Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 17. ÐESEMBER 1988. 17 hún hafði að bjóða. í þessu tilviki höfðum við verið að lesa skrif hennar fyrsta laugardaginn í desember. Maðurinn minn beið þess þá með eftirvæntingu að lesa það sem hún heíði að segja í það skiptið. Hérna, sagði hann, er dálítið sem þú getur lært af. Hér geturðu séð, svart á hvítu, að það er óþarfi að láta hús- móðurina slíta sér út á jólunum, hvað þá heldur aðra á heimihnu. Galdurinn er bara sá að skipuleggja hlutina fyrirfram og þaö svo vel að ekkert geti farið úrskeiðis. Það sem um er að ræða er að skipuleggja jóhn og hér stendur, sagði hann, og svo fór hann að lesa úr dálki frú Tumle með mikilli virðingu, rétt eins og hann væri að lesa jólaguðspjalhð. „Hvort sem konan vinnur á skrif- stofu eða heldur sig innan veggja heimihsins og eldar mat,“ sagði frú Tumle á sinn hresshega hátt, „vill 'hún gjarnan láta fara vel um sig og sína og gera alla ánægða. Og það gerir móðirin sem getur slakað á í jólamánuðinum, leikur við börnin, gefur HONUM jólaglögg, ber lostæti á fahegt borð og er fogur þegar hún kveikir á kertum í fallegum stjökum. Hún er með öðrum oröum húsmóðir sem er í FULLU FJÖRI!“ Uppskriftin að svona jólum var einfaldlega sú að maður ætti að forðast allan vanda við gerð jólamatarins. Meira að segja máltíðin á aðfangadagskvöld ætti ekki að íþyngja húsmóðurinni og því ætti hún að panta hann úti í bæ og láta senda sér hann heim. Þá kæmi það eitt í hlut hennar að leggja fal- lega á borð en síðan gæti hún snúið sér að því að gera sér fegurðargrímu svo hún gæti öðlast ytri yndisþokka kvikmyndastjömunnar og innri ró engilsins. Að auki var í dálkinum að finna önnur ráð, meðal annars um hvemig maður ætti að blanda sér- staka blöndu sem kæmi í veg fyrir að jólatréð felldi nálarnar. C_— i p jólatréð með blöndu frú Tumle rétt eftir að komið var heim með þaö en þegar kom fram á aðfangadag komumst við að raun um að kötturinn okkar var byriaður að missa hár svo hann hktist helst möl- étinni minkaslá þegar hann gekk um húsið. Anders hélt þvi þá fram að við vænun í þann mund að gera athygl- isverða, vísindalega uppgötvun. Hann hafði ætlað sér að gera köttinn glaðan og ánægðan fyrir jóhn og hvemig átti honum að koma til hug- ar að blandan gæti haft aht önnur áhrif á ketti en jólatré? Við vildum þó ekki láta þetta smáræði hafa áhrif á það ágæta jólaskap sem fylgdi skipulegum undirbúningi fyrir há- tíðina. Við vorum sannfærð um að jólamaturinn fyrir þá tólf sem við jólaborðið myndu sitja væri í góðum höndum. Og þar að auki vex háriö venjulega aftur á köttum missi þeir þaö. Ég fylgdi því í einu og öhu ráð- leggingum frú Tumle og lagði fallega á borðið en hallaði mér síðan upp í sófa með fegrunargrímuna. Það er enginn vafi á því að ég hefði orðið mjög fogur hefði ekki skyndi- lega verið barið að dyrum eldhús- megin svo að ég neyddist til að rísa á fætur. Þegar ég opnaði dymar stóð fyrir framan þær fullorðinn sendill sem var mjög skelkaður þegar hann sá hafragijóns- og sykurvatnsgrím- una mína. Hann rak því upp óp og rétti mér í skyndi pakka. Svo hvarf hann niður tröppurnar og var kom- inn 'næstum því alla leið niður þær þegar mér varð ljóst að í pakkanum vom tvær endur og heilmikiö af rauðum pylsum. Að sjálfsögðu var hvomgt við hæfi hjá okkur sem höfð- um búið okkur svo vel undir jólin. Ekkert getur fariö ver með fegrunar- grímu en nokkur samtöl í síma við slátrara sem segjast ekki hafa minnstu hugmynd um hver á tvær endur og þrjátíu pylsur. Loks kom það þó fram í símtali