Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 8
8 LAUGAUDAGUH 17. DKSEMBEK 1988. Dauði Óskars Vilhjálmssonar í þýskum fangabúðum árið 1944: Óskar lék sér að eldinum - Elísabeth Vilhjálmsson segir frá örlögum manns síns Elísabeth Vilhjálmsson sá fyrst Reykjavík sumariö 1948 þegar hún leit af Öskjuhlíöinni yfir Hlíöahverf- ið í byggingu og veitti því athygli aö þökin voru ekki eins brött og venja var á heimaslóðum hennar í Þýska- landi. Nú býr hún í Hlíðunum, kom- in hátt á sjötugsaldur, og rifjar upp árin sín heima í Þýskalandi þar sem hún bjó fram undir þrítugt og lifði uppgang nasista, hörmungar stríös- ins og enn meiri hörmungar eftir- stríösáranna. í Þýskalandi nasismans missti hún manninn sinn í fangabúöunum í Sachenhausen. Það var íslendingur- inn Óskar Vilhjálmsson. Hann hafði verðið hallur undir Þjóðverja sem ungur maður hér heima og fór út til Þýskalands til náms og vinnu í stríösbyrjun en kom aldrei heim-aft- ur. Örlög hans hafa verið rifjuð upp í tveimur nýútkomum bókum um nasismann. Elísabeth hefur verið fótluð vegna heilalömunar sem hún fékk í barn- æsku og gengur við staf. íþróttir fatl- aöra eru áhugmál hennar og sjálf er hún liðtæk, var íslandsmeistari í bogfimi árið 1980 og er enn að keppa. Keppnisskapi hennar er viðbrugðið. Hættuleg setning Elísabeth ber fóðurnafn Óskars og kallar sig Vilhjálmsson. Óskar vann síðustu mánuði sína í Þýskalandi við að útvarpa áróðri til íslands frá Berl- ín. Sú saga gengur af honum hér aö hann hafi lokið síðasta lestri sínum í Berlínarútvarpinu með orðunum: „Svo kem ég aftur á morgun og held áfram að lesa sömu lygina." Þessi orð urðu honum dýrkeypt því honum var fyrir vikið fundin vist í fangabúö- um þar sem hann lést úr lungna- bólgu 1. mars árið 1944. Elísabeth kannast vel við þessa sögu og telur reyndar að Óskar hafi oftar en einu sinni lokið lestri sínum með hinum háskalegu orðum. Hann vann sér líka fleira til óhelgis. Hon- um var boðið að fara til íslands und- ir stríðslok til að stunda hér njósnir. Þetta var sama tilboð og nokkrir aðr- ir landar hans í Þýskalandi fengu og hlýddu. Öskar setti það skilyrði fyrir ís- landsfórinni að Elísabeth og ungur sonur þeirra fengju að fara með. Þetta jafngilti neitun. Fyrir nasista var áhættusamt að láta mann með tilboð um njósnir upp á vasann ganga lausan og þaö eitt nægði til að stinga honum inn. Ung stúlka í Hitlersæskunni Framan af ævi var saga Elísabethar áþekk sögu margra þýskra stúlkna. Sem unghngur gekk hún í Hitlérs- æskuna, ungliðahreyfingu Nasista- flokksins. „Börn vilja alltaf vera eins og hinir,“ segir Elísabeth þegar hún rifiar æsku sína upp. „Mig langaði til að vera með líka og hafði ekki hugmynd um hvaða hreyfing þetta var. Búningarnir skiptu mig ekki minnstu máli. Ég var 12 eða 13 ára þegar ég gekk í Hitlersæskuna og sótti næstu árin félagsfundi. Þetta þótti sjálfsagt og það var ekki eðlilegt barn sem ekki vildi vera með.“ Faðir Elisabethar var opinber starfsmaður og vann hjá samgöngu- ráðuneytinu. Hann hækkaði jafnt og þétt í tign og fiölskyldan flutti milli staða eftir því sem fiölskyldufaðirinn skipti um titil. „Hann var á móti Hitler og það kostaði mig nokkurt þóf að fá að vera með í Hitlersæsk- unni,“ segir Elisabeth. „Égfékk mjög strangt uppeldi og þáð var ekki ætl- ast til að unglingar fylgdust með þjóðmálum. Ég man t.d. ekki eftir því sem merkisatburði að Hitler komst til valda. Átján ára í stríðsbyrjun Pabbi talaði litið um valdatöku nas- Óskar Vilhjálmsson lét lífið í fangabúðunum í Sachenhausen fyrsta