Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989. Andlát Frú Steinþóra Christensen, Gnoöar- vogi 70, Reykjavík, andaðist í öldr- unardeild Borgarspítalans aö kvöldi 3. janúar. Anna Jóhannesdóttir, Oldugötu 47, lést í Landspítalanum 3. þ.m. Guðmundur Karl Sveinsson lést aö heimili sínu, írabakka 10, aö kvöldi 1. janúar. Hjalti Benediktsson, fyrrv. bruna- vörður, Bústaöavegi 107, Reykjavík, lést aö kvöldi 2. janúar í Borgarspít- alanum. Jarðarfarir Sólveig Blidsberg Jónsson, sem lést 30. desember, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju föstudaginn 6. jan- úar kl. 13.30. Skúli Oddleifsson, Vcillargötu 19, Keflavík, andaöist í Sjúkrahúsi Keflavíkur 3. janúar. Jarösett veröur frá Keflavíkurkirkju miövikudaginn 11. janúar kl. 14. Ósk Hallgrimsdóttir veröur jarð- sungin frá Bíldudalskirkju laugar- daginn 7. janúar kl. 14. Jarðarför Þóru Steinunnar Sigurðar- dóttur, Traðarkotssundi 3, Reykja- vík, veröur gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 6. janúar kl. 15. Jón Kristjánsson, Dvalarheimilinu Hhð, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 6. janúar kl. 13.30. Bryndís Elín Einarsdóttir, sem lést af slysförúm í New Canaan, Connecticut, 26. desember, veröur jarðsungin frá Neskirkju föstudag- inn 6. desember kl. 13.30. Helga Þóroddsdóttir, Hörðalandi 2, Reykjavík, sem lést af slysförum á nýársdag, veröur jarösungin frá Bú- staðakirkju á föstudaginn kl. 10.30. Útför Kristínar Ingileifsdóttur, fyrr: verandi ljósmóður, verður gerö frá Víkurkirkju laugardaginn 7. janúar kl. 14. Jarösett veröur í Reynis- kirkjugaröi. Kveðjuathöfn fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 15. Pálína Ágústa Arinbjamardóttir, Baldursgötu 29, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 13.30. Hallfreður Guðmundsson, íyrrver- andi hafnsögumaður, Akranesi, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 29. desem- ber sL, verður jarðsunginn frá Akra- neskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 14. Tapað fundið Handtaska tapaðist í okt. - nóv. hvarf svört handtaska meö rauðu seðlaveski og skilríkjum úr fata- hengi á Abracadabra. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 72398. Tveir kettir í óskilum Kolsvartur köttur meö bláa ól fannst í Starrhólma í Kópavogi og annar ómerkt- ur, grár og hvítur, í Þingholtsstæti. Upp- lýsingar í síma 76206. Fundir ITC deildin Björkin heldur deildarfund í dag, 4. janúar, kl. 20 að Síðumúla 17, Reykjavik. Nánari upplýsingar hjá Ólöfu, s. 39562, Frið- gerði, s. 73763, og Sæunni, s. 41352. Sýningar Lokaverkefni nýút- skrifaðra arkitekta í kvöld, 4. janúar, kl. 20 verður opnuð í Ásmundarsal sýning á lokaverkefnum nýútskrifaðra arkitekta. í fimrn ár hafa slíkar sýningar veriö árviss viðburður. Á þeim gefur að lita lokaverkefni fólks sem á að baki langt nám í ólíkum löndum og bera verkefhin óneitanlega keim af þvi. í tengslum við sýninguna munu höfund- ar kynna verkefni sín í kvöld kl. 20. Sýn- ingin verður opin alla virka daga kl. 9-17 til 13. janúar og laugardaga og sunnudaga kl. 13-17. Happdrætti Hausthappdrætti heyrnar- lausra 1988 Dregið var í hausthappdrætti heymar- lausra 20. desember sl. Vinninsnúmer eru: 1. 1003, 2. 8218, 3. 7907, 4. 10473, 5. 6884 og 6. 