Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1989, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. MARS 1989. Spumingin Hvaö ætlaröu að gera um páskana? Kjartan Þór Reinholtsson nemi: Slappa af, lesa, sofa og boröa góðan mat hjá mömmu. Yngvi Einarsson sendibílstjóri: Ekk- ert, þaö eru engir peningar til og þá er ekkert hægt að gera nema éta, vinna og sofa. Margrét Pétursdóttir hjúkrunar- kona: Ég verð að vinna alla páskana og geri mér lítinn dagamun. Elín Agla Briem nemi: Ég fer til Kan- aríeyja með pabba og mömmu. Við ætlum bara að hggja í sólinni og slappa af. Selma Sigurðardóttir nemi: Ég ætla bara að Uggja í leti og borða páska- eggið mitt. Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir nemi: Sofa og hafa það reglulega gott og borða mikið af góðum mat. Lesendur Skanrntmasanrningar launafólks: Áhuginn dottinn niður Pétur Bjömsson skrifar: Það er nú aö koma í Ijós smám saman, sem ég hélt fram í bréfl til ykkar fyrir ahnokkru síðan, að þegar kæmi að því að semja ætti um kaup og kjör við þessa ríkisstjóm þá yrðu verkalýðsfélögin veik fyrir, kiknuðu í hnjáhðunum eins og ástfangnir unglingar og vildu fyrir hvem mun fresta hvers konar aðgerðum - og eiginlega komast hjá að semja um nokkum skapaðan hlut. Og nú er svo komið að hver laun- þegasamtökin á fætur öðrum em að fresta því að taka afstöðu til verk- faUsboðunar eða segja sem svo að nú sé best að semja bara til skamms tíma, helst örfárra mánaða, og bera fyrir sig staðhæfingu vinnuveitenda að þeir vilji ekki gangast inn á kaup- máttartryggingu. - Eg segi nú bara, sú staðhæfmg vinnuveitenda er nú ekki ný af náhnni í byijun samn- inga. Hér hlýtur eitthvað annað og meira að hanga á spýtunni. Og það sem á spýtunni hangir er einfaldlega það að mínu mati að launþegasamtökin vilja eða eru þvinguð til að þjarma ekki að ríkis- stjórninni með verkfollum eða verk- fallshótunum. Kennarasamband ís- lands reið á vaðið og lét að óskum ríkisstjórnarinnar og ákvað að falla frá atkvæðagreiðslu um verkfall. Segir „rétt að reyna samningaleiðina tU hlítar“! Þá kom hik á hitt kennara- félagið, Hið íslenska kennarafélag, og samstaða að rofna miUi þeirra. - Síðan koma launþegafélögin hvert af öðru og kikna opinberlega í hnjáUðunum. ÆtU BSRB verði ekki næst með einhverjar úrtölur og svo koll af kolh? Já, þaö er af sem áður var þegar ekkert gilti nema harkan sex. - En þá var líka ekki vinstri stjóm heldur helv.... íhaldiö og þá mátti boða tU aðgerða! Auðvitað er sannleikurinn í mál- inu sá að launþegasamtökunum er bannað aö semja nema tU skamms tíma þar sem hugsanlega getur brugðið tU beggja vona um að ríkis- stjómin haldi velh nema fram eftir árinu - og þá er gott að eiga einhver spU uppi í erminni fyrir næstu ríkis- stjóm í formi kjaradeilna og verk- fallsaðgerða. - Að vísu sjást þess engin merki nú að breytingar séu framundan í þeim efnum, þvi ekkert bólar á stjórnarandstöðutilþrifum og menn sáttir með ástandið að kalla. Nýju bílnúmerin: Getum ekki varað okkur... „Spes“ skrifar: manna og bílstjórinn minnist á, Eg vU þakka bústjóra sem skrifar langar mig til að segja eina sögu. - um „duidar hættur í umferöinni“ Sonur minn hefur búið í Reykjavík í dálka DV hinn 3. mars sl. þarfa í mörg ár og þar af leiöandi ekið ábendingu. Hann vakti mig tíl um- bU með R-númeri og aldrei lent í hugsunar um hluti sem ég hef bara vandræðum. Hann fékk einu sinni ekki hugsað út í. Nú getum við lánaöan bU foreldra sinna með A- Akureyringar, þegar þetta nýja númeri og tók tU við að aka honum númerakerfi er komiö á, aUs ekki um götur Reykjavíkur. Og annað 9éð út Ólafsfirðingana eða varað eins haföi hann aldrei komist í. okkur á Þingeyingunum, svo ég Þaö var flautað á hann í tíma og tatinúekkiumReykvfionganasem ótíma og svínað á honum og það streyma hingað norður á sumrin var ekki fyrr en hann fór á sinn og hafa aldrei ekið í dreifbýli! - Og eigin bU með R-númerinu að þess- við getum með engu móti varað um ósköpum linnti. - En hér eftir okkur á reynsluleysi þeirra. verður nú aldeilis munur að vera Um þaö sérstaka tUlit sem þeir i utartbæjarmaður í henni Reykja- Reykjavík taka tU utanbæjar- vík! Ég hlakka tU. Afgreiðslufólk og kvartanir viðskiptavina: Ekki alltaf nei- kvæð K.K. hringdi: Ég las í lesendadálki DV í gær bréf Normu E. Samúelsdóttur rith. Bréfið fjaUaði um viðskipti