Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 15
15 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989. Fjárfestingarsukkiö Eru allir jafnir? „Er þjóðin bættari þótt á Melavellinum i Reykjavík standi steinkassi sem átti að verða Þjóðarbókhlaða?“, spyr greinarhöfundur. Gagnrýnd hefur verið óhófleg fjárfesting í þjóðfélagi okkar. Þar hefur helst verið vegið að hinum ýmsu stéttum og framkvæmdaaðil- um en lítið hefur verið fjallað um fáránlega íjárfestingarstefnu Al- þingjs undanfarinn áratug eða meir. Við íslendingar erum, og höfum verið, að sökkva í kviksyndi skuldasúpu jafnt og þétt. Ekki hef- ur skipt neinu verulegu máli hvað þetta varðar hvaða flokkar hafa staðið aö stjórn landsins. Flestir skjóta sér bak við þá staðreynd að útgjöld ríkisins eru að mestu bund- in í lögum (sem að vísu er ekki fylgt) en leggja ekki neina raun- hæfa vinnu í að endursemja þessi lög með breytingar í huga. Vaxtagjöldin Opinberir aðilar eru með alveg óhemju íjármagn bundið í ófull- gerðum íjárfestingum úti um allt land. Þar sem við erum skuldum vafðir eru þessar fjárfestingar allar framkvæmdar fyrir lánsfé sem greiða þarf af vexti. Nú er að vísu svo að ekki er allt- af hægt að ljúka stórum verkefnum á einu ári en það hljóta að vera vítaverð stjórnunarafglöp að setja fjármagn stöðugt í fleiri fram- kvæmdir á meðan fyrri fram- kvæmdum er ekki lokið. Þegar ver- KjaUarinn Guðbjörn Jónsson fulltrúi ið er að gagnrýna svona skjóta þingmenn sér alltaf á bak við það að það sé svo mikill þrýstingur frá mönnum í héraði að fá fram- kvæmdir af stað. Ég vil spyrja: Voru það þessir menn í héraði sem kosnir voru til þess að stjórna landinu eöa voru þaö þið? Hvað hafa t.d. ísfirðingar verið bættari undanfarinn áratug þótt þar hafi staðið mörg þúsund fermetra steinkassi sem átti að verða sjúkrahús? Hvað ætli þjóðin sé bættari þótt á Melavellinum í Reykjavík standi steinkassi sem átti að verða Þjóðarbókhlaða? Hringinn í kringum landið mætti telja upp álíka tilfelli. Og þá vaknar spurningin: Hvað skyldi þjóðfélag- ið vera búið að greiða mörg hundr- uð (eða þúsund) milljónir í vexti og hækkaðan framkvæmdakostn- að sl. áratug vegna framkvæmda sem ekki var lokið við með eðlileg- um framkvæmdahraða? Ahrifin á atvinnulífið Áhrif þessarar hringavitleysu á atvinnulífið eru margvísleg en þvi miður flest slæm. Oft er farið í dýr- ar fjárfestingar í tækjum og öörum búnaði sem áætlað er að þurfi til framkvæmda. Þessi búnaður er oftast keyptur fyrir lánsfé og greiðslur miðaðar við áætlaðan framkvæmdahraða á verki því sem vinna á. Þegar svo stjórnvöld fjársvelta og fresta þess- um framkvæmdum til þess eins að geta látið álíka upphæð í undirbún- ing á einhverjum öðrum verkefn- um er búið að setja snöruna um hálsinn á þeim atvinnurekstri sem var að framkvæma fyrir ríkið. Þetta er því miður raunveruleikinn og þetta er eitt af stóru vandamál- unum hjá ýmsum iðnfyrirtækjum á landsbyggðinni. Skipulag framkvæmda Það hefur alla tíð verið talin góð vinnuregla að taka ekki meira verk fyrir í einu en möguleiki er á að klára. Þegar einstaklingur á í hlut er honum bent á, af stofnunum rík- isins, að láta fjármagnið fara sem fyrst að skila arði. Sá einstaklingur eða atvinnurekstur, sem liggur ár eftir ár með mikið fjármagn fast í ófullgerðum framkvæmdum og barmar sér á sama tíma um ijár- magnsvandræði, fær ekki