númer sex að það var fólkið á þriðju hæð sem átti að fá endurnar. Þá var maðurinn minn og bömin mín komin fram á gang til mín þar sem þau störðu á mig og hafragrjónsbrotamyndina sem sýndi vel alla andhtsdrætti _ mína. Augu þeirra lýstu svo mikilli depurð að ég fór að efast um það í fyrsta sinn hvort ráöleggingar frú Tumle ættu í raunini nokkuð erindi th mín. I I egarégtókámótijólagestun- um var andlitið á mér eins JL og ég væri nýkomin úr guf- inni í baðhúsi Kaupmannahafnar. Og roðinn var ekki horfinn þegar amma kom. Ég var ein um það í allri fjölskyldunni að geta ekki roðnað þegar hún dró hundinn sinn, Polla, inn yfir þröskuldinn. Polla og htlu tíkinni okkar, Lovísu, hefur aldrei komið vel saman. Þau eru óteljandi skiptin þegar þeim hef- ur lent saman en tilfinningar þeirra hvors í annars garð eru þó ekkert á við þá andúð sem Poti hefur á Polla og öfugt. í nokkur augnablik stóð Polh og velti því fyrir sér hvort hann ætti að ráðast fyrst á Pota eða Lo- vísu. Svo tók hann sína ákvörðun og stökk á Pota sem rauk upp í jólatré. BjöUumar hringdu, perukertin sveifluðust til og frá og börnin æptu. Þá fór Lovísa að gelta en amma stóð bara kyrr og sagði að hún hefði ekki getað annað en tekið Polla með því það væri ekki hægt að láta lítinn hund sitja einan heima á þessu kvöldi. Þegar við vorum sest inn í setustofu nokkra síðar var ekki annað að sjá en við værum öll glöð og ánægð. Ég brosti leyndardómsfuhu brosi með mínu ijóða andhti í hvert sinn sem einhver spurði um jólamatinn. Að vísu hafði frú Tumle ekki tekist að auka fegurð mína en hún hafði fært mér þá andlegu ró sem aðeins veitist þeirri húsmóður sem veit að hún hefur ekki þurft að strita frammi í eldhúsi á aðfangadag og bíður nú eftir því að sendill komi frá Egons- eldhúsi. Eftir tíu mínútur ætti ég því að geta opnað dyrnar á borðstofunni og sagt: „Gjörið svo vel.“ Og þá ætti allt að vera í lagi ef frá væri tahnn svo sem einn köttur uppi í jólatré. Fegar klukkan var að verða átta og við sáum að farið var að kveikja ljósin á jólatrján- um í næstu húsum og maturinn var enn ekki kominn var bros mitt orðið stirðara þótt það væri að minnsta kosti jafnleyndardómsfullt og fyrr. Þá bað ég manninn minn, sem var jafnábyrgur og ég, að hringja í Eg- onseldhús og biðja um hrísgrjóna- grautinn okkar og endurnar ásamt því sem þeim átti að fylgja. Pétur kom mjög vongóður úr símanum. Matseljan og þjónninn voru lögð af stað fyrir þremur tímum og áttu að- eins eftir að koma við á fáum stöðum áður en þau kæmu til okkar. Þetta ætti því allt að veröa í lagi, sagði hann og brosti. Hann var ekki enn búinn að missa þá barnalegu trú sem hann hafði á frú Tumie. Allt í einu heyrðust mikhr skruðn- ingar úr borðstofunni. Polh, hrópaði amma og hljóp þangað inn. Polli lá við hliðina á jólatrénu. Hann var að sjá sem rúllupylsa á íjórum fótum. En pylsan lá á bakinu og lappirnar stóöu upp í loftið. Frá hundinum bárust undarleg hljóð og eitthvað annarlegt stóð út úr kjaftinum á hon- um. Það voru leifamar af jólapoka sem hangið hafði á trénu'. Hvað er að sjá þig, htla lambið mitt, sagði amma. Svo bætti hún því við að hnan hlyti að hafa verið soltinn. Um leið og hún sagði þetta leit hún á mig og augnaráð hennar sagði mér.svo ekki varð um villst að Polh væri ékki einn um það að vera orðinn langeygur eftir mat. Dýralækni! hrópaði amma en kastaði sér svo yfir Polla og reyndi aö koma honum á fætur. Svo fór hún að tala um að hann væri besti og tryggasti vinur hennar. Litla systir, áagði ég, farðu niður á fyrstu hæð og segðu