Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988. Útlönd______________________________pv Gortaði af morðinu á Palme Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Borgardómur í Stokkhólmi úr- skuröaöi í dag Svíann Karl Gustav Christer Pettersson í fjórtán daga gæsluvarðhald vegna morðsins á - Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, fyrir tæpum þremur árum. Ákæruvald og lögregla í Svíþjóð eru nú orðin nærri örugg um að morðingi Palmes sé fundinn. Christer Pettersson hefur enn sem komið er ekki verið ákæröur fyrir morðið en samkvæmt sænsku frétta- stofunni TT liggur fyrir meira en nægilegur vitnisburður í málinu til þess að hægt sé að halda honum í varðhaldi. Pettersson er sláandi líkur tölvu- mynd sem gerð var fljótlega eftir morðið eftir lýsingum vitna. Lisbeth Palme. ekkja Olofs Paime. hefur enn ekki rnætt hjá lögreglunni til þess að reyna að bera kennsl á Peningamarkaöur INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Spansjódsbækur ób 2-4 Lb Sparireikmngar 3jamán uppsogn 2-4.5 Lb 6 mán uppsogn 2-4.5 Sb 12 mán. uppsogn 3.5-5 Lb 18 mán uppsogn 8 Ib Tékkareiknmgar. a!m. 0.5-1 Allir nema Vb SértéKkareiknmgar 0.5-4.0 Ab Innlán verötryggo Sparireikningar * 3ja mán. uppsogn 1-2 Vb 6 mán. uppsogn 2-3.5 Sp.Ab,- Vb.Bb Innlán meðsérkjorum 3.5-7 Lb Innlángengistryggð Banóarikjadalir 7-8 Lb Sterlmgspund 10.50- 11.25 Ub Vestur-þýsk mork 3.75-4.25 Vb.Sb Danskarkrónur 7-8 •Vo.Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almenmrvixlar(forv) 11-12 Lb Viöskiptavixlar(forv) (1) kaupgengi Almenn skuldabréf 11.75-12.5 Vb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir H laupareiknmgar (yfirdr.) 14,5-17 Lb Utlán verötryggö Skuldabréf 8-8.75 V b Útlántilframleiðslu Isl. krónur 12-17 Lb.Sb,- Bb SDR 9-9,25 Allir nema Bb Bandarikjadalir 10.5-10.75 Úb.Sb,- Sp Sterlmgspund 13,50 13.75 Sb.Sp Vestur-þýsk mork 6.5-6.75 Sb.Sp.- Ub Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27.6 2.3 á mán. MEÐALVEXTIR överdtr. des 88 17.9 Verötr. des. 88 8.7 VlSITÖLUR Lánskjaravisitalades 2274 stig Byggingavisitalades 399.2 stig Byggingavisitala des 124.9stig Húsaleiguvisitala Engin hækkun 1 okt Veróstoðvun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einmgabréf 1 3.393 Einingabréf 2 1.927 Einingabréf 3 2.212 Fjolþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1.582 Kjarabréf 3.393 Lífeyrisbréf 1.706 Skammtímabréf 1.183 Markbréf 1,798 Skyndibréf 1.039 Sjóðsbréf 1 1.627 Sjóðsbréf 2 1.370 Sjóðsbréf 3 1.161 Tekjubréf 1,580 HLUTABREF Soluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 118 kr. Eimskip 346 kr. Flugleiðir 273 kr. Hampiðjan 130 kr. Iðnaðarbankinn -172 kr. Skagstrendingur hf. 160 kr. Verslunarbankinn 134 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast í DV á fimmtudögum. manninn. Hún hefur ekki þolað allt álagið í kringum þessa nýju hand- töku og hefur nú leitað skjóls á óþekktum stað. Síbrotamaðurinn, fíknilyfjaneyt- andinn og ofdrykkjumaðurinn Christer Pettersson hefur ef til vill lagt fram eina sterkustu sönnunina í málinu gegn sér þegar hann hreykti sér af morðinu við drykkjubræður sína. „Ég var svo nálægt Palme þegar ég skaut hann að ég heyröi hvað konan hans hrópaði,“ á hann að hafa sagt við félaga sína. Þeir hafa nú leyst frá skjóðunni við lögregluna. Einn af vinum Petterssons segir aö hann hafi hatað Olof Palme. Vinur- inn segir að Pettersson hafí verið meðlimur í Sverigepartiet sem er öfgakenndur hægriflokkur. Hann segir að eftir morðiö hafi Pettersson sagt að loksins hefði Palme fengið þaö sem hann ætti skiliö. Aðrir sem þekkja Pettersson vilja meina að hann hafi verið áhugalaus um stjórnmál lengst af en aö hann hafi orðið fyrir sterkum áhrifum af „sprengjumanninum" svokallaða, einum hættulegasta glæpamanni Svíþjóðar, sem var vinur og vinnu- veitandi Petterssons um tíma. Smám saman kemur í ljós að ein- stæðingurinn Christer Pettersson átti marga kunningja og drykkjufé- laga og einnig hefur gömul kærasta skotiö upp kollinum. Þau voru trú- lofuð fyrir mörgum árum. Sú fyrr- verandi hefur vissulega misst trúna á framtíðina með Pettersson en hún þykist vita aö hann geti ekki verið morðinginn. Flestir aðrir eru samt sem áður annarrar skoðunar. Reuter Tower verður varnarmála- ráðherra George Bush hefur valiö John Tower, fyrrum öldungadeildarþing- mann frá Texas, til að gegna emb- ætti varnarmálaráðherra í ríkis- stjórn sinni. Bush tilkynnti þetta á fréttamanna- fundi sem var sjónvarpað beint um öll Bandaríkin og var Tower við hlið hans. Þeir eru gamlir vinir. Tower, sem er sextíu og þriggja ára