Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 14
Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Á rauðu Ijósi Mitt í öllum efnahagsþrengingunum hafa þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson ákveðið að efna til fundaherferðar undir samheitinu „á rauðu ljósi“. Margir hafa orðið til þess að reka upp stór augu, einkum þó flokksmenn þeirra félaga. Tilefni fund- anna er að sögn formannanna að færa A-flokkana nær hvor öðrum. Þeir segja að stefnubreytingar séu hjá báð- um flokkum, gott samstarf hafi skapast innan ríkis- stjórnarinnar og nú sé tími til að hefja umræður um það opinberlega hvort ekki sé rétt að leggja niður vopn í sjötíu ára hugmyndafræðilegri baráttu vinstri manna. Samstarf milli Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars er ekki nýtt af nálinni. Þeir stofnuðu með sér Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna á síðasta áratug sem hafði þann eina yfirlýsta tilgang að sameina alla vinstri menn í einum flokki. Sú sameining fór út um þúfur og þeir félagarnir skipuðu sér í sinn hvorn flokkinn og eru nú orðnir formenn þeirra - Ólafur í Alþýðubandalagi, Jón Baldvin í Alþýðuflokki. Nú hafa þeir tekið upp þráðinn að nýju og enn er sami, gamli draumurinn hafður að leiðarljósi. Það er að segja að sameina vinstri menn í einum flokki. Menn skulu því ekki reka upp stór augu. Samstarfs- hugmyndir þeirra félaga koma ekki á óvart. Þeir eru enn að hola sama steininn og hafa kannske betra tæki- færi til þess en áður í krafti formennsku sinnar og valda. Sannleikurinn er líka sá að uppstokkun í flokka- kerfinu er öllum ljós. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum, Borgaraflokkurinn er klofinn í frumeindir sínar og kvennalistakonur hafa enn ekki markað sér bás eða viljað sanna tilverurétt sinn. Segja má að Fram- sóknarflokkurinn standi enn föstum fótum í fortíðinni þótt styrkur hans felist í forystumönnum frekar en málefnum, enda er Framsóknarflokkurinn meiri tíma- skekkja heldur en nokkur annar stjórnmálaflokkur í landinu. í ljósi þessa tómarúms er sameining A-flokkanna ekki vitlausari hugmynd en hvað annað ef menn halda að leiðin til framtíðarinnar liggji til vinstri. Þessir flokk- ar eiga margt sameiginlegt. En þeir eiga líka margt sem skilur þá að, og mikið á eftir að ganga á áður en draum- ur flokksformannanna verður að veruleika. Enda sést það á viðbrögðum ýmissa stofnana og frammámanna í A-flokkunum að þessari fundaherferð er ekki alls staðar vel tekið. Hér hefur löngum verið sagt að nýr, frjálslyndur Úöldaflokkur á miðju stjórnmálanna væri tímabær. Margur hefur haldið að Jón Baldvin og Alþýðuflokkur- inn mundu leita samstarfs í þá áttina, frekar en sækj- ast eftir samstarfi lengra til vinstri. Það var reyndar gert í síðustu kosningabaráttu Alþýðuflokksins. Nú hef- ur blaðinu verið snúið við og það er auðvitað mál Al- þýðuflokksins. En þá er það um leið áskorun til borgara- legra og frjálslyndra afla að hugsa sitt ráð upp á'nýtt. Uppstokkun til vinstri kallar á uppstokkun til hægri. Baráttan stendur um atkvæði kjósenda sem hvorki vilja skipa sér lengst til hægri né lengst til vinstri. Ef Jón Baldvin og Ólafur Ragnar vilja fara um landið á rauðu ljósi þá eiga aðrir stjórnmálaáhugamenn að fara um landið á leyfilegu ljósi, á