4480. gV&v jý ' ' Igf- -g Tónleikar Sinfóníuhljómsveit æskunnar frumflytur Mahler Nk. laugardag mun Sinfóniuhljómsveit æskunnar frumflytja hérlendis hið viða- mikla og stórbrotna verk Mahlers, Sinfó- niu nr. 6, undir stjóm hins heimskunna fiðlusnillings og stjómanda, Pauls Zukof- sky. Þessir tónleikar em afrakstur nám- skeiðs sem Sinfóniuhljómsveit æskunnar hefur staðið fyrir nú yfir áramótin en hljómsveitin hefur áður frumflutt viða- mikið verk hérlendis við góðar undirtekt- ir. Sinfóniuhljómsveit æskunnar er nem- endahljómsveit fyrir tónlistamemendur af öllu landinu sem náð hafa ákveðinni leikni á sitt híjóöfaeri og hefur hún starf- að síðan á ári æskunnar 1985. Á þessu námskeiöi eru 100 tónlistamemendur sem æft hafa sleitulaust síðustu 10 daga og mun námskeiöinu ljúka meö tónleik- um í Háskólabíói laugardaginn 7. janúar 1989 kL 14.30. Styrkur úr minningar- sjóði Gunnars Thoroddsen Fimmtudaginn 29. des. sl. fór fram í þriðja sinn styrkveiting úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen. Sjóðurinn var stofnaður af hjónunum Bentu og Val- garði Briem 29. desember 1985, þegar liö- in voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Sjóð- urinn er í vörslu borgarstjórans í Reykja- Meiming Nýi músíkhópurinn íslenska óperan, þriðjudaginn 3. janúar ~ Frá tónleikum Nýja músíkhópsins. DV-mynd GVA Um þessar mundir er ekki lát á framboði á tónleikum sem bjóða upp á flutning nútímaverka sem mörg hver eru frumflutningur. Nú voru á ferðinni í Óperunni þriðju tónleikar hóps sem nefnir sig Nýja músíkhópinn. Sex verk voru flutt, öll samin á síðustu fimm árum og annaðhvort leikin í fyrsta sinn eða frumflutt í Reykjavík. Það er erfltt að hlusta á raftónlist í tónleikasölum. Þar vantar tilfinn- anlega mannlega þætti: flytjendur sem ganga inn, setjast, spila, og gefa svo til kynna á ýmsan hátt þegar flutningi er lokið. Allt þetta vantar viö raftónlist; þar er ekkert að horfa á, ekkert mannlegt, ekkert sýnilegt til að merkja upphaf eða endi. Þetta er ekki aðeins vandamál fyrir hlustendur heldur einnig tón- skáldið sem notar þetta tjáningar- form. Á tónleikum þessum komst Kjartan Ólíifsson vel frá þessum vandamálum í verkinu sínu, Re- sonance, sem dregur frumefni sitt úr hljóðum íslenskra hvera. Verkið hefur sinn eigin blæ; hljómmyndin er ávallt sérmynduð, alls ekki ht- Tórilist Douglas A. Brotchie laus. Uppbygging verksins var sannfærandi og skilaði sér til hlust- endanna. Tvö önnur verk efltir ung tón- skáld voru frumflutt, Sjöskeytla eftir Hilmar Þórðarson og Millispil eftir Atla Ingólfsson. Bæði tón- skáldin áttu það sameiginlegt að nota smáhóp flytjenda á Utríkan mátt. Fyrmefnda verkið beindi meira athygUnni að hljóðum einum sér og urðu hlustendur að hlusta með einbeitni á samspil þeirra. Þótt verk Atla héti Millispil kallaði það enn meira á samspil hljóð- færaleikaranna sem oft spiluðu saman tveir til þrír í senn. Þá var það ánægjulegt eins og aUtaf að hlusta á Snorra Sigfús Birgisson flytja eigið píanóverk, að þessu sinni frumflutning í Reykja- vík á Jarðardreka. AUt sem Snorri lætur frá sér fara virðist vera jafn- athygUsvert. Auðheyrt er að öll verk hans, a.m.k. fyrir píanó, eru af sama bergi brotin, því að í þeim öUum heyrist þekkt rödd höfund- arins. Síðasta verkið var Marchenbild- er, Ævintýramyndir, eftir ungt danskt tónskáld, Hans Abraham- sen. Hér var líka á ferðinni tón- skáld með sinn eigin persónulega hreim, rödd sem kvað með nýjum, frumlegum en samt velsköpuðum hljóm. Tónskáldið sýndi strax í þessu verki mjög vel þróaða sköp- unarauðgi við hljómsamsetningu og úrvinnslu. Það er skUjanlegt að þetta verk hefur slegið í gegn með- al áhugamanna um nútímatónUst úti um allan heim. Væntanlega á þessi maður eftir að hasla sér vöU sem tónskáld. Flytjendur voru 18 ungir tónUst- armenn, samankomnir víðs vegar