Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 22
Deildarstjóri á sviði hugbúnaðar Ratsjárstofnun óskar eftir að ráða deildarstjóra á sviði hugbúnaðar. Umsækjandi skal hafa háskólapróf í verkfræði eða tölvufræði og reynslu í að hanna og koma upp tölvukerfum fyrir rauntímavinnslu. Jafn- framt þarf viðkomandi að hafa reynslu í forritun og verkefnisstjórnun og geta unnið sjálfstætt að skipu- lagningu verkefna. Mjög góð enskukunnátta er áskil- in. Starfið hefst með u.þ.b. þriggja ára dvöl við störf erlendis til þess að taka þátt i verkefnisstjórnun við uppbyggingu nýs ratsjárkerfis. Umsóknir berist í síðasta lagi 6. janúar 1989 til: Ratsjárstofnunar Laugavegi116 Pósthólf 5374 125 Reykjavík b.t. Jóns E. Böðvarssonar. eru best þar sem þjónustan er mest! EITT TÆKNILEGASTA ÚR í HEIMI, DBC-610 Staðartími og dagsetning. 50 símanúmera minni, 9 bókstafir, 12 tölustafir. Dagsetningarvekjari. Daglegur vekjari. Reiknivél. Verð kr. 3.600,- í fíberkassa. Verð kr. 4.500,- í króm/stáli. Allar gerðir af úrum. Verð frá kr. 400,- heimstímar. i'liðurteljari. Skeiðklukka. Microljós. 12 eða 24 tíma kerfi. 24 Rafhlöðuverk. HANDSTURTUSETT Stillanlegur handdreifari, sturtustöng, barki og sápuskál. NYTSAMLEG JÓLAGJÖF VERÐ AÐEINS 1.990,- w VATNSVIRKINN HF.. ~ ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 Fjölmiðlar LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988. i' • ú fi'Jíu.ai: rnij i\- Löggu-ljós í skammdeginu Jólin og undirbúningur þeirra yfirgnæfa nú aöra hluti í fjölmiðlun. Sjónvarpsstöðvarnar sýna misjafn- lega misheppnaða þætti til þess að stytta yngstu áhorfendunum stund- irnar fram til jóla og alls kyns uppá- komur eru settar á svið til þess að draga athygli fjölmiðla að „réttum" hlutum. Þetta, ásamt hefðbundnu brasi við Austurvöilinn, er að venju aðalfjölmiðlaefnið í desember. Lögga stelur senunni Um daginn gerðist svo allt í einu dálítið sem ekki tilheyrir venjulegri desemberfjölmiðlun. Lögreglumenn í Reykjavík tóku til máls og sögðu borgurunum að þeir gætu ekki leng- ur ábyrgst öryggi þeirra á sama hátt og áður vegna þess að ekki væri tek- ið tillit til fjölmargra þátta í starfs- umhverfi þeirra, svo sem margfaldr- ar bílaeignar, stóraukins ofbeldis og vímuefnaneyslu, þegar styrkur lög- reglunnar er ákveðinn af fram- kvæmdavaldinu. Nú má segja að ekkert af upplýs- ingum lögreglumannanna hafi þurft að koma fólki á óvart, að minnsta kosti ekki þeim sem fylgst hafa með þessum málum. Samt virðist það hafa gerst og alveg sérstaklega hafa menn orðiö hissa á því að lögreglu- menn skyldu sjálfir hafa einurð til þess að leggja spilin á borðið. Það hefur verið mjög fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum manna við þessari svörtu skýrslu lögreglu- mannanna. Þau sýna meðal annars að menn í háum stólum veröa á stundum hálfringlaðir þegar undirs- átar þeirra bregða út af gamalli og troðinni leið og eru ekki tilbúnir að taka skynsamlega afstöðu í fjölmiöl- um. Fyrstu viðbrögð dómsmálaráðu- neytisins voru fálm og nöldur. Látið var í það skína að lögreglumenn hefðu rofið trúnað og sagt frá hlutum sem hefðu átt að liggja í þagnargildi. Að vísu er skiljanlegt að þessi skýrsla hafi komið illa við ráðuneyt- ið og önnur skrifstofuveldi sem enn starfa í anda kanselístílsins og miða flestar ákvarðanir við skrifborðs- rendurnar en hafa rótgróna og inn- hyggða andúð á viðhorfum þeirra sem verkin vinna. En á dögum op- innar fjölmiölunar verða menn að gæta að því sem þeir láta frá sér fara, jafnvel þótt í svefnrofunum sé. Því er farið svo mörgum orðum um þetta hér aö hér er enn eitt dæmiö um þaö hvernig nútímaíjölmiðlun kemur róti á mál sem helst hefur ekki mátt minnast á áratugum sam- an. En hvemig standast rök vald- hafanna? Trúnaður við hvern - af hverju þögn? Ekki verður hjá því komist að spyija við hvern lögreglumenn eigi að halda trúnað - yfirmenn sem þeir telja að taki rangar ákvarðanir eða fólkið sem þeir eiga að vemda? Eru þeir í störfum vegna ríkisvaldsins eða borgaranna? Auðvitað hvort tveggja, það er ljóst. Þeir era m.a. eina aflið sem hið veika framkvæmdavald okk- ar hefur til þess að halda uppi lögum og rétti á hugsanlegum óróleikatím- um. Ef þeir færu t.d. að bera á torg í fjölmiðlum skipulag, sem grípa