Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988. Meiming Að átta sig á ævinni? Líf Bryndisar Schram hefur veriö viðburóaríkt. En var kominn timi til að Sjálfsagt geta margvíslegar ástæð- ur legið að baki því að fólk (úr deildinni þjóðkunnir íslendingar) ræðst í að skrásetja æviminningar sínar og gefa út: löngun til að reisa sér óbrotgjarnan minnisvarða; löngun til að gera tilveru sína áþreifanlegri af því að hún hefur revnst óræð og illhöndlanleg hrein merkingarleit sem sagt: löngun til að hreinsa mannorö sitt; frásagn- argleði: gróðavon. í viðtali i síðasta hefti Mannlífs segir Guðbergur Bergsson bæði í gamni og alvöru að fólk ætti að skrifa ævisögur sínar miklu fyrr en tíðkast: ..Það áttar sig á ævinni meðan það skrifar og þess vegna ætti fólk að gera það meðan það er í fullu fjöri. þá lærir það með lífið fram undan." Tómas Jónsson. Met- sölubók (1966) eftir sama Guðberg er i eina röndina skrumskæling á þessari tegund bókmennta og þar er Tómas sagður gæddur „þeirri óumræðilegu sjálfselsku sem þarf til að yfirstígablygðunina sem fylg- ir þvi að skrifa um sjálfan sig." Þessar staðhæfmgar má allténd heimfæra upp á „uppgjörssögur" fólks á besta aldri. fólks sem stend- ur á tímamótum. lendir í „krísu" og finnur hjá sér brennandi þörf til að fara í naflaskoðun og deila henni með þjóðinni. Skýrasta dæmiö um þess háttar bók í ár er náttúrlega bók Ingva Hrafns Jóns- sonar, fyrrverandi fréttastjóra, og skemmst er að minnast uppgjörs Höllu Linker. metsölubókarinnar frá í fyrra. Bæði óvenjulegt og dæmigert En hvað með lífssögu Bryndísar Schram? í viðtölum hefur hún lýst því yfir að hún hafi ráðist í bókar- samninguna vegna hvatningar og þrýstings af hálfu forleggjarans. Og víst er um að mörg bókin væri óskrifuð án slíks þrýstings. Þá vaknar sú spurning hvort Bryndís hafi verið fyllilega reiöubúin til að takast þetta verk á hendur eða hvort þóknunarlöngunin hefur vegið þyngst á metunum, sbr. orð hennar sjálfrar: „Auk þess hafði ég og hef alltaf haft mikla ánægju af því að þóknast fólki, láta því líða vel; því meiri ánægju sem það er önugra og andsnúnara. Kannski er þetta „masochismi'? einhvers kon- ar sjálfspíning?'' (113) En hér verð- ur auövitað fleira að koma til. í eftirmála bókarinnar veltir skrá- setjari hennar, Ólína Þorvarðar- dóttir, fyrir sér tilgangi endur- minningabóka af þessu tagi og seg- ir: „Og þá erum við komin að kjarna málsins. Saga hvers einstaklings er gersemi út af fyrir sig, í gegnum hana má lesa og læra ótalmargt um þá tíma sem viðkomandi hefur lif- að. í nútíð eða fortíð. Slík saga get- ur líka kennt okkur ýmis sannindi um eigindir „manneskjunnar", hún færir okkur nær sannleikan- um um lífið." (267) Gott 'og vel. En veldur hver á heldur. Eg er þó þeirrar skoðunar að u.þ.b. helmingur þeirra endur- minningabóka sem hér hafa komið út á undanfórnum árum segi harla fá „sannindi um eigindir „mann- eskjunnar'"' eða þá tíma sem við- komandi einstaklingur hefur lifað vegna þess að þær hafa mestmegn- is verið upptalning ytri atburða í lífl viðkomandi. Þar hefur skort bæði einlægni og innsæi. Auk þess er látiö í veöri vaka að viðkomandi Bókmenntir Jóhanna Sveinsdóttir bækur byggi á „staðreyndum", innihaldi „sannleikann". Slíkt get ég ekki tekið undir þar sem ég fylli flokk þeirra sem líta svo á aö liðna ævi sé ekki hægt að endurskapa nema með ákveðinni tegund af skáldskap. Og slíkt