Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Side 18
18 MÁNUDAGUR 12. ÐESEMBER 1988: Meiming________________ dv Gitler, Hitler og Helgi Bræðurnir Illugi og Hrai'n Jökuls- synir hafa skrifað bók um íslenskan nasisma. Bókin telur einar 400 blað- síður og rekur sögu þeirra íslensku manna er litu á Hitler sem mann- kynsfrelsara af betri sortinni. Þaö verður að segjast eins og er að nasistar urðu ekki stór hópur eða áhrifamikill í íslensku þjóðlífi. Nas- istar störfuðu í flokki árin 1933 til 1938. Á þessum skamma tíma náöi flokkurinn bæöi að klofna og sofna um hríö. Það má spyrja sig hvers vegna saga fámennrar þjóðmála- hreyfingar öðlist þá upphefð að fá skrifaða sögu sína, tæpum 50 árum eftir andlátið. Kommúnistaflokkur- inn og íslenskir kommúnistar á millistríðsárunum hafa enn ekki fengið álíka bók og „íslenskir nas- istar" og þó voru áhrif og fylgi kommúnista langtum meiri. Svar við spurningunni hlýtur aö vera eitt- hvað í þá áttina að nasisminn og Hitler, þetta tvennt er órjúfanlega tengt, sé hvort tveggja í senn óskilj- aniegur og hræðilegur veruleiki. Einmitt Vegna þess að hugmynda- fræði á borð við hina nasísku náði slíkri íjöldahylli meöal þjóða, sem taldar eru siðmenntaðar, eru menn knúnir til stöðugrar viðleitni til að skitja þá mótsögn. Viðleitnin nær einnig til íslands þar sem Hitlers- menn voru þó ekki annað en fámenn- ur hópur sundurlausra ungra karl- manna. Nutu samúðar sjálfstæðis- manna í bók bræðranna segir frá stofnun Þjóðernishreyfingar Islendinga, en forsprakkinn var Gísli Sigurbjörns- son sem er einatt kenndur við elli- heimilið Grund í Reykjavík. Höfund- amir leiða sterk rök fyrir því að Gísli hafi verið staddur í Þýskalandi þegar Hitler komst til valda veturinn 1933. Gísli tók þýska foringjann sér til fyri- myndar og vorið 1933 gekkst hann fyrir stofnun flokks um stefnu og hugmyndafræði nasista. Um sama leyti fékk hann viöumefnið Gitler. Gitler og Hitler nutu samúðar margra sjálfstæðismanna á þessum tíma. Meðal annars sagði Jón Þor- láksson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, að í Þjóðernishreyfingunni væri að finna „unga menn með hreinar hugsanir". í bæjarstjórnarkosning- unum í Reykjavík 1934 gerðu Sjálf- stæðisflokkur og Þjóðernishreyfing- in með sér kosningabandalag. Gegn „Sæll Gitler!" því að fá tvo menn á lista Sjálfstæðis- flokksins fóru Gísli og Þjóðernis- hreyfinginn ekki í framboö. Bandalag Gísla við Jón Þorláksson og félaga leiddi til klofnings Þjóðern- ishreyfingar íslendinga, sem þó var ekki nema eins árs. Helgi S. Jónsson tók við forystuhlutverkinu í Flokki þjóðernissinna á íslandi, eins og klofningsdeildin var skírð. Gísli ein- angraðist og fylgdu nasistar svotil allir Helga að málum. Helgi var í for- ystu flokksins þau fáu ár sem hánn átti eftir ólifað. Illugi og Hrafn segja flokkinn deyja drottni sínum árið 1938. Mannbótarhugmyndir Eiðs Það er aðeins um helmingur bókar- innar er tjallar um stjómmálaflokka nasista á íslandi. Forvitnilegustu kaflarnir taka til manna og málefna sem ekki endilega koma flokkunum beint við. Undir kaflaheitinu „Úrþvætti, fá- bjánar og skækjur" er sagt frá Eiöi Bókmenntir Páll Vilhjálmsson S. Kvaran og mannkynbótahug- myndum hans. Mannkynbætur em ein þeirra gervivísinda sem nasistar tóku upp á sína arma. Mannkyn- bætur voru af tvennum toga, annars vegar svokallaðar jákvæðar kyn- bætur þar sem ræktaður er .ihreinn