Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989. 43 Björn Líndal, aðstoðarmaður bankastjórnar Landsbanka íslands, hefur í umfiöllun DV verið annar þeirra manna sem helst koma til álita sem nýr aðstoðarbankastjóri Landsbankans. Björn fæddist í Reykjavík 1.11. 1956, lauk stúdentsprófi frá MR1976 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1981. Bjöm hóf störf sem fulltrúi hjá viðskiptaráðuneytinu 1980, var skipaður deildarstjóri þar 1981-86 og gerðist þá aðstoðarmaður fasta- fulltrúa Norðurlandanna í stjórn Alþjóðabankans í Washington. Hann varð aðstoðarmaður banka- stjórnar Landsbankans 1988. Björn sat í stúdentaráði HÍ1977-79 og var fulltrúi stúdenta á deildar- fundum lagadeildar HÍ. Hann var formaður FUF1978-80, sat í mið- stjórn Framsóknarflokksins 1979-86 og sat tvisvar á þingi sem varaþing- maður Rvíkur á árunum 1984-88. Björn hefur setið í ýmsum nefnd- um um viðskipta- og bankamál, þ. á m. þeirri sem annaðist endurskoðun bankalöggjafarinnar. Hann satí stjórn Norræna verkefna- og út- flutningssjóðsins 1982-88. Þá var hann formaður Barnaverndarráðs Björn íslands 1983-86. Kona Björns er Sólveig, f. 1948, lögfræðingur og forstöðumaður neytendadeildar Verðlagsstofnun- ar, dóttir Guðmundar Gunnarsson- ar, forstjóra tæknideildar Hús- næðisstofnunar, og Önnu Júlíus- dóttur. Börn Björns og Sólveigar: Vigdís Eva, f. 2.11.1983, og Guðmundur Páll, f. 27.9.1986. Alsystkini Björns eru Þórhildur, f. 28.1.1951, lögfræðingur og deildar- stjóri í félagsmálaráðuneytinu, gift Eiríki Tómassyni hrl, og Jón Úlfar, f. 12.7.1952. Hálfbróðir Björns er Páll Jakob,f. 14.12.1973. Foreldrar Björns eru Páll Jakob Líndal, f. 9.12.1924, lögfræðingur og deildarstjóri í iðnaöarráðuneytinu, og Guðrún Eva Úlfarsdóttir, f. 27.12. 1925, deildarstjóri í Stofnun Árna Magnússonar. Föðurbróðir Björns er Sigurður Líndal, lagaprófessor, sagnfræðing- ur og forseti HÍB. Faðir Páls var Theodór Líndal lagaprófessor, son- ur Björns Líndal, yfirdómslög- manns og útgerðarmanns, Jóhann- essonar. Móðir Theodórs var Sigríður Metúsalemsdóttir, b. á Arnarvatni, Líndal Magnússonar. Bróðir Metúsalems var Þórarinn, faöir Magnúsar, afa Magnúsar Torfasonar hæstaréttar- dómara. Þórarinn var einnig faðir Þorbergs, langafa Steingríms próf- essors, fóður Héðins, heimsmeistara í skák. Ekkja Theodórs er Þórhildur, dóttir Páls Briem amtmanns og Álf- heiðar Helgadóttur. Bróðir Páls amtmanns var Eiríkur prestaskóla- kennari, faðir Eggerts í Viðey, afa Eggerts stærðfræðiprófessors. Ann- ar bróðir Páls var Ólafur, alþingis- maður á Álfgeirsvöllum, fyrsti formaður Framsóknarflokksins, faðir Þorsteins, prófasts og ráð- herra, og Ingibjargar, konu Björns Þórðarsonar forsætisráðherra, fóð- ur Þórðar ríkissaksóknara. Systir Páls var Kristín, kona Valgarðs landféhirðis, móðir Ingibjargar, konu Jóns Þorlákssonar forsætis- ráðherra, og Maríu Kristínar, móð- ur Gunnars Thoroddsen forsætis- ráðherra og ömmu Magnúsar Thor- oddsen og Helgu Kress. Páll amtmaður var sonur Eggerts Briem, sýslumanns á Reynisstað, Gunnlaugssonar Briem, amtmanns á Grund, ættfóður Briemættarinn- ar. Móðir Páls var Ingibjörg Eiríks- dóttir, sýslumanns í Kollabæ, Sverr- issonar. Bróðir Álfheiðar var Jón biskup. Annar bróðir Álfheiðar var Tómas héraðslæknir, faðir Helga yfirlækn- is, föður Tómasar yfirlæknis og Ragnhildar, fyrrv. ráðherra. Þriöji bróðir Álfheiðar var Ólafur, prestur á Stóra-Hrauni, afi Ólafs, fyrrv. bankastjóra, föður Helga stórmeist- ara. Systir Álfheiðar var Sigríður, móðir Helga augnlæknis, föður Sig- urðar, stærðfræðiprófessors við MIT. ' Álfheiður var dóttir Helga Hálf- danarsonar, prestaskólakennara og alþingismanns, og