Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 24
40 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989. Lífsstm Leiðin til Indlands í auguxn fólks hér í noröri er Ind- land og allt sem tndverskt er fram- andi og oft sveipað nokkurri dulúð. Landið er vissulega langt í burtu og mannlíf innfæddra með öðrum hætti en hér gerist. Feröalög á þessar sióð- ir eru ekki á allra fiasri og flestir veiða aö láta sér drauminn um fjarlæg lönd nægja. Einn möguleiki er þó til aö nálgast þau lönd sem lengst eru í burtu en það er í gegnum matargerð- ina. Með því að elda framandi rétti kemst maður í snertingu við það andrúmsloft sem einkennir annan menningarheim. Fjölbreytnin er mikil Indversk matargerð hefur lengi verið hátt skrifúö hjá áhugafólki um mat og matargerð. Reyndar á indversk matargerð á Vesturlönd- um ekki langa sögu þó þær krydd- tegundir, sem notaðar eru, hafi verið þekktar og notaðar áður. í aldanna rás hefur landiö verið ný- lenda margra stórvelda á ýmsum tímum. Við þaö hafa margir straumar í matargerð blandast hinni upprunalegu og gert fjöl- breytnina meiri. Indland er líka geysivíölent ríki og staðhættir margvíslegir. Því hef- ur hvert svæði sínar áherslur og miðast þær við þau aðföng sem næst eru. Á svæðunum nálægt Bengalflóa er skelfiskur mikið not- aður í matargerð en hrísgrjón eru ein aöaluppistaðan í mat sunnan- manna. Kryddernotað af mikilli list Nautakjöt er htið notað þvi flestir íbúar eru hindúar og í þeirra trú eru nautgripir heilagir. Múham- eðstrúarmenn eru í minnihluta en halda sínum venjum og borða nauta- og lambakjöt en aldrei svinakjöt. Leifar af portúgölsku landnámi eru líka á Indlandi og þar er svínakjöt aðalfæðan. Kjúklingar eru mikið notaðir í matreiðslu og einnig jógúrt. Það sem er mest spennandi viö indverskan mat er hve bragðið er fjölbreytilegt. Krydd er notað af mikilh list - stundum er rétturinn höfúgur, stundum mildur en alltaf bragðmikill. Mortel er nauðsynlegt áhald því yfirleitt er miöað við að kryddiö sé steytt rétt fyrir mat- reiðsluna. Æ auðveldara er að fa þær kryddtegundir sem notaðar eru, a.m.k. í flestum stærri versl- unum og sérverslunum. Þau bragð- efni, sem ekki fást fersk, eru þá jafnvel til þurrkuö eöa niðursoðin. Ekki ætti að vera erfitt aö útvega lambakjöt og skelfisk. Síðan er bara að hetja feröina á framandi slóðir og uppgötva nýjan heim. -JJ Eins og annars staðar kemur fram er lambakjöt töluvert notað í indverskri matargerð, hráefni sem er aðgengilegt hér á landi. Karrílamb meðjógúrt 2msk.matarolía 3 laukar, fint saxaðir 6 heilar kardimommur 1 kanilstöng 114 msk. koriander, steytt 2 tsk. kúmenfræ, steytt 14 tsk. turmerik 14 tsk. negulnaglar, steyttir l-2tsk.chihduft 14 tsk. múskat 1 msk. smátt skorinn pa- prika 300ghreinjógúrt 750 g lambakjöt í bitum (af læri) 1 stór tómatur, afhýddur og skorinníbita salt Hitið olíuna á stórri pönnu og hitið lauk, kardimomm- Kryddaður lambapottur ur og kanil þar til laukurinn verður gullinn. Bætið á pönnuna koriander, kúm- eni, turmerik, negulnögl- um, chihdufti og múskati. Steikið á pönnunni þar til olían er horfin (eða kryddið orðið þurrt). Setjið þá tvær matskeiðar af vatni á pönn- una og látið sjóða. Hrærið af og til í 5 mínútur og bætið við vatni ef með þarf. Setjið paprikuna á pönn- ima og hrærið jógúrtina ró- lega saman við. Að lokum er kjötbitum og tómatbitum hrært saman við. Saltið eftir smekk. Suöan er látin koma upp og síðan er kjötið soðið við vægan hita í nálægt því klukkustund eða þar til það erorðið meyrt.. Kryddaður lambapottur 5msk. olía 6 kardimommur, steyttar 6negulnaglar 6piparkom,svört 14 kanilstöng 750 g lambakj öt í bitum (af læri) 6 skalottlaukar, smátt sax- aðir 2 hvítlauksrif, smátt söxuð lítih biti engifer, smátt sax- aður 2 msk. korianderfræ, steytt 2 tsk. kúmenfræ, steytt 1 tsk. chihduft salt 150gjógúrt 1 tsk. garam masala Hitið 4 matskeiðar af ohu á pönnu og hitið kard- imommur, negul, piparkom og kanil í 1 minútu í vel heitri ohu. Brúnið kjötbit- ana vel á öllum hhðum og setjið á disk. Takið allt kryddið af pönnunni og hendið. Bætið afganginum af ol- íunni á pönnuna og steikið skalottlaukinn, hvítlaukinn og engifer í 5 mínútur. Bæ- tið á pönnuna koriander, kúmeni, chilidufti og salti og hitið í aðrar fimm minút- ur. Hrærið í til að koma í veg fyrir að kryddið brenni við. Hellið jógúrtinni smám saman á pönnuna og hræ- rið. Setjið kjötið aftur á pönn- una ásamt þeim vökva sem safnast hefur á diskinn. Bætið vatni á pönnuna ef með þarf - vökvinn þarf að ná yfir kjötið. Látið suðuna koma upp og lækkið strauminn. Látið sjóða við vægan hita í tæpa klukku- stund eöa þar til kjötið er meyrt. Stráið garam masala yfir í lokin og hrærið saman við kjötið. Látið sjóða í 1 mín- útu. Berið fram með hrís- grjónum eða brauði. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.