Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 4
4 MÁNUDÁGUR 12. DESEMBER 1988. Fréttir Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir í Arbæ: Ég harma hvernig staðið hef ur verið að þessu „Þetta breytir því ekki að okkar skoðun er að Árbæjaraðferðin, sem er þá ekki Árbæjaraðferð eins og búið er að lýsa og náðist munnlegt samkomulag um, er aö okkar mati besta aðferðin og við munum berj- ast fyrir að sú aðferð veröi við- höfð,“ sagði Gunnar Ingi Gunnars- son, yfirlæknir í Heilsugæslustöð- inni í Árbæ. Gunnar Ingi og stjóm Félags ís- lenskra heimilislækna hafa barist fyrir því aö Árbæjaraðferðin verði viðhöið viö rannsóknir á reikn- ingsgerðum lækna. Þeir hafa hald- ið fram að þeirri aðferð hafi verið beitt við rannsókn á Heilsugæslu- stöðinni í Árbæ. DV hefur eftir traustum heimildum aö svo hafi ekki verið. Þegar sú vissa var borin undir Gunnar Inga Gunnarsson sagði hann: „Þetta hef ég ekki heyrt fyrr. Ég ætla aö leita staðfestingar og ef rétt reynist þá kemur það mér mjög mikið á óvart.“ Gunnar Ingi hafði samband við DV skömmu síð- ar og staðfesti að rétt væri að Ár- bæjaraðferðin hafi aidrei verið reynd. „Það kom rannsóknarlögreglu- maður á stofuna til min. Við gerð- um með okkur samkomulag um aö staðið yrði aö rannsókninni eftir Árbæjaraðferðinni. Mér var boðið að vera viðstaddur. Ég taldi það ekki nauðsynlegt og vildi ekki blanda mér inn í mál þess læknis sem til rannsóknar var. Ég treysti þvi fullkomlega að farið yrði eftir þvi samkomulagi sem ég hafði gert við ránnsóknarlögreglumanninn. Það er ekki fyrr en í dag (sunnu- dag) sem ég fæ það staöfest að það var ekki staðið að þessu samkvæmt því samkomulagi sem gert hafði verið. Þaö er mikið áfail fyrir mig að verða vitni að þessu. Ég harma það mjög - og harma að ekki skuli vera hægt að treystá þvi sem fór fram á milli mín og rannsóknarlög- reglumannsins. Það er ljóst nú aö þaö var læknir með í rannsókninni og hann fór í gögnin ásamt þeim lækni sem sætti rannsókninni. Þetta er hlutur sem ég hafði ekki hugmynd um. Við sem erum í stjórn Félags íslenskra heimilis- lækna vissum ekki betur en sam- komulagið, sem ég gerði við RLR, hefði verið reynt í Árbæ. Við viss- um ekki betur. Ég geri mér ekki ljóst í þessu samtali hver eftirmáli þessara nýju fregna getur orðið. Það er mikið áfall að frétta þetta Gúnnar Ingi Gunnarsson. núna og ég mun taka þetta upp á stjómarfundi sem haldinn verður i stjórn Félags islenskra heimilis- lækna á mánudag (i dag).“ - Rannsóknarlögreglan hefur þá gengið á bak þessu samkomulagi sem gert var viö þig? „Já, það er mikið áfall. Ég hef lagt mikla vinnu í að svona verði ekki gert. Þetta breytir engu um það sem í gangi er nú fy rir dómstól- um. Það er stórmerkilegt að fá að frétta þetta núna. Ég harma hvern- ig Rannsóknarlögreglan hefur staðið að málum. Á stjórnarfundi hjá okkur verður tekin afstaða til hlutdeildar læknisins sem vánn að rannsókninni," sagði Gunnar Ingi Gunnarsson, stjómarmaður í Fé- lagi íslenskra heimilislækna og yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinn- ariÁrbæ. -sme Læknamálin taka á sig nýja mynd: Árbæjaraðferðin aldrei verið til - utanaðkomandi læknir sá sjúkraskrámar Árbæjaraðferöin svokallaða, sem