Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 44
48 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1988. r 3 Smáauglýsingar - ■ Verslun Skautar, hvitir og svartir, stærðir 28-44, __„verö 2550. Sportbúðin, Laugavegi 97. sími 17015, og Völvufelli 17, s. 73070. Vetrarglaðningur. 20% afsláttur næstu 2 vikur á hjólkoppum og krómhringj- ___um, sætaáklæðum. bílateppum og < topplúgum. Sendum í póstkröfu samdægurs. G.T. búðin, Síðumúla 17. s. 37140. Útihurðir i miklu úrvali. Sýningarhurðir á staðnum. IB-búðin, Ármúla 17, Rvík. s. 91-84585 og 84461. Trésm. Börkur hf., Fjölnisgötu 1, Akureyri. s. 96-21909, og Tré-x, Iðavöllum 6, Kefla- vík, sími 92-14700. Golfvörur s/f, Vent-Ó-Lite.Regngallarnir heimsfrægu komnir aftur. Betri jólagjöf fær golfar- inn varla. Sérstakt jólaverð. Verslið í sérversiun golfarans. Golfvörur sf., Goðatúni 2, Garðabæ, sími 91-651044. Mitsubishi sjónvarps- og myndbands- tæki. Fræbær tæki á hagstæðu verði. Greiðslukjör og Vísa kaupsamningar. Digital-vörur hf., Skipholti 21, sími 91-622455. ■ Bílar til sölu Club Wagoon XLT disel ’85, Tvílitur, dökkblár og gráblár, ekinn 55 þús. milur, 2 tankar, cruisecontrol.velti- stýri, stuðari m/uppstigi og sætum fyr- ir 12 farþega. Verð 1.300 þús. Nýja Bílahöllin, Funhöfða 1, s.672277. 4x4 Pickup. Ford F-150 ’81 til sölu, lengri gerð, ekinn 130 þús. km, 6 cyl., 4ra gíra, beinsk., ný dekk, hagstætt yerð. P.S. bílasalan, Toyotasalurinn Skeifunni, sími 687120. Willys ’46 til sö!u. ósamansettur, vél 327 Chevrolet, 3ja gíra Sagina kassi með Hurst skiptingu, Scout hásingar, nýtt boddí og blæja. Verð 250 þús. Einnig til sölu Dodge sjálfskipting, 727, með millikassa og nýsprautuð Dodge skúffa með pallhúsi ásamt Oldsmobile dísilvél, 5,7 lítra. Uppl. í síma 612533. Til sölu Volvo F 609, árg. 1979 með lvftu. Uppl. í síma 985-^3068 og 91- 611169 á kvöldin. Mitsubishi Lancer 4x4 ’88 til sölu, ekinn 8 þús. km. mjög vel með farinn. Verð 800 þús. Uppl. í síma 91-78610. ■ Ýmislegt pmeo ULlCU Jólagjöfin sem kemur þægllega á óvart. Stórkostlegt úrval af stökum titrur- um, settum o.m. fl. f/dömur. Einnig frábært úval af tækjum, stórum og smáum, f/herra o.m.fl. Sjón er sögu ríkari. Opið 10-18 virka daga og 10-22 laugardag. Erum í húsi nr. 3, 3. hæð, v/Hallærisplan, sími 14448. Spennandi nær- og náttfatasett til jóla- gjafa, handa elskunni þinni í úrvali á alveg frábæru verði, s.s. toppar, bux- ur, korselett, babydoll, náttfatasett, bolir, sokkar, sokkabandabelti o.m.fl. Sjón er sögu ríkari. Rómeo & Júlía. ■ Þjónusta Er léleg myndin á sjónvarpinu? Virkar videoið ekki? Viltu láta yfirfara hljómtækin fyrir jólin? Reynið þá þjónustuna! Vanir menn, vönduð vinna. Öreind sf., Nýbýlavegi 12, sími 91-641660. Ef öhapp verður - stópfcir öHu mali að vera með bettið spennt. ytJgERDAR Mertning íslenska hljómsveit- in í Gerðubergi Úr námum íslensku hljómsveitarinnar Sunnudagur 18. desember Menningarmiöstööin Gerðubergi Úr námum íslensku hljómsveitar- innar er sérstök, frumleg og mikil- væg tónleikaröö sem er flutt að frum- kvæöi stjórnar íslensku hljómsveit- arinnar. Þeir listaviðburðir, sem hér um ræöir, eru sérkennilegir fyrir aö vera ekki takmarkaðir viö tónlist eingöngu heldur samanstanda þeir einnig af ljóðlist og myndlist þrátt fyrir aö það sé hijómsveit sem stend- ur