Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1989, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 16. MARS 1989. Andlát Ulla Lill Skaptason lést á heimili sínu, Snekkjuvogi 17, þann 15. mars. Þuríður Sigmundsdóttir lést aö _kvöldi 13. mars á heimili sínu, Háa- leitisbraut 18. Þuríður Guðjónsdóttir lést í sjúkra- húsi Akraness miðvikudaginn 15. mars. Jarðarfarir Páll Daníelsson, Efstalandi 6, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju fostudaginn 17. mars kl. 13.30. Útfor Hrefnu Bjarnadóttur, Ásgarðs- vegi 5, Húsavík, fer fram frá Húsa- ^víkurkirkju laugardaginn 18. mars kl. 14. Pálmi Halldórsson smiður, Bjarma- stíg 6, Akureyri, sem lést fimmtudag- inn 9. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 17. mars kl. 13.30. Elias Guðmundsson verður jarð' sunginn frá Víðistaðakirkju fóstu- daginn 17. mars kl. 15. Jónas K. Jósteinsson, Mávahlíð 8, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju í dag, fimmtudaginn 16. mars, kl. 15. Haukur Jóhannsson, Hrafnistu, Das, sem andaðist 10. þ.m., verður jarð- sunginn frá Kapellunni í Fossvogi fostudaginn 17. mars kl. 15. Björn Björnsson skrifstofustjóri, Efstalandi 14, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fóstudaginn 17. mars kl. 10.30. Útfor Jónniar Guðbjargar Guð- mundsdóttur, Miðdalsgröf, sem and- aðist á heimili sínu 7. mars, fer fram frá Kollafjarðarneskirkju laugardag- inn 18. mars kl. 13.30. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni á fóstudag kl. 10 og til baka að lokinni jarðarfór. Árný Marta Jónsdóttir lést 23. febrú- ar. Hún fæddist á Stokkseyri á nýárs- dag árið 1902, dóttir hjónanna Mar- grétar Ámadóttur og Jóns Vigfús- sonar. Marta giftist Vilhelm Sigurðs- syni en hann lést árið 1973. Þau hjón- in eignuðust þrjú böm. ÚtfÖr Mörtu verður gerð frá HaUgrímskirkju í dag kl. 13.30. EFTA-samkomulagið: Mikið gleðiefni - segja fiskútflytjendur „Það er alltaf mikið gleðiefni þegar hömlur í viðskiptiun em felldar nið- ur. Slíkt örvar viðskiptin," segir Sig- urður Markússon, framkvæmda- stjóri sjávarafurðadeUdar Sam- -bandsins um EFTA-samkomulagið sem gert var í Osló í gær. Samkomulagið gengur út á sem mest frelsi í viðskiptum á milh EFTA-landanna varðandi vörur, þjónustu, fjármagn og vinnuafl. Þá em EFTA-löndin loksins sammála um algjöra fríverslun á fiski en það mál hefur verið þrætueph í EFTA frá því samtökin vom stofnuð. Mesti styrkur EFTA-samkomulagsins er talinn vera sú aukna póhtíska sam- staða samtakanna sem aftur kemur tíl góða í samningum við Evrópu- bandalagið vegná sameiginlegs innri markaðar Evrópubandalagsins árið 1992. EFTA-löndin em ekki stór markað- ur fyrir íslenska fiskútflytjendur. Sölumiöstöð hraðfrystihúsanna sel- ur þangað innan við 3 prósent af út- flutningi sínum. Sölusamtök ís- lenskra fiskframleiðenda, saltfiskút- flytjendur, selja lítiö sem ekkert til EFTA-landanna eftir að Portúgal gekk í Evrópubandalagiö. Og af EFTA-löndunum flytur SÍS mest til Sviss og Svíþjóðar. Það er þó Utið brot af heUdarfiskútflutningi Sam- bandsins. EFTA-löndin eru þessi: ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Sviss og Austurríki. -JGH Öllum þeim sem glöddu mig og gerðu afmælisdag minn 11. mars ógleyman- legan sendi ég aiúðarþakkir og kveðj- ur. Júlíus H. Þórðarson Akranesi Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við grunnskóla. Umsóknarfrestur til 4. apríl. Stöður grunnskólakennara við grunnskóla Reykjavíkur. Vestfjarðaumdæmi Stöður skólastjóra við Reykhólaskóla og á Flateyri. Stöðursérkennara og grunnskólakennara við Grunn- skólann á Ísafírði, meðal kennslugreina heimilis- fræðj, mynd- og handmennt. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Bolungarvík, Reykhólaskóla, Barðastrandarhreppi, Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri, Mýra- hreppi, Mosvallahreppi, Flateyri, Suðureyri, Súðavík, Finnbogastaðaskóla, Drangsnesi, Klúkuskóla, Hólmavík, meðal kennslugreina íþróttir, Broddanesi og Borðeyri. Menntamálaráðuneytið Fréttir Samkomulag um fríverslun með mm ■ pinp m TiSK mnan ti* i a Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Oal& í fyrsta skiptl í sögu EFTA hefur náðst samkomulag milli landanna um hvernig elgi að haga frjálsri verslun með flsk í framtiðinni. Fyr- ir íslendinga hefur þetta alltaf ver- ið erfiðasta máliö í samstarfinu innan EFTA. Annars er lokayfirlýsing EFTA- fnndarins, sem staðið hefur yfir í Osló síðustu tvo daga, pólitískur rammi utan um ekki neitt. Hvert innihaldiö getur orðiö seinna mun ef til vill skýrast á utanríkisráð- herrafUndi EFTA-landanna sem hefst í Brussel á mánudaginn. Lokayfirlýsingin opnar möguleika á nánara samstarfi viö Evrópu- bandaiágiö á nær öllum sviöum án þess að vera bindandi á nokkurn hátt Fundir EFTA-landanna i framtíð- inni raunu því leiða í Ijós hve langt löndin vilja ganga í sambandi við fijálsa verslun, tolla og fólksflutn- ing innan Evrópu og þar sýnist sitt hverjum. En ákveðið hefur verið að fjölga EFTA-fundum til mikilla muna á næstu árum. Eftir fundinn í gær lýstu allir ráðherrarnir ánægju sinni nær sarnhljóða með lokaárangur fund- arins. Áskoranir til Verkamannasambandsins: Samningafundirnir fari ekki fram í Garðastræti Verkamannasambandið hefur fengið skeyti frá starfsfólki KASK á Höfn í Hornafirði þar sem skoraö er á sambandið að beita sér fyrir því að kjarasamningaviðræður þær sem nú eru að hefjast fari ekki fram í húsi Vinnuveitendasambandsins í Garðastræti. Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verkamanna- sambandsins, sagði að hann hefði komið þessum óskum á framfæri við Alþýðusambandið. Hann sagðist ekki vita betur en að samningafund- urinn, sem boðaður hefur verið í Tilkyimingar Skoðunarferð í Plastverksmiðju í kvöld 16. mars kl. 21 stendur Náttúru- verndarfélag Suðvesturlands fyrir vett- vangsferð í Plastprent, Fosshálsi 17-23 í Reykjavik. Starfsmenn fyrirtækisins kynna starfsemi þess, en Plastprent er stærsti framleiðandi plastumbúða á ís- landi. Kynnt verður hráefnið sem notað er í plastpokana, hvemig þeir eru fram- leiddir, hvað verður um úrgangsefnið frá framleiðslunni og hugmyndir um endur- vrnnslu notaðra plastumbúða. Að þessu loknu verður rædd ný hugmynd um notkun plastpoka í sambandi við um- hverfisvemd. Vettvangsferðin tekur um eina og hálfa klukkustund. Allt áhuga- fólk velkomið. ITC Melkorka 7 ára Afmælisfagnaður ITC Melkorku verður haldin fostudagskvöldið 17. mars kl. 20 á loftinu við Vesturgötu í Reykjavik. Þrí- réttuð máltíð með léttri dagskrá án hefö- bundinna félagsmála. Skráningu annast Helga í s. 78441 og Guðrún í s. 46751. Stef fundarins er: í samkvæmislífinu kemst enginn hetjuskapur í hálfkvisti við gott kjaftæði. Fatasöfnun Karmelíta- systranna í Hafnarfirði Karmelítasystumar í Hafnarfirði yilja koma á framfæri kæm þakklæti til þeirra fjölmörgu sem sent hafa þeim notuð fót í fatasöfnum þeirra. Nú þegar hefur verið sent rúmlega eitt tonn af fatnaði til Zimbabve í Afriku. Fatnaðurinn hefur komið sér afar vel fyrir hina innfæddu, sem eru blásnauðir og ritmálslausir. Fólk þarf ekki að óttast um að fótin nýtist ekki vel, því að innfæddu konumar sníða fot í stórum númerum upp og sauma úr þeim að nýju. Þeir sem hafa hug á að senda notuð fót í söfnunina geta haft sam- band við systumar í s. 50378. Námskeið Spunanámskeið í Kramhúsinu Dagana 17. mars til 2. apríl halda Anne Krisdne Tischendorf frá Noregi og Mart- in Kloft frá Danmörku spunanámskeið í Kramhúsinu. Anne Kristine lærði dans og spunavinnu í Noregi og Hollandi og er útskrifuð frá „School for New Dance dag, færi fram í húsnæði Alþýðusam- bandsins. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn, sagði í samtali við DV að það væm alveg hreinar línur að þeir austan- menn tækju ekki þátt í samningavið- ræðum sem fram færa í húsnæði Vinnuveitendasambandsins. Eðlileg- ast væri að samningaviðræðumar færu fram í hlutlausu húsnæði. Þessar óánægjuraddir eru ekki nýjar af nálinnni. Mörg undanfarin ár hafa samningaviðræðumar farið Development" í Amsterdam. Martin er menntaður íþróttakennari, en hefur und- anfarin ár unnið með kvikmynd og myndband í tengslum við dans og leik- hús. Með þennan óllka bakgrunn hafa þau þróað sameiginlega dansspuna og myndbandavinnu, þar sem kannaðar eru hreyftngar og dans sem leið til sjálfstján- ingar svo og samband manns og um- hverfis. Undanfama 2 mánuði hafa þau haldið námskeið með áhugaleikfélögum vítt og breitt um landið á vegum Banda- lags íslenskra leikfélaga. Innritun er haf- in í Kramhúsinu, s. 17860 og 15103. Leikhús Síðustu sýningar Herranætur Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu Herranætur á leikritinu „Tóm ást“ eftir Sjón. Lokasýningar hafa verið ákveðnar fóstudaginn 17. og laugardaginn 18. mars kl. 20.30 í Tjamarbíói. Miðapantanir í sima 15470 frá kl. 14.30-16.30 eða vlð inn- ganginn. Fundir Digranesprestakall Kirkj ufélagsfundur verður í safnaöar- heimilinu við Bjamhólastíg fimmtudag- inn 16. mars kl. 20.30. Flutt verður erindi og sýndar myndir. Kaffiveitingar. Fyrirlestrar Erfðir visnu og mæði í kvöld, 16. mars kl. 20.30 flytur dr. Val- gerður Andrésdóttir fyrirlestur í Odda stofu 101. Fyrirlesturinn nefnir hún „Erfðir visnu og mæði“. í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsóknir á erfðaefni visnu og mæði sem unnið er að á Keld- um. Greint verður frá samanburði á erfðaefni ýmissa visnu- og mæðistofna þar sem í Ijós kom að mikil munur er á erfðaefni visnu og mæðiveira. Valgerður lauk .B.S. prófi í lifiræði frá Háskóla ís- lands 1972 og doktorsprófi trá Edinborg- arháskóla 1981. Kvikmyndir Kvikmyndaklúbbur íslands sýnir í kvöld kl. 21 og 23.15 og á laugardag kl. 15 vest- ur-þýsku myndina Rosa Luxemburg fram í húsi Vinnuveitendasam- bandsins. Þar hafa báðir aðiiar haft aðgang að tækjum og tólum hússins. Úr hópi samningamanna verkalýðs- hreyfingarinnar hafa oft heyrst raddir um að þetta sé óeðlilegt. Þeir hafa gjaman tekið líkingu úr knatt- spymunni um heimavöll og hlut- lausan völl. Þetta mun þó vera í fyrsta sinn sem hópur verkafólks tekur sig saman og sendir frá sér áskomn um hlutlausan völl í samn- ingaviðræðunum. S.dór Ráðstefna um atvinnulíf og mengun Landsnefnd alþjóða verslunar- ráðsins gengst fyrir ráðstefnu um atvinnulíf og umhverfisvemd að Hótel Loftleiöum á morgun 17. mars og hefst hún klukkan 12.00. Þarna verður reynt aö leita svara viö þvi hversu mikil mengun er á íslandi, í hafinu umhverfis landið og hvaöa áhrif hún hefur á helstu auðlindir okkar. Á ráðstefnunni mun Karel Veldhuis, formaður umhverfis- málanefndar alþjóða verslunar- ráðsins, ræða um hlutverk at- vinnulífsins gagnvart umhverf- inu. Þá munu þeir Magnús Jó- hannesson siglingamálastjóri, Guöjón Atli Auöunsson, Rann- sóknastofiiun fiskiðnaðarins og Ólafur Pétursson, forstööumaður mengunarsviðs Hollustuvemdar ríkisins, greina frá mengun N- Atlantshafsins og áhrif mengun- ar á fiskistofna og stöðu um- hverfismála á íslandi. Tómas Óli Jónsson, markaösstjóri Útflutn- ingsráös í Frankfurt, mun leita svara við því hvort ómenguð ís- lensk náttúra sé söluvara. Aö lok- um mun Friðrik Pálsson, for- stjóri SH, stjóma pallborösum- ræðum. Ráðstefnustjóri er Ingi- mundur Sigfússon forstjóri. S.dór Endurski * í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.