mars árið 1944. ég varð eldri tók ég æ meira eftir því hvað var að gerast í kringum þessa hreyfingu. Ungur maður í atvinnuleit Ég gekk í verslunarskóla í Berlín og átti að verða viðskiptafræðingur þótt ég hefði engan áhuga á því. Þetta var nám sem faðir minn sá aö gæti tryggt mér atvinnu í framtíðinni og hann réð ferðinni. Ég lauk þessu námí í stríðsbyijun og fór að vinna fyrir mér. Stríðið hafði í fyrstu htlar breyting- ar í for með sér en smátt og smátt fór að þrengja að. Árið 1940 var ég farin að vinna nærri Múnchen við bókhald hjá greifa sem átti þar stór- an herragarð. Um jólin 1940 fór ég heim til Berlínar í jólafrí og aftur suður í byrjun janúar.. Á leiðinni til Múnchen sat ég í klefa með fullorðnum hjónum og mér fannst konan stara óþægilega á mig. Ég stóð því lengst af frammi á gangi með fleira fólki. Þar var ungur mað- ur sem ávarpaði mig á einkenniíegri þýsku. Ég hélt að hann væri Pólveiji eftir framburðinum að dæma. Þessi ungi maður var mjög kurteis og ég spjallaöi lengi við hann. Þetta var Oskar Vilhjálmsson og var á leið til Múnchenar í atvinnuleit. Reyndi að stinga Óskar af Eftir að við komum á áfangastað vildi hann halda sambandinu við mig en ég var mjög hikandi og teysti honum ekki. Ég gekk við staf og þótti ótrú- legt að hann meinti eitthvað með áframhaldandi sambandi. En Óskar lét ekki undan. Ég reyndi að stinga hann af og fór aftur heim til Berhnar án þess að hann vissi af. Óskar gróf upp hvert ég fór og fylgdi á eftir og þá sá ég fyrst að honum var alvara. Hann fékk vinnu sem teiknari í Berhn enda átti hann ahtaf auðvelt með að fá vinnu. Ég vissi ekki hvort hann var nasisti enda hafði ég engan áhuga á stjórnmálum. Fljótlega eftir að við komum til Berlínar trúlofuð- um við okkur og ætluðum að gifta okkur en þaö gekk erfiðlega að fá giftingarleyfi. Það strandaði á öllu mögulegu. Ég varð ófrísk og fór til föður míns og sagði honum frá því. Hann gekk ista en stundum heyrði ég hann setja út á fréttir í útvarpi. Ég hafði bara áhuga á að læra tungumál, stærð- fræði, söng og teikningu. Það þótti eðlilegt að ung stúlka hefði áhuga á þessu en ekki stjórnmálum. Börn áttu að vera hlýðin allt fram á full- orðinsár. Þegar ég var á sextugsaldri heimsótti ég fiölskyldu mína í Þýska- landi og einn daginn kom ég heldur seint í hádegismatinn. Þá sat pabbi við borðsendann og sagði: „Veistu ekki hvað klukkan er?“ Þannig varð allt aö vera nákvæmt og strangt í uppeldinu og frá þvi var aldrei hvik- að.“ Það var ekki fyrr en stríðið braust út í byrjun september áriö 1939 að Elísabeth segist hafa áttað sig á því sem var að gerast. Hún var þá 18 ára og hreifst meö löndum sínum af sigr- um Þjóðveija í stríðinu. Hún var þá í Berlín þar sem faðir hennar var orðinn ráðuneytisstjóri í samgöngu- ráðuneytinu og hafði yfir járnbraut- unum að segja. „Þótt faðir minn væri ekki hrifmn af Hitler þá varð hann að fylgja með straumnum enda gat hann enn sætt sig við aðstæðurnar,“ segir Elísa- beth. „Hann talaöi heldur ekki mikið um stjórnmál því það var óráðlegt að láta nokkuð um skoöanir sínar kvisast út. Hann hafði fyrir fiöl- skyldu aö sjá. Hann varð að ganga í Nasistaflokkinn og SS um leið og hann varð ráðuneytissfióri og þegar Elísabeth Vilhjalmsson, ekkja Óskars Vilhjálmssonar. Hún hefur búið á íslandi í 40 ár. DV-mynd GVA wmÍ M iðl Le "■! . 5 1 í f fí-M-HpN Litl X. I í u J \ -r'' •: -í-X,-lzú : Hér er Elisabeth i hópi skólasystra sinna um 1930. Þessar stúlkur gengu flestar í Hitlersæskuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.