Alþýðublaðið - 08.07.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.07.1921, Blaðsíða 1
G-efið tlt af .Alþý45iiál©l£Soa.iom. 1921 Fóstudaginn 8. júíí. 154 tölubl. fverjir borga tollana. Sem kunnugt er eru engar þær innðuttar vörur til hér á landi, sem ekki eru tollaðar. Almenning- ar veit þetta en hann verðúr þess þó lítið var. Hann tekur ekki eftir því, að hann greiðir miklu meiri skatta í landssjóð og til milliliða, en hann mundi gera ef um beina skatta væri að ræða. Tollur fér altaf síhækkandi á •öllum neyzluvörum, og hann er orðinh svo hér, á sumum algeng- ustu tegundunum, að furðu gegn ir. Tökum t. d. kaffi. Á síðasta þiagi var tollurinn á því hækkað- ur um helraing, eða úr 30 aur- am upp í 60 aura á kg, og syk- urtollur er lítið minni. Stundum hafa tolltekjurnar verið alt að 70% aí tekjum landssjóðs og má af því sjá, að þær eru ekkert smá- ræði. En hverjir borga þessa tolla? Því er fljótsvarað. Neytendur íorga þá alla. Yfirleitt verður ekki vart við það, að eftirspurn eftir vörum minki við það, þó hækk- aður sé tollurinn. Og minki hún, þá er það aðeins í svipinn. Innan skamms eykst hún aftur og verð- ur síst minni en áður. Þetta sýnir að framleiðendur vörunnar bíða ekkert teljandi tjón við það, þó tollur sé hækkaður á vörunum, sem þeir flytja til landsins, sem toilinn hækkaði. Það eru neytend- urnir einir sem tollhækkunina greiða, og oftast nær töluvert á- lag í viðbót frá milliliðunum. Spánverjar hafa nú, eins og aðrar þjóðir, tekið það ráð, að tolla allar inufíuttar vörur gífur- lega, ekki síst frá þeim löndum, sem ekkert eiga inni hjá þeim. Þá vantar fé í ríkissjóð, en eru á hinn bóginn skuldunum vafnir. Einkum skulda þeir Bretum offjár. Bretinn hefir mikia fiskverzlun við þá, og græðir vel á heani, en vill gjarnan græða meira. Hon- uuo, það er að segja fisksölunum, er því umhugað um, að bola keppinautunum burtu, ef unt væri. Og þá er ekkert ráð betra, en láta Spánverja tolla saltfisk þess- ara keppinauta, svo þeir neyðist til að selja hann óverkaðan, lágu verði, til Englands; en Eng- lendingar selja hann svo tollfrítt til Spánar, eða þvf sem næst. Spánverjar mundu þvf síst af öllu græða á því, að tolla fisk annara þjóða, svo hann ekki gæti kept við enskan físk. Þeir mundu bein Iínis tapa á því, en Englendingar fleyta rjómann. Spánn mun halda því fram, að hann geri það til þess að vera samkvæmur sjálfum sér, að krefj ast þess, að leyfður sé innflutn- ingur á spönskum vínnm til ís- lands, því vitanlegt er, að hann mundi aldrei hafa neinn fjárhags- legan hag af þeirri tilsiökun, held- ur miklu fremur óhag, eins og bent hefír verið á. En að sam- ræmið er ekki sem bezt f þessari tollapólitík Spánar, sézt af þvf, að hann hefír ekki minst á það, að Nýfundnaland, sem seiur mik- inn físk til landsins, afnemi vín- bannið sem þar er. Líti maður htns vegar á þá hlið málsins sem eingöngu snertir íslendinga, kemur fyrst og fremst það til greina sem fyr er sagt, að toiiur lendir undantekningar- laust á neytendum. En vttanlega getur varan sem tolluð er verið svo algerlega óþörf, að eftirspurn- in minki stórum við það, að hún hækkar í verði. íslenzkur saltfiskur hefir með hverju ári unnið sér stærri ög fastari markað á Spáni. Ymsir heistu fisksaiarnir þar hafa smátt og smátt hætt að seija annan fisk og vilja ekki Kta við ððrum fiski. Neytendurnir eru afarmargir og úr öllum stéttum. Á þeim hlýtur tollhækkunin að ienda að mestu ef ekki öllu leyti, ekki sízt ef íslenzkir físksalar hafa sam- haidssemi til þess, að standa sem einn maður. Þó að tollurinn þvf kæmist á, er ekki fkjamikil hætta á þvf, að tslendingar sköðuðust á þvf. Og hættan á því, að toll- urinn verði hækkaður er þvf minni, sem íslenzki saltfískurinn á svo mikil ftök f spönskum neytendum. Þeir mundu aidrei til lengdar þola það, að hann væri toilaður hærra en fískruddinn sem þeir fá frá Bretum. Morgunblaðið var að reikna það út um daginn, að ísiendingar mundu skaðast 7 "/2 miljón kr. á tolihækkuninni. Vitanlega nær þetta engri átt Það er bara út í loftið. 1916 hefði hækkunin t. d. numið 2,88o,O0O kr. og ólíklega hefir útfiutningurinn aukist svo gífurlega sfðan. Þáð er slfk fjarstæða að halda því fram, að tollurinn lendi ailur á seljendum, að engum er hægt að trúa til að fara með slíka vitleysu, nema örgustu fíón- um. En þvf miður virðist töluvert til af þeim, og skyidi þó engan undra. Að siðustu, lftum með stillingu á þetta mál og betum saman hver áhrif tollhækkanir hafa á þá vöru, sem hingað er flutt, og hver áhrif tolihækkun á íslenzkum saltfíski til Spánar mundi hafa á eftirspurn- ina eftir físki þar. Reyazian er sú, að eftirspurnin minkar hér ekki við toilhækkun, er þá ekki senni- legast að eins mundi verða um fisk á Spáni? Og ennþá eitt. Hve mikið mundí það kosta landið beiniínis, ef leyfður yrði aftur innfíutningur á áfengi? Og hve mikið tjón mundi það bíða af álitshnekki, eí það umsvifalaust léti undan jafn ósanngjarnri kröfu og þeirri, sem hér er farið fram á? Hversig mundu Norðmenn taka þvf? Laxveiðia f Elliðaánum gengur nú ágætlega og er svo að sjá, sem stffían hafí engin áhrif á göngu laxins f árnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.