fyrir þeim. Stefnunni að baki þessu frum- kvæöi er vel lýst í efnisskrá tónleik- anna. Þar kemur fram að fyrir hverja tónleika, sem áformaðir eru tólf tals- ins, verður ort nýtt ljóð, þar verður frumflutt nýtt tónverk og nýsmíði á sviði myndlistar sýnd. En þar með er ekki öll sagan sögð því fyrirhugað er að þessi nýsköpun listamannanna verði einnig tengd menningarrótum þjóðarinnar. í gær voru einungis flutt verk eftir núlifandi íslensk tónskáld og góður hluti efnisskrárinnar var frumflutt- ur. Athyglisvert var hve spennandi tónleikarnir voru. Þannig ætti ein- mitt tónlist sem lifandi listgrein að vera; ekki sem gripur á einhvers konar tónlistarsafni, útkeyrð og ríg- bundin í hefðir. Þess í stað ætti hún að vera eins og hér: lifandi, hrífandi, umdeild. Viöar Gunnarsson og Þóra Fríða Sæmundsdóttir íluttu fjögur lög eftir Jórunni Viðar. Lögin voru einföld í sniðum, þó hafði hvert sitt eigið sér- kenni og laglínan passaði vel við söngröddina. Þá fylgdu fimm lög eftir Jón Ásgeirsson, sum þeirra hér frumflutt. Sennilega voru þau samin á nokkru tímabili sökum þess hve Tónlist Douglas A. Brotchie stíllinn var fjölbreytilegur. Næst kom svo frumflutningur á nýjum lagafiokki, Smalasöngvum eftir Misti Þorkelsdóttur, sem sam- inn er við þrjú lög eftir Þorstein Valdimarsson. Hér var áberandi hve tónlistarsmíði hennar er skýr, ímyndunarrík og vönduð. Yndislegt var aö hlusta á verkiö, vel flutt af John Speight, Önnu Guðnýju Guð- mundsdóttur og Sigurði I. Snorra- syni. Síðasta og umfangsmesta verkið á efnisskránni var Klukkukvæði eftir John Speight. Hér hefur John samið við frumort kvæði eftir Hannes Pét- ursson, skrifaö nú síðastliðin sumar. Efni kvæðisins er sótt í munnmæli frá 18. öld um klausturklukku frá miðöldum sem grafin er í jörðu og lætur í sér heyra þegar ferðalangur nokkur verður að sofa úti um sumar- nótt. Ljóð Hannesar er mjög sterkt og er vel skiljanlegt aö þetta hafi verið hvetjandi viðfangsefni fyrir tón- skáldið. Honum hefur hér tekist aö skrifa sérstaklega fallegt verk. Sköp- unarauðgi, sem John sýnir í verkinu, er mikil. Ekki er hér hægt að telja upp allt sem er eftirminnilegt en maður vill hreinlega fá að upplifa verkið sem fyrst aftur. Þetta er þó verk sem sennilega er áhrifameira á tónleikum en að hlusta á upptöku, þar sem verkið er með ákveðnu tón- listarleikhúsívafi (musikteater). Flutningurinn undir stjórn Guð- mundar Emilssonar var mjög góður, greinilega mjög vel undirbúinn. Sérstaklega ber aö nefna Jóhönnu V. Þórhallsdóttur sem fiutti söng- hlutverk sitt með hreinasta glæsi- brag. Slíkt frumkvæði og kraftur er á bak við þessa tónleikaröð að hún á rétt á sem mestum stuðningi frá listunn- endum, frá fyrirtækjum sem láta sér annt um menningarlifið, svo og frá hinu opinbera. Við skulum vona að sá stuðningur komi fram í æ ríkara mæli frá enn fleiri aðilum. Spennusaga um vampírur „Hryllings- og ofbeldisdýrkun sem oft dynur á börnum, ekki síst af myndböndum og úr sjónvarpi, veld- ur því að böm fyllast oft ótta sem þau em ekki einfær aö vinna úr. Mínum bókum er ætlað aö hjálpa börnum við að losna við þennan ótta. Ég reyni að sýna þeim fram á að aðrir, t.d. litla vampíran, geti líka fyllst ótta og kvíða.