stofn" yfirburðamanna, hins vegar neikvæðar mannkynbætur sem fólu í sér vönun eða rétta og slétta útrým- ingu á undirmálsfólki. í þýska tíma- ritinu Der Spiegel (nr. 40/1988) er fyr- ir stuttu fjallað um þrjár nýjar bæk- ur um mannkynbætur nasista. Þar segir að bókunum komi saman um að læknar og vísindamenn, sem lögöu lag sitt viö mannkynbótafræði, hafi í upphafi iðulega gert það af hugsjónaástæðum. Margir urðu á endanum ómanneskjulegir pyntarar og morðingjar sem gerðu kvalafullar tilraunir með lifandi börn og full- orðna í fangabúðum nasista. Eiður S. Kvaran varð ekki morð- ingi. Hann hafði þó allar forsendur til þess, trúði á yfirburði hins germ- anska kynstofns og fyrirleit aum- ingja á borð við verkalýðsskrílinn og júðana. Eiður lærði mannkyn- bótafræði í Þýskalandi og kynnti þessi vísindi fyrir íslendingum. Þó að ekki yrði Éiði ýkja ágengt hér á landi voru þeir nokkrir sem gleyptu blekkinguna hráa. í bókinni er til- fært nöturlegt dæmi af Agnari Ko- foed-Hansen, flugmálastjóra og lög- reglustjóra í Reykjavík, sem lagði trúnað á þá firru að glæpir gangi að erfðum. Ágnar meðtók boðskapinn í námsferð til Þýskalands á dögum Hitlers og Himmlers og í viðtalsbók frá árinu 1981 stendur hann fast á þeirri skoðun að „ísköld vísindi" sanna að bam erfi glæpahneigö af foður sínum. íslenskir striðsglæpamenn Tveir af þrem síðustu köílum bók- arinnar segja frá tveim íslendingum sem gengu til liðs við þýska nasista í Noregi og Danmörku. Ánnar þeirra var Björn, sonur Sveins Bjömssonar, forseta íslands, og hinn hét Ólafur Pétursson. Björn gekk í SS-sveitir Þjóðverja í Danmörku en framdi ekki önnur voðaverk en þau að útbreiða nasísk- an áróður í danska útvarpinu og í dönskum dagblöðum. Þegar Björn komst undir manna hendur í stríðs- lok fengu íslensk yfirvöld hann lausan, eins og Illugi og Hrafn greina frá. Ólafur Pétursson vann í tvö ár fyr- ir leyniþjónustu þýska hersins, Ab- wehr, í Noregi. Á vegum Abwehrs stundaði Ólafur sömu iðju og annar af tveim þekktustu stríðsglæpa- mönnum Norömanna, Henry Rinn- an. Ólafur kom sér vel við Norðmenn sem þóttu líklegir til að starfa í and- spymuhreyfingunni. Ólafur lést hafa samúð með andspymunni gegn Þjóð- veijum og fékk þannig upplýsingar sem hann kom jafnóðum til Þjóð- veija. Ólafur var dæmdur til 20 ára þrælkunarvinnu árið 1947 í Noregi fyrir að vera valdur að dauða tíu NOTðmanna. íslenska ríkisstjórnin knúði á um að fá Ólaf framseldan til íslands. í bókinni er skilmerkilega rakiö hvernig á því stóð að Norðmenn féll- ust á að reka Ólaf úr landi, í stað þess. að láta hann taka út sína refs- ingu. Það er kyndugt hve mikið kapp íslensk stjórnvöld lögðu á að fá Ólaf til íslands. Höfundar hallast helst að að ástæðan hafi verið þjóðrembingur kotungsþjóðar með nýfengið sjálf- stæði. Það er vart hægt að meta skýr- ingar sem vísa á þjóðarsál, en kannski duga þær meðan aðrar betri finnast ekki. Fátæklegar heimildatilvísanir Bókin íslenskir nasistar er lipur- lega skrifuð. Höfuhdar nota reynslu sína af blaðamennsku og sviðsetja atburði til að gera þá eftirminnilegri. Einnig er víða brugðið á það ráö að segja söguna út frá einstökum þátt- takendum. Þetta gerir bókina líflega og læsilega. Ókostur við bókina er að tilvísanir til heimilda em fáar og ófullnægj- andi. Til dæmis er vísað til bókar um danska ríkisútvarpið eftir Leif Ahm (á bls. 333) án þess að segja frá titli bókar eða útgáfuári. Heimildaskrá