Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 40
LAUGARDA'GUR 17. DESÉMÖÖIW988:! Lífsstfll__________________________________________ Hótel í eigu íslendings í Englandi Sögufrægur kastali sem breytt var í hótel Fyrir um það bil sjö mánuðum hóf Magnús Steinþórsson gullsmiður rekstur hótels sem staðsett er í Tor- quav á suðvesturströnd England. Hann haföi keypt hótelið nokkru áður og vöktu kaup hans mikla at- hygli hér heima. Það er ekki algengt að íslendingar. sem eru búnir aö koma sér vel fyrir hér heima. brjóti allar brýr að baki sér og fari út í atvinnurekstur í út- löndum þar sem samkeppnin er geysilega hörð fyrir. Það vakti einnig athygli að hótelið sem Magnús keypti var ekkert venjulegt hótel. heldur var um að ræða frægan og gamlan kastala sem Magnús Steinþórsson, hóteleigandi íTorquay, er hér fyrir framan hótel- ið. er verndaður af breska ríkinu. Getur Magnús engar breytingar gert á hús- inu innan sem utan án þess að breska þjóðminjasafnið samþykki þær. Saga hússins er mjög merkileg. Það er byggt fyrir 140 árum af einum þekktasta húsameista sem Englend- ingar hafa átt, William Froude. Það er sérstaklega stigi einn sem liggur í gegnum húsið er setur sterk- an svip á innréttingu kastalans og vekur sá stigi yfirleitt mikla athugli hjá gestum þegar komiö er inn í hús- ið. Þennan stiga og húsið í heild hefur frægasti sakamálahöfundur aldar- innar Agatha Cristie notað í fleiri en eina af sögurn sínum. meðal annars hina þekktu skáldsögu Tíu litlir negrastrákar. Skýringin er sú að hún bjó rétt hjá Manor House sem ungl- ingur og ung kona og kynntist heim- ilsfóiki nokkuð. Þessa uppgötvun gerði Magnús eftir að hann flutti í kastalann. Þetta var ekki eina uppgötvunin sem Magnús gerði. Þegar breytingar á herbergjum stóðu yfir og verið var að rifa veggfóður af veggjum kom í ljós herbergi sem enginn hafði vitað um. Herbergi þetta er stórt og hafði greinilega enginn komið þangað inn í langan tíma. í gólfi herbergisins er gríðarþung laus plata sem ekki var hægt að lyfta upp með handafli. Enginn veit hvað er undir þessari plötu. Það þarf meira en mannafl til að lyfta henni. Magnús áætlar þó í náinni framtið að sjá hvað leynist undir plötunni. Manor House er verndað húsnæði og því komu fræðimenn frá breska þjóðminjasafninu þegar herbergið uppgötvaðist, enda má Magnús ekki breyta neinu nema þjóöminjasafniö breska samþykki. Þeir voru að von- um mjög hissa, og um leið spenntir enda þetta herbergi ekki til á neinum teikningum að húsinu. Fjögur hundruö íslendingar komu í sumar Magnús var hér heima fyrir stuttu. í stuttu spjalli við DV sagði hann að vandamálin hefðu verið mörg til að byrja með. Hótelið hafði verið rekið af breskum sérvitringi sem vildi eng- ar breytingar, tók ekki greiðslukort og hafði bannað börnum aðgang að hótelinu. Það þurfti því fyrst að taka hvert einasta herbergi í gegn, þau voru í slæmu ástandi og gátu ekki tahst boðleg. Þau þurfti að búa nútíma- þægindum sem þykja sjálfsögð á góð- um hótelum í dag. Kostnaður varð Það sem vekur mesta athygli þegar gengið er inn í Manor House Hotel er þessi forláta stigi sem er hin mesta völundarsmíð og má þekkja lýsingu á honum og húsinu í heild í einstaka bókum eftir Agöthu Christie. Ferðatrygging: Nauðsynlegur ferðafélagi - kostar frá tæpum hundrað krónum á dag Ferðatrygging er eitt af því sem sérhver ferðamaöur ætti aö hafa í farteskinu þegar haldið er til út- landa. Dæmin um gagnsemi slíkrar KLUKKU LAMPAR TILVALIN JÓLAGJÖF Rafkaup SUÐURLANDSBRAUT 4 — SÍMI: 681518 tryggingar eru allt of mörg til að