Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Side 5
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. 5 Fréttir Aldi-málið: Halldór hvikar ekki frá hvalveiðiáætlun - nýtt áróðursátak og ijölgun í sendiráðinu? HaftiarQarðarvegur: 23 bílar I árekstri Tuttugu og þrír bílar lentu í árekstri á um 50 metra vegarkafla viö Kópavog um hádegi á laugar- dag. Þaö var rétt fyrir klukkan eitt aö bílstjóri stöðvaði bíl sinn á Hafnarfjarðarveginum, rétt norðan við Kópavogslækinn, vegna lélegs skyggnis. Þeir bílar sera komu akandi á eftir voru þessu alls óviðbúnir og lentu 10 bílar því í einum og sama árekstr- inum. Þessi stórárekstur orsak- aöi síðan óbeint nokkra árekstra á sama stað með fleiri en tveim bílum. Þegar upp var staðiö höfðu alls 23 bílar lent í árekstrum á aðeins 50 metra vegarkafla. Nokkrar skemmdir urðu á öku- tækjum en engin alvarleg slys urðu á fólki. Lögreglan í Kópavogi sagði DV að mikil hálka hefði veriö á veg- inum þar sem hiti var rétt ofan við frostmark og tróðst því snjór- inn mjög vel. Hafi ökumenn flest- ir verið á negldum dekkjum en ekki ekið eftir aðstæðum sem voru mjög slæmar. -hlh Höfti, Homafirði: Hvassafell losnaði frá bryggjunni Hvassafell, skip Sambandsins, losnaði frá bryggju á Höfn í Hornafiröi um tíuleytið á laugar- dagskvöld. Var vinnu við lestun skipsins lokið þegar það reif sig frá í vestanrokinu sem gekk yfir Höfn á laugardag. Var aldrei hætta á ferðum en það tók um tvo tíma að koma skipinu að bryggju aftur og það tókst þá fyrst þegar stórvirkar þungavinnuvélar komu til hjálpar. -hlh Blindbylur í Ólafsvík: Af balli með lögregluhjálp Mikiö annríki var hjá Óiafsvík- urlögreglunni um helgina vegna veöurs. Var mikil ófærð innan- bæjar og vegna bhndbyls aðfara- nótt sunnudags varð lögregla að hjálpa ballgestum heim til sín. Var dansleikur í félagsheimilinu Klifi og komust ballgestir hvergi vegna færöarinnar. Stóð lögregl- an í heimkeyrslum til klukkan átta á sunnudagsmorgun. Mun engum hafa orðið meint af volk- inu. -hlh Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra er staðráðinn í að gefa hval- veiðiáætlunina ekki eftir þó að sam- tök umhverfisverndarmanna hafi fengið vestur-þýska matvælafyrir- tækið Aldi til að hætta viðskiptum upp á 200 milljónir króna við íslend- inga. „Við höfum góðan málstað að verja og skulum spyija að leikslokum," svarar Halldór spurningu um hvort síðustu atburðir hafi ekki skaðað ís- lenska hagsmuni óbætanlega. Tals- menn lagmetisiðjunnar hérlendis segja fyrirtæki verða gjaldþrota og Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ríkissjóður hefur greitt Ólafsfjarö- arbæ um 10 milljónir króna vegna ofgreiddra fyrirframskatta bæjarins af gjöldum einstaklinga en áður hafði ríkissjóður krafið bæjarsjóð Ólafs- tugir manna missa atvinnuna ef Aldi fyrirtækið hætti að selja íslenskar afurðir. Halldór hyggst beita sér fyrir áróð- ursátaki til að svara andófi umhverf- isverndarmanna gegn hvalveiði- stefnu íslendinga. Átakið verður þrí- þætt, því verður beint til fyrirtækja í Vestur-Þýskalandi sem skipta við ísland, fjölmiðla þar og almennings. „Þetta átak verður kynnt í þessari viku,“ segir Halldór. „Það er einnig verið að vinna að því að styrkja íslenska sendiráðið í Vestur-Þýskalandi meðan á þessu íjarðar um 9 milljónir króna sem væru ógreiddar af