er engin og rýrir það verulega gildi bókarinnar. Þegar skrifuð er sagn- fræði, sem á að standa undir nafni, verður að gefa lesandanum kost á að meta þær heimildir sem notaðar em við verkið. Sums staðar má ráða af samhengi hvaðan heimild er fengin og stund- um er sagt frá munnlegum heimild- um í megintexta. í formála segjast höfundar leita fanga í ritgerð Ásgeirs Guðmundssonar sagnfræðings um sögu nasista en hvergi kemur fram hve mikið er sótt til ritgerðar Ás- geirs. Á blaðsíðu 214 er sagt frá „hin- um ítarlegu rannsóknum dr. Þórs Whiteheads" án þess að lesandi sé nokkru nær hvort eða hvar niður- stöður rarinsókna Þórs liggja frammi. Sama orðalag er notað á blaðsíðu 272 og þá virðist sennilegt að átt sé við bók Þórs, Stríð fyrir ströndum. Það leikur ekki vafi á að höfundar leituðu víða heimilda við samningu verksins og er mikill fengur í skjöl- um um meðferð stjórnvalda á málum Bjöms forsetasonar og Ólafs Péturs- sonar. Því óskiljanlegri eru fátækleg- ar heimildatilvísanir. Hér er á ferðinni hin eigulegasta bók. Illugi Jökulsson og Hrafn Jökulsson: íslenskir nasistar Tákn, 1988. PV Til eru ljóðaþýðendur sem leitast við; ef svo má að orði komast, að teygja faðm sinn yfir sem flest lönd jarð- kringlunnar og sem flest skeið ver- aldarsögunnar. Jón Óskar verður vart talinn til þeirra þar sem áhugi hans og starf á þessu sviði hefur beinst nær óskipt að skáldskap eins lands og eins tímabils í sögu ljóðlist- arinnar sem er franskur skáldskap- ur frá miðri síðustu öld og fram á þessa. Tryggð hans við þetta tímabil veröur þó ekki réttilega lýst með þeim orðum að hann sé trúr yfir litlu því þetta skeið er eitt hiö frjóasta, fjölbreytilegasta og byltingarkennd- asta í sögu bókmenntanna og hefur einnig gert talsverðan skurk í öðrum löndum. Árið 1963 gaf Jón Óskar út hjá Menningarsjóði bókina Ljóða- þýðingar úr frönsku sem nú er löngu uppseld, en þær þýðingar eru hins vegar meginuppistaðan í nýútko- minni bók hans, Ljóðastund á Signu- bökkum, og hafa verið endurskoðað- ar auk þess sem nýjum þýðingum hefur verið bætt við. Vonandi heldur Menningarsjóður áfram á þeirri braut að gefa út að nýju mörg þau sígildu rit sem komu þar út á árum áður en eru nú uppseld, því vart verður kvartað undan sölutregðu á slíkum ritum eftir reynslunni að dæma, þótt þau rjúki að sjálfsögðu ekki út í heilu lagi á einni jólavertíð. Skáldveisla á Signubökkum Slagsiða á Drukkna skipinu Jón Óskar fylgir þýðingunum úr hlaði með ítarlegum formála þar sem rakin er saga franskrar ljóðlistar á þessu tímabili. Inngangur þessi veitir lesendum góðan fararbeina inn í ljóðheim sem flestum hlýtur að virð- ast nokkuð framandlegur og myrkur enda er hann hinn læsilegasti og með persónulegri blæ en menn eiga að venjast nú á tímum staðlaðrar bók- menntafræði. Frá hennar sjónarhóli mætti hins vegar fetta fingur út í það sérkennilega skipulag að Arthur Rimbaud skuli tekinn fyrir skálda fyrstur og það á undan átrúnaðar- goði sínu, Baudelaire, sem hanri byggði auðvitað á, og eins mætti kannski samhengið milli einstakra skálda og tengsl þeirra við strauma tímans stundum verða ljósara. Þá gæti sitt sýnst hverjum um val ljóð- anna ef til þess er ætlast að safnið gefi heildarmynd af tímabilinu því það vantar t.d. Verlaine, Mallarmé og Valéry. En þýðendur hljóta eðli- lega að láta það einkum ráða vali sínu hvað þeim hentar og telja sig ráða best við að þýða. Þá verður