Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988. Handknattleikur unglinga___________________________dv Er HSÍ að sofna á verðinum? - lítið hefur verið um að vera hjá unglingalandsliðunum Ekki veröur annað sagt en aö frek- ar dauft hafi veriö yfir unglinga- starfi HSÍ í vetur. Engar æfingar hafa verið í vetur hjá 16 ára og 18 ára landsliðum karla en 21 árs lands- liöiö æföi i mjög stuttan tíma fyrir Xoröurlandamótiö sent italdiö var í Færeyjum fyrr í vetur enda árangur eftir því. Þá mun 20 ára landsliö kvenna hafa verið viö æíingar í tvær vikur fyrir Xorðurlandamótið sent háö var fyrir skemmstu en önnur kvennalandsliö hafa ekkert æft. Þó aö fjárhagur HSÍ sé frekar slæmur er þaö engin afsökun aö haida ekki úti æfingum og reyna ekki aö semja við féiögin um æfmga- leiki. Xúna um jólin ætti aö vera hægt aö fá næga tíma í íþróttahúsum úti um allt land til aö stunda æfingar og ættu HSÍ-menn aö nota þetta tæki- færi til þess að kalla landsliðin sarn- an og stunda æfingar af kappi þvi ekki stendur á leikmönnum aö byrja. Árangur hjá unglingalandsliðunum hefur ekki verið nægilega góöur aö undanförnu og því mikilvægt að tek- iö sé á þessum málum með festu. því unnendur handknattleiks sætta sig engan veginn viö fjóröa sætiö á Norö- urlandamótum aftur og aftur. Skapa veröur unglingalandsliöun- um ntiklu fieiri verkefni og veröur aö telja þaö framkvæmdaleysi hjá stjórn HSÍ þvi að i 5. grein reglugerð- ar HSÍ um landsliðsnefndir er sagt aö landsliðsriefndir yngri landsliða skuli vinna aö fláröflun til fjármögn- unar á starfsemi viökomandi lands- liös og skulu kraftar viökontandi leikmanna nýttir til þessa undir yfir- stjórn gjaldkera HSI þannig aö ekki konti til árekstra á milli hinna ein- stöku liöa. Fjárskortur er því engin afsökun fyrir þvi hvernig málum er nú háttaö. Að sögn Hilntars Björnssonar, sem hefur yfirumsjón meö karlalandslið- ttnum, stendur til aö halda fund nú fljótlega og ræða hvernig æfingum veröur háttaö. Fjármagn er ekki fyr- ir hendi og erfitt var aö finna menn til þess að starfa í unglingalandsliðs- nefndum en þaö mál er þó leyst nú. • Reiknað er meö aö 16 ára lands- liðiö æfi núna unt jólin því ákveðið er aö fara til Hollands á Benelux mótiö í apríl næstkomandi. Þjálfari 16 ára landsliðs karla er Steindór Gunnarsson. • Hilmar sagöi aö meiningin heföi verið aö fara nteö 18 ára liðið til Dan- merkur milli jóla og nýárs en ekkert yrði af þeirri ferö. Hann átti von á aö æfingar hæfust fljótlega en ekki væri vitað um nein verkefni fyrir liö- iö. Liöið æföi i sumar í tvær til þrjár vikur fyrir ferö til Ítalíu. Þjálfari þessa liös er Gunnar Einarsson. Landsliö karla, skipað leikmönn- um 21 árs og yngri, tók þátt í Norður- landamóti fyrir stuttu og hafnaði í 4. sæti, liöiö byrjaði allt of seint aö æfa fyrir þetta mót. Þetta landslið ntun taka þátt í undankeppni heims- meistaramótsins í mars eða apríl og vonandi nota menn hléið vel á meöan 1. deildin liggur niðri vegna B-heims- meistarakeppninnar í Frakklandi. Þjálfari liðsins er Jóhann Ingi Gunn- arsson. Þessi landsliö koma til meö aö mynda landslið íslands á heims- meistarakeppinni sém haldin verður hér á landi 1995. HSÍ verður að halda mjög vel á málunum til þess aö ísland hafi sem sterkustu landsliöi á aö skipa þegar þessi keppni fer fram. Guðríöur Guöjónsdóttir þjálfar 16 ára landsliö