Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 16
16 Spumingin Hvað reiknarðu með að eyða miklu í jólagjafir? Hafþór Harðarson ofngæslumaður: Svona um það bil 100 þúsund krón- ur, þaö er svipað og í fyrra. Sigursteinn Másson afgreiðslumað- ur: 10 þúsund krónum. Það er heldur minna en í fyrra. Vilborg Sverrisdóttir húsmóðir: Svona rúmlega 20 þúsund krónum sem er meira en í fyrra. Gunnar Lúðvíksson skipstjóri: Mað- ur ákveöur það ekki neitt heldur kaupir bara það sem hvern og einn vantar, innan skynsamlegra marka auðvitað. Guðríður Sigurðardóttir nemi: Kannski 10 þúsund krónum. Þaö er miklu minna en í fyrra. Kjartan Helgason garðyrkjubóndi: 80 þúsund krónum býst ég við. Það er svipað og í fyrra. Lesendur MÁNÚDAGUR 12. DESEMBER 1988. DV Dritvík, Aðalvík - og Reykjavík Björgvin Valur Guðmundsson, Stöðvarfirði, skrifar: „Það er einfaldlega mörg Dritvíkin eða Aðalvíkin, ef að er gáð," eru síð- ustu orðin sem velta út úr Hjalta i símtalinu við lesendasíöu DV hinn 30. nóv. sl., og birtast undir fyrir- sögninni „Að leggja niður byggðar- lag“. - Við þau mætti bæta; - „en aðeins ein Reykjavík“ - og að mínu mati er það einni slíkri vík of margt. Hjalta finnst það ekki mikið mál að leggja niður nokkur byggðalög, einfaldlega vegna þess, að við höfum ekki efni á þeim lengur! - eða hvaö? Hann Hjalti hlýtur annað hvort aö vera að grínast eða þá að hann lifir og hrærist í vernduðu umhveríl. Hvernig er það; er ekki sjávarútvegur undirstaða efnahagskerfis þessarar þjóðar? Þótt mörg fiskvinnslufyrir- tæki séu á hausnum þá hafa þau und- anfarin ár skilað miklum tekjum í þjóðarbúið og geta haldið því áfram ef menn haga sér eins og þær vits- munaverur sem látið er af að þeir séu. Það fólk sem heldur að íslendingar lifi á því aö selja hver öðrum þjón- ustu verður að gera sér grein fyrir að svo er ekki. Um árabil hafa litlu plássin í kringum landið séð fyrir Reykjavík, sem hefur svo eytt því sem fyrir fiskinn fæst og af svo mik- ili atorku að nú er íslenska þjóðin orðin blönk. Ég og sjálfsagt margir aðrir vita að enginn getur eytt meiru en hann afl- ar en því miður virðast stjórnvöld og þeir aðilar sem peningavöldin hafa ekki gera sér grein fyrir þessu. - Allar tekjurnar sem t.d. loðnuflot- inn bar í bú birtust svo í gluggum verslana í formi leikfanga. - Við fluttum inn svo mikið af nýjum bíl- um að Bifreiðaeftirlitið var lagt niður vegna vinnu- og aðstöðuálags. Nei, Hjalti minn, íslendingar hafa ekki efni á að halda uppi neinni Reykjavík, sem verkar eins og blóð- suga á þessa þjóð, því þar þrífast þeir sem kalla sig frjálshyggjumenn. En það eru þeir sem græða á inn- flutningi og verslun og þaö eru þeir sem eru búnir að koma landinu á hausinn - en það eru ekki þeir sem framleiða fyrir útflutning. Nú gengur orðatiltæki hér austur á landifjöllunum hærra og er svona: „Eina von íslands er Suðurlands- skjálftinn“! í jóla- skapi með Stjörnunni Húsmóðir hringdi: Mig langar til aö lýsa ánægju minni með þátt á Stjömunni seinni hluta dags sl. sumiudag (4. des.). Þá var Bjami Dagur Jóns- son með létta og fallega jólatón- list og ræddi við hlustendur á lif- andi og skemmtilegan hátt. - Mér finnst Bjarni Dagur vera einn besti útvarpsmaðurinn þessa stundina. Þennan eftirmiðdag lék hann jólatónlist sem ekki hefur heyrst áður hér svo ég viti. Jólabakstur- inn og heimaverkin gengu mun betur undir þessum áheyrilega þætti. - Nú skilst mér að Bjarni verði með svona þætti næstu sunnudaga og ég hvet fólk (þ.