grænu ljósi, og bjóða upp á aðra valkosti en vinstri villu. Nú er tilefnið og tækifærið, þökk sé flokksformönnum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, sem enn eru fastir í æskudraumum og óskhyggju síðasta áratugar. Ellert B. Schram FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989. Nýja árið byrjar ekki vel hvað varðar sambúð Bandaríkjanna við Evrópuríkin og væntanlegan Evr- ópumarkað. Nú liggur við fullu við- skiptastríði og slík stríð er auðveld- ara að magna en stöðva. Tilefnið er nokkuð undarlegt, málið snýst um hormóna í nautakjöti. í Bandaríkjunum hefur það tíðk- ast i áratugi að gefa nautgripum vaxtarhormón til að fá af þeim meira kjöt með minni fitu. Þessar hormónagjafir hafa átt sinn þátt í því hve nautgriparækt hefur geng- ið vel vestanhafs og Bandaríkja- menn segjast sjálfir framleiða besta nautakjöt í heimi. Þessar lyfjagjafir eru stundaöar með fullu leyfi yfirvalda og sam- kvæmt ströngustu reglum, og regl- ur um matvæli og hollustuhætti eru mjög strangar í Bandaríkjun- um. En græningjar í Evrópulönd- um hafa fengið sett bann við inn- flutningi á þessu kjöti af heilsu- farsástæðum. Bandaríkjamenn taka þessu mjög illa og nú hafa þeir boðað refsiaðgerðir á móti sem þýða munu hömlur á innflutning á ýmsum útflutningsvörum Evrópu- bandalagsins. En allt það moldviðri, sem þyrl- ast upp í kringum þetta mál, felur önnur mikiu alvarlegri ágreinings- mál, sem eru ills viti fyrir sambúð þessara tveggja vestrænu risa, Miklar rannsóknir fara fram í Evrópu og Bandaríkjunum á skaðsemi hormónakjöts. - Bandariskur vísindamaður að störfum. Græningjar og hormónar einkum eftir sameiningu Evrópu í einn risavaxinn markað án landa- mæra árið 1992. Barnamatur Fyrír ailmörgum árum varð ít- alskur framleiðandi uppvís að því að setja mennsk hormón í barna- mat til að gera börnin feitari og sællegri. Þetta vakti eðhlega gífur- lega hneykslun og harkaleg við- brögð og í kjölfarið skáru flokkar græningja, em eru fjölmennir víða í Vestur-Evrópu, einkum Vestur- Þýskalandi, upp fierör gegn öllum bætiefnum í mat og hormónum sérstaklega. Þessi herferð bar víða árangur og lög voru sett gegn hormónum í mannamat, og reyndar dýrafóðri hka. Nú er þaö svo, að minnsta kosti segja Bandaríkjamenn það, að vaxtarhormón í nautgripum hafa engin áhrif á menn, en því vilja græningjar ekki trúa, og virð- ast hafa almenningsáhtið í Vestur- Evrópu með sér í því. Bandaríkjamenn krefjast þess aö Evrópuríkin láti evrópska vísinda- menn skera úr um skaösemi horm- ónakjötsins en því neitar Evrópu- bandalagið og segist hafa rétt á að banna innflutning á því kjöti sem ekki sé framleitt eftir evrópskum staðh. Fuilvíst þykir að evrópskir vísindamenn séu sömu skoðunar og þeir bandarísku um skaösem- ina, en þetta er orðið tilfinningamál þar sem rök eru ekki tekin til greina. Jafnvel þótt ríkisstjómir vhdu leyfa þennan innflutning er óvíst aö þær fengju frið til þess vegna andstöðu græningja á þingi og grænfriðunga utan þess. Hagsmun- ir éru í rauninni lithr, nautakjöts- innflutningur Evrópu frá Banda- ríkjunum er aöeins um eitt prómill af heildarviðskiptunum. Málið snýst heldur ekki um þá hagsmuni heldur samskipti þessara aðila í heild og þá einkum landbúnaðar- stefnuna. Þau ágreiningsmál urðu til þess aö ráðstefna GATT