ætti Fjölmiðlar Magnús Bjamfreðsson til á neyðarstundum í þjóðfélaginu, væra þeir að mínum dómi að fremja alvarlegt trúnaðarbrot, sem jafnvel gæti talist landráð. En ef þeir telja að þeir séu búnir að þrautreyna hefðbundnar leiðir án árangurs til þess að tryggja hag borg- aranna og séu farnir að veita þeim falskt öryggi þá er mikill ábyrgðar- hluti fyrir þá að þegja. Þeir sem til þekkja segja að það sé aðeins tíma- spursmál hvenær einhver voðaat- buröur af áður óþekktri stærð hér- lendis verði í miðbæ Reykjavíkur, vegna eftirlitsleysis löggæslunnar þar að næturlagi. Hvað myndu borg- ararnir segja ef ÞÁ allt í einu kæmu lögreglumenn fram í fjölmiðlum og segðu: „Það er langt síðan við vissum að þetta gæti gerst vegna þess að við erum svo fáir en við vildum bara ekki segja frá því!“ Hræddur er ég um að þá myndi einhver hreyta ýmsu í þá - og það með réttu. Ef lögreglumennirnir hafa talið þrautreynt að ekki fengist skilningur framkvæmdavaldsins á þeirri aukn- ingu löggæslu sem þeir telja nauð- synlega þá gerðu þeir rétt í því að fara í fjölmiðla. Eg skilyrði þessa fullyrðingu því auðvitað get ég ekki um það dæmt. En viðbrögð ráðuneyt- is við kynningu lögreglumanna á skýrslu sinni benda vissulega til þess að þar hafi menn hrokkið upp af notalegum hlundi og orðið fúlir yfir ónæðinu. Raunar ér líklegt aö margt í þess- ari skýrslu verði fjölmiðlum við- fangsefni á næstunni enda er í henni aragrúi upplýsinga. Þá hefur þaö gerst að lögreglustjórinn í Reykjavík hefur tekiö afstööu með sínum mönnum í flestum þeim atriðum sem snerta mest almennt öryggi borgar- anna svo ljóst má vera að þarna er ekki um að ræða ástæðulaust mold- viðri óánægðra undirmanna. Viðhorf til löggæslu í framhaldi af þessu er fróðlegt að virða fyrir sér afstöðu íjölmiðla al- mennt til löggæslu og löggæslu- manna og þær breytingar sem á henni hafa orðiö. Ekki þarf að fara nema svo sem aldarfjórðung aftur í tímann til þess að flnna það viðhorf í flestum fjöl- miðlum að frásögn lögreglu og skyldra yfirvalda af viðskiptum við borgarana sé í flestum tilfellum hin rétta og endanlega, nema sérstakar aðstæður væru fyrir hendi. Ekki er vafi á því aö á stundum hafa þá legið í þagnargildi útskýringar og jafnvel ásakanir fólks sem taldi sig með rök- um órétti beitt. Með opnari ijölmiðlun hefur orðið á þessu breyting. Frásagnir löggæslu eru ekki lengur taldar hinn endan- legi sannleikur og þeir sem eiga í útistöðum við lögregluna fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Hins vegar flnnst mér þarna á stundum veröa „slys“ í fjölmiðlun undir yflrskini frelsisins. Enda þótt löggæslumönnum geti vissulega orö- ið á eins og öllum öðrum verður að hafa í huga að í langflestum tilfellum hefur lögregla afskipti af fólki vegna þess að það hefur brotið lög og mál þess bíður dóms. Margt af þessu fólki á ljótan feril að baki og hefur mis- þyrmt saklausu fólki eða ógnað ör- yggi þess með gáleysi, t.d. vítaverð- um akstri. Oft er þetta fólk viti sínu íjær af ölvun eða neyslu annarra vímuefna og stofnar eigin öryggi og annarra í hættu, þegar lögreglan kemur til skjalanna. Samt virðast sUmir íjölmiðlar ávallt taka afstöðu með þessu fólki, hvernig sem ástatt er. Lögreglan er gerð að vondu mönnunum, skálkarnir heiöraðir. Þetta held ég að sé býsna háskaieg stefna, ef öryggi borgaranna er haft að leiðarljósi. Lögreglan á aö hafa aðhald frá fjölmiðlum en það má ekki snúast upp í andhverfu sína, ekki verða til þess að hvetja skálk- inn, ekki verða til þess að hvaða þrjótur sem er geti logið að vild sinni í íjölmiðlum til þess að ná sér niðri á lögreglumönnum sem voru að gera skyldu sína. Skylt er að taka fram að hér eiga ekki allir Ijölmiðlar skammir skild- ar. Óþarft er að nafngreina þá er betur standa sig, sem betur fer ná þeir til flestra íjölmiðlaneytenda. Ég held að á jiessu sviði eins og raunar mörgum öörum sé kominn tími fyrir fjölmiðlamenn að hugsa sinn gang^og gera sér grein fyrir því að hvað sem allri sölu líður þá er þeirra hlutverk það að veita neytend- um sínum sannar og réttar fréttir en ekki að hreykja sjálfum sér á ann- arra kostnað í misskilinni sjálfum- gleði. Eru þeir í störfum vegna rikisvaldsins eða borgaranna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.