Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 48
48 MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði. . . Ringo Starr er hættur að drekka og éta pillur. Og ekki bara hann heldur kona hans líka, leikkonan Barbara Bach sem um skeið varð fræg fyrir að leika í mynd um James Bond. Hjónakornin voru búin að sukka ótæpilega þegar þau ák- váðu á dögunum að nú væri nóg komiö. Þau gengu inn á afvötnun- arstöð og borguðu um þrjár millj- ónir króna fyrir fjögurra vikna meðferð. Margt frægra manna og kvenna hefur farið á sömu stofn- un og fengið bata. Vonandi tekst þessu geðþekka fólki líka að losna úr viðjum vímunnar. „Við giftum okkur 1981 og síðan þá höfum við varla verið edrú," segir Ringo. Lady Sarah Armstrong-Jones, dóttir Margr- étar prinsessu og Snowdons lá- varðar, er oröin ástfangin af hin- um 30 ára gamla leikara Daniel Chatto. Stúlkan er 24 ára og hún hefur fengið blessun móður sinnar þrátt fyrir að ekki renni blátt blóð í æöum piltsins. Þess í stað er hann svokallað óekta barn látins umboösmanns og leikhús- konu. Já, kóngafólkið er fariö að taka upp alþýðlegri siði, og er það vel. Don Johnson hefur næmt auga fyrir Börbru Streisand. En þegar kemur að íjármálunum eiga þau ekki mikið sameiginlegt. Don og Barbra hafa fengið tilboð um að syngja saman á tónleikum en eins og allir vita hefur kappinn lagt fyrir sig dæg- urlagasöng með leiklistargutlinu. Þau áttu að fá fjörutíu milljónir króna fyrir. Turtildúfurnar geta hins vegar ekki komið sér saman um í hvað peningunum skuli eytt. Hún vill gefa þá til góðgerðar- mála en hann vill stinga þeim í vasann. Er það kannski þess vegna sem allt fór í hund og kött hjá þeim? Uppboð á jólavarningi. DV-mynd Geir Jólahugur í Dalvíkingum Geir Guðsteinsson, DV, Dalvik: Það var líf og fjör í ungmennafé- lagshúsinu hér á staðnum fyrir skömmu þegar hinn árlegi kirkju- basar fór fram. Þessi basar er svolít- ið frábrugðinn hefðbundnum bösur- um að því leyti aö jólavarningurinn Uggur ekki frammi á borðum verð- merktur, heldur bjóöa konurnar upp hvern einasta hlut. Oft var líflega boðið þegar uppboðshaldarinn, Hall- fríöur Árnadóttir, bauð fram girni- lega hluti. Nokkur jólahugur virðist vera að færast í fólk og á sunnudag var kven- félagið Vaka með jólabasar og laufa- brauðssölu í Víkurröst. Síðar verður aðventukvöld í Dalvíkurkirkju og þá er kirkjan ævinlega full af fólki sem kemur til að líta upp úr amstri jóla- undirbúnings og njóta nálægðar jól- anna. Frá því núverandi sóknar- prestur, séra Jón Helgi Þórarinsson, vígðist hingað hafa aðventukvöld verið fastur liður í undirbúningi jól- anna hér á Dalvík. Stykkishólmur: Lucy koma aftur Lucy er komin aftur í Dallasþættina og nýtt ástarsamband Ewinga í yngri kantinum er í uppsiglingu. Á myndunum sést hún fikra sig aö hjarta Casey Denault (Andrew Stevens) sem er viðskiptajöfur. Á neðstu myndinni sést leikkonan stutta standa á stalli fyrir framan kvikmyndatökuvélina svo hún þurfi ekki að horfa upp til Casey. Charlene Tilton, sem lék Lucy Ewing í Dallasþáttunum, er að byrja aftur. Leikkonan, 29 ára, sem er nokkuð stutt í annan endann, hætti í þáttunum fyrir réttum íjór- um árum eftir deilur við Lorimar- fyrirtækið. Á þeim tíma sáu margir samstarfsmenn eftir henni, þar á meðal framleiðandinn, Leonard Katzman, og Larry Hagman (JR). Hagman, sem hefur nú líka með stjórn þáttanna að gera (síðan í ágúst), gerði mikið úr endurkomu Lucy. Það var hann sem varð reið- astur þegar vitað var að hún ætti aö fara - honum fannst alltaf að áhorfendur vildu „heila“ Ewing fjölskyldu. „Hún er hluti af fjöl- skyldunni okkar,“ sagði Hagman þegar hún fór á sínum tíma. Tilton telur að Larry hafi séð til þess að hún kemur nú til baka. í næstu þáttum, sem verða fram- leiddir, mun Lucy, sú yngsta af stóru Ewingunum, skilja við eigin- mann sinn dr. Mitch Cooper (Leigh McCloskey). Síðan mun hún eiga í ástarsambandi við Casey Denault (Andrew Stevens) ungan viðskipta- jöfur. Þetta verður fyrsta ástar- samband einhvers í yngri kantin- um í þáttunum í langan tíma - og JR mun að sjálfsögðu eiga þarna hlut að máli. Charlene segir að hún hafi ekki haft það eins gott peningalega og margir hafi haldið. Eftir að hún hætti að fá á fimmtu milljón á viku fyrir hvern þátt í Dallas breyttust hagir hennar mjög. Hún fékk þó hlutverk á sviði í San Fransisco og svo lék hún í sjónvarpsþáttunum Hotel á tímabili. En stóru tilboðin fékk hún ekki - ekki fyrr en nú. Endurkoma Lucy í Dallasþættina er nokkru raunverulegri en þegar Bobby lét sjá sig aftur á skjánum. Hún á að flytja sig um þúsund míl- ur frá Atlanta aftur til Southfork með Mitch, manninum sem hún er að fara skilja við - ekki svo ótrú- legt. En Bobby, sem allir töldu lát- inn, skellti sér bara í sturtu - þetta var jú bara draumur. r • r '■ 1 • i jolafondn Róbert Jörgensen, DV, Stykldshólrni: Það var gleði og gaman á jólafónd- urkvöldi hjá foreldrafélögum 7., 8. og 9. bekkjar grunnskólans í Stykkis- hólmi þar sem nemendur og foreldr- ar unnu saman að skemmtilegri jóla- skreytingu sém hengja skal á úti- hurðir fyrir jólin. Fréttaritari DV rann á hljóðið. Það heyrðist hin skemmtilegasta jólatón- list, Ekki var hægt að komast hjá því að fara í jólaskap þegar ilmurinn af grenigreinunum rann saman við þessa skemmtilegu tónlist. Þarna voru samankomnir um 60 nemendur ásamt foreldrum og ekki var hægt að sjá hvort það voru unglingarnir eða foreldrarnir sem skemmtu sér betur. Hressir strákar stoltir af verkum sínum. DV-mynd Róbert Gleði og gaman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.