Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 15
15 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988. Hún vaknaði upp við vekjara- klukkuna. Heyrði snáðann sofa við hliðina á sér. Vindurinn gnauðaöi á glugganum og myrkrið heUtist yfir hana. Hún sneri sér á hina hhð- ina og dró sængina upp fyrir haus. Treysti sér ekki á fætur. Nýr dagur var að hefjast, sams konar dagur og í gær og alla hina dagana. Súr- mjólkin. Strákurinn. Strætóinn. Stimpilklukkan. Slagveðrið. Sama gamla puðið, sami hringurinn, við- burðalaus sólarhringur beið henn- ar án upphafs eða endis. Hana langaði ekki fram úr. Kveið deginum, vildi bara kúra sig niður, sofna og hvíla sig. Gleyma stað og stund og gleymast sjálf. Hún var hvort sem er gleymd og graíin. Engcm varðaði hvernig henni hði eða hvað hún hefði fyrir staíni. Foreldrar hennar voru löngu skild- ir og teknir 'saman við aðrar og ókunnar manneskjur, hringdu í mesta lagi tvisvar á ári fyrir siða- sakir og sögðu: hvernig hefurðu það, væna min? án þess að meina nokkuð með því og ætluðust til að hún svaraði því til að hún hefði það gott. Það kostaði bara armæðu og stunur ef hún kvartaði og segði satt. Hver má líka vera að því að hafa áhyggjur af öðrum og hvers vegna skyldu foreldrar vera að baka sér ónæði af vandamálum sem fullorðin börn þeirra koma sér sjálf í? Voru þau ekki búin að koma henni á legg? Var það ekki hún sjálf sem hafði gift sig fyrir aldur fram og viljað fara að heiman? Og ekki hringdu kunningjarnir, ekki nema þá gamhr sénsar sem voru fullir og leiðinlegir og vildu sitt. Eða þá stelpurnar, ekki hringdu þær, allar giftar og yfir- hlaðnar af börnum og körlum og áttu nóg með sig. Déskotans ræfillinn Nei, það mundi engan varða hvort hún léti sig hverfa einn dag og hún velti því fyrir sér undir sænginni hvort hún ætti barasta að tilkynna veikindi í vinnuna og láta slag standa. En hún vissi um leið að það yrði skammgóður verm- ir. Karlmaðurinn á heimilinu, tveggja ára snáöinn sem lá við hlið- ina á henni í hjónarúminu, vaknaði innan stundar og þurfti að komast á bamaheimilið. Og ekki fór hann einn síns liðs. Hún þurfti að gefa honum morgunmatinn, klæða hann, bera hann niður stigana í blokkinni, bíða eftir strætó, koma sér heim aftur. Aht þetta tæki klukkutíma eða meira og þá væri hún löngu vöknuð og gæti ekki verið þekkt fyrir að labba sig heim aftur og upp í rúm. Hún hugsaði til bamsfoðurins og blótaði í huganum. Sá déskotans ræfih. Ekki hljóp hann undir bagga. Horfinn út í buskann og kannski eins gott. Hafði aldrei ver- ið til neins gagns. Hvemig gat hún látið þennan mann afvegaleiða sig í hjónaband og hjúskap? Hann hafði svosum ekki verið alvondur og vist var hann laglegur og sjarm- erandi þegar hann vildi það við hafa. En það þarf meira til í sam- felldri sambúð og gamanið fór að káma þegar hún þurfti að þvo af honum nærbuxumar og anda að sér svitalyktinni og eiga við hann samræður sem enduðu í þrasi og rifrildi. Þau gátu aldrei talað á sömu bylgjulengd, aldrei verið sammála um nokkum hlut og það sem verst var: hann var gersam- lega húmorslaus, blessaður maður- inn. Skildi ekki gamansemi, sá aldrei neitt broslegt, misskildi jafn- vel sneiðamar, þannig að þær fóru fyrir ofan garð og neðan, þegar hún ætlaði að ná sér niðri á honum. Hvemig er hægt