hægt sé að réttlæta það að hafa gleymt henni. Að sögn starfsmanna þriggja tryggingafélaga, sem DV ræddi við, er alltaf töluvert um að almenningur kaupi sér ferðatrygg- ingu áður en farið er utan. Einhver samdráttur mun þó hafa orðið í sölu ferðatrygginga á undanfórnum mán- uðum. Ástæöan mun vera sú að þeir sem greiða farseðla sína með greiðslukortum eru um leið tryggðir fyrir ýmsum skakkaföllum á ferða- lögum sínum, hvort sem það eru slys, sjúkdómar eða annaö. Feröatryggingar kosta mismikið eftir því til hvaöa landa er ferðast. Sama verð gildir fyrir ferðalög til allra Evrópulanda en dýrara er að tryggja sig ætli menn að halda lengra, eins og til Asíu eöa Ameríku. Hvað Bandaríkjunum viðvíkur hleypir hár sjúkrahússkostnaður þar í landi tryggingaverðinu upp. Tryggingafélögin bjóða yfirleitt sérstaka ferðatryggingarpakka en hægt er einnig aö kaupa hveija ein- staka tegund tryggingar sér, hafi menn t.d. líftryggingu eða aðrar tryggingar sem ná yfir hluta þess sem er í ferðatryggingarpakkanum. Til að gefa lesendum hugmynd um kostnað við ferðatryggingar settum við upp dæmi um tvenns konar íjöl- skyldur sem ætla í fri til útlanda. Annars vegar er um að ræða hjón með tvö börn og hins vegar hjón án barna. Dæmi eru tekin af ferns konar ferðalögum í báðum tilvikum, 1-8 daga ferð um Evrópu, 16-22 daga ferð um Evrópu og sams konar ferðum til Bandaríkjanna. Ferðatryggingarpakki hjá Al- mennum tryggingum inniheldur eft- irfarandi: dánar- og örorkubætur upp á 1,5 milljónir króna, dagpeninga upp á 7500 kr. á viku, með tveggja vikna biðtíma, sjúkrakostnað upp á 500 þúsund kr. og farangurstrygg- ingu upp á um 200 þúsund kr. Eyrir hjón með tvö börn, sem ætla í 1-8 daga Evrópuferð, kostar slíkur pakki 3165 krónur; fyrir 16-22 daga ferð er verðið 5360 kr. Hjón án barna borga 2455 kr. í tryggingar fyrir skemmri ferðina en 4209 kr. fyrir hina lengri. Ætli hjón með tvö börn til Banda- ríkjanna kostar 1-8 daga trygginga- pakki 5229 kr. en 8662 kr. fyrir 16-22 daga. Barnlaus hjón borga 3487 kr. annars vegar og 5860 kr. hins vegar. í tryggingum barnanna eru engir dagpeningar og dánarbætur eru 100 þúsund krónur. Aðrar bætur eru hinar sömu. Samvinnutryggingar bjóða upp á það sem þeir kalla samsetta ferða- tryggingu. Hún innifelur dánarbæt- ur upp á 500 þúsund kr., örorkubæt- ur upp á eina milljón, dagpeninga upp á 5 þúsund kr. á viku, með tveggja vikna biðtíma, sjúkrakostnað upp á eina milljón og farangurstrygg- ingu upp á 100 þúsund kr. í farang- urstryggingunni er eigin áhætta 25% Manor House Hotel er virðulegur 140 ára gamall kastali sem telst til vernd- aðra húsa á Bretlandseyjum. því fljótt meiri en áætlað hafði veriö. Aðsókn að hótelinu í sumar hefur verið með besta móti og nálægt eins mikil pg Magnús hafði vonast eftir. Voru íslendinar fjölmennir og virt- ust kunna vel við sig í fomum kast- ala. Fjögur hundruð íslendingar dvöldu hjá Magnúsi í Manor House í sumar og segir Magnús að enginn hafi yfirgefið sig óánægður og sjálfur hafi hann verið mjög ánægður með íslensku gestina sína og hyggur hann á samstarf við Flugleiði og íslenskar ferðaskrifstofur næsta sumar. Feröin frá London til Manor House tekur íjórar klukkustundir með lest. Nokkuð var um að íslendingarnir er dvöldu á hótelinu kæmu á eigin veg- um, annaðhvort með lest eða í bíl. Mestmegnis var það fjölskyldufólk og golfarar en þeir hafa heimsótt Magnús reglulega frá því hann hóf hótelreksturinn, enda góðir golfvell- ir í nágrenninu og ódýrt að leika golf ef miðað er við verð á sólar- ströndum. Torquay er sumardvalarstaður