er bara ekki öllum gefið. Óhætt er að fullyrða að líf Bryn- dísar Schram, sem nú stendur á fimmtugu, hafi verið býsna við- burðaríkt, bæði fyrir þaö hversu mörg störf hún hefur haft með höndum, allt frá því hún varö prímadonna á sviði Þjóðleikhúss- ins á menntaskólaárunum, en einnig fyrir storma- og umhleyp- ingasaman feril eiginmannsins, Jóns Baldvins. Þar að auki stund- aði Bryndís bæði leiklistar- og há- skólanám og kom íjórum börnum til manns. Vel af sér vikiö! Segja má að lífshlaup Bryndísar sé bæði óvenjulegt og dæmigert fyrir íslenskar konur á hennar reki: óvenjulegt vegna fjölbreytn- innar og þess hve mikið hún hefur verið í sviðsljósinu af ýmsu tilefni, dæmigert vegna þess aö hún til- heyrir fyrstu kynslóð íslenskra kvenna sem yfirleitt hefur notið menntunar og ekki einvörðungu unniö heimili og börnum heldur jafnframt úti á vinnumarkaðinum, bæöi vegna aukins frumkvæðis og áhuga þeirra sjálfra á námi og störfum, en eins vegna þess að ís- land er slíkt láglaunaland aö oft er ógerlegt aö framfleyta fjölskyldu með tekjum einnar fyrirvinnu. Því geta fæstar konur valiö á milli þess að vera heimavinnandi eða úti- vinnandi. í þessu tilviki erum við á það minnt aö fólk í „góöum stöö- um“ eins og Bryndís og Jón er oft að basla viö það iangt fram eftir fimmtugsaldri aö koma sér upp þaki yfir höfuðið! Togstreita og samviskubit En þessar flóknu aðstæður geta auðvitað valdiö gríðarlegri tog- streitu hjá þeim konum sem í hlut eiga, ásamt ómældu samviskubiti. skrifa ævisöguna? DV-mynd GVA Þetta tvennt, ásamt „ástinni", eru einmitt rauðu þræðirnir í lífssögu Bryndísar Schram. Hvað eftir ann- aö ásakar hún sjálfa sig um ábyrgö- arleysi, eigingirni og blindni gagn- vart þörfum eiginmanns og barna þegar hún t.a.m. fór frá þeim kvöld eftir kvöld til að leika eða dansa eða út í lönd á námskeið eða til að vinna: „Nágrannarnir sögðu mér seinna að þeir hefðu stundum heyrt hana (Aldísi, elsta barniö) gráta og kalla á mömmu. Auðvitað var ég ábyrgðarlaus og eigin- gjörn.“ (101) „Þaö helltist yfir mig dapurleiki ... Það dró skugga fyrir sólu þótt hvergi sæi ský á himni. Af hverju var ég víðs fjarri, þegar hann þarfnaðist mín mest?“ (226) Bryndís hefur m.a.s. haft sam- viskubit yfir því að vera falleg, enda hefur hún oft beinlínis verið látin gjalda þess, samanber írafárið út af „pabbatíma“ Sjónvarpsins hér um áriö. Eftir að hafa hreppt titilinn Ungfrú ísland og hlotið bréflegar skammir frá fiarstöddum unnusta sínum segir Bryndís: „Ég skammaðist mín jafnvel fyrir aö vera falleg. Þetta eru snotrar umbúðir, hugsaði ég, en utan um hvað? Kannski hef ég alla tíð síðan verið að sanna umheiminum að ég væri eitthvað annað og meira.“ (69) Það ætlunarverk hefur ekki gengið þrautalaust. Oft kvartar Bryndís undan feimni, öryggis- • leysi, sjálfsóánægju, afbrýðisemi í garð eiginmanns og samstarfsfólks hans. Akveðin tímamót verða í lífi hennar veturinn 1976-’77 þegar hún gegnir embætti skólameistara Menntaskólans á ísafirði í fiarveru Jóns Baldvins: „Þessi vetur skipti sköpum í lífi mínu. Það var eins og loksins kæmi ég heim aftur, heim til sjálfrar mín. Ég varð aftur eins og ég átti að mér þegar ég var átján ára. Sjálfstæð, frjáls og öfundarlaus. Eg hafði kynnst sjálfri mér þennan tíma sem ég var ein og óstudd. Nú gat ég nálgast Jón Baldvin á jafnréttis- grundvelli. Ekkert gæti skyggt á samband okkar úr þessu. Aðskiln- aðurinn hafði fært okkur nær hvort öðru.