Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1988. 21 Fellum gengið - bönnum verkföll Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er gengisfelling, sem mið- ast við að halda hér viðunandi at- vinnustigi, algjörlega óhjákvæmi- leg. Persónulega nægir mér að vísa til blaðagreina dr. Benjamíns Ei- ríkssonar sem hefur komið ákaf- lega sterkt út í umræðunni um efnahagsmál undanfarna mánuði. Hann hefur bent á þróun kaup- gjaldsmála og leiðrétt þá sem hafa andæft hugmyndum um gengis- felhngu á þann hátt að fram hjá þeim staðhæfingum hans verður ekki horft nema stinga haus í sand. Auk þess má benda á að við höf- um sem 250 þúsund manna þjóð ekki efni á þvi að ganga á mann- auðinn með stórfelldu atvinnu- leysi. Við núverandi aðstæður gagnar lítið að deila mikið um ein- staka orsakir þessa vanda, sem við erum í um stund, heldur verðum við að horfa á hann eins og hann er og gera nauðsynlegar ráðstafan- ir hið allra fyrsta. Skylda stjórnarflokkanna Það var mat forystumanna Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks að betra væri að mynda þingræðislega veika ríkisstjórn en halda áfram stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn, eða í fullri alvöru að fá Borgaraflokkinn til samstarfs. Ein höfuðröksemdin fyrir stjóm- arslitum var sú að þingflokkur sjálfstæðismanna og Sjálfstæðis- flokkurinn almennt væri ekki nægilega samtaka um aðgerðir. Það er því skylda stjórnarflokk- anna og ríkisstjómarinnar sérstak- lega að sýna fram á að þau samtök, sem nú hafa verið mynduð um stjórn landsins, séu skilvirkari en þau sem leyst vora upp. Kjaraskerðing er nú þegar orðin staðreynd og atvinnuvandræði eru vaxandi. Eflaust er almennari KjaUarinn Ásmundur Einarsson útgáfustjóri kjaraskerðing einnig óumflýjanleg og staðbundið atvinnuleysi ef til viil líka. Þó er ég persónuiega þeirrar skoðunar að ganga eigi eins langt og mögulegt getur tahst til að varðveita fulla atvinnu. Það er hins vegar ekki á nokkurs manns færi að meta heildarstöð- una án þess að fá fyllri upplýsingar en komiö hafa fram í umræðum til þessa og þar af leiðandi erfitt að tala um aðrar ráðstafanir en geng- isfellingu, þótt sumar blasi við. „Skaðinn er skeður“ Eitt er víst að í vah um atvinnu- stig, sem löngum hefur verið með innbyggðu þenslustigi, yfir marga áratugi litið, hvíhr mikU ábyrgð á aðUum vinnumarkaðarins. í augnabUkinu er gagnrýni á þessa aðUa eins og hvert annað fortiðar- rugl sem ekki er eyðandi tímanum í. Skaðinn er skeður. Það er orðin lenska í stjórnmálum Vesturlanda að hvergi skuli gefið eftir. í þau viðhorf skortir kjarna, annan en þann aö skortur sé hagfræðileg staðreynd og þar með pólitísk. í ljósi þessa eru allar efnahagsleg- ar lausnir slæmar lausnir og því verri í huga fólks sem hagfræðileg- ar lausnir setjast fastar að mönn- um sem trúarbragðaleg sannindi stétta, hópa og einstakUnga. Hér á landi er vaUð milU atvinnu- stigs og launastigs en verðbólga og vextir stjórnast að talsverðu leyti af þessu vali. Við getum ekki fín- stUlt efnahagslíf okkar eins og sós- íahstar vUja í orði kveðnu, nema koma á einræði. Á þessu núll-stigi verðbólgu, sem stjórnvöld segja okkur stödd á, er hins vegar að opnast sá möguleiki að afnema verðbætur, fella gengið, halda raunvöxtum, hætta verðstöðvun, leyfa kjarasamninga, en banna verkfoll, því að launaskrið undan- farinna áratuga sýnir að samnings- staða fólks við fullt atvinnustig er mjög sterk. Það þarf ekki annað en segja að þaö vilji skipta um vinnu- stað og þá er kaupið hækkað. Sama gildir um fjöldauppsagnir. Um aðr- ar ráðstafanir þarf ekki að fjölyrða, póUtíkin getur séð um þær. Allt er þetta þó sagt með þeim fyrirvara að greinarhöfundur hef- ur ekki aðgang að fyrsta flokks efnahagsráðgjafa - en það á forsæt- isráðherra og ríkisstjórnin, dr. Benjamín Eiríkssyni. Ásmundur Einarsson „Hér á landi er valið milli atvinnustigs og launastigs en verðbólga og vextir stjórnast að talsverðu leyti af þessu vali.“ Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra. Benjamin Eríksson hagfræðingur. Forsætisráðherra og ríkisstjórnin eiga aðgang að fyrsta flokks efnahagsráðgjafa, dr. Benjamín Eiríkssyni. Kennari á villigötum? í DV hinn 1. des. sl. birtist grein eftir Kjartan Ágústsson, deildar- stjóra í íslensku við Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Grein Kjartans virðist ætlað að vera svar við kjall- aragrein, sem undirritaður ritaði í sama blaö 22. nóvember sl., og fjall- aði sú grein m.a. um móðurmáls- kennslu í framhaldsskólum bæði fyrr og nú. Svo sem vænfa má erum við Kjartan sammála um sumt, en um annað eru meiningar okkar deild- ar. Hafi ég skiUö grein Kjartans rétt virðist hann hafa eignað sér meira af gagnrýni minni en hann á, ég hef aldrei komið inn í kennslu- stund hjá honum og veit því ekki nákvæmlega hvernig hánn hagar sinni kennslu, ég lýsti aðeins skoð- unum sem ég hef, byggðum á eigin reynslu og á samtölum við fjölda fólks sem er sama sinnis og ég. Þarf að fullnægja kröfum Tvennt var það í móðurmáls- kennslu, sem ég gagnrýndi, kennslubækur sem mér þóttu ekki nógu góðar og er höfundur því sammáia og virðist þykja miður, hitt atriöið var að mér þóttu kröfur um kunnáttu ekki nægar. Kjartan Ágústsson spyr í sinni KjaHarinn Hreinn Erlendsson nemandi við öldungadeild Fjölbrautaskóla Suðurlands grein: „Um hvers konar kunnáttu í íslensku er maðurinn að tala?“ Það kom fram í minni grein, ég var að tala um kunnáttu r íslenskri málfræði, bókmenntum, brag- fræði, íslenskum málsháttum og orðtökum, allt þetta kom fram í téðu greinarkorni mínu og ætti því ekki að þurfa að spyrja. Það er nefnilega ekki nóg að við Kjartan báðir gerum miklar kröfur til okk- ar sjálfra, hann sem kennari og ég sem nemandi, það námsefni sem upp á er boðið þarf að fullnægja þeim kröfum og sá tími sem til námsins er ætlaður þarf einnig að vera nægur. Það eykur ekki við kunnáttu eins eða neins þótt höfundur kalli orð mín dylgjur og rakalausan þvætt- ing. Góð kunnátta í íslensku fæst ekki með slíku orðbragði heldur með mikilli og góðri kennslu og virðingu fyrir móðurmálinu. Það þurfa þeir sem móta málfar þjóðar- innar öðrum fremur að hafa hug- fast, þ.e. uppalendur og fjölmiðla- fólk, af uppalendum hafa kennarar sennilega mest áhrif á málfar, til þeirra er þekkingin sótt og margur virðist telja að þeirra orð hafi allt að því lagagildi. Einlægósk Mér þykir miður að ég skil ekki hvað höfundurinn meinar sums staðar í grein sinni. Hann talar um innibyrgöa sorg í hjarta, leti, sem ég þekki af reynslu, jafnvel minni eigin, hann getur sér til um tilgang minn og að lokum vonar hann að ég hafi fengið hvötum mínum fuh- nægt og óskar mér góðs bata. Ég sé ekki hvað svona lagað kemur kennslu í íslensku við, hins vegar verð ég að gera þá kröfu til hans að hann skýri þessi orð sín á máli sem ég skil, og þannig að ekki þurfi að koma upp misskilningur ókunn- ugra um frammistöðu mína við ís- lenskunám í Fjölbrautaskóla Suð- urlands. í fyrri grein minni var ætlunin að íjalla á hlutlægan hátt um móð- urmálskennslu í framhaldsskól- um. Það var hvorki ætlunin að særa Kjartan Ágútsson deildar- stjóra né neinn annan. Svari hann eða einhver annar þessari grein mun ég því aðeins svara aftur að þar verði fjallað um móðurmáls- kennslu í stað þess að ræða um einstaklinga að stærstum hluta. Ég vil hlusta á umræður um stöðu og framtíð þjóðtungu okkar íslendinga og taka þátt í þeim um- ræðum af brennandi áhuga, ein- stakar persónur koma því máli ekkert við. Það virðist vera einlæg ósk okkar pennavinanna beggja að sem flestir sýni móðurmáh okkar og kennslu þess hfandi áhuga. Þess vegna skrifaði ég minn fyrri grein- arstúf sem deildarstjórinn fór að svara. Um það meginmarkmið ætt- um við að geta sameinast í bróð- erni. Viö ættum aö forðast þau vinnubrögð, sem eru fyrirsögn næsta kjallara fyrir neðan kjallara- grein Kjartans, þar sem sagt er: „skítkast kallar á meira skítkast". Svoddan munnsöfnuður fegrar ekki ástkæra ylhýra máhð, hann eykur engum þroska eðá kunnáttu í flóknu móðurmálsnámi. Hreinn Erlendsson „Það virðist vera einlæg ósk okkar pennavinanna beggja að sem flestir sýni móðurmáli okkar og kennslu þess lifandi áhuga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.