Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 35
MÁNiMftírk'íé? tíÉáfe’SítóáBIi!)éá'i 3r í tilefni lögbanns á Reyðarfirði „Er verið að stuðla að uppgangi staðarins?“ spyr greinarhöfundur. - Frá Reyðarfirði. Eins og málum er komið finnst mér að íbúar Reyðarfjarðar eigi heimtingu á aö fá að vita sannleik- ann um svonefnt lögbannsmál og ýmislegt sem því tengist og rifjast upp í því sambandi. Framkvæmd verksins var tæp- lega svo langt komin þegar hún var stöðvuð að útséð væri hvort klöpp væri fyrir og hindraði verkið. Þá sagði hafnarstjórn þvert nei og krafðist lögbanns. Aldrei var leitað eftir samkomulagi eöa sáttum. Rökin fyrir lögbannskröfunni voru þessi: Ekki talin þörf fyrir þessa framkvæmd þar sem verið væri að stórbæta aðstöðu fyrir smábáta við höfnina. Hafnarstjóm telur sig bera ábyrgð á þeim framkvæmdum sem hún veitir leyfl fyrir bæði gagnvart umferð og öryggi. Ég ætla nú að fjalla um þessi mál eins og þau koma fyrir sjónir í dag. Aðstöðuleysi í áratugi Það er ekki of djúpt tekið í árinni hjá Herði Þórhallssyni, hafnar- og sveitarstjóra og fiskeldisstöðvar- eiganda í DV 9/12, að lengi hafi stað- ið til að bæta hér aðstöðuna fyrir smábáta. Við sem ætluðum að bæta aðstöðu okkar erum búnir að stríða við aðstöðuleysi Reyðarfjarðar- hafnar í áratugi. Nú loksins er far- ið í að gera hér smábátahöfn sem verður eflaust ágæt ef við hana verður lokið. Sveitarstjóri segir í DV aö hún muni duga fyrir megnið af flotan- um héma. Hverjir skyldu verða í náðinni þegar að notkun kemur? Slík þröngsýni og aumingjaskapur er óþolandi fyrir íbúa staðarins. Auðvitað erum við himinlifandi yfir því sem gert er. En af hverju ekki að gera það fullnægjandi? Og hvaða rök eru fyrir því að þeir sem vilja vera annars staðar megi það ekki? Einhverjir verða það sem ekki eiga megnið af flotanum. KjaHariiin Óskar Ágústsson trésmiður Strandlengja hafnarsvæðisins er um 25 kílómetrar og af því notar höfnin sjálf innan við þrjá kíló- metra. Skipulagt svæði er enn minna og fer hafnarstjóm vægast sagt frjálslega með það skipulag. Þeir hafnarnefndarmenn, Ás- mundur Ásmundsson og Þorvald- ur Jónsson, þykjast þera öryggis- mál hafnarinnar sérstaklega fyrir brjósti. Öryggismálin eru sérkapít- uli sem þeir ættu að hafa sem lægst um. Þeir hafa aldrei séð um nein öryggistæki við smábátadokkina sem var. Hver á að sjá um að tré- bryggjurnar séu mannheldar? Slysavarnadeildin og björgunar- sveitin eiga heiðurinn af því að öryggistæki eru á bryggjunum. Hvernig ekki á að vinna Það sem út yfir allan þjófabálk tekur eru vinnubrögð hafnar- nefndar og hreppsnefndar og er það býsna fróðlegt dæmi um hvernig farið er með almenning á staðnum og um það hvernig ekki á að vinna að félagsmálum. Þegar búið er að skikka Halldór Einarsson til að skera niður sína aukavinnu í bók- staflegum skilningi vegna riðu er honum bannað að nota þá aðstöðu sem jörðin býður upp á. Þetta skal hann þola bótalaust og það af nefnd sem á að gæta hagsmuna Reyðar- fjaröarhafnar en ekki að sitja yfir hlut saklausra að ástæðulausu. Nefndin sýnir hve svívirðilega rót- arlegt þetta er með því að veita öðrum leyfi fyrir hhðstæðum fram- kvæmdum á sama svæði og sama tíma. Þessar aðgerðir leggur hreppsnefnd blessun sína yfir. En þetta er bara eitt dæmið um starfs- aöferðina. Fyrirtæki, sem hér starfar, sótti um leyfi fyrir fiskeldi í eldiskvíum. Svarið var neikvætt. Slíkt var ekki leyft á hafnarsvæð- inu og ekki bent á neina aðra lausn eða möguleika. Er verið að stuðla að uppgangi staðarins? Vantaði þetta fyrirtæki mann í hreppsnefnd eins og Rákir hf. hefur? Eða er um að ræða eins konar hreppseigenda- félag í helstu nefndum sveitarfé- lagsins sem getur rekið á menn stimpil? Þessi má. Þessi má ekkert. Ábyrgð og öryggi Um ábyrgð Reyðarfj arðarhafnar er það að segja að hér