Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989. Fréttir Hrólfur Jónsson varaslökkviliðsstjóri um stórbrunann að Réttarhálsi: Eldvarnaveggirnir sem við treystum á brugðust alveg - óhress með viðbrögðin eftir brunann Úr brunarústunum þar sem slökkviliðsmenn voru að störfum í gær. Kraft og hita eldhafsins má sjá á stálbitunum sem héldu þakinu uppi en þeir eru nánast kengbognir. Ef grannt er skoðað sést gaskútur standa ósprunginn fyr- ir miðri mynd. DV-mynd S „Málið er að skoða hlutina meðan þeir eru að gerast, hvaða ákvarðanir eigi að taka og á hvaða upplýsingum sé að byggja. í dag höfum við allar upplýsingar um húsiö. Hefðum við haft þær í gær og þá vitað að allir veggir sem hólfuðu húsið niður myndu gefa sig hefðum við farið öðruvísi að. Við erum óhressir með viðbrögðin eftir brunann en ég ætla ekki að rengja alla þá sem gagnrýna okkur fyrir ýmislegt, viö erum ekki fullkomnir. Við erum heldur ekki hópur af einhveijum aulum eins og látið hefur verið í veðri vaka,“ sagði Hrólfur Jónsson varaslökkviliðs- stjóri í samtali við DV í gær. Ýmsar gagnrýnisraddir hafa heyrst eftir stórbrunann að Réttar- hálsi 2 í gær. Beinast þær nær allar gegn slökkviliðinu sem mönnum finnst hafa verið með fát og fum, far- ið vitlaust að í atlögunni við eldinn og ekki verið með það á hreinu hver stjómaði aðgerðum meðan slökkvi- starfið stóð yfir. 4000 fermetra hólf „Aðalatriðið varðandi þennan bruna er að þeir veggir í húsinu sem við treystum á gáfu sig. í stað þess að vera að beijast við eld í 600 fer- metra hólfi eins og við héldum í upp- hafi að við myndum gera stóðum vii^ allt í einu og börðumst við eldhaf í 4000 fermetra hólfi og réðum að von- um ekki við neitt.“ Á stöðugu undanhaldi - Ef við byijum á byijuninni. „Það virðist hafa kviknaö í þegar verið var að rafsjóða inni í sólning- unni. Það sprakk bensíntunna og strax kom upp mikill eldur. Eins var þama nokkuð af eldfimum efnum. Rétt við eldinn var gat í gólfinu og þar undir gríðarstór kjallari fullur af gúmmídekkjum. Eldurinn læsti sig strax í dekkin og af þvi hlaust þessi gríðarlegi bruni. Þegar við gerðum okkar fyrstu áætlun á leið- inni upp eftir vissum við ekki af þess- um gríðarlega dekkjalager þarna. Það vom gríðarlegar eldsúlur sem stóðu upp úr kjallaranum og þar sem aðf ins tvö göt lágu þangað niður var voiílaust að koma vatni þangað auk þess sem maður sá ekkert fyrir reyknum. Síðan eftir að sökkvistarf hófst vom að gerast fleiri hlutir sem við reiknuðum ekki með eins og að brunahólfin héldu ekki. Viö vomm eiginlega á stöðugu undanhaldi og forsendumar fyrir ákvarðanatökum af okkar hálfu vom alltaf að breyt- ast. Við komum alltaf að bmnahólf- unum í þessum bmna. Stærsta hólfið átti að vera 900 fermetrar. Það var hólfað með svokölluðum B-60 plöt- um, sem em gipsplötur utan á tré- grind og fyllt upp með steinull. Sums staðar haíði verið sagað í veggina. Þegar eldurinn geystist upp hitnuðu stálbitamir gífurlega og bratu þann vegg sem við treystum fyrst á niður. Þessir eldvamarveggir halda engan veginn við þessar aðstæður og gáfu sig hver á fætur öðmm. Þess vegna æddi eldurinn hömlulaust um