hennar viö Hag- kaup eför að hafa keypt flauelssíð- buxur sem höfðu breyst eftir þvott - hún farið með þær til baka og átt í útistöðum við verslunina sem var treg að faUast á kvörtun hennar. Nú vU ég ekki alhæfa neitt hér, tíl- fellin kunna að vera mörg og mis- munandi. Ég vU þó segja frá líku til- feUi sem henti mig og dóttur mína fyrir skömmu en þar sem verslunin tók vel kvörtunum okkar og er dæmi um hið gagnstæða, miðað við ofan- nefnt bréf. í versluninni Cosmó í Kringlunni tilfelli keypti dóttir mín blússu. Eftir þvott á henni komu í ljós UtUr svartir þræðir sem ekki áttu þar að vera sýnUegir. Við mæðgumar fórum með blússuna í verslunina og bárum upp vandræöi okkar vegna vömnn- ar. - Þama var ekki komið að tómum kofunum hvað snerti alúð og ein- staklega mikinn vilja tU að koma til móts við okkur sem viðskiptavini. Okkur var boöið að taka einhvern annan hlut í stað hinnar göUuðu vöra og vora viötökur þess aðUa, sem við snerum okkur tU, stúlku að nafni Guðrún, til fyrirmyndar og eins og best verður á kosið hvað varðar sam- skipti við viöskiptamenn. Hringið í síma 27022 miUi ki. 10 og 12 eða skrifið Ingibjörg Jónsdóttir hringdi: Eg horfði ásamt dóttur minni á Derrick síðasta fóstudag (10. mars). Þátturinn nefndist „Die Stimme" eða „Röddin". Þetta var prýðilegur þátt- ur eins og allir Derrick-þættimir. Okkur bar hins vegar saman um að þennan þátt hefðum við séð áður í Sjónvarpinu. Við höldum því báðar statt og stöð- ugt fram að þessi þáttur hafi verið sýndur hér fyrir ekki mörgum mán- uðum. Nú getur verið að um mistök hafi verið að ræða og Sjónvarpið hafi ruglast á þáttum og alls staðar getur slíkt komið fyrir. - En þar sem fleiri en við erum þeirrar skoðunar að hér hafi verið um endursýndan þátt að ræða langar okkur til að fá úr því skorið hvort svo sé eða ekki. Lesendasíða DV hafði samband við Ríkissjónvarpið og fékk þær upplýs- ingar hjá markaðs- og innkaupadeild að hér gæti vart verið um endur- sýndan þátt að ræða þar sem þætt- imir, sem nú er verið að sýna, séu allir frá síðasta ári - eins og það var orðað. Það verður því að telja að bréfrit- ara skjáthst um endursýningu Derrick-þáttarins sl. fóstudag. Derrick endursýndur? Styrkleiki Sanitasöls Ragnar Birgisson skrifar: í lesendabréfi í DV í fyrri viku er kvartað undan því að ekki sé til bjór í ÁTVR með svokölluðum „Carls- berg Hof ‘ og „Tuborg Grön“ alkóhól- styrkleika. Álkóhólstyrkleiki þess- ara tegunda er um 4,5% m.v. rúm- mál en um 3,5% m.v. vigt. Á íslandi er aUtaf miðað við rúm- mál og þegar Sanitas hf. markaðs- setti þrjár bjórtegundir sínar var þess sérstaklega gætt að hafa breiða Unu með tiUiti til alkóhólstyrkleika. Þess vegna býður Sanitas hf. upp á sterkasta bjórinn, sem er Sanitas lag- eröl (5,6%) og veikasta bjórinn, San- itas pilsner (4,6%) sem er með þenn- an svokaUaða „Carlsberg Hof' og „Tuborg Grön“ styrkleika. Einnig býður Sanitas upp á Löwen- bráu (5,3%) sem er með þennan venjulega styrkleika. Vegna mikillar óvissu um bjór- stefnu opinberra stjórnvalda og síð- búinnar ákvörðunartöku í þeim efn- um ákvað Sanitas hf. aö markaðs- setja sterkan pilsner og lageröl í svip- uðum dósum og léttur pilsner og lag- eröl var í. - Léttur pilsner og lageröl seljast nær eingöngu í stóram dósum (0,51) en sterkur bjór eingöngu í Utl- um dósum (0,33 1). Til að aðgreina léttan bjór frá sterkum bjór var alkóhólstyrkleik- inn settur á skilmerkilegan hátt á dósimar með sterka bjómum. Einnig var dósunum með léttum bjór breytt smávægilega með því m.a. að setja hvítar rendur á þær. Þakkir frá Zimbabwe Séra Frank van Hof, KarmeUta- klaustri í Hafnarfirði, skrifar: Ég vil koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu íslendinga sem gef- iö hafa fót í fatasöfnun KarmeUta- systranna. - Þegar hafa 1,3 tonn af fatnaöi verið send úr landi, bæði til Zimbabwe í Afríku og til PóUands. Séra Tim Peacock, sem er trúboðs- prestur í Zimbabwe, skrifar: „VUtu þakka öUum sem gáfu fötin, sem mikil þörf er fyrir hér um slóöir. Það er ekkert vandamál þó að karl- mannabuxurnar séu stórar. Konurn- ar héma sauma þrennar bamabuxur úr einurn." Vetrarfatnaðurinn var sendur til PóUands og kom sér einnig afar vel. - Kærar þakkir. Frumstæður þjóðflokkur i Zimbab- we, sem á sér ekkert ritmál, nýtur nú gjafmildi íslendinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.