Alþýðublaðið - 07.07.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.07.1921, Blaðsíða 1
1921 Jltvinnuleysissiyrknr. Erlsndis hefir valdhöfunum bet- wr og betur skilist það, að verka- lýðurinn á rétt á styrk frá því opinbera, þegar atvinnuleysi kaliar að. Það þykir happasæili ieið og í alla staði eðlilegri, að leggja fram úr fjárhirziu ríkisins fé til styrktar mönnum, sem enga sök eiga á þvf, að þeir ekki geta haft ofan af fyrir sér, aðra en þá, að iþeir eru til — og þeir eiga einu sinni ekki sök á því; en sú leiðin, að gera þá fjárhagslega bundna sveitunum með sveitarstyrk eða sveitarláni. Jafnaðarmenn hafa átt mestan þátt í því, að koma þessu 4 kring og má af eftirfarandi sbeyti til ræðismanns Dana hér marka, hve langt Danir eru komnir í þessu efni. Skeytið er dagsett 4. þ. m.: „Bæjarstjórnin f Kaupmannahöfn [3/5 hlutar jafnaðarmenn] hefir 1. þ. m. umrœðulaust samþykt tillögu um að veita atvinnulausum enn 4 miljóna króna styrk. Samkvæmt Socialdemokraten hefir atvinnu- lausum mönnum á þessu ári verið veittar samtais 12 miijónir króna 4 Kaupmannahöfn.“ Þessi styrkur er sem svarar bví, að Reykjavíkurbær væri nú 'búinn á þessu ári að veita at- vinnulausu fólki um 400 þúsund króna atvinnuleysisstyrk. En hvað hefir bæjarstjórnin gert til þess, að allur sá fjöldi manna sem gengur hér atvinnulaus sveiti ekki? Og hvað hefir hún gert til jþess að draga úr atvinnuleysinu ? Hefir landsstjórnin nokkuð gert? Öllum þessum spurningum verð- ur að svara neitandi. Hvorki bæj- arstjórn, að minsta kosti ekki meiri hluti hennar, né Iandsstjórn- in haía gert nokkurn hlut í þessu máli. Nema ef vera skyldi að telja ætti landsstjórninni það ti! verðugs hróss, að hún hefir í sumar lagst á það lúaiagið, að þrýsta niður kaupi verkamanna Fímtudaginn 7. júlí. og hefir þar með gengið í lið með sultinum. Og mætti Morgun- blaðið gjarnan kalia það landráð. Það er nú sýnilegt, og hefir reyndar verið það lengi, að þetta og næsta ár munu verða erfiðustu árin, sem enn hafa komið hér á landi í seinni tíð. Ekki aðeins höfuðstaðurinn er í stökustu vand- ræðum, heldur alt iandið, bæði til lands og sjávar. Þó mun utlitið einna alvarlegast hér í Reykjavík. Nú sem stendur ganga hundruð manna atvinnulaus og sjá ekki fram á að neitt verði að gera. En ekkert er aðhafst af háifu hins opinbera. Togurunum er lagt í lægi. Vegna kolaleysis, var einu sinni sagt. Nú eru næg kol fáanleg. En þeir hreyfa sig ekki. Sfldarút- gerð verður sama sem engin og ekkert er gert til þess, að reisa þann atvinnuveg úr rústum. Jón Magnússon hleypur heim frá Dan- mörku áður en hann hefir hálfnað það verk, sem hann byrjaði þar á. Hann þurfti að vera heima, svo hann gæti orðið stórkross- riddari I Landið dregur úr öllum verk- legum framkvæmdum og bærinn gerir það líka; vegna féleysis. Lán er nauðsýnlegt, svo alt fari ekki í kaldakoi, en ekkert liggur á 1 Hvað á að gera? Bæjarstjórn Reykjavíkur verður að taka sig til og iáta sér skiljast það, að ekki dugar að láta fijóta sofandi að feigðarósi. Hún verður að finna eitthvert ráð f samráði við þá menn, sem viija veita henni aðstoð. Og landsstjórnin verður annaðhvort að segja af sér þegar f stað, gefa sig upp á bátinn, eða setja rögg á sig og útvega iánið, sem öllu átti að bjarga. Og það fyrsta sem byrja á á að gera, er að reisa Lands- spítaiann og barnaskólahúsið nýja. Kvásir. 153 tölubl. Það er einkennilegt hversu mik- il vonska er komin í Morgunblað- ið út af verkföllunum í Engiandi og Noregi. Það hefir að mestu þagað um þau hingað til. En nú rís það upp á afturfæturna og hellir sér yfir verkfallsmennina í báðum þessum löndum með hin- um verstu ásökunum. Það er gamla aðferðin, að nota tækifærið þegar andstæðingurinn stendur höilum fæti, og reyna að vinna á honum þá — „kasta steininum á þann sem fallinn liggur.* Og tii þess hikar það ekki við að beita hinum ósvífnustu vopn- um. Það er að vísu ekki gott að segja hvort rangfærsiur blaðsins í greininni sem það flutti í gær um verkföllin eru heldur að kenna fá- fræði þess eða óhlutvendni. Ef til vill hvorttveggja, svipað viU oft koma fyrir hjá blaðinu, ea hver sem orsökin er, þá er hún óafsakanleg. Morgunbiaðið heldur því fram, að enska kolaverkfailið hafi verið gert tii þess, að koma á rfkis- rekstri námanna, og verkamemt hafi borið fyrir launalækkun og lagt niður vinnu. Og alt þeirra framferði kailar það tilræði við þjóðfélagið. Það er með Morg- unblaðið og flokk þann sem að því stendur eins og Lúðvfk 14. Frakkakonung. Hann sagði: „Rík- ið, það er eg sjálfur.* Þess vegna kallar blaðið kolaverkfailið tilræði við énska þjóðfélagið, að kola- nemarnir risu þar á móti kúgua auðmannaklikanna. En svo er enginn fáfróður, nema ef til vill Morgunblaðið, að vita ekki að það voru námueigendur, sem stöðvuðu koiavinsluna. Þeir vildu setja niður svo laun námu- manna, að vfða nam SO°/o 3ækk- unin, og erlend borgaraflokkablöð eins og Politiken danska. hafa við- urkent að víða hefðu þau laun orðið með öiiu óviðunandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.