Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1989, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. MARS 1989. Fréttir - Atvinnumál Skuldir Útgerðaifélags Norður-Þingeyinga rúmur hálfur milljarður: Spurningin er hvort Þórs- höfn á að lifa eða deyja Gylfi Kristjánason, DV, Akureyri: „Að raínu mati er málið mjög ein- falt. Stjórnvöld standa einfaldlega frarami fyrir því að taka ákvörðun um hvort þessi staður á að lifa eða deyja, því heimamenn ráða aldrei við að leysa þetta sjálfir," segir Árni Gunnarsson alþingismaður um þá stöðu sem upp er komin á Þórshöfn eftir að ákveðið hefur verið að seija Súlnafell, annan togarann þar, til Kaupfélags Eyfirðinga. Salan kemur íkjölfar geysilegra fjárhagserfiöleika Útgerðarfélags N-Þingeyinga en skuldir þess eru taldar nema yfir hálfan milljarð króna. Enn og aftur eru málefni Þórs- hafnarbúa því í brennideph. Ekki eru mörg ár Uðin síðan þar blasti ekkert annað við en atvinnuleysi og fólks- flótti vegna skorts á hráefni til fisk- vinnslu. Þau mál voru þá leyst meö kaupunum á togaranum StakfelU, og fór það mál hátt í fjölmiðlum. Það virðist hins vegar ljóst að á Þórshöfn hafa menn aldrei getað verið sam- stiga uip rekstur þess skips. Annar togari, SúlnafeU, var keyptur til stað- arins fyrir um tveimur árum, eftir að Stakfellinu hafði verið breytt í frystitogara, og þau kaup miðuðu að sjálfsögðu að því að sjá fiskvinnsl- unni fyrir hráefni. SúlnafelUð hefur því séð fisk- vinnslunni á Þórshöfn fyrir hráefni en hinn togarinn, Stakfell, frystir aflann um borð sem fyrr sagði. Þegar SúInafelUð fer af staðnum er því ekki bjart framundan í atvinnulífi staðar- ins þar sem aUt byggir á fiskvinnslu. Mikill ágreiningur Kaupfélag Langnesinga á 52% í Út- gerðarfélagi Norður-Þingeyinga, sem gerir út togarana, en 48% eru í eigu Hraðfrystistöðvar Þórshafnar og Þórshafnarhrepps. MikiU ágreining- ur er og hefur verið um leiðir í rekstri Útgerðarfélagsins, eins og fram hefur komið, og hann reis aldr- ei hærra en þegar ákveðið var að taka StakfeUið af ísfiskveiðum og setja frystitæki um borð í skipið. Minnihlutinn var ákaft á móti og rök hans voru m.a. þau að StakfeUið hefði fyrst og síðast verið keypt til staðarins tíl að koma með afla aö landi til vinnslu. Meirihlutamenn sögðu hins vegar að með því aö útbúa togarann sem frystiskip hefðu þeir verið að tryggja rekstrargrundvöU hans og afstýra því að staðurinn missti skipið frá sér. Tilboðinu hafnað Um síðustu helgi geröu Hraðfrysti- stöðin og Þórshafnarhreppur tUboð í báða togarana og vUdu greiða ÚNÞ 520 miUjónir króna fyrir skipin. Þessu tilboði hefur verið hafnað, og SúlnafeUið verður nú selt tU Eyja- fjaröar þar sem KEA mun gera það út frá Hrísey. „Bjargar engu“ „Utgerðarfélagið bjargar engu í þessu dæmi öUu með því einu að selja SúlnafeUið," segir Ámi Gunn- arsson, alþingismaður í Noröur- landskjördæmi eystra, en hann var ásamt öðrum þingmönnum kjör- dæmisins staddur á Þórshöfn fyrr í vikunni tU að kynna sér þetta mál aUt. „Það myndi hins vegar bjarga miklu fyrir félagið ef bæði skipin væru seld, þótt vissulega leysti það ekki atvinnumálin í landi. Salan á SúlnafeUinu ein og sér er eins og upp Fréttaljós Gylfi Kristjánsson í nös á ketti. Þá standa efdr um 360 miUjóna króna skuldir eftir því sem næst verður konUst og það er of stórt dæmi tíl að það gangi upp,“ segir Árni. Stakfellið órekstrarhæft Hann virðist vera á sama máh og Jóhann A. Jónsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöðvarinnar, um rekstrargrundvöll Stakfellsins eftir að SúlnafeUið hefur veriö selt. „StakfeUið er gjörsamlega órekstr- arhæft eftir söluna á SúlnafelUnu, það Uggur á borðinu," segir Jóhann A. Jónsson. „MáUð er hins vegar það að það eru tveir bændur sem sitja í stjórn fyrirtækisins sem ekki gera sér grein fyrir því