á m. húsmæöur sem em að und- irbúa eitt og annaö fyrir jólin) til að leggja við hlustir og kannski verða margir sammála mér. Enginn þekkti Hopkins S.P. skrifar: Ég sá einhvers staðar í blaði um- mæli kvikmyndaleikarans Anthony Hopkins um ísland og íslendinga. Þau ummæli em ekki okkur til frægðar ef hann lætur þau víðar uppi. Hann kom hingað til íslands fyrir nokkrum árum að sögn og dvaldi hér nokkra daga til að skoða sig um. „En það voru nöturlegir dagarsagði leikarinn, „veðrið vont og ennfremur svo dimmt að hann gat aldrei séð sig neitt um.“ Hann sagðist hafa búið á hóteli, sem hann mundi nú ekki eftir hvað hét, en þar hefði verið múgur og margmenni og sagðist hann aldrei hafa séö eins margt drukkið fólk saman komið og á því hóteli. Þegar hann var spurður hvort ís- lendingar heföu borið kennsl á hann, frægan leikarann, svaraði hann því til að þeir hefðu áreiðanlega verið of fullir til þess! Þessi og þvílík um- mæli þykja mér ekki góð og má varla á milli sjá hvort Greenpeace gerir okkur meiri skaða með sinni herferð eða lýsingar frægra manna af landi okkar ef þær eru margar í þessa átt- ina - þótt sannar séu. Höfuðborgin, Reykjavík, á ekki alla samúð bréfritara ef rétt er skilið. Pólitísk andúð á RUV? Erna skrifar: Varðandi þá umræðu sem á sér stað vegna fjárhagsvandræða Rík- isútvarpsins vil ég taka undir það álit sem menntamálaráðherra lét uppi í frétt í DV fyrir stuttu. Þar sagði hann m.a.: „Þaö hefur verið pólitísk andúð á Ríkisútvarpinu til þessa í kerfmu". Þarna hittir ráðherrann naglann á höfuðið en kannski með örlítið annarri meiningu en ég álít að hann geri með orðalagi sínu. Ég skal að vísu taka undir orð hans um að í kerflnu hafi a.m.k. sumir ekki verið ýkja hliðhollir RÚV pól- itískt séð. - En andúðin á Ríkisút- varpinu hefur náð l^ngt út fyrir raðir kerfisins. Hún beinist einnig að því frá hinum almenna skatt- greiðanda sem er mjög andvígur því að „veröa“ að greiða afnota- gjald til RÚV þótt hann ekki vilji þjónustu þess, nema kannski aö hálfu leyti, - sumir enga. Hér á ég viö að það eru mjög margir sem segja sem svo; ja, ég vil halda útvarpinu (hljóðvarpi) en ekki greiða fyrir sjónvarpið frá RÚV. Aðrir segja; ja, ég vil bara greiða fyrir afnot af sjónvarpi en ekki útvarpinu, þaö eru komnar aðrar stöðvar sem ég hlusta frekar á. - Og svo eru enn aðrir sem vilja hvorugt nota eða þá bara gömlu gufuna, en ekkert annað. Það er þessi þvingun á gjald- skyldu sem magnar andúðina á Rískisútvarpinu, kannski umfram margt annað. Fólki finnst að Rikis- útvarpið geti boðið því að velja og hafna, alla vega á milli sjónvarps og hljóðvarps, þótt ekki sé farið út í nánari skilgreiningu. - Og þetta er réttlát beiðni sem verður að taka til greina. Óstjórn hjá RÚV K.P. skrifar: Ef það er rétt sem maður heyrir i sambandi við rekstur Ríkisút- varpsins að í athugasemdum Rík- isendurskoðunar komi fram að starfsmanni frá ráðgjafarþjón- ustufyrirtæki hafi veriö greiddar 3 milljónir króna í laun á síðasta ári, sem gera um 250 þúsund á mánuði, þá er ekki furða þótt Ríkisútvarpið sé á barmi gjald- þrots. Svör frá Ríkisútvarpinu við þessu, að ástæðan sé að illa hafi gengið aö fá fólk með sérþekk- ingu á „þessu sviði“ til stofnunar- innar, eru