Þórhildar Tóm- asdóttur Fjölnismanns Sæmunds- sonar. Móðurforeldrar Björns Líndal: Úlfar Karlsson, fyrrv. skósmiður og verslunarmaður á Seyðisfirði, og Jónína Steindórsdóttir. Bróðir Úlf- ars var Sigurður Sófus, föðurafi Sig- urðar Karlssonar leikara. Úlfar er sonur Karls Friðriks, verslunar- manns á Vopnafirði, Jónssonar, frá Stóra-Eyrarlandi við Akureyri, Jónssonar. Móðir Úlfars var Guðrún Eiríks- dóttir, b. á Neðri-Brunná, Guð- mundssonar. Móðir Guðrúnar var Fólk í fréttum Björn Líndal Felldís Felixdóttir, systir Eyþórs, afa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Móðir Felldísar var Herdís Ólafs- dóttir, b. í Ólafsdal, Jónssonar. Felix var sonur Sveins í Víðidalstungu Sveinssonar, fyrsta næturvarðar í Reykjavík, Jónssonar. Sy stir J ónínu er Margr ét er átti Axel, bróður Haraldar Böðvarsson- ar á Akranesi. Dóttir Margrétar var Erla er átti Einar Ingimundarson, bæjarfógeta í Hafnarfirði. Faðir Jónínu var Steindór, kenn- ari og b., Jóhannesson, hins mark- fróða á Kambsstöðum, Jónssonar. Móöir Steindórs var Sigurbjörg, dóttir Guðmundar, b. í Fjósatungu, Guömundssonar og Helgu Eiríks- dóttur. Afmæli Guðmundur Júlíus Jónsson Guðmundur Júlíus Jónsson, fv. b. að Vorsabæ í Austur-Landeyjum, er áttatíu og fimm ára í dag. Guðmundur fæddist aö Neðri-Dal undir Vestur-Ej'jafjöllum. Hann flutti með foreldrum sínum árið 1906 að Borgareyrum, Vestur-Eyja- fjöllum, og ólst þar upp en þar bjó hann til 1938. Hann var vertíðar- maður átján vertíðir í Vestmanna- eyjum. Guðmundur flutti að Vorsabæ 1938 og var þar bóndi til 1980. Guðmundurkvæntist28.1.1939, Jónínu Þórunni Jónsdóttur frá Vorsabæ, f. 18.9.1911, dótturJóns Erlendssonar frá Skíðbakka og konu hans, Þórunnar Sigurðardótt- ur frá Snotru í Austur-Landeyjum. Börn Guðmundar og Jónínu eru: Jón Þórir, f. 6.4.1939, b. í Berjanesi í Vestur-Landeyjum, kona hans er Erna Árfells frá Berjanesi og eiga þau þrjú börn; Guðrún Ingibjörg, f. 4.8.1940, gift Ólafi Guömundssyni frá Eystri-Skógum, Austur-Eyja- flöllum, þau eiga þrjú börn og eru búsett á Hellu; Bóel Jónheiður, f. 20.11.1942, gift Ólafi Tryggvasyni, b. á Raufarfelli, þau eiga átta börn; Ásgerður Sjöfn, f. 30.7.1948, gift Helga Jónssyni frá Selalæk á Rang- Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til aðsenda þvímyndirog upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Muniðaðsenda okkur myndir árvöllum, b. á Lambhaga á Rangár- völlum og eiga þau sex börn; Erlend- ur Svavar, f. 14.7.1949, b. að Arnar- hóli í Vestur-Landeyjum, kona hans er Ásta Guðmundsdóttir frá Hólmi í Austur-Landeyjum og eiga þau eitt barn; Björgvin, f. 31.7.1951, d. 19.3. 1955; Jarþrúður Kolbrún, f. 12.2. 1953, hennar maður er Helgi B. Gunnarsson frá Vestmannaeyjum, b. á Brú í Austur-Landeyjum, þau eiga tvær fósturdætur; og Björgvin Helgi, f. 27.6.1959, b. á Vorsabæ, kona hans er Margrét Óskarsdóttir frá Skipagerði í Vestur-Landeyjum ogeigaþaueinn son. Systkini Guðmundar: Markús, f. 5.3.1905, d. 28.7.1988, b. og söðla- smiður á Borgareyrum, en ekkja hans er Sigríður Magnúsdóttir frá Álfhólahjáleigu í Vestur-Landeyj- um; ísleif, f. 9.6.1910, húsfreyja að Bjarkarlandi, Vestur-Eyjaíjöllum, ekkja eftir Árna Sigurðssson frá Steinmóðarbæ, Vestur-Eyjafjöllum; Sigríður, f. 19.9.1911, húsmóðir í Reykjavík, gift Arnóri L. Hanssyni trésmið. Foreldrar Guðmundar voru Jón Ingvarsson, b. á Borgareyrum, og kona hans Bóel Erlendsdóttir frá Hlíðarenda í Fljótshlíð. Foreldrar Guðmundur Július Jónsson Jóns voru Ingvar Hallvarðsson, b. að Neðri-Dal, og kona hans Ingi- björg Jónsdóttir Guðmundssonar frá Stóru-Mörk. Foreldrar Bóelar voru Erlendur, b. á Hlíðarenda í Fljótshlíð, Erlends- son, Árnasonar, og kona hans, Margrét Guðmundsdóttir frá Smærnavöllum í Garði í Gull- bringusýslu. Guðmundur dvelur á Landspítal- anum um þessar mundir. Til hamingju með daginn! 