að, undir öruggri stjórn Guðmund- ar Óla Gunnarssonar og Hákons Leifssonar. -dab Góð hljóð Norræna húsið, miövikudaginn 4. jan. kl. 20.30 Sigriöur Jónsdóttir mezzosópran Jónas Ingimundarson píanó Efnisskrá: Söngvar eftir Bononcini, Per- golesi, Schumann, Fauré, Sigvalda Kaldalóns, Pál ísóllsson, Britten og Weatherly. Sigríður Jónsdóttir hefur þýða og lýríska mezzosópranrödd. Hún hef- ur gott vald á þeirri rödd og beitir henni af smekkvísi. Þetta voru fyrstu opinberu tónleikar hennar á íslandi og hún var varfærin en ör- ugg, eins og hæfir þegar maður kynnir sig á nýjum stað. Efnisskráin er sennflega próf- raun Sigríðar við háskólann í 111- inois þar sem hún er í þann mund að ljúka BM gráðu í tónlist og söng. Hún er ágrip af sögu söngsins, svo söngvaraefnið sýni tök sín á ólík- um stíltegundum og tungumálin voru heU fimm sem sungið var á. Fyrstu tvær aríurnar, eftir Bon- oncini og Pergolesi, sýndu þegar að þama var blæfögur rödd á ferð- inni þótt að sinni væri hún frekar Tónlist Atli Ingólfsson stUlt á ljóðasöng en gamlar óperu- aríur. Öryggið var furðanlegt í þessum fyrstu lögum á þessum fyrstu tónleikum. Helst að öndunin væri ekki hnökralaus. Næst flutti Sigríður söngvana Frauenhebe und -leben eftir Schumann og í innileik ljóðasöngsins var hún heima. í seinni lögum flokksins komst hún svo vel á skrið, túlkunin dýpkaði, sannfæringin jókst. Ég minnist Susser Freund (nr. 6) sem var aíbragðsvel flutt. í Schumannlögunum kom í ljós fallegt dýpra svið Sigríðar. Fyrst eftir hlé fékk það svo verulega að njóta sín í fjórum lögum eftir Fauré. í þeim tókst henni best upp. Ekki er öllum gefið að syngja af sannfæringu þessar smástígu og yflrlætislausu laglínur. Gaman væri að heyra Sigríði fást við De- bussy. Ég nefndi smekkvísi hér í upp- hafi. Þegar Sigríður flutti íslensku lögin sín var gott að heyra hversu laus hún var við ýmsa söngræna kæki sem oft vilja festast við ís- lensk lög. Ég lít í anda hðna tíð eft- ir Kaldalóns: Afhverju þurfa menn að gala sig bláa á orðunum „... sem aldrei“? Sigríður fór smekklega leið í túlkun íslensku laganna og varpaði jafnvel á þau nýju ljósi. Alvarlegum ljóðasöngstónleikum með verkum sem einkennast af sálrænu innsæi (Schumann) eða ljóðrænni stemningu (Fauré) er ekki gott að ljúka á svo fátæklegum kveðskap sem Danny Boy eftir Weatherly. Aukalagið, An die Mus- ik eftir Schubert, bjargaði þessu. Undirleikari Sigriðar, Jónas Ingi- mundarkon, stóð sig með prýði. Þvi miður er ekki rými að sinni til að ræða hvað í því felst. Ég óska Sigríði til hamingju með góða byijun. vík sem ákveður úthlutun úr honum að höfðu samráði við frú Völu Thoroddsen. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til einstaklinga eða hópa, stofnana eða fé- laga eða veita verölaun eða lán í sam- bandi við rannsóknir, tilraunir eða skylda starfsemi á sviði mannúðarmála, heilbrigðismála eða menningarmála, sem Gunnar Thoroddsen lét sérstaklega til sín taka sem borgarstjóri. Styrkþegi að þessu sinni er dr. Helga M. Ögmundsdóttir læknir. Helga lauk læknaprófi frá Há- skóla íslands í júní 1975 og stundað fram- haldsnám í meinafræði við Edinborgar- háskóla en þaðan lauk hún doktorsprófi í nóvember 1979. Frá þeim tima hefur Helga aðallega stundað rannsóknir og kennslu í fræðigrein sinni og frá árs- byijun 1987 hefur hún veitt rannsókna- deild Krabbameinsfélags íslands for- stöðu. Frú Vala Thoroddsen afhenti styrkinn sem aö þessu sinni var að fjár- háeð kr. 150.000. Athöfnin fór fram í Höfða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.