svo gjörsamlega út í hött að manni er spurn hvort hjá stofnuninni séu hreinir hálfvitar í forsvari. Ég hélt að til utvarps- ins væri hreinlega ekki ráðið fólk nema með einhverja sérþekk- ingu, hver á sínu sviði, þar þyrfti ekki aö fá aðkeypta sérþekkingu úti í bæ á tímakaupi heilt ár í einu! Síðan er í athugasemdum Ríkis- endurskoöunar tekiö fram að stofnunin hafi, án heimildar, ráö- ið 1 65 stöður! Og svar RÚV? Jú, einfalt og gott; aukin umsvif leiddu einfaldlega til þess aö fjölga varð starfsfólki, þótt ekki fengjustformlegar heimildirfyrir því. - Hver hefur beðið um þessi auknu umsvif? - Ekki ég. Hefur þú, lesandi góður, beðiö um þessi auknu umsvif? Mótmælum harðlega Sverrir Bjarnason hringdi: Það er verið að ræða núna að hækka afnotagjöld Ríkisútvarpsins verulega vegna gjaldþrotastöðu stofnunarinnar, sem hún er sögð vera í. Ég skora á fólk, sem þegar greiðir fyrir afnot ríkissjónvarps og útvarps, að láta heyra í sér svo tekið sé eftir ef það vill ekki greiða meira til þessa ríkisfyrirtækis en það þegar gerir. Ríkisútvarpið er sagt skulda um hálfan milljarð króna og eiga í erf- iðleikum með að standa í skilum. Það er engin lausn að hækka sífellt afnotagjöldin fyrir stofnun sem er jafnt á hausnum þótt hún fái hverja hækkunina á fætur annarri. Eða halda menn að ef RÚV fengi núna myndarlega hækkun muni stofn- unin bjargast hér eftir? Ég tel að svo muni ekki verða og því trúir varla nokkur. Og nú hefur verið skipuð nefnd til að leita lausnar á þessum vanda RÚV og er hún að skila frá sér nið- urstöðum sínum þessa dagana. Og hverjir sitja í þessari nefnd? Meiri- hlutinn er starfsmenn Ríkisút- varpsins sjálfs eða fyrrverandi starfsmenn (þ.á.m. einn útvarpsr- áðsmaður sem er einnig þingmað- ur). Það er liðin tíð aö hægt sé að ráðskast með landsmenn á sama hátt og áður var. Nú eru menn orðnir upplýstir og láta ekki traðka á sér þótt ráðherrar haldi að svo sé hægt eins og menntamálaráð- herra hefur nú í hyggju með hækk- un afnotagjalda. - Ég skora á les- endur aö láta til sín heyra. Sjónvarp er ekki öryggistæki Magnús Pétursson hringdi: Ég vil koma því á framfæri vegna hinnar fyrirhuguðu hækkunar á afnotagjöldum Ríkisútvarpsins að það er ekki lengur réttlætanlegt að kreíjast afnotagjalda fyrir þessa tvo fiölmiðla saman. Sjónvarpiö er ekki og hefur aldrei verið neitt ör- yggistæki - eins og kannski er hægt að flokka hljóðvarp ríkisins undir. Ég segi kannski, því nú er það ekki einu sinni víst að svo sé lengur því hér hefur allt gjörbreyst með tilkomu annarra útvarps- stöðva. Ég er hér með að segja að nú á að nota tækifærið og aðskilja að fullu rekstur hljóðvarps og sjón- varps og einnig að aöskilja rekstur gömlu útvarpsstöðvarinnar frá Rás 2 og sjónvarpinu. Ég tel að þessi tvö síðasttöldu fyrirtæki eigi ekki að reka á vegum rikisins. Aðeins gamla stöðin verði rekin meö af- notagjaldi og þá verði það innheimt með nefskatti. Sjónvarpið á að reka meö mynd- lyklum sem verða seldir sérstak- lega eins og gerist hjá Stöð 2. - Það er ekki ósk almennings að inn- heimta afnotagjald lengur fyrir sameiginlegt útvarp og sjónvarp á vegum hins opinbera. - Aðskiljið því innheimtu fyrir sjónvarp og hljóðvarp sem allra fyrst. Það er mannréttindabrot að mega ekki eiga sjónvarpstæki nema þurfa að greiða af því til ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.