“ (184) Þetta var eitt tímabil af mörgum sem Jón og Bryndís voru aðskilin og ekki verður annað séð en að- skilnaðurinn hafi yfirleitt orðið til að skerpa ástina. Dæmigerðum endurfundum er lýst svo: „Hann var ómótstæðilegur og á svipstundu gleymdist allt sem var liöið. Viö vorum aftur tvö ein.“ (101) Á öðrum stað segir: „En hvaö er ástin? Ekkert annað en eigingirni, segja sumir; um- hyggja fyrir öörum sprottin af sjálfselsku. Bryndís ber það ekki við að skilgreina eigin kenndir; hún lét stjórnast af óskilgreindum tilfinningum án þess að láta að sér hvarfla að gefa þeim heiti.“ (121) Eins og grautur í kringum heitan kött Mér virðist sem lífssögu Bryndís- ar sé sumpart ætlað að vera upp- gjör við helstu hlutverk hennar í lífinu, svo og eigin tilfinningar og hvatir, en öðrum þræði „spegill tímans", einkum hvað varðar stjórnmálin. Hún gerir sér far um einlægni svo langt sem það nær, en kafar að mínu viti ekki nógu djúpt. Frásögnin er mestmegnis snyrtileg tíundun atburða, manna og málefna, brotin upp af stuttum hugleiðingum eða ,játningum“ eins og dæmi voru tínd til um hér að framan. Þá eru birt' talsvert mörg brot úr sendibréfum þeirra hjóna, og annarra, og e.t.v. má til sanns vegar færa að sendibréf Jóns Baldvins séu sá þáttur bókarinnar þar sem mestrar stílfimi gætir og þarf það engum að koma á óvart. Mér sýnist Bryndís ekki gera nóg af því að „skilgreina eigin kennd- ir“ til að gera frásögnina verulega minnisstæða og/eða lærdómsríka. Einkanlega finnst mér hún oft fara kringum ástina eins og grautur í kringum heitan kött, en sú samlík- ing finnst mér eiga ágætlega við hér þar sem sá heittelskaði er Jón Baldvin, hæstvirtur utanríkisráð- herra! Þar af leiðandi eru ýmsar lýsingar sem ástinni tengjast nokk- uð klisjubornar og segja lítið um „eigindir manneskjunnar“, sam- anber: „Það var líka eitthvað annað sem togaði í mig. Eitthvað voldugt og ómótstæðilegt. Ástin. Þessi hrika- lega allt umvefiandi ástríða. Og jafnframt óttinn.“ (73) Kannski var „réttur uppgjörs- tími“ ekki runninn upp í lífi Bryn- dísar, kannski var vinnslutími bókarinnar ekki nógu langur og samfelldur, enda fór hann saman við stormasöm stjórnarslit þar sem hún kom óhjákvæmilega mikið við sögu. Og ýmislegt er þversagnakennt á síðum þessarar bókar, eins og und- ir lokin þar sem margþráð „frelsi" virðist fara saman við hlutverk utanríkisráðherrafrúar: „Ég hef það á tilfinningunni að í þessu nýja ráðuneyti séu gerðar meiri kröfur til mín en áður. Ég þarf ekki bara að vaka og bíða og vera góð. Nú þarf ég að sjást, vera tilhöfð, eiga góða skó, helst meira en eitt par. Vera gestgjafi, halda uppi samræðum, ferðast, vera allt- af í toppformi. Og ég er til reiðu. Hef nógan tíma. Nú er ég orðin frjáls, barnlaus á ný alla vega þetta árið. Hef enga fasta vinnu sem stendur." (249) Það er vandasamt að átta sig á ævinni í miðjum stormi sinnar tíð- ar. Eftir lestur bókarinnar er ég ekki viss um að Bryndís sé „komin heim til sjálfrar sín“... Hvað sem þvi líður er lífssaga hennar býsna góð heimild um fiölþætt og mót- sagnakennd hlutverk margra kvenna á vorum dögum þar sem samhæfing án samviskubits er nánast ógerleg. Jóhanna Sveinsdóttir Bryndís Lifssaga Bryndisar Schram rituð af Ólinu Þorvarðardóttur Vaka Helgafell, 1988. Samstarfskonurnar Bryndís Schram og Ólína Þorvarðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.