Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1989, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1989. 33 Neytendur Árleg páskaeggjasmökkun DV: Móna þótti best - innflutt egg 37% ódýrari Dómnefiid DV smakkaði fiórar gerðir páskaeggja og gaf egginu frá Mónu hæsta einkunn. Egg frá Nóa og Síríusi lenti í öðru sæti. Eggjn sem prófuð voru komu frá Nóa og Síríusi, Mónu, sælgætisgerð- inni Crystal og íslenskri dreifingu sem flytur inn páskaegg frá Frakk- landi. Verð páskaeggjanna var nokkuð mismunandi. Dýrast var eggið frá Nóa á 260 hver 100 gr, en franska Neytendur eggið var ódýrast á 189 krónur hver 100 gr. Munur á hæsta og lægsta verði er þarna rúm 37%. Franska eggið hlaut lægsta einkunn dóm- nefndar eða 7 stig á móti 17 stigum Mónu sem varð efst. Innihaldið var misvel úti látið. Mest var inni í franska egginu eða 142 gr en minnst inni í Crystal egginu eða 78 gr. Umsagnir dómnef ndar Um Mónueggið sagði nefndin: „Gullfallegt egg en skelþunnt. Ekta súkkulaði nostalgía frá liðinni tíö vaknar upp. Innihaldið varla nógu Uppgefin Vegin Verð pr. Þyngd Þyngd Einkunn þyngd þyngd Verð lOOg skurnar innihalds dómnefndar Nói-Síríus 370 378 985 260 284 g 94 g 14 Móna 330 326 759 232 236 90 17 isl. dreifing 470 492 933 189 350 142 7 Crystal - 444 1120 252 366 78 11 Páskaeggin fjögur talið frá vinstri: Innflutt egg frá Frakklandi, egg frá Cryst- al, sigurvegarinn frá Mónu og egg frá Nóa og Síríus. DV-mynd BB Páskaegg: Fyrstá íslandi um 1920 Talið er að páskaegg hafi fyrst ver- ið innleidd á Islandi um 1920 og sagt að Björnsbakarí hafi haft forgöngu um það. Páskaegg eru þó ævaforn siður og ber þá að hafa í huga að eggið er mikið frjósemistákn auk þess að vera sælgæti. Á páskadags- morgun fengu börn að fara út í skóg til aö safna eggjum en neysla eggja var bönnuð á föstunni eins og kjót- neysla. Síðar tók fullorðið fólk upp á því að fela egg í görðum svo börn hefðu eitthvað að finna. Var þá látið svo heita að páskahérinn kæmi með egg- in og feldi þau. Hérakjöt var og al- gengt lostæti að vorlagi í Mið-Evrópu en með tilkomu föstunnar mátti ekki neyta þess fyrr en á páskum. Síðar kom að því að í stað venju- legra eggja var farið að útbúa sér- staklega skrautleg páskaegg. Þegar sælgætisiðnaðurinn varð öflugur þá var tekið að nýta þennan sið í hans þágu. Eldra stig páskaeggjanna sem við þekkjum i dag eru egglaga öskjur fylltar með sælgæti en síðar tóku sukkulaðieggin við af þeim. Málshættirnir, sem þykja ómiss- andi inni í eggjunum, eiga sér einnig langa sögu því álíka vísdómsorðum var stundum smokrað inn í tómar skreyttar eggjaskurnir sem tíðkuð- ust fyrr á öldum. Páskaeggin eru komin til að vera og margir fullorðnir verða ungir í annað sinn þegar viðeigandi máls- háttur kemur í ljós. Þrátt fyrir að ýmsir líti eggin góðu hornauga og tah í óvirðulegum tón um hitaein- ingabombur og skurðgoöaát þá segj- um við: Verði ykkur að góðu. Heimild: Saga daganna eftir Arna Björnsson. -Pá Merkingar páskaeggja: Engar í einu tilfelli Almennt séð virðast framleiðend- ur páskaeggja merkja þau betur í ár en oft áöur. Þaö er enda í samræmi við reglugerðina um aukefni í mat- vælum og merkingar neytendaum- búða sem gildi tók um áramót. Eggín frá Nóa og Síríusi, frá Mónu og franska eggið frá íslenskri dreif- ingu voru vandlega merkt meö inni- haldsefnum í minnkandi röð og öll aukefni voru tíunduð með E-númer- um. Þó má gagnrýna að einungis eggin frá Nóa og Síríusi vöru merkt meö framleiðsluári og ekkert eggj- anna var merkt með geymsluþols- merkingu sem þó ætti að vera sam- kvæmt 13. grein títtnefndrar reglu- gerðar en þar segir að merkja skuli súkkulaði með geymsluþolsmerk- ingu þótt annað sælgæti sé undan- þegið því. Eggið frá Crystal hafði sérstöðu. Á þvi var engar merkingar að finna hvorki um innihald, þyngd, aukefni né heimilisfang framleiðanda en hann lét þó svo lítið að gefa upp símá- númer. Þennan framleiðanda verður að hvetja til þess að kynna sér um- rædda reglugerð því slikir söluhættir eru ekki bjóðandi íslenskum neyt- endum. „Þetta er algjörlega á skjön við reglugerðina og fyrirtækið hefur enga heimild til þess að gera þetta," sagði Jón Gíslason hjá Hollustu- vernd ríkisins í samtali við DV. -Pá gott." Heildareinkunn fyrir útht var góð. Nefndin taldi of feitt súkkulaði í Nóa egginu en fremur bragðgott og innihaldið fékk, á heildina htið, hrós, þótti vel úti látið. Crystal eggið þótti einfaldlega ljótt og frágangur aUur með eindæmum klúðurslegur. Dómnefnd átaldi harð- lega skort á umbúðamerkingum sem voru nánast engar. Einnig var inni- haldið gagnrýnt og þótti vera bæði ólystugt og iha úti látið. Eggið frá íslenskri dreifingu fékk hrós hjá dómnefnd fyrir vel útilátið og fjölbreytt innihald en súkkulaðið sem notað er í skelina fann ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Bragðið þótti of sætt og frábrugðið því sem íslenskir bragðlaukar eiga að venj- ast. Þetta egg er langódýrast eiris og fram hefur komið. ísienskir framieiðendur lækkuðu veröið. w Öll páskaeggin voru keypt í stór- mörkuðum í Reykjavík og verðið umreiknað miðað við þyngd. Eflaust er einhvern verðmun að finna milli verslana en það var ekki kannað sérstaklega. Páskaegg íslenskra framleiðenda komu í verslanir snemma í mánuðinum. í síðustu viku voru þáu lækkuð í verði um 3-5%. Sú lækkun er fyrst og fremst tilkom- in vegna verðsamkeppni milh ein- stakra verslana. Páskaegg fyrir sykursjúka Sælgætisgerðin Móna framleiðir páskaegg fyrir sykursjúka sem eru sérstaklega merkt sem slík og einnig páskaegg ætluð þeim sem hafa of- næmi fyrir mjólk. Þau eru og sér- staklega merkt „Án mjólkur". Ekk- Dómnefnd DV að störfum við páskaeggjaát. DV-mynd KAE ert sælgæti er inni í eggjunum, að- þeirra barna sem nú gefst kostur á eins nokkur leikfóng og málsháttur. að fá páskaeegg eins og aðrir. Það ætti þó ekki að skyggja á gleði -Pá Verð á páskaeggjum 300 200 100 280 232 252 189 Nói-Síríus Isl.dreifing Móna Crystal Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchurmeðferð með lacer , Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, sími 68-77-02.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.