hafa bátar skemmst vegna þess að þeir hafa ekki getað legið viö eina örugga viðlegukantinn í höfninni fyrir tog- urum eða öðrum stórum skipum sem þar hafa verið geymd. I tvö skipti af þeim sex, sem ég minnist að manntjón hafi orðið á hafnar- svæðinu, hefur verið rætt um ónóg öryggistæki sem höfninni ber að sjá um. Aldrei minnist ég þess að farið hafi verið fram á bætur við hafnarstjórn og þaðan af síður að hún hafl boðið slíkt. Hvaða ábyrgð telur hún sig geta borið á aðstöðu annarra ef hún ber enga á eigin mannvirkjum? Ekki hefur verið ákveðið hvort lögbannsmáhnu veröur áfrýjað en svo mikið er víst að viðskiptum þessum er ekki lokið af hálfu und- irritaðs þó svo að einhver önnur leið verði ef til vill fyrir vahnu. Það er ekki nóg með það að þetta sé búiö að kosta mig og félaga mína fé og fyrirhöfn, þetta er hka búið að kosta hreppsbúa einhverja tugi þúsunda. Því dómurinn segir: Málskostnaður falli niður. Það þýðir að Reyðarfjarðar- hreppur greiðir sínum lögfræðingi laun og allan kostnað sem því fylg- ir. Þeir peningar hefðu verið betur komnir í öryggistækjum við nýju smábátahöfnina. í lokin skaðar varla að skýra'frá þeirri skemmti- legu tilviljun að Reyðarfjarðar- hreppur er á ný orðinn aðili að sýsluvegasjóði Suður-Múlasýslu. Og tekinn að greiða þangað fé í samræmi við reglur eftir margra ára hlé en nú eru vegir að fiskeld- isstöðvum, eins og verið er aö koma upp hjá Eyri, greiddir úr sýslu- vegasjóðum. Óskar Ágústsson „Aldrei minnist ég þess að farið hafi verið fram á bætur við hafnarstjórn og þaðan af síður að hún hafi boðið slíkt.“ FANGINN OG DÓMARINN Þáttur af Sigurði skurði og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því; að 22. des. 1891 fannst Íík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurður, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókh málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í næf 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei vcrið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. VÍKINGSLÆKJARÆTTIV Pétur Zophoníasson Þetta er fjórða bindið af niðja- tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hrepp- stjóra á Víkingslæk. Pétur Zophoníasson tók niðjatalið saman, en aðeins hluti þess kom út á sínum tíma. i þessu bindi eru i-, k- og 1-liðir ættar- innar, niðjar Ólafs og Gizurar Bjarnasona og Kristínar Bjarna- dóttur. í þessari nýju útgáfu Víkingslækjarættar hefur tals- verðu verið bætt við þau drög Péturs, sem til voru í vélriti, og auk þess er mikill fengur að hinum mörgu mypdurn, sem fylgja niðjatalinu. í næsta bindi kemur svo h-liður, niðjar Stefáns Bjarnasonar. PÉTUR ZOPHONÍASSON ! VtKINGS IÆKJARÆIT ÞORÐUR KAKALI Ásgeir Jakobsson Þórður kakali Sighvatsson var stórbrotin persóna, vitur maður, viljafastur og mikill hermaður, en um leið mannlegur og vinsæll. Ásgeir Jakobsson hefur hér ritað sögu Þórðar kakala, eins mesta foringja Sturlunga á Sturlungaöld. Ásgeir rekur söguna eftir þeim sögubrotum, sem til eru bókfest af honum hér og þar í Sturlungusafninu, í Þórðar sögu, í íslendinga sögu, í Arons sögu Hjörleifssonar og Þorgils sögu skarða og einnig í Hákonar sögu. Gísli Sigurðsson myndskreytti bókina. ANDSTÆÐUR Sveinn frá Elivogum Andstæður hefur að geyma safn Ijóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þessi ljóð og vísur gefa glögga mynd af Sveini og viðhorfum hans til lífs; listar og sam- ferðamanna. Sveinn var bjarg- álna bóndi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta þessarar aldar. Hann var eitt minnisstæðasta alþýðuskáld þessa lands og þótti mjög minna á Bólu-Hjálmar í kveð- skap sínum. Báðir bjuggu þeir við óblíð ævikjör og fóru síst varhluta af misskilningi sam- tíðarmanna sinna. SK VGGSJA - BOKABVÐ OIIVERS STEINS SE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.