að búa með manni sem skilur ekki einú sinni þegar maður vill vera illkvittinn? Oft er í holti Þama lá hún í rúminu og myrkr- inu og vorkenndi sjálfri sér. Kaupið entist varla fyrir dagheimihnu og leigunni. Vinnustaðurinn var full- ur af sviplausu og lífsleiöu fólki. Kvöldin liöu yfir sjónvarpi eða videoi. Helgarnar svefn og leti. Hún nennti ekki einu sinni á ball leng- ur. Brá sér stundum meðan gömlu vinkonurnar voru á lausu en hafði ekkert nema vandræði upp úr því. Sá aldrei nokkurn mann sem var með viti, hvað þá edrú og þar að auki voru þeir hættir að bjóða upp í dans. Að minnsta kosti henni, sem ekki hefur bætt sjálfsímyndina. Sennilega orðin of gömul eða sex- laus til að eiga séns, nema þá í menn á fimmta glasi, sem lafsast utan í mann, slefa ofan í hálsmálið og hafa misst sjónar bæði á degin- um og veginum. Hún fór yfirleitt ein heim áður en ballinu var lokið og hafði ekkert nema timburmenn út úr nóttinni og útgjöld fyrir leigu- bíi og barnapiu. Hún heyrði allt í einu óhljóð úr svefnherberginu á næstu hæð. Það var hljóðbært í blokkinni og hún sá húsbóndann fyrir sér, þræhnn á heimilinu, sem sat og stóð eins og eiginkonan sagði honum og stritaði sér út í eftirvinnu á kvöldin. Kont- oristi af guðs náð og vaxtarlagið í samræmi við það. Framsettur, feit- laginn, stuttur til klofsins, sem gerði hann afkáralegan vegna þess að hann var óvanalega búklangur en herðamjór. Var eins og keila í laginu og bjó þar að auki við konu- ríki, sem sannaðist þama um morguninn þegar konan rak hann á fætur með hávaða sem heyrðist niður á neðri hæðina. Og svo var hann kokkálaöur í þokkabót. Þá heyrðust líka hljóð og skraf og stunur og voru á vitorði allra í blokkinni, nema kokkálsins sem var farinn að heiman. Eða kannski vissi hann það en þorði að ekki að mótmæla framhjáhaldinu i öllum sinum gunguskap og geðleysi. Hún brosti innan í sér að þessari sérkennilegu sambúð og þó var í rauninni ekkert annað broslegt við hana en þessi guðsvolaði aum- ingjaskapur hins kúgaða og undir- gefna eiginmanns. Samt gat hún ekki varist því skopi sem fólst í hljóðunum sem bárust ofan frá hæðinni og því leyndarmáli sem engum duldist. Er það ekki kald- hæðni lífsins að hafa ógæfu ann- arra að athlægi? Blokkarlífið Á hæðinni fyrir neðan tók ekki betra við. Hjón með fimm organdi börn, hún taugaveikluð, hann fylli- bytta og rifrildin jukust frá orði til orös og yfirgnæföu sjónvarpið þótt það væri stillt á hæsta til að kom- ast hjá því aö heyra orðaskil. Hver hefur áhuga á að setja sig inn í heimilisböl annars fólks? Hver veit um allt þetta hvunndagslíf í blokk- um borgarinnar bak við glugga- tjöld og lokaðar dyr? Ekki félags- fræðingarnir eða sálfræðingarnir sem taka á móti fólki á puntuðum skrifstofum þegar það ræður ekki lengur við sjálfskaparvítin. Þeir vita htið um vandamálin hjá öllum hinum sem aldrei gefa sig fram en búa við sálarflækjur og hjóna- bandsþrætur og stritandi vinnudag og þekkja ekki annað líf. Ekki Qölmiðlarnir sem segja frá fína fólkinu í veislunum og birta brosmyndir af yfirborðinu og flytja endalausa sápuþætti um gervi- mennsku og falska ást. Ekki stjórn- málamennirnir sem gaspra um neikvæða nafnvexti og vergar þjóð- artekjur og ræða um nýja skatta af jafnmiklu kæruleysi og þegar fólk ræðir um hvað sé í