stjóm Félags íslenskra heimilis- lækna mælir meö að beitt verði við rannsóknir á reikningsgerðum lækna, hefur aldrei veriö farin og því hefur málflutningur þeirra sem sagt hafa að þeirri aðferð hafi verið beitt við rannsóknir í Árbæ verið rangur. Þetta hefúr DV eftir mjög áreiðanleg- um heimildum. Stjórnarmenn í stjórn Félags ís- lenskra heimilislækna hafa sagt og haldið fram á opinberum vettvangi aö Árbæjaraðferðin hafi verið notuð með góðum árangri við rannsóknir í Heilsugæslustöðinni í Árbæ fyrr á þessu ári. Heimilislæknar hafa rökstutt mál sitt með því að sú aðferð hafi að fullu dugað rannsóknaraðilum - og með henni hafi tekist að komast hjá brot- um á ákvæðum læknalaga og á siða- reglum lækna. Nú hefur komið í ljós að aðferðinni var aldrei beitt. Stjórn Félags íslenskra heimilislækna fund- ar um þessa staðreynd í dag. Hver er munurinn á Árbæjarað- ferðinni, sem læknar leggja sem mesta áherslu á að notuð verði, og þeirri aðferð sem Ríkisendurskoðun hefur notað við rannsóknir til þessa. Með Árbæjaraðferðinni sér aðeins sá læknir, sem sætir rannsókn hverju sinni, sjúkraskrár sinna sjúklinga. í þeirri aðferð, sem Ríkis- endurskoðun hefur notast við, sér læknir, sem er á vegum rannsóknar- aöilanna, skrárnar. Þar sem Árbæj- araðferðin hefur aldrei veriö farin - og er reyndar ekki til eins og heimil- islæknar hafa haldið fram - er sýnt að læknamálin taka nú á sig nýja mynd. Félag íslenskra heimilislækna hyggur á aðgerðir vegna þessarar staðreyndar. Þeir telja að rann- sóknaraðilar hafi brotið áður gert samkomulag. Stjórn Félags íslenskra heimilis- lækna, landlæknir og fleiri hafa lagt mikla áherslu á að við rannsóknir á reikningsgerðum lækna verði Ár- bæjaraöferöinni beitt. Nú hefur kom- ið fram, eins og fyrr segir, að slíkt hefur aldrei verið gert. Einn viðmæl- enda DV fullyrti að sú aðferð væri með öllu ófær og hefði enga þýðingu þar sem viðkomandi læknir, það er sá grunaði í rannsókninni, ætti með þeirri aðferð mjög gott með að breiða yfir svik sín. Á borgarafundi, sem heilsugæslu- læknirinn í Grindavík, Kristmundur Ásmundsson, boðaði til, lögðu frum- mælendur áherslu á að ekki kæmi til greina að leyfa rannsókn á reikn- ingsgerðum - nema Árbæjaraðferð- inni yrði beitt. -sme í dag mælir Dagfari______________ Löggan lömuð Lögregluliðið í Reykjavík hefur gefiö út skýrslu og upplýst undir- heimana um ástandið á löggustöð- inni. Þar er allt á hverfanda hveh, bílarnir úr sér gengnir, símaborðið ónýtt og lögreglumenninrir sjálfir hættir að vinna eftirvinnu. Löggilt gamalmenni eru dubbuð upp í ein- kennisbúninga og úthveríin eru eftirlitslaus allt frá Gróttu og upp í Hvalfjörð. Segja má að lögreglan sé eins og vængbrotinn fugl og megi sín einskis þegar á henni þarf að halda. Þetta eru nú aldeilis upplýsingar fyrir glæponana. Nú er hægðar- leikur fyrir þá að fletta upp í skýrsl- unni og ákveða svo i framhaldinu hvar best sé að brjótast inn eða drýgja sín afbrot með hliðsjón af því hvar löggan er veikust fyrir. Úthverfin liggja þar best við höggi enda segir lögreglan sjálf svo frá að þeir bæjarhlutar séu eftirlits- lausir. Þetta þýðir líka að nú geta karlarnir í úthverfunum lamið kerlingarnar sínar og hagað sér eins og bestíur án