Efemía Guðmundsdóttir Ragna Efemía Guðmundsdóttir, til heimflis að Klappai^tíg 12, Reykja- vík, er fimmtug í dag. Ragna fæddist í Sölvanesi í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði og ólst upp hjá foreldrum sínum tfi sextán ára aldrurs. Hún var síðan einn vetur við fiskvinnslustörf á Akra- nesi. Ragna giftist átján ára og hófu þau hjónin búskap á Sauðárkróki en fluttu síðan til Akureyrar þar sem þau bjuggu í sex ár. Þau hófu bú- skap í Sölvanesi 1965 og fluttu að Steinsstaðabyggð í sama hreppi 1972. Þar bjuggu þau í tíu ár en Ragna starfaöi þá við mötuneyti Steinsstaðaskóla. Þau fiuttu svo til Reykjavíkur 1982 og slitu samvist- um um svipað leyti. í Reykjavík starfaði Ragna í þvottahúsinu Fönn um sex ára skeið en starfar nú í mötuneyti að Nesjavöllum í Þing- vallasveit. Fyrrverandi maður Rögnu er Pét- ur Símon Víglundsson, járnsmiður að Varmahlíð í Skagafirði, f. 28.8. 1937. Hann er sonur Margrétar Jónsdóttur frá Kambakoti í Húna- vatnssýslu og Víglundar Péturs- sonar úr Svarfaðardal, bróður Jó- hanns Svarfdælings. Víglundur lést 1986. Ragna og Pétur eiga tvær dætur og þrjá syni. Þau eru: Guðmundur Svanberg, rafmagnstæknifræðing- ur í Reykjavík, f. 1956, kvæntur El- ísabetu Guömundsdóttur hjúkr- unarfræðingi og eiga þau tvær dæt- ur en Guðmundur á eina dóttur frá fyrra hjónabandi; Margrét Björg, hárgreiðslumeistari á Sauðárkróki, f. 1957, gift Björgvin Guðmundssyni rafvirkja og eiga þau þijár dætur; Víglundur Rúnar, járnsmiður í Ragna Hfemía Guðmundsdóttir. Varmahlíð, f. 1959, kvæntur Hafdísi Stefánsdóttur nuddara og eiga þau tvö börn; Sólborg Alda, meðferðar- fulltrúi í Reykjavík, f. 1962, og Ragn- ar Pétur, verkamaöur á Sauðár- króki, f. 1971. Ragna á þrjá bræður og tvær syst- ur: Hjálmar Indriði, b. að Korná í Skagafirði, f. 1937; Rósa Sigurbjörg, húsfreyja að Goðdölum í Skagafirði, f. 1940; Birna Gunnhildur, húsfreyja að Krithóli í Skagafirði, f. 1941; Snorri, bifvélavirki á Akureyri, f. 1942, og Sveinbjörn Ólafur, járn- smiðurá Akureyri. Foreldrar Rögnu era Guðmundur Sveinbjörnsson, fyrrv. b„ búsettur á Sauðárkróki, f. 1914, og Sólborg Hjálmarsdóttir ljósmóöir, f. 1905, d. 1984. Föðurforeldrar Rögnu vora Svein- björn Sveinsson frá Mælifellsá í Skagafirði og Ragnhfldur Jónsdóttir frá Bakkakoti í Skagafirði. Móöurforeldrar Rögnu voru Hjálmar Pétursson og Rósa Björns- dóttir frá Breið í Skagafirði. Ragna verður að heiman í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.