Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1989, Blaðsíða 15
15 FIMMTUDÁGÚR 16,'MARS 1989. Ilm húsbréf og vaxtabætur Með tUlögum félagsmálaráðherra um húsbréf og vaxtabætur er stefnt að því að lækka útborgunarhlutfall við íbúðaviðskipti, hækka lang- tímaíjármögnun einstaklinganna og færa niðurgreiðslu á húsnæðis- kostnaði í meira mæli til tekju- og eignaminni 'hópa þjóðfélagsins en nú er. Greiðslubyrði lágtekjufólks mun lækka en greiðslubyröi há- tekju- og eignafólks mun hækka. Húsbréfakerfið stuðlar að aukinni imiri fjármögnun og spamaði í húsnæðislánakerfinu en það leiðir til minni íjárþarfar hins opinbera húsnæðislánakerfis. Húsbréfin, sem verða með ábyrgð Byggingar- sjóðs ríkisins, eru sambærileg spariskírteinum ríkissjóðs. Seðla- banki íslands og Byggingarsjóður ríkisins munu fá það hlutverk að vera ætíð með sölu- eða kauptilboð í húsbréf. í tilefni af órökstuddum fullyrðingum Stefáns Ingólfssonar í Dagblaðinu fimmtudaginn 9. mars síðastliðinn verður hér íjallaö um helstu atriði tillagna um húsbréf og vaxtabætur. Nýttfyrirkomulag á aðild hins opinbera í tiliögum um húsbréf er gert ráð fyrir að í stað beinna lána til íbúð- arkaupanda verði tekið upp kerfi skuldabréfaskipta - húsbréfakerfi. Með þessu fyrirkomulagi verða íbúðaviðskipti þannig að við íbúð- arsölu tekur seljandi við skulda- bréfi frá kaupanda fyrir 65% af verði íbúðarinnar sem seljandi fær skipt hjá Húsnæðisstofnun yfir í húsbréf. Reiknað er með að vextir á húsbréfum verði sambærilegir og vextir á ríkisskuldabréfum á hveijum tíma. Um leið og ríkisvaldið dregur úr eða hættir niðurgreiðslu vaxta í húsnæðiskerfinu er gert ráð fyrir að niðurgreiðsla hins opinbera fær- ist í einn farveg í skattkerfinu, þ.e. vaxtabætur. Þessi niðurgreiðsla á húsnæðiskostnaði verður ekki tímabundin en tekið verður mið af vaxtabyrði vegna húsnæðisöflun- ar. Vaxtabætumar skerðast eða Kjallarirm Yngvi Öm Kristinsson hagfræðingur falla niður í samræmi við hækk- andi tekjur og eignir. Um greiðslubyrði í húsbréfakerfinu er það í raun fasteignaveðbréfið sem kaupandi íbúðarinnar skuldar og greiðir af til Húsnæðisstofnunar. Gert er ráð fyrir að þessi lán verði almennt til 25 ára og annúitetslán eins og lán Húsnæðisstofnunar hafa almennt verið. Meðfylgjandi eru tvö dæmi þar sem sýnd er greiðslubyrði íbúð- arkaupenda fyrstu sjö árin að teknu tilliti til skattaívilnana. Fyrra dæmið sýnir greiðslubyrði einhleypings eða einstæðs foreldris sem kaupir íbúð sem kostar 4 m.kr. Miðað er við að tekjur séu um 1 m.kr. (verðlag 1988) en seinna dæmið sýnir greiðslubyrði hjóna miðað við kaup á íbúð sem kostar 5,2 m.kr. Hér er reiknað með að heimihstekjur séu um 2 m.kr. í báðum dæmunum er gerður samanburður á greiðslubyrði í nú- verandi lánakerfi og húsbréfakerf- inu með vaxtabótum. Tekin eru tvö dæmi um núverandi kerfi, þar sem lánsfjárhæðir í núverandi kerfi eru hærri ef um er að ræða fyrstu íbúð- arkaup. Jafnframt fá íbúðarkaup- endur skv. núverandi lögum ein- göngu húsnæðisbætur vegna fyrstu