mikla vorkunnsemi hjá lánastofnunum eða sjóðum hins opinbera. Hví skyldu ekki vera gerðar sömu kröf- ur til Alþingis að þessu leyti og til annarra rekstraraðila hér á landi? Er það hugsanlegt að þjóöin sé hætt að reikna með sömu hæfileik- um til stjórnunar á þjóðfélaginu og gerðir eru til stjórnunar á litlu ein- ingunum innan þess? Það verður að fara að gera þá kröfu til Alþingis að það hætti aö nota fjármagn sem snuð upp í nöldrandi ijármagnsbetiara. Stjórnvöld verða að fara að setja verk í beir.a framkvæmdaröð og ljúka þeim í beinu samhengi þar til framkvæmdin er komin í nýtan- legt ástand. Hvað skyldu t.d. ísfirðingar hafá verið verr settir þótt ekki hefði verið byrjað á sjúkrahúsinu fyrr en á árinu 1984 og verið væri að ljúka því á þessu ári? Hvað skyldi þjóðin vera verr sett ef ákveðið hefði verið að byrja á byggingu Þjóðarbókhlöðunnar i apríl nk. og ljúka henni fyrir árslok 1990? Allt í kringum landið mætti ör- ugglega sýna fram á aö fram- kvæma hefði mátt flest sem gert var fyrir miklu lægri íjárhæð en þarf til þess að ljúka því með þeim hringlandahætti sem einkennt hef- ur fjárveitingar undanfarinna ára. Hvenær skyldi verða farið að stjórna landinu? Guðbjörn Jónsson „Það verður að fara að gera þá kröfu til Alþingis að það hætti að nota fjár- magn sem snuð upp 1 nöldrandi fjár- magnsbetlara.“ Aðför að íslenskum farmönnum Eftir að hafa lesið gögn sem full- trúi Sambands íslenskra kaup- skipaútgerða, SÍK, Helgi Laxdal, og Guðlaugur Gíslason hafa sett á blað um framtíð íslenskrar farmanna- stéttar sá ég mig knúinn til að taka mér penna í hönd þar sem ég tel að hugmyndir þeirra muni útrýma íslenskum farmönnum. Lítum t.d. á eftirfarandi hugmyndir. Forsendur og samkeppni „Kaupskipaútgerðir og viðkom- andi aöildarfélög F.F.S.Í. eru sam- mála um að útgerðir einstakra skipa sem búa við óhefta er- lenda/alþjóðlega samkeppni megi skrá slík skip utan Islands og manna þau áhöfnum að hluta, eða öllu, starfsmönnum af öðru þjóð- erni en íslensku og greiða slíkum starfsmönnum laun, skv. gildandi töxtum í heimalandi þeirra ef við- komandi erlent skráningarríki heimilar slíkt. Samtímis eru fyrrnefndir aðilar sammála um að kaupskip á vegum íslenskra útgeröa sem stunda sigl- ingar á markaði lokuðum eða án beinnar erlendrar samkeppni skuli mönnuð íslenskum áhöfnum, hvort sem skipin séu skráð á ís- landi eða erlendis. í báðum fyrrnefndum tilfellum byggjast skilgreiningar á sam- keppnisástandi á hverjum tíma. Fyrmefndir aðilar eru sammála um að með erlendri samkeppni sé átt viö að viðkomandi skip þurfl að keppa við erlendan skipakost í öflun farma og flutningsgjalda þeirra, hvort sem er utan íslands, eða á siglingum til og frá íslandi. í ljósi þess má skilgreina helstu þætti flutninga íslenskra skipa á eftirfarandi hátt, þ.e. miðað við óbreytt samkeppnisástand: Línu/áætlanasiglingar útgerða (þ.m.t. flutningar á ferskum fiski í KjaUarinn Birgir H. Björgvinsson farmaður, í stjórn Sjómannafélags Reykjavikur gámum). Strandsiglingar, s.s. áætlanasigl- ingar, dreifmg olíu o.s.frv. Flutningar á saltfiski svo lengi sem farmeigandi, SÍF, nýtir sér ekki erlendan skipakost. Flutningur á frystum fiski, svo framarlega sem farmeigendur, S.H. og Sjávarafurðadeild SÍS o.s.frv., nýta sér ekki erlendan skipakost." Staða útgerðar og fyrirvarar „Staða íslensku kaupskipaút- gerðarinnar er