Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1988. Fréttir_______________________________ Bandaríkjamarkaður: Umtalsverð verð- hækkun á freð- fiskmarkaðnum - blokkin hefur hækkað úr 125 sentum í 140 sent pundið ..Ég held að aðalástæðan fyrir því að fiskverð stígur nú í Bandaríkjun- um sé að fyrirsjáanlegur er skortur á þorski á næstunni." sagði Sigurður Markússon. framkvæmdastjóri sjáv- arafurðadeildar Sambandsins. í sam- tali viö DV í morgun. en verð á blokk hefur hækkað nokkuð að undan- fórnu vestra. Nú fást 140 sent fyrir pundið af blokk en verðið fór lægst í 125 sent í ágúst. í byrjun þessa árs fengust 2 dollar- ar fyrir pundið af blokk. í apríl var það komið niður í 185 sent. í júní í 160 sent. í júlí 150 sent og fór um tíma í ágúst í 125 sent. Síðan hækkaöi það í 130 sent í september, í 135 sent í október og í 135 til 140 sent í nóvemb- er og er nú, sem fyrr segir, í 140 sent- um. Sigurður sagðist ekki eiga von á að veröið ætti eftir að fara aftur í 2 dollara fyrir pundið, þótt einhverjar frekari verðhækkanir geti átt sér stað á næstunni. -S.dór kmJjW '\ m \. lA Æm \ 11 . , ■ , ■ V h / 1 : H; ■ . i- ':. 1 1- _ * i Jólasveinarnir á Austurvelli skemmtu ungum sem öldnum með söng og sprelli. DV-mynd Brynjar Gauti Kveikt á vinabæjartrjám: Jólaljós og jólasveinar Síðdegis a sunnudag tendraði Dav- íð Oddsson borgarstjóri ljósin á jóla- trénu á Austurvelli. Tréð er gjöf frá íbúum Oslóar til Reykvíkinga en Oslóborg hefur í rúm 30 ár sýnt borg- arbúum vinabragð með þessum hætti. Sendiherra Noregs á íslandi, Per Aasen, afhenti tréð en borgar- stjóri veitti því móttöku fyrir hönd borgarbúa. Þegar ljósin höfðu verið kveikt á Skákmótið í Júgóslavíu: Margeir í hópi efstu manna Margeir Pétursson stórmeistari er í öðru sæti ásamt átta öðrum skákmönnum þegar aðeins einni umferö er ólokið á sterku skák- móti í Júgóslavíu. Margeir er með 6 vinninga eftir 8 umferðir, Helgi Ólafsson stór- meistari er með fimm og hálfan vinning og Jón L. Ámason stór- meistari er með fjóra. Fjórir skákmenn eru efstir og jafnir, þeir Holak, Psakhis, Gure- vis og Pigusuv. Átta efstu menn fá tækifæri til að tefla í úrtökumóti fyrir heims- bikarkeppnina í skák. -pv Oslóartrénu komu jólasveinar í heimsókn á Austurvöll. Þeir skemmtu ungum sem öldnum með söng og sprelli. Hamborgarjólatréð við Reykjavík- urhöfn er gjöf frá klúbbnum Wikin- gerrunde sem er félagsskapur fyrr- verandi sjómanna, blaða- og verslun- armanna í Hamborg og nágrenni. Einn félagi í klúbbnum, Achim D. Möller, kom hingað til lands til að Stefán Valgeirsson: Vill breytingar á tekjuöflunar- frumvörpum Stefán Valgeirsson, þingmaður Samtaka um jafnrétti og félags- hyggju, segist ætla að koma með breytingartillögur við tekjuöflunar- frumvörp ríkisstjórnarinnar. Stefán sagðist vera mjög fylgjandi því að tvö eða jafnvel þrjú skattþrep yrðu tekin upp og þá að mjög háar tekjúr yrðu skattlagðar sérstaklega. Hann sagðist vera fylgjandi þungum sköttum á háar tekjur. Þá sagðist Stefán vera efins um að rétt væri að hækka vörugjald á inn- lenda framleiöslu eins og vörugjalds- frumvarpið gerir ráð fyrir. Stefán sagðist ekki hafa trú á að unnt yrði að afgreiða fjárlagafrum- varpið. fyrir áramót. -SMJ afhenda tréð. Hafnarstjórinn í Reykjavík veitti trénu móttöku á laugardag að viðstöddum bórgar- stjóranum í Reykjavík og sendiherra Þýska sambandslýðveldisins. Á laugardag var kveikt á jólatrénu í Hafnarfirði. Tréð er gjöf frá Fred- riksberg, vinabæ Hafnarfjarðar. Danski sendiherrann, Hans Andreas Djurhuus, afhenti tréð fyrir hönd íbúa Fredriksberg. -JJ Egilsstaöir: Eyði- lagðist í bruna Skúr í eigu Kaupfélags Héraðs- búa á Egilsstööum gjöreyðilagð- ist í eldi aöfaranótt laugardags. Skúrin var notaður til að svíða kindahausa. í öðrum'skúr, sem var áfastur þeim sem brann, voru geymd sjö gashylki. Óttast var að þau kynnu að springa - svo fór þó ekki. Eldsupptök eru ókunn. -sme Fjölskyldan var ánægð og hreykin þegar hún hélt fjórburunum sinum und- ir skírn í Lágafellskirkju og stúlkurnar voru stilltar sem Ijós við athöfnina. Ákveðið var að tvær skyldu heita löngum nöfnum og tvær stuttum. Faðir- inn, Guðjón Sveinn Valgeirsson, heldur á Diljá. Móðurafinn, Sigurður