íbúðar. Lán til kaupa á notuðu húsnæði í fyrsta sinn nema um 2,3 m.kr. en um 1,7 m.kr. þegar um síðari kaup er að ræða. Jafnframt má búast við að áhvílandi á íbúðinni séu lán frá Húsnæðisstofnun sem nema um 10% af íbúðarverðinu. Þessi lán dragast frá nýjum lánum frá Hús- næðisstofnun. í báðum tilfellum er reiknað með að kaupendur eigi um 800 þús. kr. þegar kaupin eru gerð. Afganginn fjármagnar kaupandinn með bankalánum, lífeyrissjóðslán- um og láni frá seljanda sem er óverðtryggt með meðalvöxtum banka og sparisjóða. í þessum sam- anburði er miðað við að vextir fast- eignaveðbréfsins eða húsbréfsins verði 7,5 %, vextir banka og lífeyris- sjóðslán séu á bilinu 8-8,5% og núverandi vextir húsnæðislána séu 3,5%. Niðurstöðumar sjást á meðfylgj- andi teikningum. Eins og sjá má léttir húsbréfakerfið mjög greiðslu- byrðina fyrstu árin, fyrst og fremst vegna þess að það dregur úr þörf fyrir dýra skammtímafjármögnun. Þegar fram líða stundir jafnast þessi munur en húsbréfakerfið er þó hagstæðara þegar tekið er tillit til vaxtabótanna. Fullyrðingar Stefáns Ingólfssonar verkfræðings um að hið nýja kerfi sé óhagstæð- ara fyrir lágtekjufólk eiga því alls ekki við rök að styðjast. Þvert á móti. Um afföll Seljandi, sem tekur við húsbréf- um til greiðslu á hluta íbúðarverðs, tekur við húsbréfunum á því gengi sem þau hafa á markaðnum þegar viðskiptin eiga sér stað. Verð hús- bréfanna, eða gengi þeirra, mun verða skráð opinberlega þannig að á hverjum tíma liggur fyrir vitn- eskja um verðmæti þeirra. Sú skylda er lögð á fasteignasala að upplýsa kaupendur og seljendur um verðmæti húsbréfa og önnur þau atriði sem skipta máli við við- skipti með húsbréf. Seljandi sætir því engum afiollum ef hann selur húsbréfið strax eftir að fasteigna- viðskiptin hafa átt sér stað. Ef hann bíður með sölu húsbréfanna í ein- hvem tíma kunna vextir á mark- aðnum að hafa breyst. Ýmist hækkað eða lækkað. Ef vextirnir hafa lækkað græðir eigandi hús- bréfanna, ef þeir hafa hækkað tap- ar hann. Vert er þó að undirsrika að seljandinn getur alltaf átt hús- bréfin til lokagjalddaga, fær þá greidda umsamda vexti. Fjarri lagi er að álykta að hús- bréfin verði fóður fyrir „gráa markaðinn" svokallaða þar sem um er að ræða ríkistryggð örugg skuldabréf sem verða opinberlega verðskráð. Húsbréfin munu leysa marga húsnæðiskaupendur úr þeirri þröng sem skapast hefur vegna dýrra lána frá bönkum, líf- eyrissjóðum og jafnvel „gráa mark- aðinum“. Vandaður undirbúningur Núverandi húsnæðislánakerfi var búið til á skömmum tíma. Til- lögur um húsbréfakerfið og vaxta- bætur hafa verið í undirbúningi í rúmlega eitt ár en tvær nefndir höfðu málið til umfjöllunar á síð- astliðnu ári. í skýrslum tveggja nefnda um fasteignamarkaðinn, sem Stefán Ingólfsson veitti for- stöðu, önnur á vegum fyrrverandi félagsmálaráðherra (desember 1985) og hin á vegum núverandi félagsmálaráðherra (apríl 1988), koma fram svipaðár hugmyndir og tillögurnar um húsbréfin gera ráð fyrir. Það er því dapurlegt fyrir húsnæðismálaumræðuna hér á landi að Stefán Ingólfsson, sem jafnan hefur lagt áherslu á gildi upplýsinga og faglegrar umræðu, skuli hrapa að ótímabærum sleggjudómum án þess að kynna sér nægilega vel tillögur sem fengið hafa mjög vandaðan undirbúning. Yngvi Örn Kristinsson „Fullyrðingar Stefáns Ingólfssonar verkfræðings um að hið nýja kerfi sé óhagstæðara fyrir lágtekjufólk eiga því alls ekki við rök að styðjast. Þvert á móti.