fyrirfram greidd- um sköttum á sl. ári. „Þetta munar miklu, ekki síst fyrir svona lítið bæjarfélag," segir Bjarni Grímsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði. „Við vorum allt frá upphafi þessa stendur,“ segir Halldór. Sjávarútvegsráðherra átti að fara í heimsókn til Vestur-Þýskalands í apríl en hann hefur óskað eftir því að þeirri heimsókn verði flýtt. Þar ætlar Halldór að taka upp mál Aldi fyrirtækisins. Eru líkur á að vestur-þýsk stjórnvöld geti haft áhrif á viðskipti þýskra fyr- irtækja? „Ég skal ekkert segja um það. Ég tel hins vegar nauðsynlegt að þeim sé gerð grein fyrir alvöru þessa máls,“ segir Halldór Ásgrímsson. máls óhressir með hvernig með það var farið og töldum að mistök hefðu átt sér stað og það hefur komið á daginn. Við lentum illa í umræðunni vegna þessa máls og einnig þurftum við að fjármagna þetta með yfir- drætti á sínum tíma," sagði Bjarni. Akureyri: Ökumenn í erfiðleikum Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyii; Veður á Norðurlandi var hryss- ingslegt lengst af um helgina og á Akureyri kyngdi niður miklum snjó frá þvi á hádegi á fóstudag. Ökumenn lentu í miklum erf- iðleikum í fóstudagsumferðinni og varöstjóri hjá iögreglunni sagði að lögreglan heföi staðiö í ströngu við aö aðstoða ökumenn sem ekki komust leiöar sinnar vegna ófærðar. Ekki urðu telj- andi óhöpp f umferöinni, þó uröu 7 árekstrar í bænum um helgjna en í þeim tilfeUum var um „nudd“ að ræða, að sögn lögreglunnar. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað á laugardag og braust nokkur fjöldi fólks þangað. Þegar opnað var í gærmorgun hvessti síðan aö nýju og var einungis ein lyfta opin fyrir hádegið. Það er því óhætt að segja að veturinn hafi loksins háfiö innreið sína á Akureyri um helgina en óvepjus- njólétt hefur verið í bænum fram að þessa. Þrengsli: Tvær rútur lögðust út af Tvær rútur fóru út af Þrengsla- veginum um hádegi í gær. Voru þær á leið upp brekku sem hall- aði einnig undan vindinum, sem var nokkur. Fór svo að önnur rútan lagðist á vinstri hliöina í snjóskafl með þeim afleiöingum að ein rúða brotnaði. Ekki urðu meiðsl á fólki nema hvaö ein stúlka kvartaði undan eymslum í baki. Var hún flutt á sly sadeild. Seinni rútan lagðist nánast mjúklega í snjóskafl og urðu eng- ar skemmdir á henni né slys á farþegum. Að sögn lögreglu á Selfossi var hált á Þrengslavegi og nokkur snjór en vegheflar munu hafa far- ið þrengslin eftir að rúturnar höfðu losnað. -hlh Tekinn með loftriffil Lögregla handtók 15 ára gaml- an pilt með loftriffil á Seltjarnar- nesi á laugardag. Hafði pilturinn verið að skjóta með rifflinum og fariö heldur ógætilega með hann í nærveru bama sem voru að leik. Var riffillinn tekinn af pilti og fékk rannsóknarlögreglan máliö til meðferðar. -hlh -pv Þetta var algeng sjón á götum höfuðborgarsvæðisins um helgina; fljúgandi hálka og skafrenningur og margir bílar kyrrstæðir. Myndin var tekin við Arnarnesið. DV-mynd: GVA Ólafsijörðiir og skattamir: Dæmið snerist heldur betur við - ríkið skuldaði bænum en ekki öfugt UTSALAJ VERÐFRflKR.209.900 Bílar, tilbúnir á númerum, til afgreiðslu strax í dag. Cóð greiðslukjör. 25% útborgun og eftirstöðvar á 12 mán. Opiö í dag frá kl. 1-5 JÖFUR -ÞECAR ÞÚ KAUPIR BÍL JÖFUR HF NYBÝLAVEGI 2 SIMI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.