E. Sigurðsson, er með Elínu litlu. Stóri bróðir fjórburanna heldur á Brynhildi og móðirin, Margrét Þóra Baldursdóttir, er með Alexöndru. DV-mynd Brynjar Gauti Fjórburarnir skírðir Fjórburarnir litlu í Mosfellsbæn- um voru skírðir á sunnudag í Lága- fellskirkju. Að sögn föðurins, Guð- jóns Sveins Valgeirssonar, var staf- rófsröðinni haldið, að stafnum C undanskildum. A varð Alexandra, B heitir Brynhildur, D heitir Diljá og E fékk nafnið Ehn. „Élín var eina nafnið sem var ákveðið frá upphafi og eina nafnið sem er í fjölskyldunni," sagði hinn lukkulegi faðir í samtali við DV. „El- ín er ömmunafn en hin nöfnin eru út í loftið, eins og sagt er.“ Nú er vika liðin síðan systurnar komu heim og allt hefur gengið von- um framar, sagði Guðjón. „Þær voru stilltar sem ljós við skírnina og heyrðist vart í þeim. Þær eru rólegar og sofa nú lengur í einu. Ég er nú einn á tannlæknastofunni því klínikdaman, sem er tengda- mamma, er heima aö hjálpa til með börnin. Þær hafa braggast mikið á þessari viku og eru nú farnar að fylgja manni með augunum, þetta eru allt skýrleiksstúlkur. Móðurinni heilsast mjög vel og hefur bara aldr- ei verið hressari. Reyndar höfum við öll alveg einstaklega gaman af þessu, stóri bróðir líka,“ sagöi Guðjón Sveinn. -JJ Þingmannanefnd undirbýr lagafrumvarp: Miklar takmarkanir á umferð um hálendið Margir þeirra ferðamanna, sem leggja leið sína upp á hálendi lands- ins að vetri til, hafa miklar áhyggj- ur af því að umferð þeirra verði takraörkuð mjög á næstunni Þingmannanefnd vinnur nú að því að vinna lagafruravarp ura há- lendisumferð og er það gert í sam- ræmi viö þingsályktun sem sam- þykkt var síðasta vor um akstur utan vega. Flutningsmaður hennar var Hjörleifur Guttormsson en hann er einnig formaður nefndar- innar en hún var skipðuð af dóms- málaráðherra í ágúst. Hann sagði að vissulega hefðu komið upp hug- myndir um að takmarka umferð töluvert. Hann neitaði því þó að nokkrar áætlanir væru um að loka hálendinu algerlega en samkvæmt heimildum DV hafa komiö upp hugmyndir um harkalegar aðgerð- ir innan nefndarinnar. Hjörleifur sagði að hlutverk nefndarinnar væri að fara yfir þau lög og reglugerðir sem um akstur utan vega fjaila. Friðrik Halldórsson, formaður Ferðaklúbbsins 4X4, sagði að þeir hjá feröaklúbbnum hefðu miklar áhyggjur af þeim takmörkunum sem þeim virtist að ætti að koma á með þessu frumvarpi. Hann sagðist ekki sjá betur en að það ætti að taka fyrir allar ferðir á ákveðnum tímum ársins eða frá 16. apríl til 24. júní. „Við viljum meina að það aö setja einhver boö og bönn sé ekki endi- lega lausnin. Þaö er eftirlitið sem hefur eitthvað að segja og svo einn- ig áróðurinn. Það eru nú þegar strangar umferðarreglur sem er ekki framfylgt nema eftirlit komi til,“ sagði Friörik. Hann sagöi að það væri ljóst að þeir í klúbbnum væru á móti boð- um og bönnum sem tækju ekki til- lit til þess að ástand hálendisins væri mismunandi. Hann sagði að ágæt reynsla væri af því að loka hálendinu í ákveðinn tíma að frum- kvæði Vegagerðarinnar. Þá tók hann fram að nú þegar væri bann- að með lögum að keyra utan vega og það þyrfti ekki að setja neitt skýrari lög um það, aðeins að fram- fylgja þeim betur. Þeir feröaklúbbar, sem stunda hálendisferðir, hafa skipað nefnd tii að fylgjast með þessari lagasetn- ingu. -SMJ Gæsluvarðhald til 22. febrúar: Tekinn á stolnum bíl Maður, sem tekinn var á stolnum bíl á laugardagsmorgun, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. febrúar á næsta ári. Maðurinn hefur margoft áður komið við sögu lögregl- unnar og mun vera um svokallaða síbrotagæslu að ræða. Bílnum, sem maðurinn var á, var stolið úr bækistöð Reykjavíkurhafn- ar við Hólmaslóð. Þaðan var einnig fjórum handtalstöðvum stolið um helgina. Máðurinn hefur ekki játað bílstuldinn þrátt fyrir aö hann hafl verið stöðvaður á bflnum. Hann hef- ur borið því við að hann hafi verið aö aka fyrir aðra. Tveir farþegar voru með honum í bílnum. Gæslu- varðhaldsúrskurðar var ekki krafist yfir farþegunum. Á sama tíma og var brotist inn hjá Reykjavíkurhöfn var framiö innbrot í Hafnarböðin á Grandagarði. Þaðan var vindlingum, sælgæti og skaf- miðum stolið. .sme
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.