og er borgin oft kölluð enska riverian. Eins og er um flesta sumardvalar- staði þá dofnar yfir öllu mannlífi á veturna. Magnús verður því að haga hótelrekstri sínum öðruvísi yflr vetr- armánuðína. Lítið er um að vera í ferðamanna- málum. Magnús sagði að veðursæld- in í Torquay væri samt slík að um helgar væri mikið um að fólk kæmi og dveldi í tvo til þrjá daga. Til aö mæta litlum straumi ferðamanna og hámark bóta fyrir einn hlut eru 25 þúsund. Ef einhver hluti farang- urs er dýrmætari verður að tryggja hann sérstaklega. Trygging fyrir einnar viku ferð til Evrópu kostar 1061 kr. á mann. Börn yngri en 15 ára borga helming þeirr- ar upphæðar en á móti kemur aö dánarbætur eru 100 þúsund kr., far- angur er tryggður fyrir 50 þúsund og dagpeningar eru engir. Hálfsmán- aðartrygging kostar 1397 kr. á mann og 1730 kr. í þrjár vikur. Fari menn til Bandaríkjanna kost- ar 1816 kr. á mann aö tryggja sig í eina viku. í tvær vikur kostar það 2417 kr. og 2995 kr. í þrjár vikur. Sjóvá býður upp á tvo valkosti í ferðatryggingum. í þeim fyrri eru dánar- og örorkubætur 1,5 milijón krónur, dagpeningar eru 7500 kr. á viku, meö tveggja vikna biötíma, sjúkrakostnaður 600 þúsund og far- angurstrygging 90 þúsund. í hinum valkostinum eru dánar- og örorku- heföi hann tekið stefnuna á að reka hótelið sem veitingastað og leggja sérstaka áherslu á að fá hópa til ráð- stefnuhalds. Þegar hafa komið hópar frá London er hafa látið vel af aðstöðunni og tel- ur Magnús þar vera framtíðarmark- að fyrir sig að vetri til. Magnús hefur lagt áherslu á að hafa íslenskan mat á boðstólum, bæði fyrir hótelgesti og fyrir ráð- stefnugesti og hefur sú tilhögun vak- ið hrifningu Englendinga og var er- indi Magnúsar til íslands meðal ann- ars það að reyna að fá keypt íslenskt lambakjöt. Það erindi gekk aftur á móti ekki átakalaust. Honum var boðið að kaupa tíu tonn eöa ekkert. Um framtíðina sagði Magnús að hann myndi leggja áherslu á að fá íslendinga til sín. Þeir sem hefðu heimsótt hann hefðu verið ánægðir með hótelið og það sem Torquay býð- ur ferðamönnum upp á. Manor House Hotel stendur á hæð þar sem hægt er að sjá vítt yfir Tor- quay og nágrenni. Baðströndin er í tvö hundruð metra fjarlægð. Veður- sæld á sumrin er mikil í Torquay og margt hægt aö gera. Áður hefur verið minnst á góða golfaðstöðu. Sögufrægir staðir eru einnig • margir í nágrenninu að ógleymdri baðströndinni sem heillar marga. Magnús sagði að lokum aö allir íslendingar væru velkomir. Væri hægt að fá nánari upplýsingar meö að hringja beint til hans á hótel- ið eða á ferðaskrifstofum. -HK bætur 2,5 milljónir, dagpeningar 12500 kr. á viku, sjúkrakostnaður ein milljón og farangurstrygging 90 þús- und krónur. Hjón með tvö börn, sem ætla 1-8 daga ferð til Evrópu, borga 4390 kr. fyrir fyrri valkostinn en 6134 kr. fyr- ir þann síðari. Samsvarandi upp- hæðir fyrir 16-22 daga ferð eru 6940 kr. og 9872 kr. Barnlaus hjón borga 2902 kr. fyrir ódýrari valkostinn í 1-8 daga ferð og 3952 kr. fyrir þann dýr- ari. Trygging fyrir 16-22 daga ferð kostar 4552 kr. annars vegar og 6316 kr. hins vegar. Tryggingar fyrir Ameríkuferð eru að vanda dýrari. Hjónin með börnin borga 5958 kr. eða 8742 kr. fyrir 1-8 daga ferð, eftir því hvor valkosturinn er tekinn. Fyrir 16-22 daga ferð borga þau 9576 kr. eða 14256 kr. Þau barn- lausu borga 3686 kr. eða 5256 kr. fyr- ir 1-8 daga ferð en fyrir 16-22 daga borga þau 5870 kr. eða 8508 kr. -gb Ef slys ber að höndum i útlöndum er vissara að hafa góða ferðatryggingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.