allt húsiö. Miöað við þessa lélegu veggi hefði átt að vera öflugt úðarakerfi í húsinu. Froða dugar skammt - Nú furöa sig margir á að dælubíll flugvallarslökkviliðsins hvarf lang- tímum Scunan. „Þegar við komum upp eftir hafði bíllinn frá flugvellinum þegar verið pantaður. Það var þegar lögð slanga á hann við austurgaflinn. Hann klár- aði froðuna og hélt síðan að sprauta vatni áfram. En það þarf að leggja fleiri slöngur á hann til að halda uppi þrýstingi og fá almennilega vatnsbunu, þannig að slangan var tekin og notuð við okkar störf við húsið. Þess vegna fór dælubíll flug- vailarslökkkviiiðsins og var burtu einhvem tíma í þessu sambandi er vert aö taka fram að froða er ekki hentug við húsbruna. Hugmyndin með froðu er að kæfa eldinn og hún nýtist bara við eld í fljótandi efni eins og bensíni. Við bensír.bmna geturðu náð að kæfa eldinn í eina sekúndu og eldurinn er slökktur þar sem að- eins logar í yfirborði vökvans. Við eld í fostu efhi erum við að eiga við glóð og ef súrefni kemst að henni eftir að froðan hefur slökkt logana blossar eldurinn strax upp aftur. Hefðum við fyllt allt húsið af froðu hefði það dugað ansi skammt." Eldurinn fossaði niður - Hvaö með gagnrýnisraddir eig- enda fyrirtækja norðanmegin um að þið hefðuð ekki beðið fólk að flytja vömr og annað úr húsnæðinu fyrr en það var um seinan og að enginn hafi vitað hver stjórnaði aðgerðum? „Þegar neðra húsiö var farið að brenna sagði ég aö ólíklegt yrði að kjaliarinn brynni en benti fólki á að skemmdir myndu líklega verða af völdum vatns og reyks. Ráðlagöi ég fólki að flytja vömr og annað úr húsinu vegna þess. Síðan gerist það ótrúlega sem á eftir að rannsaka bet- ur. Eldurinn úr neðra húsinu fossaði niður eftir veggnum við húsnæði Rekstrarvara þannig að það kviknaði í neðri hæðinni. Þetta höfum við aldrei séð á íslandi áður en heyrt af svona atvikum erlendis. Þannig komst eldur í neðri hæðina. Varð- andi gagnrýni eins fyrirtækjaeigand- ans þá verður maður sjálfur að gera sér grein fyrir því sem er að gerast og taka einhveijar ákvarðanir. Ég bannaði aldrei að vömr yröu fluttar út úr húsnæðinu á neðri hæðinni og ekki mér vitanlega nokkur annar. Það getur verið að tilmæli mín um að menn ryddu húsnæðiö hafi ekki komist til allra í látunum. Varðandi stjómun á slökkvistarfinu var vita vonlaust að ætla einum manni að hafa yfirsýn yfir alla atburði. Við skiptum með okkur verkum eins og eðlilegt þykir. • Töpuð orusta „Eg endurtek að kjaminn í þessu em hólfin sem bmgðust. Það gat enginn sagt fyrir um hvaö mikið brynni. Hvað hefði fólk sagt ef við hefðum strax farið niður fyrir bygginguna og látiö 2300 metra fuðra upp? Þama vom 60 slökkviliðsmenn að störfum sem vissu alveg hvað þeir áttu að gera. Þaö var ekkert fát á mönnum. Það vora lagðar út allar slöngur sem við höfðum tiltækar og barist sleitu- laust allan tímann. Því miður tapað- ist sú orasta." -hlh Brunabótamat Réttarhálshússins nirnar 310 miHjónir: UUit fyrir mesta Ijón í sögu Húsatrygginganna „Þetta er stærsta tala sem hefur komið inn á borð til okkar. Ég hef ekki framreiknaö tölumar frá Iðn- aöarbankabrunanum 1967, en tjó- nið við