við Hansen lækni að þú eig- ir að skha kveðju frá pabba og segja að litli bróðir sé orðinn lasinn. Þegar dyrabjöhunni var hringt rétt á eftir vonaði ég að þaö væri verið að koma með matinn. En svo var ekki. Það var jólasveinninn. Fyrir- gefðu, sagði ég, en við báðum ekki um neinn jólasvein. Jólasveinnin var með svarta tösku í hendinni. Hann sagði að í rauninni væri hann Hans- en læknir en hann hefði bara komið eins og hann var klæddur. Hann hefði verið að rétta börnunum sínum gjafirnar. Jólasveinninn tók skeggið th hhðar og lagðist á hnén við hliðina á Polla. Þessi hundur er búinn að éta yfir sig, sagði hann. Það þarf bara að gefa honum uppsölulyf. Það vhl ekki svo th, spurði Anders þá, að þú eigir eitthvað við hárlosi hjá köttum? 17 lukkantiu varjólamaturinn I enn ekki kominn. Og nú JL JL.voru það ekki bara garnirn- ar í okkur sem gauluðu. Börnin voru farin að hrópa á gjafimar sínar svo að ég lagði th að við kveiktum á jóla- trénu. Fuhorðna fólkið var rétt búið að taka í hendurnar á börnunum og var að búa sig undir að ganga kring- um jólatréð þegar dyrabjöllunni var hringt. Jólamaturinn! hrópuðum við öh í einu, sársvöng. Pétur fór og opnaði. Hann kom þó von bráðar aftur og svipur hans sagði okkur að eitthvað væri að og hann vildi fá að tala einslega við mig. Kom maturinn ekki? spurði ég. Jú, hvísl- aði Pétur. En... Ég opnaði dyrnar fram á ganginn og gekk beint á hvít- klædda veru. Gliöðihg jóól, var þá aht í einu sagt og um leið gripu tvær hendur um axlirnar á mér. Þá varð mér ljóst að ég stóð frammi fyrir feitri, hvítklæddri konu. Á höfði hennar var matsveinshúfa en fyrir aftan hana stóð lágvaxinn, vinalegur maður í þjónsbúningi. Hann hélt á gríðarstórum kassa. Jólamaturinn! Þettta er smáseendiing frá okkkur til ykkkar! sagði hann og setti kassann upp á endann svo að ég gat heyrt endumar renna th. Nei, ekki gera þetta, hrópaði ég. Hvar hafið þið ver- ið? Hjá góóðu fóólki. Gegnumgóóðu fóólki ... sagði lágvaxni maðurinn og setti kassann ciftur upp á endann.Ég hlýt að hafa verið hörð á svipinn því að feita matseljan minnti mig á að á jólunum ættum við að verða böm á ný og svo spurði hún hvort þau leyndust ekki innra með okkur. Við vísuðum parinu fram í eldhús þar sem við hjálpuðum því viö að taka utan af hrisgrjónagrautnum og öndunum. Ég gekk síðan inn í borðstofuna til að kveikja á kertunum á borðinu sem leit nú ekki lengur út eins og frú Tumle hafði sagt að það ætti að gera. Allt æthegt skraut var horfið og marsípangrísinn, sem hafði átt að vera möndlugjöf, var nú einfættur. Líth, svöng börn höfðu etið hina þrjá fæturna. Og þegar uppsölumeðalið hafði farið að verka á Polla hafði amma gripið það sem hendi var næst th að þurrka honum um trýnið. Þar fór talsvert af baðmull sem verið hafði hluti af eftirlíkingu landslags í sveit þar sem jólasveinar voru á ferð en það hafði einmitt verið helsta jóla- skreytingin. Tj n svo var hrisgrjonagrautur- | i inn borinn á borð og litla JLm systir fékk möndluna. Henni fannst sárt að þrufa aö taka við hm- lestum jólagrís en rétt á eftir kallaði litli frændi minn, hann Martin, að hann vildi líka fá verðlaun því hann hefði fundið brúnaða kartöflu í grautnum. Mamma hans sat og horfði vonsvikin á okkur og sagði að það kæmi ekki th greina að valda litlu barni von- brigðum. Ég fór þvi og sótti tíu púð- urkerlingar sem ég hafði tekið af Anders daginn áður og sagði að Martin frændi ætti að fá þær en þó ekki fyrr en hann færi. Svo yrði hann að lofa mér að sprengja þær um leið og hann kæmi heim. Á meðan við