hvernig staðan er. Þeim er fjarstýrt af stjómarformann- inum, Þórólfi Gíslasyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra hér, sem nú er kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki. Þangað fór Þórólfur í júni á síðasta ári en hann var samt kjörinn stjóm- arformaður ÚNÞ í október og sótti það fast að sitja áfram,“ segir Jó- hann. „Ekki virkur“ „Ég hef ekki verið virkur í stjómun félagsins síöan í ágúst," sagði Þórólf- ur er DV ræddi við hann um söluna á Súlnafellinu. „Ég vísa þessu alveg tíl varaformannsins, enda er óeðU- legt að ég sé að hafa afskipti af þess- um málum héðan frá Sauðárkróki." Varaformaður stjómar ÚNÞ er Ágúst Guöröðarson bóndi og hann sagði í samtaU við DV að hann teldi ekki að vettvangur til lausnar málum félagsins væri í fjölmiðlum. Hann sagði þó að mikið skorti á heiðarleika minnihlutamanna í félaginu og það væri erfitt að starfa með þeim. Um það hvort grundvöUur væri fyrir rekstri StakfeUsins eftir að SúlnafeU- ið hefði verið selt sagði Ágúst: „Stak- felUö verður nálægt því að vera rekstrárhæft eftir söluna á SúlnafeU- inu.“ Stóru mistökin „Stóra mistökin að mínu mati vora gerð þegar ákvéðið var að breyta StakfelUnu í frystiskip á sínum tíma,“ segir Árni Gunnarsson. „Nú færir það engan afla á land til vinnslu en það er það sem Þórshafnarbúar þurfa, skip sem kemur með afla að landi og skapar þannig atvinnu á staðnum. Það er líka fyrir löngu kominn tími til að fara að huga að því að sam- keyra þessa útgerð á 'Þórshöfn og Raufarhöfn. Ef það væri gert er um að ræða 10 þúsund tonna kvóta, hvorki meira eða minna. En því mið- ur er staðan orðin þannig í dag á Þórshöfn að þar gerist ekkert nema stjómvöld láti málið til sína taka, þetta er spuming um Uf eða dauða fyrir staðinn," sagði Ámi Gunnars- son. Úr einum vasa í annan Salan á SúlnafelUnu frá Þórshöfn til KEA er að margra mati öðrum þræði tilfærsla á peningum úr einum vasa í annan innan Samvinnuhreyf- ingarinnar, stór hluti kaupverðsins, sem er 160 milljónir króna, sé miUi- færsla á skuldum ÚNÞ við KEA. Jó- hann A. Jónsson segir að Kaupfélag- ið á Þórshöfn sé að brölta með Út- gerðarfélagið, sem það eigi nauman meirihluta í, og taki ekkert tilUt til þess þótt fólkið á staðnum standi eft- ir atvinnulaust. Allar geröir meiri- hluta stjómar ÚNÞ miðist við að tryggja hag kaupfélagsins eins og þær hafi ávaUt gert. Líf eða dauði Eins og Ámi Gunnarsson alþingis- maður sagði hér að framan er um líf eða dauða að tefla fyrir Þórshafn- arbúa í þessu máU. Árni og Jóhann eru sammála um að rekstrargrand- vöUur fyrir frystitogarann StakfeU sé enginn eftir að SúlnafeU hefur verið selt. Salan á Súlnafellinu þýðir einnig atvinnuleysi í landi, það er borðleggjandi, og er þá ekki fólks- flótti næsta skrefið? Sjálfsagt eiga menn eftir að deila um ástæður þess hvemig nú er kom- ið fyrir útgerðarmálunum á Þórs- höfn, en Ami Gunnarsson segir: „Þetta era langvarandi timburmenn gífurlegrar ofíjárfestingar og íjár- magnskostnaöar síðustu árin. Fjár- magnskostnaður hefur oft verið hærri en launakostnaöur og slíkt þykir ekki góð póUtik. Stærð þessa máls er þannig að það duga ekki önnur ráð til lausnar en stjórnvaidsaðgerðir. Það væri geð- veiki ef þama .yrði aUt látið stöðv- astsegir Ámi. Fólksflótti? Svo virðist sem í umræðunni aflri hafi oft orðið út undan það sem snýr að fólkinu á Þórshöfn sem byggir alla afkomu sína á fiskvinnslu. Það fólk sér fátt framundan þessa dagana annað en atvinnuleysi og það mun þegar víða farið að kreppa aö hjá fólkinu þar nú þegar. Næsta skrefið hlýtur að vera það að þetta fólk fer að hugsa sér til hreyfings ef ekki gerist eitthvað í málefnum þess, og það fyrr en síöar. Fiskvinnsla á Þórshöfn: tekur fólksflótti við í kjölfar atvinnuleysis?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.