Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1988. Librcsse kvenleguDÖMUBINDIN GÓÐ HUGMYND IMafnspjöfd og Bókalímmiðar ex-ums Persónuleg og skemmtifeg jólagjöf sem kemur á óvart • Bjóðum uppá upphleypta prentun |Thermography) sem er nýjung á íslandi • • Alhliða prentþjónusta • Nánari upplýsingar og pantanir teknar í síma 30630 og 22876 á kvöldin og um helgar LETURprent Síðumúla 22-Sími 30630 □□ NÝJAR SENDINGAR Reykjavíkurvegi 66 - sími 54100. Teg. Scala Litir: svart og hvítt Verð aðeins kr. 66.150, stgr. Teg. Asolo Bæsuð eik Verð kr. 71.200, stgr. Fréttir Netagerð á Hvammstanga: Konurnar standa jaf nfætis körlunum og f á sama kaup Þórhallux Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Það kom manni óneitanlega spánskt fyrir sjónir að sjá viö Hvammstangabraut'skilti á húsi sem á stóð: Netagerð Vestfjarða. Það þyk- ir nefnilega nokkurn veginn klárt mál að Hvammstangi tilheyri Norð- urlandi vestra en ekki Vestfjörðum. Það var því forvitnilegt að líta inn á þennan vinnustað sem' reyndist útiþú frá Netagerð Vestfjarða. Strax og komið var inn úr dyrun- um blöstu við net og aftur net út um allt verkstæðið og fremur lágt er til lofts þarna inni. Það vakti athygli áð þrjár stúlkur hömuðust með net- nálarnar og virtust ekki gefa karl- peningnum neitt eftir. Olgeir Har- aldsson heitir sá sem veitir verk- stæðinu forstöðu nú, í stað Árna Skúlasonar, félaga síns, sem stundar í vetur tækninám syðra. Olgeir, sem er vestan af ísafirði, sagði að tildrög þess að Netagerð Vestíjarða kom upp útibúi á Hvamm- stanga fyrir 4 árum hefðu verið þau að félagi sinn, Árni Skúlason frá Hvammstanga, lærði fyrir vestan. Árni hafði síðan fengið sig í lið með sér og væri það alveg greinilegt að menn væru ekki eins bundnir niður þegar tveir væru við stjórnvölinn. Að staðaldri vinna sex manns í neta- gerðinni og þar af er helmingurinn kvenfólk. „Já, þetta er algjört jafn- rétti hjá okkur. Kvenfólkið hefur reynst okkur mjög vel og við borgum því alveg sama kaup og karlmönnun- Starfsfólk netagerðarinnar, Olgeir annar frá vinstri. DV-mynd Þórhallur um. Það er ekki spurningTað það á það fyllilega skilið.“ - Hver er aðalmarkaður ykkar? „Viðskiptin eru aðallega við inn- íjarðarrækjubátana en einnig við svolítinn hluta af úthafsrækjubátun- um. Við fáumst sem sagt mestmegnis við rækjutroll en þó er aðeins átt við fiskitroll. Svo byrjuðum við í sumar á því að gera við snurvoðina. Þá má geta þess að við erum að gera tilraun með að setja leggpoka á rækjutrolhð. Með þvi móti eiga bátarnir að losna frekar við smásíld, smærri rækju og þorskseiði sem vilja koma í trollið," sagði Olgeir Haraldsson. Unnið við netin. DV-mynd Þórhallur Hveragerði: Verslunarhúsnæði KÁ ger- breytt á 36 klukkustundum nesinga í Hveragerði, KÁ, tók heldur betur stakkaskiptum um mánaða- mótin. Það var gjörbreytt verslun sem var opnuð föstudaginn 2. desem- ber. Húsnæðinu er skipt upp í tvær einingar, söluturn og vörumark- að. Allar innréttingar voru endurnýj- aðar og grænmetistorgi komið fyrir. Breytingarnar voru allar unnar á mjög skömmum tíma eða einum og hálfum sólarhring af snjöllum iönað- armönnum - málurum frá Þorláks- höfn, trésmiðum Jrá Selfossi og raf- virkjum frá KÁ. Starfslið verslunar- innar vann einnig baki brotnu þenn- an tíma. Gólfflötur verslunarinnar með lager er 330 m2 en verslunin sjálf 220 m-. í söluturninum er einnig videoleiga. Verslunarstjóri er Friðrik Karls- son og tók hann við versluninni í október þegar hann og kona hans, Inga Dóra Stefánsdóttir, fluttu heim frá Danmörku. Starfsfólk KÁ í Hveragerði er átta. Folk i Hveragerði er ánægt með breytingarnar á versluninni. DV-mynd SEG SigriðurE. Gunnarsdóttir, DV, Hverageröi: Verslunarhúsnæði Kaupfélags Ár- Inga Dóra og Friðrik Karlsson versl- unarstjóri. DV-mynd SEG Landssamband iðnaðarmanna: 60 fyrirtæki fara á hausinn Forsvarsmenn Landssambands iðnaöarmanna telja aö á næsta ári verði um 15 prósent samdráttur í fjárfestingum en ekki 3,3 prósent eins og Þjóðhagsstofnun spáir. Þessi sam- dráttur muni leiða til þess að um 50 til 60 fyrirtæki af 300 í húsgagna- og tréiðnaði fari á hausinn. Sá samdráttur, sem Landssamband iðnaðarmanna gerir ráð fyrir, jafn- gildir um 5,8 milljörðum til viðbótar við 1,5 milljarð í samdrátt sem Þjóð- hagsstofnun áætlaði. Landssambandiö telur það lýsa vanþekkingu á þróun fjárfestinga hjá íjármálaráðherra að leggja vörugjald á byggingarefni sem sérstakan fjár- festingaskatt. Áætlaðar íjárfestingar á næsta ári séu ekki nema um 17,7 prósent af landsframleiöslu á meðan aðildarríki Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu verji um 20,8 pró- sent að meöaltali tH fjárfestinga. Stórlega hafl dregið úr ijárfestingum á íslandi að undanförnu og búist er við að samdrátturinn á næsta ári verði um 15 prósent. Þá sé ekki tekið tillit til áhrifa vörugjalds á bygging- arvörur. Það er mat Landssambandsins að fyrirtæki í iðnaði megi ekki við þeim samdrætti sem fyrirsjáanlegur er og enn síður ef áhrif vörugjaldsins bæt- ast þar ofan á. Þar sem gjaldið leggst einnig á aðföng íslenskra fyrirtækja mun það veikja samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum þó svo þau fái þetta gjald endurgreitt eftir ein- hverjamánuði. -gse
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.