um alheims- tollamál fór út um þúfur í Kanada í síðasta mánuði. Bandaríkjamenn settu innflutningsbannið á horm- ónakjötinu á oddinn og hétu því undir forsæti Yeutters, fastafull- trúa hjá GATT, sem nú verður næsti landbúnaðarráöherra Bandaríkjanna, að knýja fram Kjallarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður iausn á þessum málum í heild sinni, með þeim afleiðingum að engin niðurstaða fékkst. í því máli er um hagsmuni að ræða sem skipta milljörðum dollara á báða bóga og snúast um niðurgreiðslur, tolla og út- og innflutningshöft. Afstaða Yeutters í hormónamálinu þýðir mótaðgerðir, sem boða illt eitt í sambúð Vestur-Evrópu við Bandaríkin. Landbúnaðaröngþveiti Landbúnaðarmál hins vestræna heims eru alls staðar vandræða- mál. í samanburði við Evrópuríkin er íslensk landbúnaðarstefna th fyrirmyndar. í Evrópu eru niöur- greiðslur svo háar að þær leiða til sívaxandi birgðasöfnunar. Til dæmis er heimsmarkaðsverð á maís nú um 97 dollarar hvert tonn, en bændur í Evrópu fá greidda rúmlega 200 dollara fyrir tonniö. Aö sjálfsögðu framleiða þeir eins mikinn maís og þeir geta og Evr- ópuríkin undirbjóða síðan aðra framleiðendur á heimsmarkaöi. Um 60 th 80 prósent af fjárlögum Evrópubandalagsins eru útgjöld vegna niðurgreiðslu á landbúnað- arafurðum. Þaö er augljóst að þetta gerir öhum samkeppnisaðilum, ekki síst í Bandaríkjunum, erfitt fyrir. Bandaríkjamenn hafa lengi reynt, ásamt Kanadamönnum, Áströlum, Argentinumönnum og fleiri landbúnaðarþjóðir að fá stefnu Efnahagsbandalagsins breytt en án árangurs. Nú er sem sagt komið að einhvers konar upp- gjöri. Bandarísk landbúnaðar- stefna er líka óheyrhega dýr, og þeir eiga við mikla birgðasöfnun að stríða sem landbúnaðarstefna Efnahagsbandalagsins á sinn þátt í. Það eru þeir hagsmunir sem Ye- utter setti á oddinn á ráðstefnu GATT, en ekki hormónakjötið út af fyrir sig. Bandaríkjamenn krefj- ast þess aö sú stefna verði mótuð th langframa að afnema flestahar niðurgreiðslur og heimsmarkaðs- verð ráði verðlagi. Þetta mundi setja bændur í Evrópu á hausinn, og því kemur þaö ekki th greina þar. Afleiðingin er yfirvofandi við- skiptastríð Bandaríkjanna og Evr- ópu þar sem Bandaríkjamenn hóta höftum á iðnvaming verði höftum á verslun með landbúnaðarvörur ekki. aflétt. í þessu máh standa Bandaríkjamenn ekki vel að vígi og hormónakjötiö virðist ekki vera málstaður sem þeir geta staðið og fahið með. Með því að heimta af- nám niðurgreiðslna eru þeir aö hafna samningum um lækkun þeirra sem kæmi öllum vel. íbúar Evrópu verða að greiða miklu hærra verð fyrir landbúnaðaraf- urðir en þeir þyrftu ef þessum málum væri hagrætt, og það er ahra hagur að verö á heimsmark- aði verði raunhæft. Bandaríkja- menn hafna samningum og heimta aht eða ekkert. Að auki er land- búnaöarstefna Bandaríkjanna ekki hafm yfir gagnrýni, þar eru hka ýmis höft í gildi. Það eina sem útht er fyrir að Bandaríkjamenn áorki með kröfu sinni um að hormóna- kjötiö verði tekið gott og ght er að efla flokka græningja og grænfrið- unga og grafa undan sínum eigin áhrifum á Evrópubandalagið. Gunnar Eyþórsson , ,Landbúnaðarmál hins vestræna heims eru alls staðar vandræðamál. í samanburði við Evrópuríkin er íslensk landbúnaðarstefna til fyrirmyndar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.