þess að hafa áhyggjur af því að hringt sé í lögg- una. I fyrsta lagi mun enginn svara á stöðinni því símakerfíð er bilað. í öðru lagi kæmist löggan ekki á staðinn vegna þess aö bílar eru ekki tiltækir og strætó gengur ekki á nóttunni. í þriðja lagi eru lög- reglumenn farnir heim eftir klukk- an fimm því þeim er bannað að vinna eftirvinnu. Ef svo kynni að fara að eitthvert fórnardýr eða jafnvel gangsterarnir sjálfir dyttu inn á lögreglustöðina til að segja sínar farir ekki sléttar mæta þeir ellilífeyrisþegum í lögreglubúning- um sem þar eru hafðir upp á punt. Ef sú þróun heldur áfram að kerf- ið hættir að endurnýja í lögreglu- liðinu en notar uppgjafalögreglu- menn í afleysingum kemur auðvit- að að því áður en langt um líður að ríkið getur selt lögreglustöðina og flutt bækistöðvar sínar inn á dvalarheimili. Sú lausn er miklu ódýrari og hagkvæmari og þá er hægt að binda útköll lögreglunnar við heimsóknartíma á elliheimil- inu. Fíkniefnabransinn hlýtur einnig að taka þessari skýrslu fagnandi. Nú er bara að bíða fram yfir dag- vinnu lögreglunnar og fara svo af stað þegar fíkniefnalögreglan hefur stimplað sig út vegna þess að það er búið að setja á hana eftirvinnu- bann eins og reyndar lögregluliöiö allt. Svo framarlega sem afbrota- mennirnir hafa vit á því að draga afbrot sín fram yfir dagvinnu ætti þeim að vera óhætt. Löggan er kominn heim til sín og verður ekki kölluö út aftur þótt himinn og jörð séu að farast. Ef lögreglan hefur ekki efni á því lengur að endurnýja bílaflotann kemur sennilega að því aö lögregl- an ferðast fótgangandi enda aka lögreglumenn ekki um á ónýtum eða gömlum bílum öðru vísi en að eiga það á hættu að bíllinn bili í miöjum eltingaleik við ökufanta eða innbrotsþjófa sem staðnir eru að verki. Ráðið við þessu er að góö- viljaðir borgarar taki lögreglu- mennina upp í og leyfi þeim að fá far. Með öðrum orðum að löggan fari á puttanum út í úthverfin og leysi þannig mikiö og stórt fjár- hagsdæmi fyrir ríkissjóð sem ekki hefur efni á því að halda úti lög- regluliði. Annars er ekkert svo illt að ekki boði nokkuð gott. Ef lögreglan sinnir ekki útköllum og annar ekki afbrotum leiðir það óhjákvæmilega til þess að færri skýrslur verða gefnar um afbrot og lögbrot. Sem aftur þýðir að samkvæmt opin- berum skýrslum mun refsiverðum verknuðum og lögreglumálum snarfækka og íslendingar geta stát- að af löghlýðinni og reglusamri þjóð. Hingað munu verða sendar nefndir frá öðrum þjóðum til að rannsaka og dást að okkur fyrir góða hegðan og þá munum við geta bent þeim á að með fækkun í lög- regluliði og með því að draga sam- an í herkostnaði hennar fækkar afbrotum sjálfkrafa. Með öðrum orðum: það er lögreglunni að kenna en ekki glæponunum að lög- brotin eru eins mörg og af er látið. Þaö er sama hvernig á þetta mál er litið. Ríkið sparar með því að fækka löggum sem er liður í niður- skurði hins opinbera. Gamlingjar fá starf við sitt hæfi sem er liður í ellimálastarfi líknarfélaga. Opin- berum afbrotum fækkar sem er lið- ur í kynningarstarfi á þjóðinni, og glæponar fá aukið svigrúm til af- brotanna sem er liður í endur- hæfingu þeirra og auðveldar starf- ið í Vernd. Dagfari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.