85 ára 50 ára Dagbjört Kristjánsdóttir, Hraunbæ 86, Reykjavík. 80 ára Svanhvit Knútsdóttir, Seljabraut 36, Reykjavík. Steinunn Sigurðardóttir, Daíbraut 21, Reykjavík. 75 ára Ólafía Jónsdóttir, Arahólum 4, Reykjavík. 60 ára Þórunn Matthíasdóttir, Látraströnd 44, Seltjamarnesi. Björgvin Þorvaldsson, Greniteigi 2, Keflavík. Ríkarð Bjarni Björnsson, Faxatúni 42, Garðabæ. Hreinn Þórðarson, Auökúlu, Auðkúluhreppi. Trausti Þorleifsson, Álfaskeiði 98, Hafharfirði. 40 ára Katrin Guðmundsdóttir, Hjallalandi 10, Reykjavík. Guðbjörg Haraldsdóttir, Háholti 35, Akranesi. Þórunn M. Ingimarsdóttir, Stífluseli 4, Reykjavík. Bessi Gislason, Barmahlíð 7, Reykjavík. Kristín Á. Viggósdóttir Kristín Ágústa Viggósdóttir sjúkra- liði, til heimilis að Skeifu við Ný- býlaveg í Kópavogi, er fimmtug í dag. Kristín fæddist á Eskifírði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Á ungl- ingsárunum vann hún í síld og starfaði við fiskvinnslu á Eskifirði og síðan á Seyðisfirði þar sem hún kynntist manni sínum. Þau bjuggu í Hafnarfirði í nokkur ár og síðan á Sauðárkróki til ársins 1970 en fluttu þá í Kópavoginn þar sem þau hafa búið síöan. Kristín lauk sjúkraliðaprófi í Reykjavík og lærði söng í nokkur ár. Maður Kristínar er Birgir Dýr- fiörð rafvirkjameistari, f. á Siglu- firði 26.10.1935, sonur Kristjáns Dýrfiörð, rafvirkjarheistara í Hafn- arfirði, sem er látinn, og Þorfinnu Sigfúsdóttur sem var léngi mat- ráðskona við Sjúkrahús Siglufiarð- ar. Kristín og Birgir eiga sex börn. Þau eru: Elsa Dýrfiörð, f. 21.6.1957, sjúkraliði og kennaraháskólanemi í Kópavogi, gift Ingiberg Bjarnasyni trésmið, þau eiga tvær dætur; Logi Dýrfiörð, f. 11.1.1959, sölu- og af- greiðslumaður hjá Jóhanni Rönn- ing; Kristín Dýrfiörð, f. 26.6.1961, fóstra, gift Friðriki Þór Guðmunds- syni blaðamanni, þau eiga tvo syni; Gerður Dýrfiörð, f. 31.6.1963, hús- móðir, gift Gísla Dan Rafalovich, nema í gervilimasmíði, þau eiga einn son; Viggó Dýrfiörð, f. 13.9. 1965, matreiðslunemi, sambýlis- kona hans er Dagný Gunnarsdóttir, hún á einn son; og Tjörvi Dýrfiörð, f. 2.12.1967, starfsmaður hjá Jó- hanni Rönning. Kristín á átta systkini. Þau eru: Þorsteinn, veitingamaður í Kaup- mannahöfn; Marteinn, offsetprent- ari í Reykjavík; Sigvaldi, verslunar- eigandi í Reykjavík; Sigurður, tann- læknir; Unnur Rósa, hjúkrunar- fræðingur; Sigfús, rafvirki; Haukur, kennari, og Anton, matreiðslumað- ur í Reykjavík. Foreldrar Kristínar eru Viggó Loftsson, lengst af bakari ogmat- reiðslumaður á Eskifirði, og Kristín Þorsteinsdóttir húsmóðir. Kristín tekur á móti gestum á heimili sínu að kvöldi afmælisdags- ins. ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ í næstu viku hefjast ný námskeið hjá Ættfræðiþjón- ustunni í Reykjavík. Þátttakendur fá fræðslu um ætt- fræðileg vinnubrögð, leitaraðferðir, uppsetningu ætt- artölu og niðjatals o.s.frv. Ákjósanleg skilyrði til rann- sókna á eigin ættum. Unnið úr fjölda heimilda, m.a. öllum manntölum til 1930, kirkjubókum og öðrum verkum. Auk sjö vikna byrjendanámskeiðs (18 klst.) er boðið upp á 12 klst. framhaldsnámskeið. Helg- arnámskeið verða á nokkrum stöðum sunnan- og vestanlands á næstu mánuðum. Skráning þátttak- enda er að hefjast. Ættfræðiþjónustan tekur að sér að semja ættartölur fyrir einstaklinga og fjölskyldur, m.a. 4-6 kynslóða ættartré á tilboðsverði. Geymið auglýsinguna! ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN - SÍMI 27101

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.