borðuðum kalda önd með klesstu rauðkáli og sósu sem var öh hlaupin saman og það af kartöflunum sem hafði ekki lent í hrisgrjónagrautn- um, heyrði ég hræðheg hljóö úr eld- húsinu. Varfærnisleg athugun leiddi í ljós að lágvaxni maðurinn hafði dottið á gólfið. Feita konan hélt hon- um nú uppi og þrýsti honum aö sér eins og hann væri einkabarnið henn- ar. Er hún sá mig spurði hún hvort hægt væri að leggja hann einhvers staðar. Mér datt margt í hug en andi jólanna réð gerðum mínum. Jólin eru jú hátið hjartans svo ég benti á herbergið þar sem Pohi lá og hvíldi sig eftir ofátið. Þá tók matseljan öl- vaðan félaga sinn og reikaði af stað með hann. Ég leit hins vegar sem snöggvast í kringum mig í eldhúsinu sem leit út eins og það hefði sprung- iö þar sprengja. Martin frændi og Utla systir voru því sem næst sofandi er þau gengu kringum jólatréö og vöknuðu þá fyrst til lífsins er þau fóru að rífast um jólagjafir. Jóhannes frændi, sem hafði elst svo vegna rauna kvöldsins að hann virt- ist hvorki geta heyrt né séð lengur, settist á eina af grammófónplötum tvíburanna og Pétur flktaði eitthvaö við nýju vekjaraklukkuna hans afa svo að hún hætti að ganga og fékkst ekki th að hringja heldur. Þá dró mamma mig afsíðis og sagði að hún þyrfti að hvísla dálitlu að mér. Vertu ekki að segja hinum frá því, sagöi hún, því það er ekki víst að það sé rétt að gera það. Mér sýnist hins veg- ar að þetta fólk sem þú ert með í eld- húsinu hafi verið að drekka. Um leið kom amma og sagði það það sæti maður inni hjá Polla og syngi fyrir hann. Þegar klukkan var orðin tvö um nótt- ina kvöddum við jólagestina. Er hér var komið sögu grét litla systir nær látlaust því að vesalings tíkin okkar, Lovísa, hafði nagað nýju skinnhúf- una hennar. Niðri á götunni sprakk svo fyrsta púðurkerlingin hans Martins frænda um leið og þeir síð- ustu gengu niður tröppurnarr Poti kom niður úr jólatrénu rétt fyr- ir hádegi á jóladag. Er komið var fram á dag var aftur hægt að vera í setustofunni og borðstofunni og um kvöldið var eldhúsið orðið nothæft. Annan jóladag höfðum við náð svo langt að við hjónin gátum látið fara vel um okkur í setustofunni. Ég var með handavinnu en maðurinn minn las í uppáhaldsvikublaðinu sínu. Veistu það, sagði hann, að hér segir frú Tumle hvernig maður eigi að skipuleggja gamlárskvöld. En hún segir að maður verði að byrja í tæka tíð. Hann komst ekki lengra. Ég stóð upp, vafði strangann svo fast saman að lögreglukylfa hefði verið mjúk viðkomu í samanburði. Svo sló ég hann í höfuðið og hróp- aði: „Ekki skal standa á mér!“ Þýð: ÁSG. Teikning: Kirsten Raagaard. Frá og með 1. mars 1989 mega íslendingar drekka bjór án þess að brjóta landslög. Mikið er rætt um þær reglur sem settar hafa verið um inn- flutning bjórs og bjartsýnustu menn sjá fyrir sér bjórkrár á nær hverju götu- horni. En kunna íslendingarað umgangast bjór? Verður þessi breyting til batnað- ar? Hvað er góður bjór? DV birtir í Lífsstíl á mánudag viðtal við mann sem hefur mikinn áhuga á bjór. Hann hefursmakkað tæplega þúsund bjórtegundir og haldið ná- kvæma spjaldskrá yfir þetta áhugamál sitt. Hann er hafsjóraf fróðleik um bjórbruggun og bjórmenningu ann- arra þjóða og fylgist með gegnum tímarit og bækur auk þess sem hann er óþreytandi að bæta við tegundum í bjórsafnið á ferðum sínum erlendis. Bent er á góða bjórbari í löndum sem íslendingar heimsækja oft og skoðað- ar ýmsar goðsagnir um bjór. Nánar um bjór og bjórmenningu í hressilegu viðtali í Lífsstíl á mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.