Réttarháls er sennilega eitt það stærsta í sögu Húsatrygginga,“ sagði Kristinn Ó. Guömundsson, forstjóri Húsatrygginga Reykjavík- ur, við DV. Samkvæmt heimildum DV munu milli 75 og 90 prósent af húsinu við Réttarháls 2 hafa orðið fyrir tjóni af völdum bmnans, þar af meiri- hiutinn gereyðilagður. Samkvæmt brunabótamatí er þarna um aö ræða um og yfir 250 milijón króna tjón á húsinu einu saman. Matsmenn munu í fyrsta lagi komast að til að meta skemmdimar á húsinu í dag. Sagöi Kristinn aö þaö gæti tekið einn til tvo mánuði aö meta endanlega tjónið á húsinu og þvi ætti eftir að koma í ljós hvort þessar töiur séu réttar. Gúmmívinnustofan er með tvo eignarhluta i húsinu ognemur eign þeirra 48,49 prósentum. Bmna- bótamat þess hluta er tæpar 127 miiijónir. Aðrir aðilar eiga minna í húsinu; J. Þoriáksson og Norð- mann 9,94 prósent, Davíð Atii Oddsson (Hús og lagnir) 2,16 pró- sent, þessir tveir aðilar virðast hafa sioppið best frá bmnanum, Blóma- miðstöðin 11,49 prósent, Kæling 5,22 prósent, Bessi sf. 12,56 prósent og Kristján Einarsson (Rekstrar- vömr) 10,14 prósent. -hlh Hrólfur Jónsson varaslökkviliösstjóri: Hvergi leyft án tryggra brunavarna Það em hvergi í heiminum leyfð svona stór hús án þess að þau séu hólfuð sómasamlega niöur með traustum eldvamaveggjum og út- búin úðarakerfi. Ástandið á húsinu við Réttarháls var þannig að þó við hefðum komið með fleiri bíla og meiri mannskap hefði varla farið öðmvisi, sagði Hrólfur Jónsson varaslökkviliðsstjóri við DV. Hrólfur sagði varðandi frágang hússins, sem háður er samþykki lög- reglustjóra, að slökkviliðið gæti ekki verið með 60-70 manns í vinnu við eftirlit. Við verðum einfaldlega aö treysta á að húsbyggjendur fari eftir lögum og reglum um bmnavamir. Svo getur það líka verið þannig að eftir að eftirlitshópur slökkviliösins hefur verið á staðnum og samþykkt aðstæður sem viðundandi geta menn hlaupið til og sagaö dyr í bruna- vamaveggina. -hlh Bruninn við Réttarháls: Tjónið nálgast einn milljarð Tjónið sem varð í brananum að Réttarhálsi 2 í fyrradag mun nálgast einn milljarð. Aðeins tjón á húseign- um mun vera um og yfir 250 milljón- ir. Eigendur fyrirtækja funduðu flestailir með fulltrúum sinna trygg- ingafélaga í gær og verður farið að meta tjónið þessa dagana. Það þarf að grafa ýmislegt upp í því sambandi eins og innréttingar og vélar sem keyptar vora fyrir löngu, lager, rekstrarstöðvun og fleira. Sam- kvæmt heimildum DV má samtals áætla að heildartjónið nálgist einn milljarð þegar öil kurl verða komin tilgrafar. -hlh Brumnn fyrir borgarstjóm: Slökkviliðsstjórar á f und borgarstjóra Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri og Hrólfur Jónsson varaslökkviliðs- stjóri vom boðaðir á fund Davíðs Oddssonar borgarstjóra í gær. Var erindi Davíðs að spyija þá út í brun- ann þar sem Bjami P. Magnússon mun ætla að taka brunann fyrir í borgarstjóm. Ekki mun hafa verið rætt um fram- tíð slökkviliðsins en Hrólfur Jónsson tjáði DV að það væri eilíft baráttu- mál að fá fleiri tæki og fleiri vaktir til að geta tekist betur á við stór- brunasemþessa. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.