Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 21
LAUO/VKDAGUK 1.7. DESEMBER 1988] os .21 Spumingaþáttur um ísland í belgíska sjónvarpinu: „Mjög athyglisveröur spurninga- þáttur um ísland veröur sýndur hjá BRT 1, flæmskumælandi stöö belg- íska sjónvarpsins, á jóladag í beinni útsendingu," sagði Kristján Bern- burg, fréttaritari DV í Belgíu. Kristj- án sagði aö hér væri um aö ræöa spurningaþátt sem hefði verið í gangi hjá sjónvarpsstöðinni 25. desember ár hvert í tuttugu ár. „í hverjum þætti er spurt um eitt ákveðið land eða landshluta og að þessu sinni er komið,að okkur," sagði Kristján. „Sjónvarpsstöðin auglýsti eftir þátttakendum sem hefðu áhuga á að svara spurningum um ísland í jóla- þættinum. Alls sóttu 36 manns og þurftu þeir að gangast undir inn- tökupróf. Eftir inntökupróflð voru valdir tveir þátttakendur," sagði Kristján. „Þeir koma síðan fram í beinni útsendingu í sjónvarpssal. Erfiðar spurningar Spurningarnar í inntökuprófinu voru mjög erfiðar. Til dæmis var spurt: Hvað er skyr, lunch, glíma, skák, goði, tölt og reykur? Öll nöfnin voru á íslensku þannig að þátttak- endur urðu að vera vel að sér í ís- lensku máli,“ sagði Kristján. „Þegar þessum hluta prófsins var lokið urðu keppendur að færa inn á ómerkt íslandskort eftirfarandi nöfn: Keflavík, Skaftafell, Skálholt, Bessa- staðir, Grímsey, Heimaey, Papey, Dalvík, Selfoss, Húsavík, Vatnajök- ull, Snæfellsjökull og Langjökull. Þá var spurt um mannanöfn: Hver var Kristján Eldjárn, Jón Sigurðsson og Leifur Eiríksson? Einnig komu spurningar eins og hvenær Lands- banki íslands var stofnaður svo og Háskóli íslands, hvaða ár kom fyrst talsamband milli íslands og annars lands. Spurt var um Snorra Sturlu- son, Halldór Laxness, Jóhannes Kjarval og Einar Jónsson og er hér þó aðeins lítið brot af öllum þeim spurningum sem þátttakendurnir 36 urðu að svara,“ sagði Kristján enn- fremur. „Það sem var kannski erfiðast fyrir keppendur var hversu lítið er til um ísland á belgískum bókasöfnum. Annar keppandinn, sem valinn var i þáttinn, sagði að það gerði þátttök- una einmitt skemmtilegasta. Peningaverðlaun Þótt keppendur fari í þáttinn af ein- skærum áhuga á landinu þá er einn- ig til mikils að vinna því í boði eru 120 þúsund íslenskar krónur handa vinningshafanum auk þess sem hann fær í verðlaun fallegar bækur um landið. Ég er sannfærður um að þátt- KLUKKU LAMPAR TILVALIN JÓLAGJÖF Rafkaup SUÐURLANDSBRAUT 4 — SÍMI: 681518 Belgar horfa á spurningaþátt í sjónvarpinu á jóladag. Að þessu sinni eru allar spurningarnar um ísland. Meðal spurninga, sem spurt var á inntöku- prófi fyrir þátttakendur, var: Hver var Kristján Eldjárn? ur þessi er einhver besta landkynn- ing sem við íslendingar getum feng- iö,“ sagði Kristján. „Sýndar eru myndir frá íslandi og vandað er til efnisins í alla staði. Ég veit til þess að sjónvarpsstöðin hefur sent heila hópa sjónvarpsfólks til íslands til að ná í efnivið. Spurningaþátturinn nefnist Van Pool Tot Evenaar, hann stendur yfir í 80 mínútur og er send- ur út kl. 18.25“ Af 36 þátttakendum var aðeins einn sem gat svarað öllu rétt en sex voru með 80% rétt svör. Sérstök dómnefnd var skipuð til að velja milli þeirra sex og varð Albert Roels kennari hlut- skarpastur. Kristján hefur undanfar- ið setið með honum pg hafa þeir í sameiningu farið yfir íslandssögu og annað viðvíkjandi íslandi. Kristján