lítið breytt frá því hörmungarástandi sem ríkt hefur síöastliðin ár. Á síðasta ári voru allar kaupskipaútgerðir, að slepptu Eimskipafélaginu, reknar með mismunandi miklu tapi. Hvað við- víkur Eimskipafélaginu bera árs- reikningar með sér að hagnaður er af öðrum rótum sprottinn en útgerðinni og má rekja fyrst og fremst til góðrar ávöxtunar á hinu mikla eigin fé fyrirtækisins. Stöðu kaupskipaútgerðanna ann- arra en áætlanaútgerðanna, má líkja við ástand fyrirtækja í sjávar- útvegi, að fyrirtækin ganga mark- visst á takmarkað eigið fé og skipa- stóll rýrnar að verðmætum án þess að nokkur fjármagn myndist til endurnýjungar. Þar sem framtíðin virðist ekki bera neinn bata á nú- verandi ástandi í skauti sér er fyr- irsjáanlegt að fleiri íslenskar kaup- skipaútgerðir munu lognast út af innan tíðar ef ekki verður gripið tii róttækra aðgerða. Þær útgerðir, sem eiga í mestum erfiðleikum, eru þær sem búa við óhefta erlenda samkeppni og er ljóst að þessar útgerðir eiga ekki nema eina und- ankomuleiö frá gjaldþroti og er það útflöggun með lægri áhafnakostn- aði. A minni skipum í stórflutning- um nemur launakostnaður áliafna nú u.þ.b. 60% af útgerðarkostnaði (tímaleigujafngildi). Eins og áður hefur verið getið gera báðir aðilar, sem standa að fyrrgreindum skilgreiningum, fyr- Er róttækra aðgerða þörf í íslenskri irvara um óbreytt samkeppnis- ástand. Ef til frekari erlendrar samkeppni kemur, t.d. í áætlana- siglingum, eða ef farmeigendur, s.s. SIF, SH, Sjávarafurðadeild SÍS, Síldarútvegsnefnd o.s.frv., fara að nýta sér erlendan skipakost, verða útgerðirnar að mæta slíkri sam- keppni á jafnræðisgrundvelli, þ.e. með svipuðum áhafnarkostnaði ög slík erlend skip búa við.“ Aðeins byrjunin Sú spurning hlýtur að vakna fyr- ir hverja þessir menn eru að vinna. Ég er sannfærður um að einhvers staðar á jarðkringlunni er til vinnukraftur sem er bæði vinnu- samari og billegri en fyrrnefndir „heiðursmenn" sem ætla ásamt SÍK að leggja íslenska farmanna- stétt niður nái þessar hugmyndir þeirra fram að ganga. Ennfremur freistast ég til að halda að þeir séu hlynntari hug- myndum útgerðarmanna en far- manna. Hugmyndir þessar hef ég rætt við farmenn og hryllir þeim við að talsmenn Vélstjórafélagsins kaupskipaútgerð? og Stýrimannafélagsins skuli láta hafa sig til slíkra óhæfuverka. Sem betur fer hugsa aðrir fulltrú- ar stéttarfélaga betur um sína menn. Hætt er við að ef þessar hugmyndir verða að veruleika sé það aöeins byrjun á stóraukinni sókn erlends vinnuafls til íslands og geta allir séð hvert þá stefnir. Vonandi finna þessir „heiðurs- menn“ sér þá störf við hæfl. Draumur íslenskrar kaupskipaút- gerðar um ódýrara vinnuafl getur ræst með því að stofna útgerðarfé- lög erlendis. Byrjunarlaun háseta í dag eru kr. 36.065,48. Nú má vera að varafor- seti FFSÍ, sem jafnframt er formað- ur Vélstjórafélags íslands, og starfsmaður Stýrimannafélagsins, Guðlaugur Gíslason, telji nauösyn- legt að útvegaður sé billegri vinnu- kraftur á farskipaflotann en ég er ekki sömu skoðunar. Þing SSI og ASÍ 1988 hafa bæði ályktað um þessi mál og varað við þessari þró- un. Það er von mín að farmenn láti frá sér heyra. Birgir H. Björgvinsson „Hætt er við að ef þessar hugmyndir verða að veruleika sé það aðeins byrjun á stóraukinni sókn erlends vinnuafls til íslands.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.