kvenna. Liðið hefur ekk- ert æft í vetur og ekki er vitað um nein verkefni framundan. • Kristján Halldórsson, sem er að- stoðarmaður Slavko Bambir, sagði aö mjög erfitt hefði verið aö fá æfing- ar fyrir landsliö kvenna, skipaö leik- mönnum 19 ára og yngri, fyrir Norð- urlandamótið sem háö var í lok nóv- ember. Ekkert hlé hefði veriö gert í 1. deild kvenna og því erfitt að finna tíma fyrir æfingar. Hann sagði fyrir- hugað væri að taka þátt i undan- keppni HM í sumar. Reiknaö er meö æfingar fyrir þessa keppni byrji í janúar því þá kæmi hlé í Islandsmót- iö hjá meistaraflokki kvenna. HSÍ hefur gert margt gott í ungl- ingastarfi á undaníornum árum en þetta starf verður að halda áfram á fullum krafti. Skapa verður öllum landsliöum íslands næg og verðug verkefni þannig við eigum í framtíð- inni sterk landslið sem við getum verið stolt af. íslenska liðið, sem tók þátt Norðurlandamótinu í Finnlandi, viö setningarathötnina. DV-mynd Hjördís Nokkrar af leikmönnum íslenska liðsins stilla sér upp fyrir Ijósmyndara. DV-mynd Hjördís Stund milli stríða. Islenska liðið fylgist með andstæðingum sínum. DV-mynd Hjördís - íslenska liðiö í fjórða sæti Dagana 25.-27. nóvember tók landslið íslands, skipaö leikmönnum 19 ára og yngri, þátt í Norðurlanda- móti stúlkna. Mótið var haldið í Hanko í Finnlandi. Auk íslenska liðs- ins tóku þátt landslið Noregs, Sví- þjóöar, Danmerkur og Finnlands. Fyrir mótiö var búist viö þungum róöri hjá íslenska'liöinu því vitað var aö Norðmenn og Danir höfðu á að skipa mjög sterkum liöum. Sem dæmi má nefna um styrk norska liðs- - - ins aö tvær stúlkur tóku þátt í ólymp- íuleikunum Seoul í sumar. íslenska liðið mætti því finnska í fyrsta leik, okkar liði tókst aö vinna leikinn. íslenska liöiö tapaði stórt fyrir Normönnum og Dönum í riæstu leikjum en leikurinn á móti Svíum tapaöist, 21-17. Það sem háöi íslenska liöinu fyrst og fremst var kraftleysi. Liöið spilaöi fyrri hálfleikinn yfirleitt nokkuö vel en skorti kraft og úthald í seinni hálfleik. Aö sögn Kristjáns Halldórs- sonar. aðstoöarþjálfara liðsins, leggja sum íslensk lið ekki nægilega áherslu á úthaldsþjálfun og því séu margar stúlkur ekki nægilega vel undir svona stórmót búnar. Þaö voru Norömenn sem tryggöu sér sigur á mótinu. Liöiö vann alla leiki sína þar nema einn. í síöasta leiknum geröu stúlkurnar jafntefli á móti sænska liðinu og það dugöi þeim til sigurs. Danir uröu í ööru sæti, Svíar í því þriöja, íslendingar í lentu í íjóröa sæti og heimamenn ráku lestina því finnska liðið tapaöi öllum leikjum sínum á mótinu. Aö sögn forráðamanna íslenska liðsins var framkvæmd og aðstaða eins og best verður á kosið. Handboltaskóli Gróttu Handboltaskóli Gróttu verður starfræktur í íþróttahúsi Seltjarn- arness milli jóla og nýárs, dagana 26.-30. des. Æfingar verða fimm sinnum í viku í 75 mínútur í senn. Leið- beinandi verður Gauti Grétarsson, handbolta- og sjúkraþjálfari. Skólinn er hugsaöur fyrir krakka á aldrinum 5-14 ára, bæöi stráka og stelpur, Skipt verður í hópa eftir aldri. Þátttökugjald er kr. 1.000. Upplýsingar og innritun fer fram í síma 611133 milli klukkan 17 og 19, dagana 12. til 14. desember og einnig 19. og 20. desember. Síofnaöur veröur byrjendaflokk- ur fyrir krakka 5-7 ára eftir áramót ef næg þátttaka fæst. Norðmenn Norðurlanda- meistarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.