gamall, hefur að undanfornu verið áhtinn líklegastur til að hneppa þetta hnoss en ákvörðun um tilnefningu hans hefur tafist vegna þess aö alrík- islögreglan hefur rannsakað feril hans ofan í kjöhnn. Ástæöa þess er sú að Tower hefur veriö kenndur við hneykslismál í einkalífi sínu. Hann gekk í gegnum mjög storma- saman skilnað. Einnig hefur farið af honum það orð að honum þyki sop- inn góður og sé mikið upp á kven- höndina. Bush sagði í gær að hann bæri fyllsta traust th Tower og að hann væri sannfærður um að reynsla hans úr öldungadeildinni, þar sem hann var í varnarmálanefnd í nítján ár og formaöur í fjögur, myndi nýtast hon- um vel. Tower var formaður þeirrar nefnd- ar sem skipuö var til að rannsaka íransmálið fyrir tveimur árum. Hann hefur alla tíð verið mikih stuðningsmaður Reagans, núverandi forseta. Reuter Sögulegar við- ræður hafnar Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hittu í gær meðlimi PLO, Frelsissamtaka Palestínu, í glæshegri villu í Túnis. Var þetta fyrsti opinberi fundur þessara aðila um friðarsamkomulag í Miðausturlöndum. Fundurinn markar lok þrettán ára tímabhs þegar Bandaríkin bg PLO höföu ekkert samband sín á milli. Hann fór fram í þorpinu Karþagó rétt utan við Túnis. Af hálfu Banda- ríkjanna sátu Robert Pelletreau, sendiherra í Túnis, og ráðgjafi hans, Edmund Hull, fundinn. Af hálfu PLO sátu tveir meðlimir framkvæmdastjómar samtakanna fundinn. Bandaríkjamennirnir og Palest- ínumennirnir sátu hvorir andspænis öðmm við þriggja metra breitt borð og Pehetreau sagði í gríni að enn skhdi of mikið mhli þessara aðila. Reuter Robert Pelletreau, fulltrúi Bandaríkj- anna í viðræóunum við PLO. Simamynd Reuter Svíar fá Evrópumeist- arakeppnina í knattspymu 1992 Svíþjóð varð í gær fyrir valinu fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspymu árið 1992. Svíar, sem sáu um úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knatt- spymu árið 1958, urðu hlutskarp- ari Spánverjum þegar fram- kvæmdastjórn UEFA, Knatt- spyrnusambands Evrópu, tók ákvörðun í gær. Framkvæmdastjómin tók Svi- þjóð fram yfir Spán vegna þess að Spánverjar sjá um ólympíuleikana sama ár. Reuter John Tower, næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Simamynd Reuter Reagan skamm- ar þingið Reagan Bandarikjaforseti hélt í gær eins konar kveðjuræðu um utanríkismál. Ræðuna hélt hann í Virginíuháskólanum í Charlottes- ville í Virginíu. í ræðu sinni réðst forsetinn á bandaríska þingið og sakaði það um að hafa grafið undan sumum þáttum utanríkisstefnu hans. Sagði hann að sá árangur, sem nú hefði náöst gagnvart PLO, sýndi og sann- aði aö harðlínustefna Bandaríkj- anna hefði borgað sig. „Á þeim sviðum sem forsetinn og þingið hafa verið á öndverðum meiði, eins og th dæmis í málefnum Mið-Ameriku, hefur stefiia Banda- ríkjanna mistekist og sameiginleg- um markmiöum okkar hefur ekki veriö náð fram,“ sagöi forsetinn í ræðu sinni sem ijallaði aö lang- mestu leyti um utanríkis- og al- þjóðamál. „Þar sem viö erum sterkir og staöfastir tekst okkur vel upp,“ sagði Reagan ennfremur og benti á sem dæmi þann árangur sem náðst hefur gagnvart PLO. Forsetinn benti á að hann hefði ekki samþykkt viðræður við sam- tökin fyrr en þau hefðu skýrt og greinilega gengið að öllum skilyrð- um Bandaríkjamanna. Reagan sagði að Bandarikjamenn hefðu staöið fastir á sínu í mörg ár og krafist þess að PLO viöur- kenndi tilverurétt ísraels, sam- þykkti ályktanir númer 242 og 338 þjá Sameinuðu þjóðunum og for- dæmdi hryðjuverk. Þetta hefði nú borgað sig. Ræðu Reagans var geyshega vel tekið af stúdentum og kennurum við skólann. Hann kom víöa við og hvatti meðal annars komandi stjórnir í Bandaríkjunum th að taka Sovétríkjunum ávallt með VÍSSrÍ gat. Reuter Forseti danska þings- ins segir af sér Svend Jakobsen, forseti danska þingsins, tilkynnti í gær aö hann heföi ákveðið að segja af sér emb- ætti. Hann mun taka við starfi stjórn- arformanns Sambands danskra sparisjóða. Yfirlýsing Jakobsens kom mikið á óvart. í beinni útvarpsútsendingu sagöi hann aö hann myndi segja af sér því embætti sem hann hefur gegnt síðan árið 1981 og að afsögn hans tæki gildi í lok janúar 1989. Jakobsen, sem er fimmtíu og þriggja ára að aldri, er jafnaðarmað- ur. Á sautján ára þingmannsferli sín- um hefur hann gegnt mörgum ráð- herraembættum, svo sem húsnæðis-, skatta-, umhverfis-, sjávarútvegs- og fjármála. Heimildir innan danska þingsins herma að eftirmaður Jakobsens hafi ekki verið valinn. Á danska þinginu sitja eitt hundrað sjötíu og níu þing- menn. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.