Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Síða 47
MÁNUDAGUá 12. DESEMBER 1988. ......... ....... ........ .,47' pv______________________________________________________________________________Menning Baldnir snillingar Gauragangur. Kápa: Guöjón Ketilsson. Útg.: Mál og menning. Rvik. 1988. 260 bls. Bókin Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson fjallar um 16 ára Reyk- víking, Orm Óðinsson. Ormur er greindur strákur í uppreisnarhug sem lítur andaktugur til skálda og listamanna sem ögrað hafa smáborg- aralegri hugsun og lífsháttum. Hann sér sjálfan sig sem einn af snilhngun- um og reynir eftir megni að tileinka sér þá hegðun að ergja þröngsýna kennará, geðstirð meðalmeniii og afhjúpa fáránleika tilverunnar. Ormur er ofurraunsæisskáld sem setur viðmælendur sína úr jafnvægi með óúfreiknanlegum tilsvörum og ræðustúfum. Svör hans eru hnyttið Ólafur Haukur Símonarson. Sögu- hetja hans er 16 ára og skáld. DV-mynd GVA Unglingabækur Margrét Erlendsdóttir sambland bók menntafrasa og frjós ímyndunarafls. Franska skáldið Art- hur Rimbaud, sem fór hamfórum í ljóðlistinni fyrir tvítugt, er hans maður enda þótt Ormur sé langt frá því að vera jafn-vel lesinn og Rim- baud var á hans aldri. íslensk fyrir- mynd hans er Dagur Sigurðsson sem seint ætlar að njóta sannmælis sem áhrifavaldur ungra skálda. Ormur ætlar að njóta sannmæhs sem áhrifa- valdur ungra skálda. Ormur hefur eins og Rimbaud fiktað við gullgerð- arlist með Ranúr, vini sínum, sem finnst ekki nógu ofurraunsæislegt að heita Rúnar, auk þess er hann les- blindur og sér 007 í staðinn fyrir 700. Ormur reynir að leika hlutverk baldna snillingsins sem tekur ekkert hátíðlega. Það er hins vegar ekki allt- af auðvelt. Enda þótt hann hafi í mal sínum gnægð fleygra setninga megna þær ekki að vísa burt tilfinningum eins og ást og væntumþykju sem gera hann að ofur venjulegum 16 ára strák. Heimsmynd hans er brota- kennd, lífsreynslu skortir og mis- þroskinn lætur á sér kræla þegar minnst varir. Ormur er nefnilega hjartahlýr strákur sem lætur sig fleira varða en gáfað ofurraunsæis- skáldið kærir sig um. Ólafi Hauki tekst á skemmtilegan hátt að sýna lesendum misþroskann og gera þannig aðalpersónuna trúverðuga. Að leyfa „Orminum í sjálfum sér að gægjast fram. Það er Ormur sem segir söguna, ekki bara á þann hátt að hún sé sögð í 1. persónu, heldur notar höfundur gamalkunnugt bragð, þ.e. aö láta Orm sjálfan skrifa hana, sitjandi við ritvél í sumarbústað, vel birgan af rúgbrauði og fiskbollum. Vegna þessa leyfir Ólafur Haukur Ormi að geysast áfram í frásögninni þannig að stundum verður maður örlítið þreyttur á orðaflaumnum úr þessum skemmtilega strák. Hins vegar hefur Ólafi þótt gaman að skrifa þessa sögu og það skín í gegn þótt hann hefði að ósekju oftar mátt hleypa að ein- lægni og hlýju Orms. Aukapersónur sögunnar eru vel gerðar og sannfærandi en hafa eins og gengur misjafnt vægi. Fegurðar- dísin Linda, sem Ormur er ástfang- inn af, er ósköp venjuleg sæt stelpa. Samband þeirra er laust í reipunum og veldur Ormi talsverðu hugar- angri. Ólafur Haukur forðast ódýrar lausnir og tilfmningaklisjur í sam- skiptum þeirra. Það eru einkum tvær persónur sem bregða ljósi á hlýjar tilfinningar Orms. Hreiðar, forn- bóksahnn gamli, sem lætur sig glaum og glys heimsins engu varða, er annt um Örm og uppsker í staðinn virðingu hans og væntumþykju, og Halla, bekkjarsystir Orms, sem hefur einstakt lag á að sjá í gegnum ólík- indalæti hans. Þótt Ormur særi hana stundum með vanhugsuðum brönd- urum um holdafar hennar fær hann samstundis bakþanka og reynir að sýna henni vináttu sína. Aðrar per- sónur sögunnar verðskulda líka umfjöllun en verður hér fórnað á altari plássleysis. Aukapersónur eiga það sammerkt að þjóna vel fram- vindu sögunnar. Samskipti þeirra við Orm eru trúverðug, samtölin lif- andi og lipurlega skrifuð. Gauragangur er bók sem hiklaust má mæla með, ekki bara handa ungl- ingum, hún er bráðskemmtileg lesn- ing öllum þeim sem vilja leyfa „Orm- inum“ í sjálfum sér að gægjast upp úr moldinni. ME !> I' Híllll’-M.UI*. eru einna besl geymcfir í rikisvíxlum vegna öryggis «9 óvöxlunar Eftirá grciddir vcxtir; /. • ' Ríkisvíxlar eru mjög.gotjt'tæki.í * peningastjórnun fyrirtækja, síofnana og sjóða,’sem þurfa að ávaxta laust fé á • öruggan og arðbæran 'hátt til skémmri tíma.. Að sjálfsögðu''gefa einstajdingar einníg nýtt sér þessá h'agstæðit leið til fjárfestingar. . . Ríkigvíx'lar bera nú 10,5% forvexti á ári, .. sem jafngildir 11,23% eftirá greiddum vöxtum ' ,á ári miðað við 9.0 daga lánstíma í senn. Lágmarksfjárhæð ríkisvíxla er 500.000' kr.;‘ en getúr verið hvaða fjárhæð se'm er umfram það. • • 11,23% '' • 11,17% 11,20% ’ • 11,15% ■ 45 dagar 60 dagar 75 dagar 90 dagar • Einnig er hægt að velja gjalddaga frá 4'5-dögum - 90 daga. . . . Ríkisvíxiár béra efekert stimpilgjald og um skattalega meðferð þeirra gilda . sömu reglur og um sparifé í þönkuni og spárisjóðum. Ríkisvíxlaf eru til sölu í Seðlabanka íslands. Einnjg er hægt að panta þá í síma. 91 -'699863, gfeiða með. • C-gíróseðli og fá þá síðan senda í ábyrgðar pósti. :’. •.' .. ' ' . . ■ Leitaðu upplýsinga um tikisvíxla í • Seðlabanka íslands í síma 91-699863. RIKISSJOÐUR ISLANDS 1 • i ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.