“ Steingrímska „Hvert einasta galdþrot sem orðið hef- ur á þessu sviði á síðustu árum má því rekja meira eða minna til Steingrímsk- unnar.“ Lesandi góður. Nýjasta nýtt í „ís- lenskri hagspeki" eru hin fleygu orð Steingríms Hermannssonar nú fyrir stuttu þegar ríkisstjórnin var að fremja það sem kallað er efna- hagsaðgerðir. Svoleiðis traktering- ar fáum viö íslendingar frá stjórn- völdum þrisvar til fjórum sinnum á ári og þykir ekki orðið merkilegt. Fréttamenn spurðu Steingrím hvort gengi íslensku krónunnar yrði fellt og þá hversu mikið. Svar- ið var: „Gengisfelling er afgangs- stærð.“ Þetta tóku fréttamenn og alþjóð sem gott og gilt og Stein- grímur stóð uppi sem hetja. Það er fyrir svona tilsvör sem Steingrím- ur er vinsælasti stjómmálamaður þjóðarinnar. En eigum við að kryfia þetta svar til mergjar og skoða hvaða hug- myndafræði eða hagspeki liggur að baki? Ég kalla þessa hugmynda- fræði Steingrímsku. Gengisfelling sem afgangsstærð Hugsunarhátturinn á bak við Steingrímskuna er í mjög grófum dráttum þannig: Undirstöðuat- vinnuvegirnir bera sig ekki og eru reknir með verulegum halla. Und- irstööuatvinnuvegimir eru fisk- verkunin í landinu. Til að kanna áhrif mismunandi efnahagsað- gerða á þennan þátt þjóðmála eru tekin nokkur dæmi um fiskverk- endur, þar sem frystingin vegur hvað mest. Síðan er byrjað að velta fyrir sér áhrifum mismunandi að- KjaUariim Brynjólfur Jónsson hagfræðingur og formaður efnahagsnefndar Borgaraflokksins gerða á þessa dæmigerðu fiskverk- endur. Dæmið verður alltaf of ljótt til að takast á við það. Þá er byijað að plata sjálfan sig og aðra með ein- hvers konar millifærslum eða reddingum sem í raun og vem eru ekkert annað en sprauta af skatt- peningum bakdyra megin inn í þessi fiskverkunarfyrirtæki. Það hefur áhrif til bættrar afkomu að ríkisstyrkja alla hluti og þar með fiskvinnsluna. Það sem ekki er hægt að lagfæra af rekstrarvanda fiskvinnslunnar með ríkisstyrkjum er svo leiðrétt með gengisfellingu. Þar með er fiskvinnslan með ríkisstyrkjum komin með viðunandi rekstrar- grundvöll. Gengisfellingin er þann- ig afgangsstærð. Svona er gengis- skráningu íslensku krónunnar háttað og hefur verið um margra ára skeið!!! Þetta er Steingrímska. Að éta það sem úti frýs En við byijuðum á að segja að undirstöðuatvinnuvegirnir bæru sig ekki og væru reknir með veru- legum halla. Allt það sem ekki er fiskur á þannig að búa við rekstrar- halla sem nemur ríkisstyrkjunum hjá fiskvinnslunni. Þar eru á ferð- inni almennt allar þær atvinnu- greinar sem selja sína vöru eða þjónustu til útlendinga og líka allar þær greinar sem