sagðist exki vita hver hinn þátttak- andinn væri enda væri ekki búiö að gefa nöfnin upp. Dreymir um íslandsferð „Albert, sem er 45 ára, er ekkert sérstaklega sigurviss þar sem hann hefur aldrei komið til íslands en hinn keppandinn hefur farið þangað nokkrum sinnum. Albert sagði mér að hann hefði allt frá því hann var barn haft mikinn áhuga á víkinga- sögum og lesið allt sem hann hefur náð í. Um tvítugt fékk hann mikinn áhuga á aö vita allt um ísland og las mikið um landið. Hann dreymdi um að komast til íslands en hefur aldrei átt kost á því. Albert sagði mér að hann hefði átt fátæka foreldra og þau hefðu verið fimmtán í heimili. „Síðan giftist ég og eignaðist sex börn og kennaralaunin hafa ekki leyft dýrar utanlandsferðir. Ég vona þó sannar- lega að ég eigi eftir að komast í ferð til íslands og er sannfærður um að það rætist einhvern tíma.““ Kristján sagði að hann væri í raun undrandi á hve Albert vissi mikið um ísland þótt hann hefði aldrei komið þangað. „Hann hefur einu sinni áður tekið þátt í þessari spurn- ingakeppni og þá var spurt um ír- land. Þar bjó Albert í tvö ár en tap- aði engu að síöur í keppninni. Und- anfarið hefur hann komiö til mín með spurningar eins og hvað er skyr, lambagras, hver var Eldeyjar-Hjalti, spurningar um stjórnmál og hin ýmsu ártöl. Ég hef mátt hafa mig allan við að vita allt það sem hann hefur áhuga á að vita og sannarlega hefur maður gott af upprifjuninni. Ég bíð spenntur eftir þættinum," sagöi Kristján Bernburg, fréttaritari DV, en hann mun segja okkur frá úrslitum þáttarins og viðtökum milli jóla og nýárs. -ELA EiUlna Bókajól lijá Tákui Golfbókín. Hentar bæði byrjendum og meist- urum i golfi. Saga golfsins rakin, reglur skyrð- ar, kennsluatriði í tækni og aðferðum á vellin- um. Fjölmargar skýringamyndir, Ijósmyndir af golfvóllum og auk þess oborganlegar gam- ansögur úr golfinu. Á míðjum vegi i mannsaldur - Ólafs saga Ketilssonar. Guðmundur Daníelsson skráir á Ijóslifandi hátt Iifshlaup brautryðjanda sem ávallt hefur farið eigin Ieiðir - á eigin hraða. Hnyttin tilsvör Ólafs hitta ávallt i mark ekki síður en óvægin gagnrýni hans. Umtöluð og umdeild metsölubók. Ástvinamissir - eftir Guðbjörgu Guðmunds- dóttur. Ahrifamiklar frásagnir tólf lslendinga af þeirri reynslu að missa nákominn ástvin eða ættíngja. Bók um sorg og sorgarviðbrögð, til- .ningaþrungin og einlæg. Astvinamissir fjall- jt um reynslu sem allir verða fyrir. Frásagnir sem láta engan ósnortinn. íslenskir nasistar. Hrafn og Illugi Jókulssynir draga upp Ijóslifándi mynd af atburðum sem legið hafa í þagnargildi i marga áratugi. Hverj- ir voru islensku nasistarnír, hvað vakti fyrir þeim og hver voru tengslin við býskaland Hitl- ers? Höfundar komust yfir merk skjöl, einka- bréf og mikinn Öölda ljósmynda sem ekki hafa birst áður. Bók sem ýmsir vildu að kæmi ekki út. a Hvora höndina viltu? - eftir Vitu Andersen. Vita Andersen er ein kunnasta skáldkona Norðurlanda og á marga aðdáendur á Islandi. Þessi nýjasta skáldsaga hennar fjallar um von- ina, hamingjuna og örvæntinguna, sögð af niu ára gamalli stúlku. Mikið listaverk sem hlotið hefur einróma Iof. Bókin var tilnefnd til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs af hálfu Dana. Hrífandi skáldsaga OÐRIMSI BÆKUR TÁIíiV Símí 621720 - Klapparstig 25-27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.