kvöldmat- inn. Þeir vita minnst sem hæst tala. Pabbi hennar var íhaldsmaður og hafði leitt hana á kjörstað til að kjósa rétt. En strax og hún var orð- in sjálfstæð og búandi kona og lenti í basli og vinnu og leigu og barns- burði kaus hún kommana á laun. Voru þeir ekki alltaf að tala um stuðning sinn við hinar vinnandi stéttir? Voru þeir ekki alltaf að tala um mannsæmandi lífskjör? Nú eru þeir komnir til valda og hún gat ekki séð aö mikið hefði breyst. Eða hvar var hin útrétta hönd til al- þýðunnar, hvar var samningsrétt- urinn? Hún gaf skít í pólitík. Tveggja daga góðvild Hún hjúfraði sig enn undir sæng- inni, leit á vekjaraklukkuna og heyrði vindinn ýlfra. Hún kveið fyrir jólunum. Öllum þessum gjöf- um og góðsemi, öllum þessum yfir- máta helgileik í tvo daga. Ef guð er svona göfugur, hvers vegna dreifir hann ekki allri þessari góð- vild yfir fieiri daga ársins? Það fer bæði honum og jólastemningunni illa að sjá prúðbúið fólk með fangið fullt af pökkum og yfirborðs- kenndri tilgerð einu sinni á ári. Það er afskræming á trúnni, fals gagn- vart umhverfinu, óþægileg röskun á hvunndagslífinu. Hún lærði bæn- irnar sem krakki en hún mundi ekki til þess að nokkur maður á hennar vinnustað eða í hennar við- urvist legöi guðsorð við annað en hégóma. Hún kveið því að vera boðin í fiar- skyld fiölskylduboð með fólki sem hún hitti síðast á jólunum í fyrra. Málamyndaspurningar, mála- myndasamræður innan um hálftryllt börn og annan hávaða. Fara í betri fötin, sýna barnið, brosa með uppgerð. AJlt þetta til- stand. Nei, jólin voru ekki tilhlökk- unarefni og henni sámaði það. Það var frekar að þau vektu hjá henni söknuð, söknuð yfir gömlum æsku- dögum í faðmi mömmu og pabba, þegar allt var gott og jólasálmamir hittu í hjartastað. Þegar alhr fóm saman í kirkju og ljósin voru látin loga á aðfangadagskvöld og jesú- bamið hafði brosað til hennar úr jötunni og sofið hjá henni í bænun- um og draumunum. Einhvem veginn hafði Jesús horfið út úr lífi hennar á stuttri ævi. Annaðhvort hafði hún yfirgef- ið Jesúm, eða Jesús hana. Allavega fann hún ekki til nálægðar kristin- dómsins þar sem hún lá í einveru sinni og kvíða og átti ekki annað í vændum en sams konar dag og í gær og í fyrradag og alla daga. Og hún fann ekki til neinnar eftir- væntingar vegna jólanna og óttað- ist það. Tvöein í heiminum Lífið hafði gert hana tilfinninga- lausa gagnvart þessari sýndar- mennsku allt í kring, sjálfsagt vegna þess að hún vissi að jólaboð- skapurinn stóð stutt við og áður en varði tók hversdagsleikinn við, dagheimiUð, peningaleysið, geld vinnan. Nýtt ár með sömu for- merkjum, sama áfangaleysinu, sama bashnu. Hún kjökraði Utið eitt ofan í koddann og kreppti hnefann. Vorr svikin, lífsþreytt, þrítug konan. Hvað áttún? Allt í einu teygði sig lítill lófi eftir bakinu á henni og heitur kroppurinn á tveggja ára krílinu smokraði sér undir sæng- ina. Karlmaðurinn á heimilinu hafði látið til sín taka, rétt eins og blessaö barnið hefði lesið hugsanir mömmu sinnar. Heit höndin strauk varfærnislega og blíðlega og beið þess að strokurnar bæru árangur. Vonarneistinn í lífi henn- ar. Hún sneri sér við, tók drenginn í faðm sér og saman lágu þau, tvö ein í heiminum. Tvö ein. Og biðu jólanna. Ellert B. Schram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.