þaö hins vegar að töljast misráðið að byija á ljóðum í bundnu máli eftir þá Gautier, Prudhomme og Baudela- ire því fá skáld gera eins miklar kröf- ur og þessi til valds þýðenda yfir Bókmenntir Kristján Árnason hefðbundnu ljóðmáli, þar sem hjá þeim fer saman upphafið orðalag og klassískur einfaldleiki og fágun í stíl og hrynjandi. Sumar línur eða jafn- vel erindi þó hljóma alls ekki illa í þýðingunni en hrynjandi annarra verður of hnökrótt og orðalagið helst til langsótt sums staðar, svo sem í kvæði Baudelaires um konuna of- urkátu sem hefur „yndi sem skrúð- garðsblettur" (comme un beau pay- sage) og hlær „sem laufblær úr stjarna höll" (comme un vent frais dans un ciel clair) og „skundar skjót- leg frá hörmum/ með skínandi hreystibrag". í stórvirki er og ráðist þar sem er hið mikla kvæði Rimbauds, Drukkna skipið, og ekkert áhlaupaverk að hemja hinar villtu og ofsafengnu sýnir sem sækja að hinu unga skáldi í hrönnum og hneppa þær í settlegt form með stuðlum og rími. Það er auðséð að Jón hefur unnið verkið af mikilli alúð og hvergi slakað á kröf- um um nákvæmni í merkingu en það verður oft talsvert á kostnað krafts, skýrleika og ferskleika. Sum erindin mega teljast vel heppnuð eins og t.d. Ég, sem titrandi heyrði í ftarska hljóða yxná nykra og rymjandi sjávarröst, eilífur vefari óijúfandi ljóða, Evrópu sakna ég með sín virki föst. En víðar er eins og vanti herslumun- inn til að erindin verði eins beitt, kynngimögnuð og áleitin og þau þyrftu að vera. Það auðveldar heldur ekki lesturinn að svo illa hefur tekist til í vinnslu bókarinnar að síður 95 og 96 hafa greinilega víxlast þannig að ráðlegra er að lesa þá síðarnefndu á undan hinni, til að halda kúrsinum, auk þess sem tuttugasta erindið (Qui courais, taché de lunules électriqu- es...) hefur dottið útbyrðis. Þetta er hvimleitt, ekki síst vegna þess hve bókin er að öðru leyti vel úr garöi gerð, en gárungar munu hins vegar segja að þessi mistök séu í samræmi við heiti kvæðisins. Ajgerir nútímamenn í Skipinu drukkna er raunar sem ofurmáttur myndanna sé að sprengja utan af sér hið hefðbundna form enda var þess ekki langt að bíða að Rimbaldur hinn ungi kastaði því fyr- ir róða samkvæmt boðorðinu um að verða „alger nútímamaður" eða „ab- solument moderne" og veitti ímynd- unaraflinu útrás í lausamálsljóðum að dæmi Baudelaires, ef rétt er að nota orðiö „laus“ um meitlaðan og samþjappaðan prósa beggja. Um þýð- ingar Jóns á ljóðmyndum þeirra er allt gott að segja og hefði þeim vel mátt fjölga í stað þess að fækka um eina (Dögun sumarsins) frá fyrri bókinni, en verk eins og Árstíð í víti væri fuíl ástæða til að þýða í heild og sama er að segja um ljóðabálkana eftir Saint-John Perse. Mikill fengur er að ljóðum þeirra ágætu skálda Apollinaires, Paul Eluard og Roberts Desnos á íslensku, og gaman að heyra aðeins í erkidadaistanum Tristani Tzara þótt það sé kannski ekki í samræmi við kenningar stefn- unnar um listina sem stundarfyrir- brigði að ljóð hans skuli þýdd á er- lent mál eftir meira en hálfa öld. Langloka Blaise Cendrars um Síber- íuhraðlestina er hins vegar ekki ein- ungis eins löng og Síbería heldur líka eins flöt og freðmýrarnar austan Úralfjalla og ljóðin eftir Jacques Pré- vert, sem bókinni lýkur með, eru heldur ekki laus við flatneskju enda hefur hún orðið nokkuð tíður fylgi- fiskur nútímamennskunnar. KÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.