eru í samkeppni hér á íslandi við innflutning. Hvaða áhrif heldur þú, lesandi góður, að auknir ríkisstyrkir til fiskvinnslunnar hafi við þessar aðstæður á til dæmis skipasmíðar, ferðamannaþjónustu, loðdýra- rækt, ullariðnað og fleira og fleira? - Skyldu þeir fá að éta það sem úti frýs? Eða réttara sagt það sem inni frýs hjá SÍS. Fiskistofnamir viö landið eru fullnýttir og við verðum að byggja aíkomu okkar í nútíð og framtíð á sífellt vaxandi sölu iðnaðar og þjónustu í samkeppnisgreinum. Það er deginum ljósara að aukin velmegun á þessu landi grundvall- ast á slíkri starfsemi og raunar ekki umdeilt. En hvaöa áhrif skyldi þá Stein- grímskan hafa á vaxtarbrodda þá sem verða að bera uppi framtíðar- þjóðfélagið og raunar nútímaþjóð- féiagið? Stóriðjumönnum hefur tekist að bjarga sínum málum fyrir horn með því að semja um nánast alla hluti nema laun í erlendum gjaldeyri. Þannig komast þeir framhjá Steingrímskunni. Hinir eiga enga möguleika. Skráning íslensku krónunnar er grundvallarþáttur í rekstri allra fyrirtækja sem stunda útílutning og allra sem eru í samkeppni við innflutning. Hvert einasta gjald- þrot, sem orðið hefur á þessu sviði á síðustu árum, má því rekja meira eða minna til Steingrímskunnar. Ríkisstyrkir eða gjaldþrot ella. Þannig er matseðillinn sem þér er ætlaður, lesandi góður, ef þú hefur í huga að fara út í útflutning eða samkeppni við innflutning. Þannig virkar Steingrímskan. Hvað er verkfræði og hvað er SÍS? Það gleymdist einhvers staðar í Steingrímskunni að við erum að reka íslenskt þjóðfélag en ekki bara ríkisstyrktan fiskiðnað. Gengis- skráning er fyrirbrigði sem allar þjóðir, sem hafa sjálfstæðan gjald- miðil, verða að horfast í augu við. Öll gjaldeyrisverslun fer fram beint eða óbeint í gegnum Seðlabanka íslands. Gengi á að skrá þannig að innstreymi og útstreymi erlends gjaldeyris í Seðlabankanum haldist í hendur. Það á að fara niður í Seðlabanka til að mæla hvort og þá hversu mikið leiðrétta þurfi gengisskrán- ingu íslensku krónunnar en ekki inn í einhver SÍS-frystihús. Stein- grímur er því í forstjóraleik og þyk- ist vera forstjóri SÍS en ekki forsæt- isráðherra íslands. Steingrímskan gengur þannig út á að reka SÍS en ekki íslenska þjóðarbúið. Hvað er verkfræði? Hvað er SÍS? Hvað er hagfræði? En þeir eru því miður margir Steingrímarnir í íslenska hagkerf- inu. Otrúlegast er þó að horfast í augu við það að hagsmunir SÍS eru þeir að Steingrímskan verði aflögð. Steingrímskan hefur tryggt eyðslu umfram öflun hjá okkur ís- lendingum, útsölu á gjaldeyri, hallarekstur undirstöðuatvinnu- veganna, ríkisstyrki í fiskvinnsl- unni og stóran skuldapakka handa afkomendum okkar til að borga og núna upp á síðkastið gjaldþrot góðra og þarfra fýrirtækja, at- vinnuleysi og landflótta. Lesandi góður, það eru þjóðar- hagsmunir í húfi að Steingrímska verði aflögð sem fyrst á íslandi. Slikt virðist hvergi í sjónmáli, alla- vega ekki á meðan gengisfelling er afgangsstærð. Brynjólfur Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.