Alþýðublaðið - 07.07.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.07.1921, Blaðsíða 4
4 A L Þ'Y BUBLAÐIÐ Igflailirisi «r blað Jafnaðannaana, gefinn ut á Akureyri. Keaaur út vikulega á nokkra stærra broti en ,Vísir". Eitsíjóri er Halldór Frlðjónsson. TerkamaðurmB er bezt ritaður allra norðlenzkra blaða, og er ágætt íréttablað. Aiiir Norðlendingar, víðsvegar ura iandið, kaupa hann, Vsrkamenn kaupið ykkar bloð! Gerist áskrifendur frá nýjári á ^fgrriSsla ^lþýðnkL Samkomu heldur Páll Jónsson trúboði í G. T.húsinu í kvöld ki. 8l/2, Alliv velkomnir. Havinden’s Cocoa sérlega ódýrt og gott, Kaupfélag Reykvikinga Lau^aveg 22 A. Síml 728, My suostur í heildsölu og smásölu Kaupfélagið í Gamla bankanum. v Sími 102 6. Hjólhestar gljábrendir og nikkel- húðaðir í Fálkanum. K aupid Alþýðublaðið! Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: ólafur Friðrikssoa. Prentimiðjan Gotenbenr, Jtnck Lmdonx ÆRntýri. don pótti pað grunsamlegt, að engin stolin munur fanst í hirslum þeirra, svo hann lét grafa upp gólfið. Þá fundust tveir vel smurðir nýtískuriflar. Þeir voru ekki frá Beranda, fremur en fjörutíu sprengipúðurshulstur, sem fundust grafin í einu horninu, ásamt átta kössum af dynamithulstrum. Stór skammbyssa fanst, sem Hug- hie Drummond hafði átt. þar eð engin skothylki fund- ust 1 byssurnar, lét Sheldon grafa upp alt gólfið og fanst |>á stærðar méltunna full af hlöðnum skothylkjum af ýmsum stærðum. Var Gogoomy greyið að horfa blóð- ugum augunum á. þegar Sheldon tók alla þessa gripi á burtu. Aliar bannvörurnar og stolnu munirnir voru flokk- aðir niður og settir í hrúgur á svalirnar að húsabaki. Sökudólgunum var raðað fáein fet frá svölunum og stóðu allir hinir verkamennirnir £ kringum þá. Jóhanna og Sheldon stóðu á pallskörinni og verkstjórarnir á tiöppunum fyrir neðan þau. Hinir seku voru nú leiddir fram hver af öðrum og yfirheyrðir. Upp úr þeim var ekkert að hafa; þeir lugu hver sem betur gat, og ef þeim var bent á lýgina reyndu þeir að snúa sig út úr klípunni með helmingi fleiri lygum. Einn sagðist hafa fundið ellefu dynamithulstur á ströndinni. Skammbyssn, sem Matapuu átti, og sem fundist hafði í kassa Kapu, kvaðst Kapu hafa fengið hjá Lervumie, Lervumie sagðist hafa fengið hana hjá Sulefatvi, Sulefatvi hjá Shoka, Shoka hjá Ngava og Ngava lokaði hringnum með því að segast hafa fengið hana hjá Lervvumie, og sama röðin kom aftur. Þjónarnir höfðu sannanlega stolið ýmsu, en þeir skutu skuldinni hver af öðrum. 1 Sá, sem billardkúlan fanst hjá, sór og sárt við lagði, að hann hefði aldrei á æfi sinni séð hana, hún hlyti að hafa komist ofan í kassa hans á yfirnátturlegan hátt. Meirihlutinn af skotfærunum var úr ýmsum skipum, sem lagst höfðu við eyna, að því er þjófarnir fullyrtu. „Er þér það ljóst,“ sagði Sheldon við Jóhönnu, „að við höfum sofið í eldgýg? ‘Að réttu lagi ætti að háð- strýkja náungana." „Enginn má húðstrýkja mig,“ hrópaaði Gogoomy. „Faðir minn er mikill höfðingi. Verði eg hýddur verður stríð. Þú mátt reiða þig á það.“ „Hvað er að þér, Gogoomy!" hrópaði Sheldon. „Eg skal berja úr þér alt loft. Komdu hérna Kwaque, settu handjárn á þennan piltung.” Kwaque, sem var geysistór verkstjóri, dró Gogoomy út úr hópnum og með hjálp annars manns kom hann höndum hans aftur fyrir bakið og læsti járnunum. „Eg skal rétt koma við ykkur, þið skuluð allir deyja," ógnaði Gogoomy verkstjórunum; en andlit hans af- skræmdist af bræði. „Hættu við það, að húðstrýkja þá,“ hvíslaði Jóhanna. „Ef nauðsynlegt er að hýða einhvern þeirra, þá sendu hann til Tulagi og láttu yfirvöldin gera það. Láttu þá velja um sektir eða hegningu að lögum." Sheldon kinkaði kolli og teygði úr sér, svo hann stóð nú augliti til auglitis við syndaselinn. „Mannomie!" hrópaði hann. Svertinginn gekk fram. „Þú er afleitur," sagði Sheldon. „Þú stelur of miklu. > Þú hefir stolið handklæði, Þú hefir stolið bambushnff, tuttugu skothylkjum. Þið eruð margir, sem hafið stolið. Eg er ykkur reiður. Ef þú vilt, þá dreg eg eitt pund frá í stóru bókinni. Ef þú vilt elcki að eg dragi eitt pund frá í stóru bókinni, sendi eg þig til Tulagi og læt stjórnina hýða þig. Það er fjöldi manna frá öllum eyj- unum, sem er þar í hlekkjum. Þeim fellur ekki sem bezt við menn frá Malaita. Eg ábyrgist, að þeir draga ekki af höggunum. Hverju svarar þú?“ „Þú mátt draga pundið frá? var svarað. Mannomie gekk til baka sýnilega hughægra, en Shel- don færði sektina inn í launabók plantekrunnar. Hinir seku voru nú' kallaðir fram hver af öðrum, þeir fengu að velja um, og allir kusu þeir sektirnar, sem þeir voru dæmdir í. Sumar voru lágar, að eins fáir shilling; en þegar ura þjótnað á byssum og skot-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.