Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. 11 Utlönd Kreppa á kránum Breskar krár þurfa að aðlaga sig hraðar nýjum siðum, breyttum drykkjuvenjum og aukinni sam- keppni frá nýtísku matsölustöðum. Þennan „bitra“ boðskap má lesa í skýrslu markaðskönnunarfyrir- tækis í London. Samkvæmt könnuninni fara 30 prósent allra fullorðinna Breta æ sjaldnar á krána. Einungis einn þriðji hluti fer reglulega á krána og einn þriðji hluti fer aldrei á krá. í Bretlandi eru 74 þúsund krár og er talið að 5 þúsund þeirra verði að loka á næstu fimm árum. Það eru aðallega þær Utlu sem iUa gengur hjá, þar sem rómantísk krá- arstemning ríkir, þar sem kónga- myndir hanga innan um flöskur og krana og þar sem gestgjafinn gefur sér tíma til að rabba við gest- ina. í skýrslu fyrirtækisins, sem gerði markaðskönnunina, segir að tveir þriðju hlutcir teknanna komi vissu- lega enn af sölu bjórs og sterkra áfengra drykkja. En sala á mat og óáfengum drykkjum eykst stöðugt og mun, ef þessi þróun heldur áfram, nema meira en 50 prósent af tekjunum. Tillittil kvenna Engin krá getur lengur eingöngu reitt sig á viðskiptavini af sterkara kyninu. Taka verður tillit til kvenna þegar umhverfið er skipu- lagt, að því er segir í skýrslunni. Kráareigenur verða að vera reiðu- búnir að taka á móti heilum íjöl- skyldum og þá sérstaklega um helgar. Ef menn ætla ekki að leggja upp laupana þýðir sem sagt ekki að bjóða aðeins upp á bjór og sterka drykki í óvistlegu umhverfi þótt það sé hefðbundið. Þess vegna er nú verið að breyta mörgum hrörlegum krám. Og til þess að lokka unglinga á staðinn er hækkað í hátölurunum. Boðið er upp á fleiri víntegundir og gos- tegundir, meira að segja kaffi sem hefði veriö næstum óhugsandi fyr- ir nokkrum árum. Meira er borið í mat en áður og þó að samlokur og bökur séu enn vinsælastar er miklu fleira á boðstólum. Til dæm- is má sjá bæði ítalska og indverska rétti á diskunum. Vaktaskipti Nokkrir í bransanum álíta að skýrslan geri of mikið úr vandan- um og í nýjasta bækhngi óháðra neytendasamtaka um krár þykir ekki beinlínis vera hægt að skynja kreppu. Þar er reyndar tekið fram að of hátt verð sé á gosdrykkjum og veikum bjór á kránum. Krárnar sæta auk þess gagnrýni fyrir að ekki sé nógu oft boðið upp á al- mennilegt te og kaffi. í bæklingun- um er hvatt til þess að fjölskyldu- hom verði útbúin. Samkvæmt lög- um mega böm undir Qórtán ára ekki vera á veitingastöðum þar sem áfengi er selt. Ef fara á eftir reglun- um verður því að vísa börnum frá ef kráin er bara eitt herbergi. Einn þriðji hluti kránna í Eng- landi og Wales hefur notfært sér þau réttindi sem fengust í sumar að hafa opið allan tímann milh klukkan 11 og 23. í London og á ferðamannastöðum hafa flestar krár opið allan daginn. Á minni stöðum hafa kráreigendur vakta- skipti til þess að alltaf sé einhver krá opin. Ekki hefur verið greint frá sérlega mikilli aukningu í drykkju eftir breytinguna. En það sem kráareigendur þurfa helst að hafa í huga, að því er kem- ur fram í neytendabæklingnum, er að gestunum líði eins og þeir væru heima hjá sér og að þeim finnist að þeir séu velkomnir. Rithöfundur í forsetaframboði Mario Vargas Llosa er einn virt- ræðst ekki á garðinn þar sem hann asti rithöfundur í Suöur-Ameríku. er lægstur heldur býður sig fram Hann hefúr gefið út níu skáldsögur til forseta í heimalandi sinu sem sem þykja hver annarri hetri og er hrjáö af skæruhðahernaði, mat- hafa selst í stóru upplagj í Suður- arskorti og ævintýralegri verð- Ameríku og víðar. bólgu. Nú hefur þessi rithöfúndur frá Söguhetjan er Vargas Llosa sjálf- Perú ákveðið að slá fyrri verk sín ur. Jafnvel þótt hann hafi enn ekki algerlega út. Þaö verður ekM gert verið útnefndur forsetaframbjóð- með skáldverki heldur í raunveru- ahdi, og verði það ekki fyrr en í leikanum. apríl, hefur hann samkvæmt skoö- Bandaríska vikuritið Time segir anakönnunum mest fylgi allra. fráþessuínýjastaheftisínu.Sagan Á kosningafundi í Lima, höfuö- er á þessa leiö; Virtur suður-amer- borg Perú, tóku stuðningsmenn ískur rithöfundur hefur afskipti af hans einróma undir yfirlýsingu stjórnmálum þótt hann telji þau Llosa um að hann væri „vonin fyr- ljótan og ómerkilegan leik. Hann ir Perú“. innRÉTTiriQAR rtfn- Vlð smíðum innréttingar í ibúðir eða skrifstofur, t.d. handrið, stiga, loft, eld- hús- og baðinnréttingar, forstofúinnrétt- ingar o.fl. DRAfTiARÞJÓNUSTA: Við komum, mælum oggerum verðtilboð ykkur að kostnaðarlausu. Hringið í sima 65-25-93 eða 50393. K.|. Strandgötu 75 tréSTYlÍÖjð Hafnarfirði - Símar 65-25-93 og 50393 •• •• •• •• Oskudagur —Oskudagur - Oskudagur — Oskudagur GRIMUBUNINGAR Mikið úrval af grímubúningum, auk þess hattar, hárkollur, nef, skegg, gleraugu, andlitsmálning og ótal margt annað skemmtilegt fyrir öskudaginn og grímuböllin. JLÍW^BTrWXnXWll Sendum í póstkröfu Laugavegi 18a sími 11135 »•<&£•« ••••••• ••••■••••.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.