Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989. 9 Útlönd Hér eru síkharnir tveir sem teknir voru af lifi í morgun fyrir morðið á Indiru Gandhi, fyrrum forsætisráðherra Ind- lands. Til vinstri er Satwant Singh, tuttugu og fjögurra ára. Kehar Singh, fimmtíu og fjögurra ára, hefur alltaf hald- ið fram sakleysi sínu. Símamynd Reuter Síkharnir hengdir í morgun Tveir síkhár, sem dæmdir voru fyrir morðið á Indiru Gandhi, forsæt- isráðherra Indlands, árið 1984, voru hengdir í morgun í Nýju Delhi. Yfirvöld, sem óttast ofbeldisöldu meðal aðskilnaðarsinnaðra síkha í kjölfar aftökunnar á Satwant Singh, tuttugu og fjögurra ára, og Kehar Singh, fimmtíu og fjögurra ára, til- kynntu strax að líkin yrðu ekki af- hent fjölskyldum hinna látnu. Líkin voru brennd strax að lokinni aftökunni í Tihar fangelsi í Nýju Delhi þar sem gífurlegar öryggisráð- stafanir voru viðhafðar vegna aftök- unnar. Enginn fékk að koma í nám- tmda viö fangelsið, ekki einu sinni ættingjctr þeirra sem voru teknir af lifi Ekki bárust fregnir af óeirðum eða öðrum vandræðum í borginni eða í Punjab ríki þar sem aðskilnaðar- hreyfing síkha hefur haft sig hvað mest í frammi. Rúmlega tvö þúsund og fimm hundruð manns létu lífið í átökum í ríkinu á síðasta ári. í bænarhúsum síkha víðs vegar um landið minntust prestar þeirra sem teknir voru af lífi. Ríkisstjóm Indlands skipaði svæð- isbundnum stjómum um allt landið að hafa öryggisviðbúnað vegna af- tökunnar. Herskáir hópar, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki síkha í Punjab, hafa heitið blóðugri hefnd fyrir aftökuna. Lögregluyfirvöld telja líklegast að herskáir síkhar láti til skarar skríða í Nýju Delhi eða Punjab. Allt tiltækt lögreglulið er á götum úti og herinn er í viðbragðsstöðu. í Amritsar, þar sem gullna hofið er, var rafmagnað andrúmsloft og lögregla bannaði nær allar manna- ferðir. Það var skipun Indim Gandhi um árás hersins á gullna hofið í júni 1984, til að flæma þaöan út forkólfa að- skilnaðarsinna, sem leiddi til þess að hún var ráðin af dögum. Rúmlega tólf hundmð manns, margir saklausir um aUt nema trú sína, lokuðust inni í hofinu og biöu bana í árásinni sem stóð yfir í fimm daga. Síkhar litu á árásina sem hrein helgispjöll. Satwant Singh, sem var lífvörður Gandhi þegar hann og annar líf- vörður, Beant Singh, skutu hana til bana utan við heimili hennar þann 31. október 1984, hefur aldrei neitað aðild sinni að morðinu. Hann sagði í síðustu yfirlýsingu sinni fyrir aftök- una að hann væri hreykinn af verkn- aði sínum. Hann bað hins vegar herskáa síkha um aö hefna ekki fyr- ir dauða sinn og drepa ekki hindúa. Um fjögur þúsund síkhar voru drepnir eftir morðið á Gandhi, flestir í Nýju Delhi. Fáir þeirra sem bám ábyrgð á þeim ódæðisverkum hafa verið dregnir fyrir rétt. Hefur það enn aukið á reiði síkha. Kehar Singh hefur aila tíð haldið fram sakleysi sinu. Hann var ekki viðstaddur þegar Gandhi var ráðin af dögum en hann var frændi Beant Singh, sem var skotinn til bana á morðstaðnum. Alþjóðasamtök lögfræðinga báðu honum griða og sögðu aö annars gæti orðið hræðilegt réttarslys. Reuter Unnið eftir röngum vitnisburði í Palmemálinu Myndin af „Skugganum“, sem sænska lögreglan notaði við leitina að morðingja Olofs Palme, var fol- suð. Við gerð hennar var fariö eftir röngum vitnisburði hstamanns sem nú segist hafa fundið upp á öllu sam- an, að því er segir í sænska kvöld- blaðinu Aftonbladet. Lengi var htið á myndina af „Skugganum“ sem sönnun þess aö morðið á Palme hefði verið skipu- lagt. Þegar nýir rannsóknaraðilar í morðmáhnu fóru í gegnum aha vitn- isburði kom hið sanna fram í dagsljó- sið. Listamaöurinn sagði þá að hann hefði fundið upp á þessu vegna af- stöðu sinnar í innflytjendamálum. Eftir að dagblöðin birtu mynd þá sem unnin var eftir teikniiigu lista- mannsins héldu margir að morðing- inn væri af útlendum ættum. Samkvæmt fyrri frásögn lista- mannsins kvaðst hann hafa mætt Olof Palme daginn fyrir morðið og að tuttugu metra fyrir aftan hann hafi verið maður sá sem síðar var kahaður „Skugginn". Með aðstoð þýskra sérfræðinga var síðan gerð mynd eftir tilsögn hstamannsins. „Skugginn" var sagður vera há- vaxinn og með skandinavíska and- litsdrætti. Útht hans minnti á al- ræmdan bankaræningja og einnig á kunningja þess sem fyrst var hand- tekinn vegna morðsins. Einnig mátti sjá svip með myndinni og einum af persónulegum lífvörðum Holmérs lögreglustjóra. TT Rúmlega hundrað manns slösuðust í tveimur lestarslysum i Júgóslavíu i gaer. Sjö manns biðu bana i öðru slysinu. Simamynd Reuter Tvö lestarslys í Júgóslavíu Að minnsta kosti sjö manns fór- ust í tveimur lestarslysum í Júgó- slavíu í gær og hundrað og þrjátíu manns slösuðust. Samkvæmt frásögn júgóslav- neskrar fréttastofu biðu sjö manns þegar bana og hundrað særðust, þar af górir útlendingar, þegar hraðlest frá Múnchen í Vestur- Þýskalandi og vöruflutningabíh rákust saman um fiörutíu kíló- metra fyrir norðan Belgrad. Þijátiu manns eru alvarlega slasaðir eftir áreksturinn. Unnið var að björgun- arstörfum langt fram á kvöld. Þrjátíu og fjórir slösuðust í Júgó- slavíu í gærmorgun þegar júgó- slavnesk hraðlest lenti á langferða- bílnálægtNovska. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.