“ Angela Sommer Bodenburg. Þennan texta getur að líta aftan á kápu bókarinnar Litla vampíran flytur. Það er óhætt að segja að höf- undur setur sér háleitt markmið. Annað mál er hvemig tekst að ná settu marki. Litla vampíran, Runólfur, er í graf- arbanni og má ekki láta sjá sig í kirkjugarðinum ákveðinn tíma. Hún flytur inn til söguhetjunnar, Antons, og felur sig í geymslunni hjá honum. Sagan snýst um þaö hvort Antoni takist aö halda foreldmm sínum frá geymslunni svo þeir uppgötvi ekki líkkistu Runólfs og hvort Antoni tak- ist sjálfum að halda sér í hæfilegri íjarlægð frá gráðugustu vampírun- um svo að hann verði ekki bitinn. Anton er ákaflega vansæll í þessari bók. Hann er í mestu vandræðum með foreldra sína sem þurfa nauð- synlega að komast í geymsluna og hann er óskaplega hræddur um að Lúlh eða Bóthildur, sem em illa lynt- ar vampírur, muni bíta sig. Litla vampíran, Runólfur, sem samkvæmt ofanskráðu á að hafa það hlutverk að firra unga lesendur ótta viö ofbeldi, er eigingjöm og tillitslaus persóna sem í engu sinnir þeim vanda er hann kemur Antoni í. Les- andi getur ekki samsamað sig við Runólf og er heldur ekki gefið tæki- færi til að fá samúð með honum. Þess vegna álít ég að höfundi hafi mistekist það ætlunarverk sitt að láta Runólf losa böm við ótta. Litla vampíran flytur Hókaútgáfan Nálin Bókmenntir Iðunn Steinsdóttir Ógeðfellt Bókin er spennusaga. Lesanda er haldið í spennu allan tímann af því að Anton er í sífelldri hættu. Þeim bömum sem hafa gaman af spennu- sögum þykir þessi bók trúlega skemmtileg ef þeim finnst ekki efnið of fráhrindandi. Vampírur eru sem betur fer óþekkt fyrirbæri í íslenskri þjóötrú. Þær em framliðnar, búa í líkkistum en koma upp úr gröfunum á nætumar til að afla sér matar með því að sjúga blóð úr lifandi vemm. Sá sem verður fyr- ir vampírubiti deyr samstundis og verður að vampíru. í bókinni er oft ýjað að ógeðslegum matarvenjum vampíra. Þar er einnig mikið lagt upp úr lýsingum á því hversu illa þær þefli. í veislu hjá þeim er tjaldað fyr- ir glugga með svörtum grafklæðum og í kertastjökum brenna svört kerti. Mér þótti efnið ógeðfellt. Mér finnst sanngjarnt að látnir hvíh í friði í kirkjugarðinum og óþarfi að gera þann staö tortryggilegan í augum barna þar sem þeirra nánustu hafa verið og verða lagðir til hinstu hvíld- ar. Ég sé ekki í fljótu bragði hvaða erindi svona bækur eiga til íslenskra barna. i Villandi mynd Ég hefði verið sáttari við bókina ef skilaboöunum frá höfundi heföi verið sleppt af bókarkápu. Það er alkunna að bókarkápa hefur auglýs- ingagildi. Aftan á hana setja menn upplýsingar sem eiga að gefa hug- mynd um efni viðkomandi bókar og jafnframt að stuðla að því að hún seljist. Með því að flíka þar hinu göfuga markmiði, sem höfundur setur sér en ég álít að hann nái ekki, fmnst mér gefin villandi mynd af innihaldi bókarinnar. Þar hefði hins veegar mátt leggja áherslu á að hér sé spenn- andi bók á ferðinni. Teikningar Amelie Glienke eru vel gerðar. Letur er í smærra lagi en kemur ekki að sök þar sem línubil er gott. Kaflar í bókinni eru stuttir sem er kostur fyrir unga lesendur því þaö er alltaf áfangi aö ljúka við kafla. Þýðingin virtist mér vel af hendi leyst. Litla vamplran flytur Angela Sommer Bodenburg Þýöandi Jórunn Siguröardóttir Útgefandi Nálin Reykjavlk 1988 157 síöur, myndir Iðunn Steinsdóttir. -4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.